Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 29                                          McCartn- ey fékk lögbann London. AFP. BÍTILLINN fyrrverandi, Paul McCartney, fékk á mánudag samþykkt lögbann á sölu skjals sem geymir handskrifaðan texta Bítlalagsins „Hey Jude“. Hélt McCartney því fram að skjalið hefði horfið af heimili hans. Dómari í London skipaði uppboðsfyrirtækinu Christies að fresta uppboði á skjalinu, sem talið var að yrði selt fyrir um 80 þúsund pund, eða tæpar ellefu milljónir ísl. króna. Seljandinn, Florent Tessier, hélt því fram að hann hefði keypt skjalið á Portobello- markaðnum í London árið 1971 eða 1972. Úrskurður dómara felur hins vegar í sér að ekki verður af uppboði skjalsins fyrr en búið er að sýna fram á hver sé réttmætur eigandi þess. Lögmaður McCartneys hafði sagt fyrir rétti að skjalið hefði mikið tilfinningalegt gildi fyrir skjólstæðing sinn en McCartn- ey samdi lagið til Julians Lenn- ons, sonar Johns Lennons, árið 1970 í því skyni að reyna að hughreysta hann. Hafði John Lennon þá nýverið skilið við fyrri eiginkonu sína, Cynthiu, sem var móðir Julians. RINGULREIÐ var yfirvofandi í heilbrigðiskerfi Ástralíu í gær og lokuðu læknar stofum sínum og af- lýstu aðgerðum, öðrum en lífsnauð- synlegum, í kjölfar gjaldþrots stærsta heilbrigðistryggingafélags landsins, United Medical Protection (UMP). Sjálfstætt starfandi heim- ilislæknar og sérfræðingar í Ástr- alíu mega ekki starfa nema hafa tryggingu gegn skaðabótakröfum. Læknishjálp á sjúkrahúsum á veg- um hins opinbera er aftur á móti ríkistryggð. Áströlsku læknasamtökin (AMA) segja hættu á algerri upplausn í heilbrigðiskerfinu ef stjórnvöld skerist ekki í leikinn og ábyrgist tryggingu fyrir lækna, sem tryggðir eru hjá UMP, en það eru alls um 60 af hundraði allra lækna í Ástralíu. John Howard, forsætisráðherra landsins, hefur tilkynnt að stjórnin muni veita læknunum „algera ábyrgð“ gagnvart öllum skaðabóta- málum er kunni að koma upp í kjöl- far meðferða fram til 30. júlí. Á fréttavef breska ríkisútvarps- ins, BBC, kemur fram, að ástralskir læknar séu alls ekki fyllilega í rónni þótt Howard hafi gefið þetta loforð, því þeir telji að núverandi stjórn geti ekki veitt loforð fyrir hönd komandi stjórna. Þetta skipti máli, því skaðabótamál séu í mörgum til- vikum ekki höfðuð fyrr en mörgum árum eftir að aðgerð er gerð. Samtök skurðlækna í Eyjaálfu ráðlögðu í gær félagsmönnum sínum að gera engar aðgerðir fyrr en málið hefði skýrst fyllilega. Regnhlífar- samtök félaga heimilislækna sögðu aftur á móti að loforð Howards væri viðunandi og engin ástæða fyrir fé- lagsmenn að leggja niður störf. Í kjölfar tilkynningar trygginga- félagsins aflýstu skurðlæknar á einu af stærstu sjúkrahúsunum í Sydney, Royal Prince Alfred, öllum aðgerð- um, öðrum en lífsnauðsynlegum, á sjúklingum sjálfstætt starfandi lækna. Þeir sjúklingar sem eru al- varlega veikir og keypt höfðu þjón- ustu beint af einstökum læknum, og heyra því ekki undir opinbera sjúkratryggingakerfið, voru færðir til hins opinbera til þess að hægt væri að sinna þeim, en öðrum að- gerðum á vegum sjálfstætt starfandi lækna var frestað. UMP tryggingafélagið er 109 ára gamalt fyrirtæki og eru 32 þúsund læknar í Ástralíu tryggðir hjá því, þ. á m. 90 af hundraði allra lækna í fylkjunum Nýju Suður-Wales og Queensland. Tilkynningin um gjald- þrotið var gefin út eftir sérstakan stjórnarfund á mánudaginn, þegar ljóst varð að fyrirtækið gæti ekki greitt útistandandi skuldir, er alls nema sem svarar 54 milljörðum ís- lenskra króna. Málshöfðanir óvíða jafn algengar Óvíða í heiminum eru málshöfðan- ir jafn algengar og í Ástralíu og læknar segja að iðgjöld sín hafi tí- faldast undanfarinn áratug vegna þeirra háu skaðabóta sem dómstólar hafi gert læknum að greiða. Howard sagði í sjónvarpsviðtali að það væri undir einstökum fylkisstjórnum komið að stemma stigu við þeim skaðabótum sem dómstólar dæmdu sjúklingum. Heilbrigðiskerfið í land- inu heyrir undir fylkisstjórnir. Sagði Howard að fylkisstjórnirnar yrðu að ganga lengra í að takmarka skaða- bótagreiðslur. Stærsta heilbrigðistryggingafélag Ástralíu gjaldþrota Alger ringulreið í heilbrigðiskerfinu Sydney. AFP. JACQUES Chirac Frakklandsforseti fór í gær fram á það við landa sína að þeir sýndu stillingu á frídegi verka- lýðsins, þ.e. í dag, en gert er ráð fyrir að mótmæli gegn þjóðernisöfga- manninum Jean-Marie Le Pen setji svip sinn á skrúðgöngur sem haldnar verða í tilefni dagsins í Frakklandi. Þá biðlaði Chirac til kjósenda að hafna Le Pen í seinni umferð forseta- kosninganna, sem fara fram um helgina. Margir óttast að til óeirða komi í dag en þá munu þúsundir manna ganga um götur helstu borga og bæja í tilefni dagsins. Chirac bað landa sína hins vegar í gær um að sýna ábyrgð. „Í lýðræðisríki er hin pólitíska bar- átta ekki háð á götum og torgum,“ sagði Chirac í útvarpsviðtali. „Póli- tísk átakamál eru útkljáð í kjörklef- anum.“ Búið er að kalla út varalið lögregl- unnar vegna 1. maí-gangna í dag en allt kapp verður lagt á að halda stuðn- ingsmönnum Le Pens og andstæð- ingum hans aðskildum. Löng hefð er fyrir því í Frakklandi, rétt eins og annars staðar, að verkalýðsfélög efni til hátíðahalda hinn 1. maí en þannig vill til að flokkur Le Pens hefur einnig efnt til hátíðahalda þennan sama dag í minningu Jóhönnu af Örk, sem flokksmenn álíta verndara sinn. Zinedine Zidane hvetur fólk til að kjósa Chirac Chirac sagðist hafa fullan skilning á því að vinstrimenn hefðu lítinn áhuga á að lýsa yfir stuðningi við stefnu hans. Þeir væru hins vegar að þjóna æðri gildum er þeir greiddu honum atkvæði sitt í forsetakosning- unum, þ.e. gildum lýðræðisins og þá um leið hagsmunum Frakklands. Flestir helstu stjórnmálamenn í Frakklandi hafa farið þess á leit við kjósendur að þeir greiði Chirac at- kvæði í seinni umferð kosninganna til að tryggja að Le Pen nái ekki kjöri. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Chirac sjálfur beinir þessum sömu til- mælum til almennings. Knattspyrnustjarnan franska, Zin- edine Zidane, slóst á mánudag í hóp þeirra sem lýst hafa andstöðu við Le Pen. Zidane, sem er af alsírsku bergi brotinn, hvatti almenning þá til að fylkja liði um sitjandi forseta. Chirac hvetur Frakka til að sýna stillingu Reuters Jacques Chirac, forseti Frakklands, heilsar stuðningsmönnum sínum í borginni Toulouse en hann var þar á ferðinni í gær. Óttast að í odda skerist með fylgj- endum og andstæð- ingum Le Pens í 1. maí-göngum í dag París. AP. FJÖLDI manns var viðstaddur at- höfn sem haldin var í Krasnojarsk í Síberíu í gær til minningar um Al- exander Lebed, ríkisstjóra í hér- aðinu og fyrrverandi hershöfðingja í sovéska hernum. Meðal þeirra sem kvöddu Lebed var eiginkona hans, Inna, en henni á hægri hönd á myndinni er sonur hennar, Alexander. Lebed, sem lenti í þriðja sæti í forsetakjöri í Rússlandi árið 1996 og starfaði um tíma sem þjóðaröryggisráðgjafi, lést í þyrluslysi sl. sunnudag og var lík hans í gær flutt til Moskvu þar sem bera átti hann til grafar. Reuters Lebed kvaddur Bush vill ræða við N- Kóreumenn FULLTRÚAR Bandaríkjastjórnar tilkynntu í gær að nú væri unnið að undirbúningi viðræðna við stjórnvöld í Norður-Kóreu en áður höfðu Norður-Kóreumenn lýst því yfir að þeir væru reiðubúnir til að hefja viðræður að nýju um bætt samskipti ríkjanna. Yfirlýsingin þykir sæta nokkr- um tíðindum en samskipti Banda- ríkjanna og Norður-Kóreu hafa verið nálægt frostmarki síðan George W. Bush tók við embætti forseta í fyrra. Lýsti Bush Norð- ur-Kóreu m.a. sem einu af þremur „öxulveldum hins illa“ í stefnu- ræðu sinni í janúar sl. Óvíst hvort Bandaríkjamenn senda erindreka sinn Ekki kom fram í yfirlýsingu Ara Fleischer, talsmanns Hvíta húss- ins, í gær hvort Bandaríkjastjórn hefði í bígerð að senda erindreka sinn, Jack Pritchard, til Pyong- yang en á mánudag höfðu borist fregnir um að Bandaríkjamenn hefðu þekkst boð Kim Jong-Il, for- seta Norður-Kóreu, um að senda Pritchard til skrafs og ráðagerða í Pyongyang. Ljóst þykir að Kim Dae-Jung, forseti Suður-Kóreu, fagni þessum tíðindum en hann hefur mjög beitt sér fyrir því að koma á þíðu í sam- skiptum við Norður-Kóreustjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.