Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 67 DAGBÓK Árnað heilla GUÐBJÖRN Þórðarson hafði ekki lent í öðru eins við spilaborðið áður. Hann hafði engu lofað í hjarta, en átti ÁKDx í litnum og fékk þá ánægju að leggja upp blind- an í sjö hjörtum sem makker hans hafði sagt upp á eigin spýtur. Spilið kom upp í síð- ustu umferð Íslandsmótsins í tvímenningi. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ G5 ♥ ÁKD6 ♦ G7632 ♣D6 Vestur Austur ♠ Á1064 ♠ KD98732 ♥ 98 ♥ 5 ♦ 108 ♦ K54 ♣G9732 ♣54 Suður ♠ -- ♥ G107432 ♦ ÁD9 ♣ÁK108 Guðbjörn vakti á einum tígli í norður, en skipti sér svo ekkert af sögnum meira – makker hans, Sveinn R. Þor- valdsson, sá um framhaldið: Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull 3 spaðar Dobl * 4 spaðar Pass Pass 7 hjörtu ! Pass Pass Pass Stökkið í sjö hjörtu er ger- ræðislegt, en þó innan skyn- semismarka, því ekki er ósennilegt að opnun makkers sé byggð á ÁK í hjarta og tíg- ulkóng úr því að AV láta svo ófriðlega í spaðanum. Sveinn hefði þó tæplega meldað svona í fyrstu umferð móts- ins. Vestur kom út með hjarta og Guðbjörn lagði nið- ur trompið í röðinni 6-D-K-Á. Síðan kom tígullinn, en hann var eins og glæsilegur – gos- inn örsmátt fimmti. Á opnu borði má vinna sjö hjörtu með því að fara af stað með tígulgosa og fella svo tíu vesturs á eftir ef austur legg- ur á. Sveinn fór reyndar af stað með tígulgosann, en svínaði síðan níunni og gaf á tígultíuna. En hver skyldi vera besta spilaleiðin frá sjónarhóli tölfræðinnar? Áður en farið er í tígulinn er sjálfsagt að kanna leguna í laufinu. Það sýnir sig að aust- ur á tvö lauf og eitt tromp. Miðað við sagnir er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir sjölit í spaða, en þá er austur með þrílit í tígli. Þar með þýðir ekki að spila upp á kóng annan í austur og byrja á því að svína drottningunni. Nei, það verður að byrja á gosanum og sjá svo til. Aust- ur leggur kónginn á gosann á og áttan kemur frá vestri. Áttan er dálítið upplýsandi spil, en góður varnarspilari myndi þó hiklaust láta hana frá 85 eða 84. Sé gert ráð fyrir því að átt- an sé ekki marktækt spil er rétt að svína níunni næst. Ástæðan er þessi: Þegar að úrslitastundinni kemur er „vitað“ að austur á tvo tígla eftir, en vestur einn. Austur á því eitt af þrennu: 105, 104 eða 54. Í tveimur tilfellum af þremur er tían í austur og því eru líkurnar tveir á móti ein- um svíningunni í hag. Þetta eru fyrirframlíkurn- ar, en það má líta á málið á annan hátt líka úr frá regl- unni um „takmarkað val“. Sagnhafi spilar tígli úr borði og sér til dæmis fjarkann koma frá austri. Þá er tvennt til í dæminu, að fjarkinn sé frá 104 eða 54. Ef austur hef- ur byrjað með 104 VERÐUR hann að fylgja með fjarkan- um – val hans er takmarkað – en með 54 GÆTI hann allt eins látið fimmuna því fjarki og fimma eru jafngild spil. Þar með eru líkurnar tveir á móti einum með því að austur hafi byrjað með 104 en ekki 54. Niðurstaðan er sú sama, en svo er oft þegar um töl- fræðileg viðfangsefni er að ræða. Því miður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 1. maí, er sextugur Jóhann Lúðvík Helgason, Núpalind 4. Hann er að heiman í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 1. maí, er áttræður Kristinn Enok Guðmundsson, fyrrv. starfsmaður Rafmagns- veitu Reykjavíkur, Lindar- götu 66, Reykjavík. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í dag kl. 15–18 í mat- sal Rafmagnsveitu Reykja- víkur við Suðurlandsbraut. LJÓÐABROT ÚR GRETTISSÖGU Gekk ek í gljúfr it dökkva, gein veltiflug steina við hjörgæði hríðar hlunns úrsvölum munni. Fast lá fram á brjósti flugstraumr í sal naumu; heldr kom á herðar skáldi hörð fjón braga kvónar. Ljótr kom mér í móti mellu vinr ór helli; hann fekkst, heldr at sönnu harðfengr, við mik lengi. Harðeggjat lék ek höggvit heftisax af skefti. Gangs klauf brjóst ok bringu bjartr gunnlogi svarta. - - - 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. cxd5 exd5 6. Bg5 Be7 7. Dc2 g6 8. e3 Bf5 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Rbd7 11. O-O O-O 12. Hab1 a5 13. a3 He8 14. Dc2 Rb6 15. Bxf6 Bxf6 16. Hfe1 Bg7 17. h4 Rc4 18. h5 Rd6 19. hxg6 hxg6 20. Hbd1 Bf6 21. g3 Kg7 22. Kg2 Dd7 23. Hh1 Rf5 24. e4 dxe4 25. Rxe4 Dd5 Staðan kom upp á meist- aramóti Kúbu sem lauk fyrir skömmu. Omar Almeida (2473) hafði hvítt gegn Aryam Abreu (2480). 26. Hh7+! og svartur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1.-2. Lenier Domingu- ez (2594) og Neuris Delgado (2506) 12½ vinning af 17 mögu- legum. 3. Lazaro Bruzon (2569) 12 v. 4. Rey- naldo Vera (2534) 11 v. 5.-6. Jesus Nogueiras (2521) og Walter Arencibia (2542) 10 v. 7.-8. Ju- an Mateos Borges (2438) og Yuri Gonzales (2444) 9 v 9.-10. Rodney Perez (2429) og Om- ar Almeida (2473) 8 v. 11. Yuniesky Quezada (2411) 7 ½ v. 12.-13. Irisberto Her- rera (2474) og Frank De la Paz (2427) 14.-15. Maikel Gongora (2408) og Aryam Abreu (2480) 6 ½ v. 16.-18. Jose Alvares (2403), Renier Vazques (2442) og Felix Gomez (2406) 5½. Þrír ís- lenskir skákmenn munu taka þátt í minningarmóti Capablanca sem hefst í byrj- un maí í Havana. Margir af ofangreindum skákmönnum verða andstæðingar þeirra. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Með morgunkaffinu Burtu með þig! Ég sá hann fyrst! STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert hreinskilinn, þol- inmóður og raunsær. Þú hef- ur glöggt auga fyrir um- hverfinu og átt auðvelt með samskipti. Á komandi ári geturðu gert ráð fyrir ýms- um nýjungum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn hentar vel til fast- eignaviðskipta. Allt sem tengist fjölskyldu og heimili getur á einhvern hátt aukið velsæld þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að njóta samvista við fjölskyldu þína og vini í dag. Þú hefur mikla þörf fyr- ir að vera hluti af stærri heild. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það liggur vel fyrir þér að fást við yfirvöld og stofnanir í dag. Notaðu tækifærið til að ganga frá þínum málum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú átt auðvelt með að vinna með öðrum og sérð að þú getur hagnast á hópstarfi. Þetta er góður tími til funda- og ráðstefnuhalds. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leiðtoga- og stjórnunar- hæfileikar þínir eru með mesta móti. Næstum öll þín takmörk geta náðst ef þú ert við stjórnvölinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ferðaáætlanir eða hug- myndir um frekara nám eru þér hvatning. Þú sérð að þú hefur marga spennandi möguleika. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Samband þitt við yfirmenn þína er óvenju gott í dag. Þeir sjá að þú ert samvinnu- fús og að þú getur fengið fólk til að vinna saman. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt ótrúlega auðvelt með samskipti við alls konar fólk. Bros þýðir það sama á öllum tungumálum og því getur já- kvætt hugarfar komið sér vel í ólíklegustu aðstæðum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Leggðu þig fram við að gera drauma þína í vinnunni að veruleika. Samstarfsfólk þitt mun styðja þig og leyfi yf- irmanna þinna verður auð- sótt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það liggur vel á þér og þú heillar fólk með glaðværð þinni. Glaðværðin skapar tækifæri til daðurs og ástar- ævintýra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú getur náð miklum árangri í dag hvort sem er heima við eða í vinnunni. Þú átt von á hrósi eða launahækkun sem mun koma sér vel fyrir heim- ili þitt og fjölskyldu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Svona dagar auðvelda þér að sjá mátt jákvæðrar hugsun- ar. Þú sérð að það sem hélt aftur af þér var einungis til í huga þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Bridsfélag Akraness Fimmtudaginn 18. apríl lauk Bún- aðarbankamótinu í tvímenningi, sem jafnframt er Akranesmót. Spilaður var Barómeter í þremur lotum og 15 umferðir með 4 spilum á milli para. Alls tóku 16 pör þátt í 3. sæti lentu þeir Alfreð Viktorsson og Þórður Elíasson með 108 stig eða 55,1% skor, í 2. sæti voru Karl Alfreðsson og Bjarni Guðmundsson með 126 stig eða 55, 9% skor, Akranesmeist- arar urðu þeir Sigurður Tómasson og Hreinn Björnsson með 131 stig eða 56,2% skor. Það var Búnaðarbanki Íslands- Akranes-útibú, sem styrkti mótið. Fimmtudaginn 2. maí hefst síðan sameiginlegt 3. kvölda Silfurstiga- mót Bridsfélaganna á Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði, 1. kvöldið fimtudaginn 2. maí verður spilað á Breiðinni á Akranesi, 2. kvöldið mið- vikudaginn 8. maí verður spilað á Mótel Venus við Borgarnes 3. og síð- asta kvöldið verður spilað á Loga- landi í Reykjadal, spilaður verður Barómeter, spilagjald er 5.000 kr. á parið fyrir öll kvöldin. Skráning er hjá Einari í síma 862- 2962, skráningu lýkur 30 apr. kl. 2200. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Kópavogi Það var spilað á 12 borðum í Gjá- bakkanum sl. þriðjudag. Spilaður var Michell tvímenningur og urðu úrslit þessi í N/S: Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 271 Guðm. Magnúss. - Magnús Guðmundss. 258 Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 246 Hæsta skor í A/V: Albert Þorsteinss. - Bragi Björnss. 254 Viggó Norðquist - Þórólfur Meyvantss. 235 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 232 Það mættu einnig 24 pör á föstu- daginn var en þá urðu úrslitin þessi: Lárus Hermannss. - Ólafur Láruss. 263 Eysteinn Einarss. - Jón Stefánsson 258 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 257 Hæsta skor í A/V: Hörður Davíðss. - Einar Einarss. 273 Halla Ólafsd. - Jón Lárusson 260 Ernst Bachman - Garðar Sigurðsson 257 Meðalskor báða dagana var 216. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði í Glæsibæ mánudaginn 22. apr- íl. 21 par. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 267 Ólafur Ingvarss. – Magnús Oddsson 253 Björn E. Péturss. – Gísli Hafliðas. 246 Árangur A-V: Eysteinn Einarss. – Jón Stefánss. 246 Kristján Ólafss. – Ólafur Gíslas. 241 Magnús Jósefss. – Hannibal Helgason 239 Tvímenningskeppni spiluð fimm- tud. 25. apríl. 18 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 284 Ragnar Björnss. – Þorleifur Þórarinss. 282 Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 261 Árangur A-V: Björn E. Péturss. – Oliver Kristóferss. 256 Hilmar Valdimarss. – Magnús Jósefss. 236 Alda Hansen – Soffía Theódórsd. 234 • Stjórnar „fyrrverandi“ heimilislífinu okkar? • Má ég elska börnin mín heitar en börnin hans/hennar? • Eru stjúpforeldrar félagar, vinir eða uppalendur? • Eru stjúpforeldrar alvöru foreldrar? • Er hægt að búa til eina fjölskyldu úr tveimur fjölskyldum? Á námskeiðinu verður fjallað um tengsl í stjúpfjölskyldu, hlutverk stjúpforeldra, samskiptin við „hina foreldrana“ og leitað vænlegra leiða til að byggja upp samsetta fjölskyldu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 16. Þannig er leitast við að skapa andrúmsloft trúnaðar og stuðla að opinni umræðu um viðkvæm mál sem hvíla á þátttakendum. Námskeiðið verður haldið á Hverfisgötu 105, 4. hæð, mánud. 6., miðvikud. 8. og mánud. 13. maí kl. 20:00-22:30. Þátttökugjald er 13.000 kr. (námskeiðsgögn og kaffi innifalið). Stjúpfjölskyldur „Börnin þín, börnin mín, börnin okkar“ Námskeið Þels - sálfræðiþjónustu fyrir foreldra og stjúpforeldra í samsettum fjölskyldum Sálfræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Þórkatla Aðalsteinsdóttir hjá Þeli - sálfræðiþjónustu halda þriggja kvölda námskeið fyrir foreldra og stjúpforeldra í samsettum fjölskyldum. Nánari upplýsingar og skráning í símum 551 0260 og 562 8737, í netföngum egj@centrum.is og torkatla@centrum.is og á heimasíðu okkar www.thel.is Hagyrðingakvöld Sex valinkunnir hagyrðingar kveðast á í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið 1. maí kl. 20.00. Við stjórnvölinn verður Ómar Ragnarsson. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn. Allur ágóði rennur til líknarmála. Lionsklúbburinn Engey Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5 Begga fína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.