Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 1

Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 1
105. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 7. MAÍ 2002 PIM Fortuyn, leiðtogi hægriöfga- manna í Hollandi, var skotinn til bana í gær, níu dögum fyrir þing- kosningar í land- inu. Wim Kok, for- sætisráðherra Hollands, stað- festi að Fortuyn væri látinn. „Þetta var ekki aðeins tilræði við Pim Fortuyn heldur einnig lýð- ræðið í Hollandi,“ sagði forsætisráðherrann. „Við höf- um getið okkur orð fyrir að vera um- burðarlynd þjóð og eigum að útkljá pólitísku deilumálin með orðum, ekki byssum.“ Fortuyn fékk sex byssuskot í höfuðið, hálsinn og bringuna á bíla- stæði fjölmiðlamiðstöðvar í borginni Hilversum, 16 km suðaustan við Amsterdam. Lögreglan sagði að meintur morðingi Fortuyns, 33 ára Hollendingur, hefði verið handtek- inn eftir að hafa lagt á flótta. Sjón- arvottar sögðu að fjórir menn hefðu veitt honum eftirför. Þetta er í fyrsta sinn í nútímasögu Hollands sem stjórnmálaleiðtogi er myrtur. Allir flokkarnir sem taka þátt í þingkosningunum 15. maí af- lýstu kosningafundum sínum vegna morðsins og stjórn landsins kom saman í gærkvöldi til að ræða hvort fresta ætti kosningunum. „Það er ekki hægt að halda kosningabarátt- unni áfram eftir þennan atburð,“ sagði Hans Dijkstal, leiðtogi frjáls- lynda flokksins VVD. „Holland hefur glatað sakleysi sínu,“ sagði Ad Melkert, leiðtogi sósíalistaflokksins PVDA. Spáð talsverðu fylgi í þingkosningunum Fortuyn, 54 ára fyrrverandi pró- fessor í félagsfræði og dálkahöfund- ur, var lítt þekktur þar til flokkur hans fékk 35% atkvæðanna í borg- arstjórnarkosningum í Rotterdam í mars. Þetta mikla fylgi kom á óvart þar sem margir töldu að stefna hans, sem einkenndist af andúð á innflytj- endum, einkum múslímum, ætti ekki mikinn hljómgrunn meðal hol- lenskra kjósenda sem hafa getið sér orð fyrir frjálslyndi. Flokki Fortuyns hefur verið spáð talsverðu fylgi í þingkosningunum og talið er að hann geti orðið þriðji stærsti flokkur landsins. Lögreglan dreifði í gærkvöldi hundruðum stuðningsmanna Fort- uyns sem höfðu safnast saman við þinghúsið í Haag til að mótmæla morðinu. Leiðtogi hægri- öfgaflokks myrtur Hilversum, Haag. AFP, AP. Kosningafundum aflýst í Hollandi vegna morðsins Reuters Stuðningsmenn Pims Fortuyns leggja blóm við heimili hans í Rotterdam eftir morðið í gær. Pim Fortuyn FORSETI Frakklands, Jacques Chirac, sigraði þjóðernissinnann Jean-Marie Le Pen með yfirburðum í seinni umferð forsetakjörsins á sunnudag, hlaut 82,21% atkvæða samkvæmt lokatölum. Kjörsókn var mun meiri en í fyrri umferðinni eða nær 80% en rúm 4% skiluðu hins vegar auðu. Chirac gengur hér út úr forseta- höllinni í París með sósíalistanum Lionel Jospin sem sagði af sér emb- ætti forsætisráðherra í gær vegna hrakfara hans í fyrri umferð for- setakosninganna. Chirac skipaði í gær hægrimann- inn Jean-Pierre Raffarin í embætti forsætisráðherra en Raffarin gegndi lykilhlutverki í kosninga- baráttu forsetans. Þingkosningar verða í landinu í júní. Raffarin er öldungadeildar- þingmaður og liðsmaður gaullista- flokks Chiracs. Hann er 53 ára gamall og gegndi á sínum tíma ráð- herraembætti þegar franskir hægrimenn voru í forystu fyrir rík- isstjórn. Frönsk dagblöð fögnuðu ákaft sigrinum á Le Pen, vinstriblaðið Liberation sagði að 82% hefðu „kos- ið lýðveldið“. Le Figaro sagði að þrátt fyrir góðan sigur yrðu menn að horfast í augu við þá staðreynd að þjóðin væri klofin og sjaldan hefði framtíð hennar einkennst af meiri óvissu en nú. Reuters Ný stjórn í Frakklandi  Chirac heitir umbótum/23 TALIÐ var í gærkvöldi að sam- komulag væri í nánd milli Ísraela og Palestínumanna í deilunni um vopn- aða Palestínumenn í Fæðingarkirkj- unni í Betlehem sem ísraelskir her- menn hafa setið um í rúman mánuð. Embættismenn frá bandarísku leyniþjónustunni CIA, Páfagarði og Evrópusambandinu tóku þátt í við- ræðunum. Talið er að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vilji að deilan verði leyst til að hann geti ein- beitt sér að öðrum málum þegar hann ræðir við George W. Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Ísraelar krefjast þess að þrettán vopnaðir Palestínumenn í Fæðingar- kirkjunni verði sendir í útlegð til Ítalíu. Palestínumenn vilja hins veg- ar aðeins að átta þeirra fari í útlegð, að sögn palestínskra heimildar- manna. Þeir sögðu að erfitt væri fyr- ir Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, að samþykkja þessa lausn og hann vildi að þeir sem yrðu sendir í útlegð yrðu eins fáir og mögulegt væri. Ísraelskir og palestínskir embætt- ismenn voru þó vongóðir um að sam- komulag næðist. Gert er ráð fyrir því að u.þ.b. 30 aðrir Palestínumenn verði fluttir úr Fæðingarkirkjunni í fangelsi á Gaza-svæðinu þar sem þeir verði undir eftirliti bandarískra og breskra varða. Búist er við að ísraelska herliðið í Betlehem verði flutt þaðan náist samkomulag um Palestínumennina. Samkomulag talið í nánd í Betlehem Betlehem, Washington. AP. VIÐRÆÐUR herforingja- stjórnarinnar í Búrma og leið- toga lýðræðissinna í landinu, Aung San Suu Kyi, snúast nú um stjórnarskrár- og efnahags- mál, að því er Suu Kyi sagði í gær, þegar hún var látin laus eftir að hafa setið í stofufang- elsi í hálft annað ár. Suu Kyi kvaðst hafa verið leyst úr stofufangelsi án skil- yrða og fengið heimild til að ferðast óhindrað um landið. „Viðræðum sem miðuðust að því að byggja upp gagnkvæmt traust er lokið og við horfum nú til framtíðar,“ sagði hún. Suu Kyi látin laus  „Hamingjudagur“/24 Rangoon. AFP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur hafnað formlegri aðild að sáttmálan- um um stofnun Alþjóðlega saka- máladómstólsins, ICC, fyrsta varan- lega alþjóðadómstólsins sem gegnir því hlutverki að dæma í málum ein- staklinga, sem grunaðir eru um al- varlegustu glæpi gegn mannkyninu, m.a. hópmorð og stríðsglæpi. Marc Grossman, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta í ræðu í Washington í gær. Bandaríkjastjórn hyggst ekki full- gilda sáttmálann og telur sig nú „al- gerlega óbundna af markmiðum hans“ að því er fram kom í bréfi Pierre Richard-Prospers, sendi- herra Bandaríkjanna í stríðsglæpa- málum, til framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna. Sakamáladómstóllinn verður stofnaður í sumar án aðildar Banda- ríkjanna þar sem tilskilinn fjöldi ríkja hefur þegar fullgilt sáttmálann. „Ógnar fullveldi Bandaríkjanna“ Bill Clinton, þáverandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði sáttmál- ann 31. desember 2000 en taldi hann gallaðan og lagði hann því ekki fyrir bandaríska þingið til að fullgilda hann. Stjórn George W. Bush for- seta er einnig þeirrar skoðunar að sáttmálinn sé gallaður þar sem hann veiti dómstólnum of mikið vald. Grossman benti á að samkvæmt sáttmálanum yrði hægt að saksækja menn frá ríkjum sem hafa ekki und- irritað hann. „Þetta ógnar fullveldi Bandaríkjanna,“ sagði hann. Andstæðingar sáttmálans á Bandaríkjaþingi og í stjórn Bush segja að óvinveitt ríki geti notfært sér dómstólinn til að saksækja bandaríska hermenn, sem taka þátt í hernaði erlendis, í pólitískum til- gangi. Mannréttindasamtök gagnrýndu ákvörðun Bandaríkjastjórnar. „Með því að afturkalla undirritunina leggst Bandaríkjastjórn gegn mikil- vægustu nýju stofnuninni í mann- réttindamálum í hálfa öld,“ sagði Kenneth Roth, framkvæmdastjóri Human Rights Watch. Stjórn Bush hafnar alþjóð- legum sakadómi Washington. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.