Morgunblaðið - 07.05.2002, Page 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isLiðsstyrkur til FH í hand-
knattleik karla / B1
KA vann á Hlíðarenda og fjórði
leikurinn staðreynd / B2
12 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
STÚLKAN sem lést af slysförum á
Patreksfirði á föstudag hét Hjördís
Lára Hjartardóttir, til heimilis í Að-
alstræti 17. Hjördís var fædd 15. maí
1992 og átti þrjú systkini. Hún lést
þegar hún var við leik ásamt öðru
barni á heimili sínu. Sippuband hert-
ist að hálsi hennar með þessum
hörmulegu afleiðingum.
Lést af
slysförum
TÆPLEGA 200 einstaklingar með
háskólamenntun eru á atvinnuleys-
isskrá hjá Vinnumiðlun höfuðborg-
arsvæðisins. Hugrún Jóhannesdótt-
ir, forstöðumaður Vinnumiðlunar,
sagði að um væri að ræða háskóla-
menntaðar stéttir eins og viðskipta-
fræðinga, verkfræðinga, tæknifræð-
inga, lögfræðinga og fólk með
menntun á sviði félagsvísinda og
hugvísinda. Eins hefði ungu fólki
fjölgað á atvinnuleysisskrá. Hún
sagði hins vegar að batamerki hefðu
komið fram í apríl. Nýskráningum
hefði fækkað og atvinnutilboðum
fjölgað.
„Við erum núna með tæplega 200
manns með háskólapróf á atvinnu-
leysisskrá. Þarna er talsvert af fólki
úr félagsvísindum, hugvísindum, við-
skiptafræðingum, lögfræðingum,
hagfræðingum, verkfræðingum og
tæknifræðingum, en hins vegar eru
örfáir úr raunvísindagreinum, líf-
fræði og slíkum greinum,“ sagði
Hugrún og bætti við að talsvert væri
um að fólk sem hefði einhvers konar
sérþekkingu á tölvum án þess þó að
hafa háskólamenntun í tölvufræðum
hefði misst vinnuna. Hugrún sagði
að þegar fór að fjölga á atvinnuleys-
isskrá fyrr í vetur hefði stærsti ein-
staki hópurinn sem bættist við á skrá
verið ungt, ómenntað fólk. „Það hef-
ur fjölgað í aldurshópnum 25 til 30
ára. Í þessum hópi er einnig fólk með
háskólapróf. Þar er um mjög greini-
lega breytingu að ræða.“
Í mars var atvinnuleysi á höfuð-
borgarsvæðinu 2,8%, sem jafngildir
því að tæplega 2.500 manns hafi að
meðaltali verið án vinnu í mánuðin-
um. Aukning milli mánaða var
10,2%. Hugrún sagði að þó að end-
anlegar tölur um atvinnuleysi í apríl
lægju ekki fyrir væri ljóst að sú
hraða aukning á atvinnuleysi sem
var á fyrstu mánuðum ársins hefði
stöðvast.
„Það eru allmargir sem missa
vinnuna í hverri viku, en mjög marg-
ir fá fljótt aftur vinnu. Atvinnutilboð-
um hefur verið að fjölga síðustu vik-
urnar. Fólk hefur í apríl farið mun
hraðar út af atvinnuleysisskrá en í
janúar, febrúar og mars. Við sjáum
greinileg batamerki hvað þetta varð-
ar,“ sagði Hugrún.
Námsmenn áhyggjufullir
Hanna Jónsdóttir, forstöðumaður
Atvinnumiðstöðvar námsmanna,
sagði að það væru heldur færri störf
í boði fyrir námsmenn nú en á sama
tíma í fyrra. Í fyrrasumar hefði orðið
verulegur samdráttur á vinnumark-
aðnum frá sumrinu 2000. Samdrátt-
urinn nú væri ekki eins mikill og í
fyrra. Hún sagði að umsóknir náms-
manna væru álíka margar í ár og í
fyrra eða á milli 1.200 og 1.500 um-
sóknir.
Hanna sagði að margir námsmenn
hefðu áhyggjur af því að fá ekki
vinnu í sumar. Sumir væru þeirrar
skoðunar að úr því að þeir hefðu ekki
nú þegar fengið örugga vinnu væri
að verða vonlítið að það tækist að út-
vega þeim vinnu. Þetta væri hins
vegar misskilningur. Í gegnum árin
hefði maímánuður verið sá mánuður
þegar flestir fengju vinnu.
Um 2.500 manns eru á atvinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæðinu
Tæplega 200
háskólamennt-
aðir án vinnu
Greinileg batamerki í apríl
VARNARLIÐSMENN festu sex
jeppa á sunnudagskvöld, í brekk-
um við Krókamýrar, sem eru
skammt norðan Vigdísarvalla, og
þurftu að skilja þá eftir. Lög-
reglan í Keflavík rannsakar
skemmdir á gróðri og landi.
Rok og rigning með þoku var á
þessum slóðum á sunnudag. Ferða-
mennirnir, flestir varnarliðsmenn,
óku á fjórum jeppabifreiðum eftir
Vigdísarvallavegi frá Grindavík,
en hann er lokaður með hindrun
samkvæmt upplýsingum lögreglu,
og eftir vegarslóða inn á Króka-
mýri. Festust jepparnir í brekkum
upp á Selvallafjall. Tveir bílar sem
komu til aðstoðar festust einnig.
Menn úr björgunarsveitinni Þor-
birni í Grindavík voru kallaðir til
aðstoðar á sunnudagskvöld. Ekki
tókst að ná upp jeppunum og fékk
fólkið far með björgunarsveit-
armönnum til byggða.
Lögreglumenn voru sendir á
vettvang í gær til að ljósmynda og
rannsaka umhverfisspjöll. Hjálmar
Hallgrímsson lögreglumaður segir
að jeppunum hafi verið ekið út af
vegarslóðanum hér og þar, til að
forðast ófærur og séu ljót spjöll
eftir þá á nokkrum stöðum enda sé
jarðvegur mjög blautur og klaki
að fara úr jörðu. Lögreglumenn-
irnir fengu björgunarsveitarmenn
til að fara með sig á vettvang en
Hjálmar segir að svæðið sé eitt
svað og þeir hafi orðið að skilja
bílinn eftir við fyrsta jeppann sem
þeir komu að og ganga að hinum
bílunum. Telur hann að erfitt geti
orðið að ná bílunum upp fyrr en
eitthvað þorni upp. Þá verði að
reyna að draga þá upp með spil-
um.
Þórir Maronsson yfirlög-
regluþjónn segir að ferð fólksins
virðist hafa verið algert gönu-
hlaup og þeir sem ábyrgð beri á
því kunni að sæta refsingu vegna
landspjalla.
Lögregla rannsakar
umhverfisspjöll
Einn jeppanna fastur í vegarslóðanum við Krossamýri og lögreglumenn komnir til að rannsaka landspjöll.
LÖGREGLAN á Seyðisfirði og
á Egilsstöðum stóð nokkur
ungmenni að ólöglegum gæsa-
veiðum í Hróarstungu í gær, en
gæsaveiðitímabilið hefst ekki
fyrr en 20. ágúst.
Að sögn lögreglunnar á
Seyðisfirði höfðu ungmennin
fellt nokkrar gæsir þegar að
var komið og voru skotvopnin
og veiðin gerð upptæk. Fram-
hald málsins er í höndum lög-
reglustjóra. Lögreglan tekur
fram að hún hyggist vera með
strangt og mikið veiðieftirlit á
fyrrgreindu svæði í sumar.
Staðin að
ólöglegum
gæsaveiðum
Í 45 ÍBÚÐA fjölbýlishúsi sem nú er
tekið að rísa í Suðurhlíð 38 í Reykja-
vík verður ein 220 fermetra „pent-
house“-íbúð, sem kosta mun 57 millj-
ónir króna. Guðrún Pétursdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks,
gagnrýndi á borgarstjórnarfundi í
síðustu viku hátt verð íbúðanna í fjöl-
býlishúsinu og rakti uppsprengt
verð á íbúðarhúsnæði til lóðastefnu
R-listans.
Kristinn Bjarnason hjá bygging-
arfyrirtækinu Gígant, segir að mikið
sé lagt í íbúðina sem er í risi hússins,
við hana séu að auki 150 fermetra
upphitaðar svalir. Sérstakan lykil
þarf til að komast með lyftu upp í
íbúðina, svo enginn sem ekki á þang-
að erindi kemst upp. Verður íbúðin
afhent tilbúin án gólfefna. Fermetra-
verð íbúðarinnar er því um 250 þús-
und krónur sem er að sögn Kristins
hærra verð en gengur og gerist á
fasteignamarkaðnum. „Það er fyrst
og fremst staðsetningin sem veldur
þessu háa verði,“ segir Kristinn. „Í
alla staði er lagt meira í íbúðina en
gengur og gerist. T.d. hvað varðar
hljóðeinangrun. Það kostar líka mik-
ið að gera upphitaðar svalir.“
Viðræður við áhugasaman
kaupanda standa yfir
„Íbúðinni fylgja svo fjögur bíla-
stæði í bílageymslunni,“ segir Krist-
inn. „Þá verður bæði golf- og tenn-
isvöllur við húsið.“ Hann segir þegar
í gangi viðræður við áhugasaman
kaupanda að íbúðinni.
Gert er ráð fyrir því að íbúðirnar í
fjölbýlishúsinu verði tilbúnar til af-
hendingar í apríl á næsta ári.
Verða þær afhentar fullfrágengn-
ar að innan en án gólfefna. Gert er
ráð fyrir arni í flestum íbúðunum.
Sameign og lóð verða fullfrágengin
við afhendingu. Algengt verð íbúða
er á bilinu 22 til 24 milljónir króna og
nokkrar kosta á bilinu 32 til 35 millj-
ónir króna. Lægst er verðið 18,8
milljónir en dýrasta íbúðin á að kosta
57 milljónir eins og áður segir.
Íbúð í fjölbýlishúsi í Suðurhlíðum
á að kosta 57 milljónir króna
Svalirnar 150
fermetrar og
upphitaðar
Nýjar útsýnisíbúðir/B26–27