Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 4

Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Toyota Corolla 1600 VVT-i, f. skr.d. 19.03. 2002, ek. 1500 km, 5 d., bsk. Verð 1.630.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is HLUTFALLSLEGA fleiri konur en karlar styðja Samfylkinguna og Vinstrihreyfinguna – grænt fram- boð en þessu er öfugt farið með Sjálfstæðisflokk og Framsóknar- flokk ef marka má niðurstöður skoð- anakönnunar Félagsvísindastofnun- ar Háskóla Íslands um fylgi við stjórnmálaflokkana fyrir Morgun- blaðið. Greint var frá niðurstöðum könn- unarinnar í Morgunblaðinu á sunnu- dag og þegar fylgi flokkanna er nán- ar greint eftir kyni og aldri kemur fram að fylgi við Sjálfstæðisflokkinn er 44,1% meðal karla, en 35,9% með- al kvenna. Fleiri karlmenn en konur styðja einnig Framsóknarflokkinn eða 16,7% karla og 14,6% kvenna. 18,6% karla styðja hins vegar Sam- fylkinguna en mun fleiri konur gera það eða 26,0%. Hlutfallslega fleiri konur styðja einnig Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð. 21,4% kvenna styðja flokkinn en 17,0% karla. Hlutfallsega fleiri karlar styðja hins vegar Frjálslynda flokk- inn eða 2,6% samanborið við 1,4% kvenna. Ef litið er til aldursskiptingar þeirra sem taka afstöðu kemur fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins er mest meðal yngstu kjósendanna. 52,6% fólks á aldrinum 18–24 ára styðja flokkinn. Fylgið er mun minna hlut- fallslega meðal elstu kjósendanna á aldrinum 60–80 ára þar sem það er 29,9%. Fylgi Framsóknarflokksins er hins vegar minnst meðal yngstu kjósendanna eða 8,2%. Það er hlut- fallslega mest á meðal fólks á aldr- inum 35–44 ára eða 19,7%. Hlutfalls- lega mest fylgi Samfylkingarinnar er aftur á móti á meðal elsta hóps- ins. Þannig styðja 27,1% þeirra sem eru á aldrinum 60–80 ára Samfylk- inguna, en fylgið er minnst meðal þeirra sem eru á aldrinum 25–34 ára 16,5%. Í þeim aldurshópi er aftur á móti fylgi við Vinstrihreyfinguna mest 22,9%. Minnst er fylgið meðal yngstu kjósendanna, 18–24 ára, 14,4%. Fylgi Frjálslynda flokksins er hlutfallslega mest meðal elstu kjósendanna, 3,7%, en minnst meðal þeirra yngstu eða 1,0%. Þegar svörin eru flokkuð eftir starfsstétt kemur fram að Sjálf- stæðisflokkur hefur mest fylgi með- al stjórnenda og æðstu embættis- manna eða 52,2%. Minnst er fylgi flokksins meðal sérfræðinga og kennara, 30,0%. Samfylkingin á hlutfallega mest fylgi meðal véla- fólks og ófaglærðra 28,7%, en það er minnst meðal stjórnenda og æðstu embættismanna 15,2% Framsókn- arflokkurinn sækir hins vegar mest af fylgi sínu til sjómanna og bænda, 27%, en minnst er það meðal stjórn- enda og æðstu embættismanna, 10,9%. Mest fylgi Vinstrihreyfingar- innar er á meðal sérfræðinga og kennara, 27,5%, en minnst er fylgið meðal sjómanna og bænda, 10,8%. Mun fleiri styðja ríkisstjórnina en eru andvígir henni Þá kemur fram í könnuninni að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru verulega fleiri en andstæðingar. 45,2% segjast styðja ríkisstjórnina, 32,5% eru andstæðingar og 22,4% segjast vera hlutlaus. Þá kemur fram að um 76–78% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokk og Vinstrihreyfinguna – grænt fram- boð í síðustu kosningum myndu kjósa sömu flokka aftur ef kosningar væru haldnar nú. Sambærilegt hlut- fall fyrir Samfylkinguna er 65% og Framsóknarflokkinn 57%. Um 18% þeirra sem kusu Samfylkinguna árið 1999 myndu kjósa Vinstrihreyf- inguna nú og einn af hverjum tíu sem kusu Framsóknarflokkinn síð- ast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú. Tæplega þriðjungur þeirra sem ekki höfðu kosningarétt síðast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 17% kysu Samfylkinguna og tæp 15% Vinstrihreyfinguna. Við gerð könnunarinnar var stuðst við slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til 1.200 einstaklinga á aldrinum 18–80 ára á landinu öllu. Viðtölin voru tekin í gegnum síma. Alls fengust svör frá 777 af þeim 1.200 sem voru í úrtakinu, en það er um 66% svarhlutfall þegar frá upp- haflegu úrtaki hafa verið dregnir frá þeir sem eru nýlega látnir, erlendir ríkisborgarar og fólk sem er búsett erlendis. Fullnægjandi samræming er milli skiptingar svarendahópsins og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu. Því telur Félagsvísinda- stofnun að svarendahópurinn endur- spegli þjóðina, 18–80 ára, allvel. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið Fylgi Sjálfstæðisflokks mest meðal hinna yngri                      !"#$ %$$"!! & !! ' (!"  * !$!" +$$","-")"   ./$-0$ ./$ 1)/"                            !"      !    #  $   % "   &'()* &&(+* ,-(.* ).(.* &)(.* ,/()* &'(&* -)(/* -)()* ,'('* &'(.* &/()* ,&(/* &'(-* ,&(-* &0(+* &)(+* &)()* ,0('* +-(0* +/(0* +&(/* +0(1* +,(/* +.(0* +1(,* 1()* +'(.* +)(-* +-('* +)(.* ),(+* )0('* +/(+* )('* .(-* +)()* )&()* ))(+* +1(/* )/('* )0(+* ),(1* ))('* +/(-* )'(/* +-()* )/(,* )/('* +0()* +0(,* +1(.* )1(0* +.(/* )1(+* )&(-* +&(/* )('* )(/* +(&* ,(0* )('* +(/* +(1* +('* &(,* )(-* '(1* )()* ,(1* )(,* )('* +(1* )(0* +(1* +.(+* +0('* )+(&* )'(/* +0(0* +.(0* ))(.* +&(&* +0(&* )0(- +0(,* +.(&* )+()* +'(1* +1(&* +-(0* +0(/* +0(0* )+(-* '* GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að ASÍ hafi fullan hug á að afla sér ítarlegri upplýsinga um þjón- ustugjöld og vaxtamun í bankakerf- inu. Hann segir að afkomutölur bankanna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs séu út úr öllu korti. Þeir séu t.d. enn að innheimta yfir 20% vanskilavexti þrátt fyrir verulega lækkun verðbólgu. Íslandsbanki hagnaðist um 979 milljónir á fyrstu þrem mánuðum ársins. Hagnaður Landsbankans á þessu tímabili var 735 milljónir og hagnaður Búnaðarbankans 846 milljónir, sem er litlu minni hagn- aður en allt árið í fyrra þegar bank- inn hagnaðist um 1.062 milljónir. „Þær afkomutölur sem bankarnir hafa verið að birta núna eru í ein- stökum tilvikum í nágrenni við allan hagnaðinn á síðasta ári og þótti hann þá vera glæsilegur. Ég held að það séu fá fyrirtæki ef nokkur sem skila hagnaði í líkingu við það sem bank- arnir eru að gera. Það eru auðvitað viðskiptavinirnir, einstaklingar og fyrirtæki, sem skapa þennan hagn- að,“ sagði Grétar. Ætla að afla sér meiri upplýsinga Grétar sagðist taka skýringum bankanna á miklum vaxtamun með ákveðnum fyrirvara. Sama ætti við varðandi skýringar bankanna á þeim þjónustugjöldum sem þeir taka. „En það sem skiptir máli er heildar- myndin, þ.e. þjónustugjöldin, vaxta- munurinn og sjálfir vextirnir. Við munum örugglega þegar um hægist hjá okkur afla okkur enn betri upp- lýsinga um þessa hluti heldur en við höfum í dag, en okkur sýnist að þetta sé allt á einn veg.“ Grétar sagði ljóst að vanskil væru að færa bönkunum miklar tekjur. Vanskilavextirnir væru vel yfir 20% á samta tíma og verðbólga væri komin niður undir 2%. „Menn eru í dag að innheimta sömu refsivexti og gert var í 8-10% verðbólgu á síðasta ári. Verðbólga er sem betur fer allt önnur og mun lægri. Vextir hafa því verið að hækka hrikalega og auðvit- að endurspeglast það í afkomu bank- anna. Ég tel að það séu allar forsendur fyrir verulegri lækkun á vöxtum. Ég tel raunar að það þjóni ekki hags- munum bankanna ef þetta heldur áfram svona. Ef við erum að sigla inn í tiltölulega stöðugt ástand með lágri verðbólgu hef ég trú á að æ fleiri fyrirtæki muni færa sín við- skipti til erlendra banka. Það gæti líka farið svo að einstaklingar færi viðskipti sín einnig þangað. Það er ekki lengur mjög flókið að hafa bankaviðskipti við erlenda banka. Bankarnir þurfa þess vegna að gæta sín. Þessar afkomutölur eru út úr öllu korti og þær kalla á að bank- arnir taki til í eigin garði,“ sagði Grétar. Forseti ASÍ gagnrýnir aukinn hagnað viðskiptabankanna Taka yfir 20% vanskila- vexti í lágri verðbólgu SÁ sem vann rúmar 80 milljónir í Lottóinu fyrir rúmri viku hefur enn ekki vitjað vinningsins. Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri Ís- lenskrar getspár, segist vera undr- andi á því að vinningshafinn hafi ekki gefið sig fram. Vinningshafar taki sér gjarnan nokkra daga til að átta sig á því að þeir hafi unnið, áður en þeir sækja vinninginn, en það sé harla óvenjulegt að svona langur tími líði þegar um svo stóran vinning er að ræða. Hann er þó fullviss um að vinningshafinn vitji vinningsins áður en langt um líður. Bergsveinn segir að miðinn sé handhafakvittun, þannig að sá sem komi með hann sé eigandi hans og því sé óráðlegt að geyma miða með stórum vinningi lengi. Gefi vinningshafinn sig ekki fram innan eins árs rennur vinningurinn til eigenda Íslenskrar getspár, Íþróttasambands Íslands, Öryrkja- bandalags Íslands og Ungmenna- félags Íslands. Lottóvinn- ingshafinn hefur enn ekki gefið sig fram ÁKVEÐIÐ hefur verið að bæta við aukasýningu með Shaolin-munkunum í Laugar- dalshöll þar sem uppselt er á báðar sýningarnar sem fyrir- hugaðar voru. Fyrstu tvær sýningarnar verða klukkan 16 og 20, laugardaginn 11. maí og hefur aukasýningu nú verið bætt við sunnudaginn 12. maí klukkan 20. 25 kínverskir munkar taka þátt í sýningunni, þar af tíu drengir á aldrinum 10–12 ára. Munkarnir hafa slegið í gegn með magnaðri leiksýningu víða um heim, að sögn Helga Björnssonar kynningarstjóra, og eru þeir væntanlegir hingað til Íslands á fimmtudag. Miðasala fer fram í verslun- um Símans en einnig er hægt að nálgast miða í Laugardals- höll frá kl. 10–16. Miðar í betri sæti kosta 3.900 krónur en miðar í þau ódýrari 3.500 krón- ur. Uppselt á sýningar Shaolin-munkanna Auka- sýningu bætt við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.