Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 12

Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HLUTVERK Morgunblaðsins í andófi gegn vinstristjórn Ólafs Jóhannessonar 1971–1974, sem hafði uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin á stefnuskrá sinni, var meðal þess sem til umræðu kom á fundi um bók Vals Ingi- mundarsonar, Uppgjör við umheiminn, sem haldinn var í Reykjavík á laugardag. Fram- sögumenn á fundinum voru sammála um að veður hefðu verið válynd á þessum árum og stjórnmálabaráttan afar hörð en fram kom jafnframt sú skoðun að þrátt fyrir það hefði tekist að leiða mál farsællega til lykta. Valur reifaði efni bókar sinnar í upphafi fundarins og gerði grein fyrir aðferðafræðilegri nálgun sinni að viðfangsefninu. Sagði hann að bókin fjallaði í stuttu máli um þá innanpólitísku togstreitu sem skapast hefði í utanríkismálum á tímabilinu 1960–1974 og þá kerfisbreytingu sem varð með tilkomu vinstristjórnarinnar 1971 eftir tólf ára viðreisnartímabil. Valur sagði mikið umrót hafa einkennt ís- lenskt samfélag um það leyti sem vinstristjórn- in komst til valda. M.a. hefði það falið í sér and- úð á utanríkisstefnu Bandaríkjanna og veru Bandaríkjahers hér á landi. Brottför hersins hefði enda ratað í stjórnarsáttmála vinstri- stjórnarinnar. Landhelgismálið hefði þó verið forsenda kerfisbreytingarinnar sem varð 1971. Með því að marka skýra stefnu í landhelgismál- inu, þ.e. útfærslu í 50 mílur, hefðu framsókn- armenn, alþýðubandalagsmenn og Samtök frjálslyndra og vinstrimanna hrifsað frum- kvæðið úr höndum viðreisnarflokkanna. „Það má segja að landhelgismálið hafi verið það lím sem hélt vinstristjórninni saman. Þegar það var til lykta leitt árið 1973 með bráða- birgðasamkomulagi við Breta urðu þeir brestir sem höfðu komið upp í stjórnarsamstarfinu ljósari,“ sagði Valur. Tókst að leiða mál farsællega til lykta Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, bar mikið lof á bók Vals á fundinum á laug- ardag. Sagði Ólafur Ragnar að bókin sýndi glögglega að ekki væri unnt að fá sannferðuga mynd af atburðarásinni, viðhorfum og vilja ís- lenskra forystumanna með því að styðjast ein- göngu við íslenskar heimildir. „Það er reyndar meðal merkari nýjunga, sem rit Vals leiðir í ljós, að sýna hve mörgum skjöld- um var leikið og hve ólíkar áherslurnar voru, og jafnvel stefnan sjálf, eftir því við hvern var tal- að. Uppgjör við umheiminn er afdráttarlaus vitnisburður um að rétt mynd af Íslandsssögu tuttugustu aldar mun ekki fást nema leitað sé ítarlega fanga í erlendum skjalasöfnum,“ sagði Ólafur Ragnar. Forsetinn sagði ljóst að djarft hefði verið teflt af Íslands hálfu í upphafi áttunda áratug- arins. Oft hefði litlu mátt muna að stigin yrðu örlagaskref sem ekki hefðu verið aftur tekin. Lífshagsmunamál hefðu verið í húfi; útfærsla landhelginnar og grundvöllur að efnahagsleg- um framförum, varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðildin að Atlantshafsbandalag- inu (NATO), samband Íslands við voldugasta ríki heims og samskiptin við evrópskrar banda- lagsþjóðir, í rauninni staða Íslands á baráttu- velli heimsmálanna. „Vali tekst einkar vel að flétta saman þessa margslungnu atburðarás. Og frásögn hans vek- ur okkur líka til umhugsunar um hve farsællega tókst, þrátt fyrir allt, að leiða þessi mál til lykta. Þrátt fyrir hatrömm átök og mikla hörku í lífinu hér innanlands. Ísland stóð mjög vel að vígi þegar upp var staðið.“ Benti Ólafur Ragnar á að þannig hefði rétti Íslendinga til 50 mílna landhelgi, og síðar 200 mílna, verið náð fram. Ennfremur hefðu sam- skipti við Bandaríkin, Bretland og aðrar Evr- ópuþjóðir, og raunar Sovétríkjanna einnig, fljótlega fallið í farveg sem orðið hefði Íslandi til framdráttar. „Þá niðurstöðu tel ég að þurfi að hafa í huga þegar lesendur ætla sér að fara að dæma forystumenn- ina sem Valur fjallar einkum um í verki sínu,“ sagði forsetinn. Ragnar Arnalds, sem var for- maður Alþýðubandalagsins 1968– 1977, vakti sérstaklega athygli á „einni, stórmerkri ábendingu“ sem fram kæmi í bók Vals, þ.e. þeirri staðreynd að Bandaríkja- menn hefðu byggt aðstöðu á flug- vallarsvæðinu í Keflavík til að hlaða kjarnorkudjúpsjávar- sprengjur. Ragnar benti á að lengi hefði verið deilt um það á Íslandi hvort líklegt væri að Bandaríkjamenn hefðu komið fyrir kjarnorkusprengjum hér á landi og það væri því merkilegt að heyra nú, að Bandaríkja- menn hefðu komið upp aðstöðu sem þessari. Þá kæmi fram hjá Vali að bandarískir embættis- menn hefðu viljað að Bandaríkja- stjórn gæti sent hingað til lands kjarnorkuvopn án fulls samráðs við ríkisstjórn Íslands. „Ég tel að það sé nokkuð ljóst að ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir á sínum tíma, fyrir tutt- ugu til þrjátíu árum, þá hefðu þær hlotið að hafa æði mikla þunga- vikt í stjórnmálaumræðunni. Þær kynnu að hafa breytt viðhorfum og skoðunum æði margra. En þessu var haldið sem algeru leyndarmáli fram til þess að Valur skrifar sína bók,“ sagði Ragnar. Tók hann þó fram að Valur benti á að ólíklegt væri að íslensk- ir ráðamenn hefðu gert sér grein fyrir því hvers eðlis aðstaðan var. Það væri vísast rétt hjá honum. „En hitt er ljóst að þarna gerðust hlutir sem íslenska þjóðin hefði svo sannarlega þurft að vita af.“ Ragnar sagði það sumpart styrk bókar Vals að framvindu mála væri að miklum hluta lýst út frá bandarísku sjónarhorni, bandarískum heimildum. Á hinn bóginn væri ekki alveg gefið að túlkun sendimanna Bandaríkjastjórnar hefði verið stórisannleikur í öllum málum. Sundrung á vinstri- vængnum hjálpaði til Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðs- ins, sagðist í öllum meginatriðum sammála þeirri sýn á atburði sjöunda og áttunda áratug- arins sem Valur gæfi í bók sinni. Hann greindi þó á við Val um það hvernig meta ætti það andóf sem haldið var uppi á viðreisnaráratugnum gegn varnarliðinu og aðild Íslands að NATO. „Það er hægt að fá þá mynd af lestri bókar Vals um þetta tímabil að Viðreisnarstjórnin og stuðningsmenn hennar hafi verið í einhverri vörn vegna stefnunnar í utanríkismálum og ör- yggismálum á þeim áratug. Ég upplifði það ekki á þann veg,“ sagði Styrmir. Kvað hann þá skoðun m.a. skýrast af þeirri sundrungu sem einkennt hefði stjórnmála- hreyfingu vinstrimanna á þessum árum. Styrmir sagði náið samráð hafa verið milli ritstjóra Morgunblaðsins og forystumanna Sjálfstæðisflokksins á valdatíma vinstristjórn- ar Ólafs Jóhannessonar. „Stefnuyfirlýsing Ólafs Jóhannessonar um að stefnt væri að brottför varnarliðsins var að okkar mati stríðs- yfirlýsing. Gegn þeirri ríkisstjórn yrði að berj- ast með öllum tiltækum ráðum og það var gert þangað til henni hafði verið komið frá,“ sagði hann. Stymir sagði að góð tengsl við ýmsa, sem hlut áttu að ríkisstjórninni, hefðu gert blaðinu kleift að halda uppi öflugum fréttaflutningi af ágrein- ingsmálum innan vinstristjórnarinnar sem skaðað hefði pólitíska stöðu hennar verulega. „Áform vinstristjórnarinnar um að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin voru brotin á bak aftur í einhverjum harkalegustu stjórn- málaátökum lýðveldistímans. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar leystist upp og hrökklaðist frá völdum vorið 1974. Andstæðingar varnarliðsins gáfust upp,“ sagði Styrmir. Benti hann á í því sambandi að Ragnar Arn- alds og Ólafur Ragnar Grímsson hefðu eftir þetta báðir tekið sæti í ríkisstjórnum sem höfðu ekki lengur það markmið að segja upp varn- arsamningnum. Með því hefðu þeir veitt samn- ingnum þegjandi samþykki sitt. Vinstrimenn í biðröð á skrifstofum Morgunblaðsins Nokkrar umræður spunnust í framhaldi af ræðum framsögumanna. Gísli Gunnarsson sagnfræðingur vék m.a. að þeim orðum Styrmis að Morgunblaðið hefði reynt að ýta undir sundrungu í röðum vinstrimanna. Sagði hann að þetta hefði ekki þurft til. „Það þurfti ekki að ýta undir úlfúð. Það var biðröð vinstrimanna við ritstjórn Morgunblaðsins,“ sagði Gísli og upp- skáru þau ummæli nokkurn hlátur. Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri vék að ummælum Ragnars Arnalds um þann mögu- leika að Bandaríkjamenn hefðu hugsanlega geymt kjarnorkuvopn á Íslandi. Kvaðst Kjart- an telja að þær upplýsingar sem fram kæmu í bók Vals dræpu þá umræðu í eitt skipti fyrir öll. Þá gerði Guðmundur H. Garðarsson að umtals- efni það veika bakland sem vinstristjórn Ólafs Jóhannessonar hefði haft. Sagði hann að Hannibal Valdimarsson hefði t.a.m. komið að máli við sig eftir kosningarnar 1971 í því skyni að þreifa fyrir sér um áhuga forystumanna Sjálfstæðisflokksins á samstarfi við Samtök frjálslyndra og vinstrimanna. Hefði Hannibal sett það að skilyrði að hann yrði sjálfur for- sætisráðherra og að landhelgin yrði þegar færð út í 50 mílur. Af þessu hefði ekki orðið. Rætt um bók Vals Ingimundarsonar, Uppgjör við umheiminn, á fundi á Grand hóteli Ísland stóð vel að vígi þegar upp var staðið Stjórnmálabaráttan hefur sjaldan verið harðari á lýðveldistímanum en í tíð vinstristjórnarinnar 1971–1974. Davíð Logi Sigurðsson sótti á laugardag fund um bók Vals Ingimundarsonar, Uppgjör við umheiminn, sem út kom fyrir síðustu jól. Morgunblaðið/Golli Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, og Styrm- ir Gunnarsson ritstjóri fluttu framsögu á fundinum um bók Vals Ingimundarsonar. Valur Ingimundarson david@mbl.is NÝR skáli Jöklarannsóknafélags Íslands var tekinn í notkun síðast- liðna helgi í Esjufjöllum á Vatna- jökli. Kemur hann í stað fyrri skála félagsins sem settur var upp árið 1977 en fauk í ofsaveðri veturinn 1999. Nýi skálinn var smíðaður í Hafn- arfirði í vetur í sjálfboðavinnu fé- laga Jöklarannsóknafélagsins og fluttur á sinn stað á laugardag. Ek- ið var með skálann að Breiðamerk- urjökli þaðan sem haldið var áleiðis upp í Esjufjöll um 20 km leið á jökli. Skálinn var settur á sérstök skíði og dreginn með snjóbíl Hjálp- arsveitar skáta í Reykjavík. Ferðin gekk mjög vel og var skálinn kom- inn á undirstöður sínar síðla laug- ardagskvölds og var frágangi lokið daginn eftir. Ferðamenn geta fengið lykil Skálinn er timburskáli, klæddur að utan með Duropal utanhúss- klæðningu og er svefnpláss fyrir 12 manns í honum, eins og í gamla skálanum, en sá nýi er nokkuð stærri að grunnfleti, eða tæpir 24 fm. Forstofan er mun rýmri og þá er hann búinn eldavél, gashellu, sólarrafhlöðu og 12 volta rafmagni. Skálinn er hafður læstur eins og aðrir skálar Jöklarannsóknafélags- ins en ferðamenn geta fengið lykil hjá félaginu. Nýr skáli reistur í Esjufjöllum Ljósmynd/Guðmundur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.