Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 13
Verðlaunamatseðill
RAGNARS ÓMARSSONAR,
MATREIÐSLUMANNS
ÁRSINS 2002
Steikt barraterrína með humri og saffransósu
Steiktur kálfalærvöðvi og kálfalifrarpylsa
með kremuðum villisveppum og madeirasósu
Mandjara súkkulaðifrauð
með blæjuberjaís og núgattarti
Verð: 5.900 kr.
BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025 • E-MAIL: holt@holt.is • http://www.holt.is
Fjórir verðlaunahafar af sex á Matur 2002
eru starfsmenn á Hótel Holti.
Framreiðslumaður ársins 2002
Sigmar Örn Ingólfsson, yfirframreiðslumaður á Hótel Holti
Matreiðslumaður ársins 2002
Ragnar Ómarsson, yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti
SS Matreiðslunemi ársins 2002
Gunnar Davíð Chan, við nám á Hótel Holti
Framreiðslunemi ársins 2002
Bjarnheiður Hauksdóttir, við nám á Hótel Holti
V E I S L U B O R Ð
Á R S I N S 2 0 0 2
Njótið hins besta
í íslenskri matargerðarlist
og veitingaþjónustu.
HÁÞRÝSTI
ÞVOTTATÆKI
Verð frá kr.
11.900,-
áætlunum sett sér raunhæf markmið
um aukna framlegð, lækkun fjárfest-
ingaútgjalda og niðurgreiðslu
skulda, að teknu tilliti til ytri að-
stæðna. Miðað við fyrirliggjandi
áform og áætlanir sveitarstjórnar
telur nefndin ekki ástæðu til að hafa
fjármál sveitarfélagsins lengur til
sérstakrar skoðunar. 32 sveitarfélög
fengu bréf í upphafi þessa árs þar
sem þau voru beðin um að gera grein
fyrir fjármálastöðu og áætlunum
sveitarfélagsins.
HEILDARSKATTTEKJUR bæjar-
sjóðs Mosfellsbæjar voru 1.282 millj-
ónir króna á árinu 2001, sem er 16%
hækkun frá árinu áður. Rekstrarút-
gjöld ársins án reiknaðra lífeyris-
skuldbindinga voru 1.066 milljónir
og hækkuðu um 23% milli ára.
Stærsti einstaki kostnaðarliður bæj-
arsjóðs er launakostnaður en hann
var 890 milljónir á árinu og hækkaði
um 20% milli ára. Stærsti málaflokk-
urinn er fræðslumál en til hans var
varið 707 milljónum eða 55% af
skatttekjum bæjarins. Hækkuðu út-
gjöld hans um 30% milli ára.
Heildarfjárfestingar voru 950
milljónir króna á árinu, en til lækk-
unar kom 400 milljóna króna
greiðsla vegna lögsögubreytingar.
Nettófjárfestingar eru því 550 millj-
ónir. Stærsta einstaka fjárfesting
ársins var bygging Lágafellsskóla,
en á árinu var 600 milljónum króna
varið í það verkefni. Nettóskuldir í
árslok voru 1.977 milljónir og hækk-
uðu um 598 milljónir milli ára, en þar
af er hækkun vegna verðbóta og
gengismunar 165 milljónir. Í lok árs-
ins bjuggu 6.310 íbúar í Mosfellsbæ
og fjölgaði þeim um 214 á milli ára
eða 3,5%.
Þetta kemur fram í endurskoðuð-
um ársreikningum bæjarsjóðs Mos-
fellsbæjar og stofnana hans fyrir ár-
ið 2001 sem voru teknir til fyrri
umræðu á bæjarstjórnarfundi 24.
apríl síðastliðinn, seinni umræða fer
fram á bæjarstjórnarfundi 8. maí.
Eftirlitsnefnd með fjármálum
sveitarfélaga hefur farið yfir reikn-
ingsskil sveitarfélagsins, þróun fjár-
mála á árinu 20001, fjárhagsáætlun
fyrir árið 2002 og þriggja ára áætlun
2003-2005. Eftirlitsnefndin telur að
sveitarfélagið hafi í framangreindum
Ársreikningur Mosfellsbæjar
Nettóskuldir nema
tveimur milljörðum
MIKIÐ hvassviðri gekk hér yfir og
annars staðar á norðvesturlandi frá
fyrsta sumardegi og segja má til
fyrsta maí með éljum og síðan snjó-
komu. Hreppsbúar fá alla jafna
póst og vörur með flugi tvisvar í
viku en fengu að þessu sinni viku
póst 2. maí.
Vegir voru ruddir hér innan
sveitar að kvöldi 1. maí þegar stytti
upp og stax morguninn 2. maí var
byrjað að moka frá Bjarnarfirði og
norður í Árneshrepp og að norð-
anverðu seinna um daginn. Verkinu
lauk síðan er snjómoksturstækin
náðu saman í svonefndri Sætrakleif
norðan megin í Reykjarfirði.
Jón Hörður vegaumdæmisstjóri
segir þetta hafa verið lítið minni
snjó heldur en fyrr í vor þegar opn-
að var eftir veturinn.
Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson
Veghefill við mokstur á þjóðveginum í Árneshreppi.
Vegurinn
opnaður eftir
sumaróveður
Árneshreppi. Morgunblaðið.
LANDSVIRKJUN efnir í dag
og kvöld til tveggja kynningar-
funda um mat á umhverfis-
áhrifum Norðlingaölduveitu
fyrir íbúa Ásahrepps, Djúpár-
hrepps, Gnúpverjahrepps og
Skeiðahrepps.
Fyrri fundurinn verður í
Laugalandi í Holtum frá klukk-
an 16 til 18 í dag, þriðjudaginn
7. maí, en sá síðari verður í fé-
lagsheimilinu í Árnesi kl. 20.30
til 22.30 í kvöld.
Á fundunum gefst tækifæri
til að ræða við fulltrúa og ráð-
gjafa Landsvirkjunar um nið-
urstöður matsskýrslunnar, en
frestur til að senda athuga-
semdir til Skipulagsstofnunar
rennur út 11. júní. Upplýsingar
um fyrirhugaða Norðlingaöldu-
veitu eru annars á heimasíðu
verkefnisins, www.nordlinga-
alda.is.
Kynningar-
fundir vegna
Norðlinga-
ölduveitu