Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 23
Heilsubót vikunnar
Vega Slimming Formula
Flottari línur og flatari magi
Nupo Létt
Léttari leið til að grennast
Friggs freyðivítamín
Hollt fyrir kroppinn og gott á bragðið
Verð 847
Áður 1.130
Verð 998
Áður 1.355
25%
afsláttur
SIGUR Jacques Chiracs, forseta
Frakklands, í síðari umferð forseta-
kosninganna á sunnudag var stærri
en flestir höfðu búist við. „Ég hef
heyrt og skilið ákall ykkar um að
tryggja framhald lýðveldisins, að
þjóðin standi saman, að breyting
verði í stjórnmálalífinu,“ sagði Chirac
er sigurinn var orðinn ljós. Hann
hlaut að sögn AFP-fréttastofunnar
liðlega 82% atkvæða en andstæðing-
ur hans, þjóðernisöfgamaðurinn
Jean-Marie Le Pen, tæp 18%. Hinn
síðarnefndi hlaut nær 17 af hundraði í
fyrri umferðinni og ljóst að honum
mistókst gersamlega að fá nýja
stuðningsmenn á sitt band.
Kjörsókn var mun meiri en í fyrri
umferðinni, um 81% en var 72% fyrir
tveim vikum. Hvatningarorð nær
allra leiðtoga landsins um að mæta á
kjörstað þrátt fyrir efasemdir um
frambjóðendurna og útbreiddan
stjórnmálaleiða virðast hafa borið ár-
angur. Margir sögðu aðspurðir að
ekki væri verið að velja hinn 69 ára
gamla Chirac heldur tryggja að lýð-
ræðið og og önnur grundvallargildi
lýðveldisins héldu velli.
Lofar skattalækkunum
og baráttu gegn glæpum
Chirac hefur meðal annars heitið
því að sett verði á laggirnar nýtt ráðu-
neyti almannaöryggis undir beinni
forsetastjórn og þá með það í huga að
reyna að kveða niður vaxandi glæpa-
fár, einnig vill hann lækka tekjuskatt,
skatta á fyrirtæki og launatengd
gjöld. Hann vill breyta lögum um 35
stunda vinnuviku til að auðvelda smá-
fyrirtækjum róðurinn og loks segist
hann munu berjast fyrir því að styrk-
ir frá Evrópusambandinu til landbún-
aðar verði ekki lækkaðir.
En til þess að koma þessum áform-
um í gegn þarf forsetinn meirihluta-
stuðning þingmanna. Þess vegna hef-
ur athyglin að loknum forsetakosn-
ingunum beinst mjög að væntan-
legum þingkosningum í júní. Chirac
hefur undanfarin ár haft lítil áhrif
vegna þess að sósíalistar hafa farið
fyrir ríkisstjórninni. Forseti og for-
sætisráðherra hafa orðið að sætta sig
við pólitíska en ástlausa „sambúð“,
svonefnda cohabitation sem hvorugur
hefur verið hrifinn af. Stjórnarskráin
frá 1958 tryggir ekki að forseti og
þingmeirihluti séu sama sinnis og oft
veldur þetta skipulag mála pattstöðu,
hvorki stefna forsetans né ríkis-
stjórnarinnar nær fyllilega fram að
ganga. Sumir stjórnmálaskýrendur
óttast að ef vinstrimenn sigri aftur í
þingkosningunum muni stjórnmála-
þreyta kjósenda aukast enn vegna
þessa.
Könnun sem birt var á sunnudag
gaf til kynna að hægriflokkar myndu
sigra í þingkosningunum, fengju allt
að 331 sæti af 557, að sögn AP-frétta-
stofunnar. Þjóðfylkingunni var spáð
allt að þrem sætum en þess ber að
geta að kosningakerfið hyglir stóru
flokkunum sem hafa möguleika á að
gera bandalög fyrir seinni umferðina
með þeim sem eru á svipaðri línu og
nýtast þannig atkvæði þeirra betur.
Le Pen, sem er 73 ára gamall, sagði
að dagurinn væri ósigur fyrir Frakka
en ástæðan fyrir hrakförunum væri
að jafnt hægriflokkar sem vinstri-
flokkar hefðu sameinast gegn sér og
stutt Chirac. „Aðstæðurnar í seinni
umferðinni voru eins og í alræðisríki,“
sagði hann. Allir helstu stjórnmála-
flokkar landsins, fjölmiðlar, stéttar-
félög og trúarleiðtogar hvöttu kjós-
endur til að greiða Chirac atkvæði.
En margir vinstrimenn sýndu andúð
sína á Chirac á sunnudag, meðal ann-
ars var við einn kjörstaðinn komið
upp „hreinsistöð“ fyrir þá sem voru
búnir að kjósa forsetann og vildu þvo
sér á eftir. Forsetinn hefur á undan-
förnum árum legið undir rökstuddum
grunsemdum um spillingu í embætt-
istíð sinni sem borgarstjóri Parísar
en hefur sloppið við ákæru vegna
stöðu sinnar.
Le Pen hét því að hefna sín í þing-
kosningum sem fara fram 9. og 16.
júní. Fréttaskýrandi BBC segir að
þótt úrslitin á sunnudag sýni skýrt að
meirihluti Frakka hafni öfgasjónar-
miðum Þjóðfylkingarinnar sé árang-
ur Le Pens þess eðlis að þáttaskil hafi
orðið. „Búið er að brjóta tabú. Öfga-
fullir hægrimenn, með andúð sinni á
innflytjendum og stundum stefnu
kynþáttahaturs, eru orðnir virðulegri
en áður.“ Fréttaskýrandinn minnir á
að svipuð þróun hafi áður orðið að
undanförnu í Austurríki, á Ítalíu, í
Danmörku, Belgíu og sums staðar í
Þýskalandi. Um sé að ræða mestu
sigra slíkra afla í hálfa öld.
Le Pen öflugastur meðal
verkamanna
Kannanir sýna að Le Pen sótti fylgi
til allra stétta og þjóðfélagsafla, jafnt
til hægri sem vinstri og Þjóðfylkingin
er nú sennilega orðinn öflugasti flokk-
ur landsins í röðum verkamanna.
Kjósendur Le Pens eru að jafnaðí
nokkru eldri en meðaltalið, meðal at-
vinnulausra er stuðningurinn um
38%. Kjósendur hans óttast margir
framtíðina og nefna oft glæpi í stór-
borgunum sem ástæðu fyrir því að
þeir styðji Þjóðfylkinguna. Fylgið er
mest í stærstu borgunum að París þó
undanskilinni en víða lítið í þorpum
og sveitum.
Stuðningurinn við Le Pen var öfl-
ugastur í suðausturhéruðum Frakk-
lands, um 27%, en þar er mikið um
innflytjendur sem Þjóðfylkingin segir
bera ábyrgð á glæpafárinu. Eitt
helsta baráttumál Le Pens og Þjóð-
fylkingar hans er að ólöglegir inn-
flytjendur verði reknir úr landi en yf-
ir fimm milljónir múslima, aðallega
frá Norður-Afríku, búa í Frakklandi.
Einnig vill hann auka fangelsisrými,
er andvígur Evrópusamrunanum og
hnattvæðingunni og vill draga úr rík-
isumsvifum.
Flestir Frakkar líta svo á að megn-
ið af stefnu flokksins sé svo miklar
öfgar að hann eigi ekkert erindi við
þjóðina. En til lengdar getur orðið
snúið fyrir stjórnmálamenn að horfa
fram hjá því að nær fimmtungur kjós-
enda kýs flokkinn, hvort sem ástæðan
er örvænting vegna glæpa og at-
vinnuleysis eða hreinlega aðdáun á
nýfasisma. Spurningin er hvort
næsta ríkisstjórn ákveði að reyna að
kæfa Þjóðarflokkinn með því að taka
undir sumt af því sem hann boðar og
klófesta þannig nokkur atkvæði.
Chirac heitir kjós-
endum umbótum
AP
Fylgjendur Jacques Chiracs fögnuðu sigri hans á Lýðveldistorginu í París þegar úrslitin lágu fyrir.
!"#!
$%&'()
*''(
*''(
! +& '!)&,#'()',-./"
0"123/(40!&'5
,!&(()"46,, (&4/(
7
Le Pen hótar
hefndum í þing-
kosningunum