Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 39 Sumardragtir Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval Kjólar - Blússur MORGUNBLAÐIÐ birti frétt um það síð- astliðinn sunnudag, að um 300 manns af 650, sem hafa sótt um hús- næði hjá Félagsþjón- ustu Reykjavíkur- borgar, „geti varla beðið lengur eftir hús- næði“ eins og það er orðað. Starfsmenn Félagsþjónustunnar segja ekki beint hægt að segja þennan hóp fólks á götunni – hann er samt skráður hús- næðislaus, þar sem hann á ekki öruggt heimili. Þessar tölur koma þeim ekki á óvart, sem hefur undanfarið hitt þúsundir Reykvíkinga á fundum víðsvegar um borgina og skipst á skoðunum um brýn viðfangsefni við stjórn borgarinnar. Húsnæðis- vandann ber víða á góma. Of dýrt húsnæði Dæmið úr Grafarholti er ekki til fyrirmyndar. Margir verktakar, sem þar eru að byggja glíma við mikinn vanda, ekkert selst og menn sitja uppi með ónotað hús- næði og háan vaxtakostnað, sem er að sliga marga. Meginástæðan fyrir lítilli sölu er sú, að verðið á húsnæðinu er of hátt vegna þess hve lóðirnar voru seldar dýrt. Lóðaskorturinn í Reykjavík knúði menn til yfirboða og þeir eru nú að súpa seyðið af því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svarar gagnrýni á þann veg, að al- menn ánægja sé með þetta fyr- irkomulag og verktakar geti bara minnkað hjá sér hagnaðinn. Í samtölum við þá, sem vel þekkja til mála, hefur komið fram, að í 5 ár hafi lóðarverð í Kópavogi hækkað mjög lítið. Á sama tíma er R-listinn að réttlæta uppboð á lóð- um undir par-, rað- og einbýlishús fyrir margfalt verð í samanburði við Kópavog. Þegar rætt er um þennan þátt húsnæðismálanna, lóðaskortinn, skömmtunarstefnuna og uppboðs- leiðanna til að skýra hluta af hinum mikla vanda í húsnæðismálum Reykvíkinga, rýkur R-listafólkið upp á nef sér og fer að tala um ríka fólkið. R-listastefnan í húsnæðis- málum hefur hins vegar leitt það af sér, að hvorki ríkir né þeir, sem hafa minna fé á milli handanna, telja hag sínum í húsnæðismálum best borgið í Reykjavík. Hlutur hinna verst settu Samanburður á afstöðu fólks til félagslegrar þjónustu sýnir, að óánægja með þennan þátt í starfi sveitarfélaga er mun meiri hér í Reykjavík en í Garðabæ, Kópavogi eða á Seltjarnanesi, svo að dæmi séu tekin. Þrátt fyrir mikinn stærðar- og tekjumun hefur Reykjavíkur- borg ekki tekist að sinna þessari þjónustu á viðunandi hátt, ef draga má lærdóm af könnunum fræði- manna. Vandinn felst í því, að ekki er komið til móts við borgarana með nægilega skil- virkum hætti. Það er til dæmis ekki áhugi á því hjá forystumönn- um R-listans, að vinna að breytingum á húsa- leigubótakerfinu á þann veg, að það taki mið af þörf- um þess vaxandi hóps Reykvík- inga, sem býr í herbergi án eld- unaraðstöðu eða snyrtingar. Afstaða Helga Hjörvars, tals- manns R-listans í þessum mála- flokki, er á þann veg, að frekar beri að taka mið af norrænum reglum en því, sem er hér í Reykjavík – það eigi með reglum um húsaleigu- bætur að knýja fólk til að búa í húsnæði, sem reglurnar viður- kenna. Því miður er Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra ekki málefna- legri í afstöðu sinni eins og henni er lýst í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag. Vandi þessa fólks verður ekki leystur með því að ásaka mig fyrir að segja húsaleigubótakerfið bregðast þeim Reykvíkingum, sem verst eru settir bæði fjárhagslega og vegna húsnæðisskorts. Er unnt að líta á þennan vanda, án þess að huga að öryggisneti velferðarkerf- isins? Ný stefna D-listans Stefna R-listans í lóða- og hús- næðismálum leiðir til þess, að bæði þeir, sem vilja byggja, og hinir, sem búa við þröngar aðstæður, eru í sömu sporum. Þeir koma að lukt- um dyrum vegna skorts á vilja og skilningi til að leysa húsnæðis- vandann. Þessu verður að breyta. Í stefnu okkar, sem skipum D- listann í kosningunum 25. maí seg- ir: Við ætlum að tryggja nægar lóðir í borginni fyrir fólk og fyr- irtæki og afnema lóðauppboð. Við viljum fara sömu leið og gert var 1982, þegar með stórhuga hætti var lagður grunnur að Grafarvogs- hverfinu. Við ætlum að haga gatna- gerðargjöldum eða söluverði lóða í samræmi við kostnað borgarinnar við gerð byggingarsvæða. Við ætlum að leysa húsnæðis- vanda þeirra, sem búa í dag við óviðunandi aðstæður og eru á bið- listum eftir félagslegu húsnæði. Þetta er skýrt markmið og að því verður að sjálfsögðu meðal annars unnið í samræmi við þær reglur, sem gilda um Íbúðalánasjóð. Að segja, að réttur Reykvíkinga til að nýta sér lán úr þessum opinbera sjóði, brjóti gegn því stefnumiði D-listans að stöðva skuldasöfnun R-listans, er enn til marks um rakalausan málflutning andstæð- inga okkar, sem miðar að því að gera sem minnst úr óða-skulda- söfnuninni um þessar mundir. Það þarf að taka húsnæðisvandann nýj- um tökum. Við hljótum að taka mið af stöðu húsnæðismála í Reykjavík og leysa vandann með hag borg- arbúa að leiðarljósi. Við luktar dyr Björn Bjarnason Höfundur skipar 1. sæti á borgar- stjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Þeir koma að luktum dyrum, segir Björn Bjarnason, vegna skorts á vilja og skiln- ingi til að leysa húsnæð- isvandann. UMHVERFISMÁL hafa breyst á undan- förnum árum. Æ fleiri gera sér nú grein fyrir því að umhverfismál snúast ekki bara um að taka til í garðinum sínum heldur líka um að flokka sorp, vernda vötn og ár, hreinsa fjörur, spara einkabíl- inn og svo mætti lengi telja. Umhverfismál teljast ekki lengur vera „mjúkur“ mála- flokkur enda byggist framtíð okkar á líf- vænlegu umhverfi. Æ fleiri hugsa nú hnattrænt og gera sér grein fyrir því að allt fer í hring; það sem er losað hér dúkkar upp annars staðar með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Staðardagskrá 21 Reykjavíkurlistinn hefur gert sér grein fyrir mikilvægi umhverfis- mála. Í fyrra var samþykkt verk- áætlun sem byggist á Staðardag- skrá 21 en það er alþjóðleg verkáætlun sem á rætur að rekja til Rio-ráðstefnunnar. Staðardagskrá 21 gerir ráð fyrir að umhverfismál verði höfð til hliðsjónar í allri stefnumótun borgarinnar. Annað grundvallaratriði í Staðardagskrá 21 er að rödd fólksins heyrist og íbúar hafi greiðan að- gang að upplýsingum og geti átt möguleika á að taka þátt í ákvörð- unum og stefnumótun. Ábyrg stefna Stefnan er sú að Reykjavík verði vist- vænasta höfuðborg norðursins. Dregið verði úr loftmengun með því að efla al- menningssamgöngur, bæta gatnahreinsun og hefja tilraunaakst- ur vetnisknúinna strætisvagna. Leggja á áherslu á að vernda og efla lífríki Elliðaánna, t.d. með því að grafa settjarnir sem virka sem olíu- og fitugildra. Nú þegar hefur mikill ár- angur náðst í lífríki Elliðaánna og t.d. gengur nú lax í vesturkvíslina sem ekki hefur gerst um nokkurt skeið. Fjölga á endurvinnslustöðv- um fyrir sorp þannig að hvergi verði lengra en eins kílómetra gangur út á stöð. Og síðast en ekki síst á að bæta enn útivistarum- hverfi Reykvíkinga, t.d. með því að gera náttúruverndaráætlun fyrir borgarlandið og halda áfram skrán- ingu búsetuminja. Ferðamönnum sem hingað koma finnst stórkostlegt að sjá þessa hreinu borg sem um leið er alþjóð- leg menningarborg. Hagurinn af umhverfisvernd er því augljós. En ekki má gleyma þeim langtímasjón- armiðum sem liggja á bak við. Reykjavíkurlistinn hugsar til fram- tíðar með því að leggja áherslu á Staðardagskrá 21 og vill að Reykja- víkurborg sé lifandi dæmi um ábyrga afstöðu í umhverfismálum gagnvart heiminum öllum. Umhverfi fyrir framtíðina Katrín Jakobsdóttir Reykjavík Stefnan er sú, segir Katrín Jakobsdóttir, að Reykjavík verði vist- vænasta höfuðborg norðursins. Höfundur skipar 17. sæti á Reykja- víkurlistanum. Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.