Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 45 Hinn 7. mars sl. and- aðist Jónas Sigurðsson, fyrrum skólastjóri Stýrimannaskólans, tæplega 91 árs að aldri. Hann var bekkjarbróð- ir minn og félagi í Menntaskólanum í Reykjavík á árunum 1927-30. Við urðum stúdentar alþingishátíðarárið 1930, þegar íslenska þjóðin fann bet- ur til sjálfrar sín en nokkru sinni fyrr. Við Jónas urðum námsfélagar á ný í Tækniháskólanum í Darmstadt í Þýskalandi 1931-32, en þá skildu leið- ir um sinn. Jónas var bóndasonur frá Ási, skammt sunnan Hafnarfjarðarbæjar, þar sem nú er að rísa nýtt íbúðar- hverfi, Áslandshverfi. Hugur margra á þeim slóðum stóð til sjómennsku. Þrír eldri bræður Jónasar voru yf- irmenn á togurum og skip og sjó- mennska voru alla tíð ofarlega í huga hans. En hann fór aðra leið, lauk gagnfræðanámi í Flensborgarskóla í Hafnarfirði en tók gagnfræðapróf ut- anskóla í Menntaskólanum í Reykja- vík vorið 1927. Leiðir okkar Jónasar lágu svo sam- an í stærðfræðideild Menntaskólans 1927-30. Menntaskólinn var þá sex ára skóli, eini skólinn á Íslandi, sem útskrifaði stúdenta á þeim árum og veitti með því aðgang að háskóla- námi. Fyrstu þrjú námsárin voru nefnd gagnfræðadeild og þeim lauk með gagnfræðaprófi, en þrjú síðari árin voru nefnd lærdómsdeild. Til þess að fá aðgang í hana þurfti all- góða aðaleinkunn á gagnfræðaprófi og komust venjulega ekki allir, sem vildu. Í lærdómsdeild Menntaskólans í Reykjavík var um tvær námsleiðir að velja, máladeild og stærðfræðideild, sem mikill munur var á. Máladeildin var framhald hins gamla „lærða skóla“, þar sem latína var kennd á hverjum skóladegi og leikrit Shake- speares voru lesin. Í stærðfræðideild var engin latína og minni enska, en í staðinn stærðfræði á hverjum degi ásamt eðlisfræði, efnafræði og stjörnufræði. Stofnun stærðfræðideildar í eina menntaskóla landsins má teljast merkasti viðburður í skólamálum hér á landi á tuttugustu öld næst á eftir stofnun Háskóla Íslands. Þessi skipting hófst 1919 og var því ekki nema 8 ára gömul, þegar við Jónas komum í stærðfræðideildina. Þá voru fyrstu stærðfræðideildar- stúdentarnir að snúa heim frá útlönd- um sem nýbakaðir verkfræðingar og voru fengnir til að kenna okkur eðl- isfræði og efnafræði, því að ekki var þá völ á öðrum lærðum mönnum til kennslu á þeim sviðum. Það voru mikil viðbrigði fyrir okk- ur Jónas og félaga okkar að hefja nám í vísindagreinum, þar sem meg- ináhersla er lögð á rökræna hugsun, fremur en eintóm minnisatriði. Stærðfræðikennarinn, dr. Ólafur Daníelsson, var algjör spámaður í okkar augum og við vildum gera hon- um allt til hæfis. Hann hafði verið frumkvöðull að stofnun stærðfræði- deildarinnar 1919 í félagi við dr. Þor- kel Þorkelsson eðlisfræðing. Við vorum vel meðvitaðir um, að tímabil mikilla breytinga væri runnið upp í menntamálum og þjóðfélags- málum hvort heldur væri hér í landi eða á heimsvísu, og að mikilvægt væri að afla sér menntunar, sem mið- uð væri við framtíðina, sem enginn gat reyndar séð, hver myndi verða. Hópurinn í bekk okkar var reyndar ekki stór, aðeins 10 menn. Í honum voru, auk okkar Jónasar, Baldur G. Johnsen, Einar Kristjánsson, Garðar Þorsteinsson, Samúel M. Ketilsson, Skúli Gíslason, Sveinn Sigfússon, JÓNAS SIGURÐSSON ✝ Jónas Sigurðs-son fæddist í Ási í Garðahreppi 13. mars 1911. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. mars síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Hall- grímskirkju 14. mars. Sverrir Þorbjarnarson og Yngvi Pálsson, allt ólíkir menn en duglegir námsmenn og úr öllum landsfjórðungum. Á vorprófi upp úr 5. bekk fengu allir 1. einkunn. Árið 1929, þegar stærðfræðideildin var 10 ára, hafði nemendum í hverjum árgangi hennar ekki fjölgað neitt að ráði. Þá var það að Ólafur Daníelsson ritaði nokkrar greinar í Tímarit Verkfræðinga- félags Íslands um námsefni í Menntaskólanum og gagnrýndi mjög námsskrá Mennta- skólans fyrir einhliða áherslu á tungumál og vanrækslu á sviði nú- tímalegra fræða, raunvísinda. Þessar greinar Ólafs Daníelssonar lásum við stærðfræðideildarmenn í heyranda hljóði á göngum Menntaskólans. Þær ollu heilmiklu fjaðrafoki og deilum í skólanum, sem sumir tungumála- kennararnir tóku þátt í. Einn þeirra heyrðist segja, að óskemmtilegt yrði að lifa, „þegar allt væri farið að leika á beinum eða bognum línum“. Sér- grein Ólafs Daníelssonar var geó- metría. Þessi snarpa menningardeila varð til þess að efla mjög samkennd okkar fámenna stærðfræðideildarhóps. Hún var einn af fyrirboðum breyttra tíma og þróunar, sem við þekkjum nú. En hennar er að engu getið í Sögu Reykjavíkurskóla. Þar er hins vegar fjallað í löngu máli um pólitíska deilu vegna skipunar Pálma Hannessonar í embætti rektors Menntaskólans. Við vorum fyrsti stúdentaárgangurinn, sem hann útskrifaði. Strax við fyrstu kynni vann hann hug okkar sjöttu- bekkinga. Koma hans varð skólanum til góðs vegna mannkosta hans og hin pólitíska deila marklaus. Skólinn fékk rektor, sem gat bæði horft til baka og fram á veg. Sumarleyfin voru mikilvægur þátt- ur í lífi okkar. Þau voru notuð ræki- lega til þess að vinna sér inn peninga, einkum úti um land, í kaupavinnu í sveit eða verkamannavinnu. Ég var t.d. í kaupavinnu eða vegavinnu í öll- um landsfjórðungum, en sessunautur minn öll námsárin, Einar Kristjáns- son, fór á Siglufjörð og söng þar á veitingahúsum fyrir síldarfólkið við undirleik bekkjarbróður okkar, Höskuldar J. Ólafssonar. En Jónas færðist mest í fang. Hann fór til sjós á togurum sem kyndari. Togarar voru þá allir kolakyntir og kyndarastarfið erfitt. Jónas varð mjög sterkur, hraustur og kjarkmikill. Okkur Jónasi var það lengi minn- isstætt, hvað námsefni okkar í sjötta bekk var mikið, einkum heimadæmin í stærðfræðinni, sem doktor Ólafur kenndi okkur. Við fundum þá upp hagræðinguna. Skiptum bekknum í tvennt. Hvor hluti leysti helming af verkefnunum og svo var skipst á lausnum. Næsta dag voru allir kátir. Ólafur Daníelsson kenndi okkur líka stjörnufræði. Hún var mest um gang himintungla í geimnum og inn- byrðis afstöðu þeirra. Ein kennslu- stund í H-stofu (yfir aðalinngangi skólahússins) varð okkur sérstaklega minnisstæð, en þá skýrði dr. Ólafur fyrir okkur afstæðiskenningu Ein- steins og ýmislegt, sem henni fylgir um lögun og óendanleik alheimsins. Ég efast um að slíkur fyrirlestur hafi áður verið haldinn á Íslandi. Ýmsir telja, að afstæðiskenningin sé mikil- vægasta fræðanýjung nýliðinnar ald- ar. Við urðum stúdentar alþingishátíð- arvorið 1930 og framtíðin virtist brosa við okkur. Við hugðum allir tíu á háskólanám erlendis og að fara eitt- hvert annað en til Kaupmannahafn- ar, en þangað höfðu nær allir íslensk- ir námsmenn leitað, sem fóru til náms í útlöndum. Nú var farið að sigla til Hamborgar og varð Mið-Evrópa fyr- ir valinu, fyrst og fremst Þýskaland. Við fórum allir til útlanda til há- skólanáms. En blikur voru á lofti í peningamálum. Mikil fjármála- kreppa hafði skollið á í Bandaríkjun- um haustið 1929. Héðan voru þá eng- ar beinar samgöngur við Bandaríkin og kreppunnar gætti ekki að ráði á Íslandi fyrr en ári seinna með at- vinnuleysi og fjárskorti. Námslán var ekki að fá og frestaðist því för Jón- asar til háskólanáms um eitt ár. Haustið 1931 sigldi Jónas til Þýskalands og innritaðist í vélaverk- fræði í Tækniháskólanum í Darm- stadt. Þar vorum við fyrir, nokkrir samstúdentar hans. Jónas gekk með dugnaði að námi sínu og lauk fyrri- hlutaprófi í vélaverkfræði sumarið 1933 og kom heim. Þá voru enn erf- iðari tímar en fyrr og hann sneri ekki aftur til Þýskalands, en fór á sjóinn á ný. Hann innritaðist í Stýrimanna- skólann 1939 og tók meira fiski- mannapróf 1940. Það ár fór hann einnig á radar-námskeið í Englandi í School of Navigation. Þá var heims- styrjöldin síðari skollin á. Farmanna- prófi lauk svo Jónas við Stýrimanna- skólann hér heima árið 1941. En námið varð ekki endasleppt hjá Jónasi Sigurðssyni. Árin 1941 og 1942 var hann í University of Cali- fornia í San Francisco og lauk þar prófum í stærðfræði, siglingafræði og stjörnufræði og tók einnig námskeið í meðferð gýrokompása. Jónas var stundakennari í Stýri- mannaskólanum 1941-1942 og kenn- ari frá 1942. Á sumrin stundaði hann jafnframt sjómennsku, hvalveiðar frá 1951, fyrst sem stýrimaður og frá 1954 til 1961 sem skipstjóri og há- skólagengin hvalaskytta. Við fráfall Friðriks Ólafssonar skólastjóra Stýrimannaskólans árið 1962 tók Jónas við stjórn skólans og gegndi henni til sjötugs, 1981. Um þau störf hafa aðrir ritað. Jónas Sigurðsson var góður vinur, sem ég minnist með þökk í huga, ekki síst fyrir þær góðu stundir, þegar við glímdum sameiginlega við verkefnin í nýrri stærðfræðideild Menntaskól- ans í Reykjavík og síðan þegar við stunduðum háskólanám saman í Þýskalandi, sem þá stóð á barmi ógæfunnar. Einar B. Pálsson. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur                      ! "# $%&'  $ "                  !   "  #   !$% $  #   $("  !!  $ )  !)#  *+ !)  (" $!!  ( %, #)# *+ !)  ! *+ !) (  - ! )#     * (  %* ). & '        /0 *(- (1 $ 2  #   !    ( ! ( %,/+  )# -3)  !!+ /+  )# 4# !!  -  )/+  !   .0# !)# ! #$%/+  )# *# % /+  !  - 5( %,% )#    %2  26 . )  '             4 -78(7 1 1 %9 :"+ $ "       * ! "    & )%)  +*  +((, -  .    %  %   . )  #   /  !    -%!)# * )# ;#!!  /: ) !!+ !)#  ;# ;#!!  %   %!!)# -% ;#!!  ! <.   % ( %, ;#!)# !   =!  %2  26 . 0     ! 4 1      ! -> " ?@ *     1  ! . /     2 ! 3$#     -  ) )!!   %!!  % %$ !)# %$   !   #  !      )# -A ( %,  )#. & '    / /  /  *-/ 7 1 -  )?B ":     4 ! . )        $ ) .   5   +((, / )4! !!  /: ) !/ )!)# -  / )!!   %!"/+6 !)# %A / )!)# -  4#0# !!  / / )!)# 4#%  )%  )!!  *%  $ !)# %A * "!)# / )4! !! .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.