Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 48
MINNINGAR 48 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Súsanna MargrétGunnarsdóttir fæddist á Njálsstöð- um í Norðurfirði í Strandasýslu 12. september 1926. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 30. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Valgerður Guðrún Valgeirsdóttir, f. 17. apríl 1899, d. 14. ágúst 1971, og Gunn- ar Njálsson, f. 2. febrúar 1901, d. 6. júlí 1985, bóndi á Njálsstöðum og síðar á Suður- Bár, í Eyrarsveit í Grundarfirði. Margrét var elst sex barna þeirra hjóna, en hin eru Sesselja, Njáll, Þórdís, Kjartan og Tryggvi. Þau lifa öll systur sína. Hinn 18. október 1947 giftist Margrét Ólafi Inga Jónssyni, járnsmið, f. 11.1. 1922, d. 25.3.1998. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Guðmundsdótt- ir, f. 14. júní 1886, d. 16. júlí 1969, og Jón Daníelsson, f. 25. júlí 1880, d. 12. júlí 1952. Börn Margrétar og Ólafs eru: 1)Helga, f. 29. desember 1946. Hún á einn son. 2) Valgerður Guð- rún, f. 25. mars 1948. Hennar maki er Gestur Karl Jónsson og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. 3) Hulda, f. 9. ágúst 1949. Hennar maki er Þór Stefánsson og eiga þau tvo syni. 4) Jón, f. 19. júní 1953. Hans maki er Magnea Jó- hannsdóttir og eiga þau tvö börn auk þess sem Jón á tvo syni frá fyrra hjóna- bandi. 5) Unnur María, f. 3. janúar 1957. Hennar maki er Birgir Þórðarson og eiga þau þrjú börn. Eftir húsmæðraskólagöngu á Ísafirði flutti Margrét með eigin- manni sínum til Reykjavíkur þar sem hún hélt fjölskyldunni heimili mestan hluta ævinnar í Smá- íbúðahverfinu. Margrét lét sig miklu skipta ræktarsemi við heimahagana á Ströndum og lagði sig fram í starfi Félags Ár- neshreppsbúa. Sat hún í stjórn þess um tíma. Hún var einn af stofnendum Handprjónasam- bands Íslands árið 1977 og sat í stjórn þess til margra ára. Jafn- framt vann hún hjá Handprjóna- sambandinu meðan kraftar henn- ar leyfðu. Útför Margrétar fer fram frá Langholtskirkju, í dag og hefst athöfnin kl. 13:30. Í dag fylgjum við ömmu okkar, Margréti Gunnarsdóttur, til grafar. Við kveðjum hana í síðasta sinn en finnst í aðra röndina að við höfum líka kvatt hana fyrir þremur árum þegar sjúkdómurinn sem lýsti sér með stigvaxandi heilabilun náði tök- um á henni. Amma er mikilvægur þátttakandi í lífi barna og við rifjum upp samskipti liðinna áratuga. Við systkinin erum sammála um að eitt sé það sem oft hafi borið á góma í samræðum ömmu við okkur: Þrá hennar eftir menntun. Hún hafði verið í farskóla í Norðurfirði og um tíma í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði en hafði gjarnan orð á því að ef kringumstæður hefðu verið aðrar hefði hún viljað læra norræn fræði. Í staðinn var ævi hennar umlukin bók- um, hún var ástríðufullur lestrar- hestur, nam bókband og var bóka- safnari af því tagi sem lærir utan að kveðskap og snjallar málsgreinar. Bækur voru þær gjafir sem amma gaf helst og hún átti alltaf svolitlar birgðir af barnabókum frá ýmsum tímum sem hún greip stundum til ut- an afmælisdaga og jóla. Amma var einn þeirra Íslendinga sem áleit Njálu helgasta allra rita – Njálu- áhuginn hefur augljóslega legið í ættinni enda gaf Njáll afi hennar sonum sínum nöfnin Gunnar og Skarphéðinn. Og hún fylgdist af sönnu stolti með áföngum afkomend- anna í námi. Í stað náms í norrænum fræðum varð heimasætan af Ströndunum húsfreyja í Reykjavík og fimm barna móðir. Á fertugsafmælinu hennar var fyrsta barnabarnið borið til skírnar og fjórtán urðu þau alls, þau elstu með annan fótinn – eða báða – hjá ömmu og afa framan af ævi. Sú taug sem batt ömmu við Strandirnar slitnaði auðvitað aldrei og börn og barnabörn urðu meðlimir í Félagi Árneshreppsbúa. Þannig stendur á því að fregnir af tíðarfari og mannlífi í Norðurfirði eru lesnar víðar en meðal innfæddra og sannarlega var amma löngum með hugann á Strönd- um á síðari árum. En í Akurgerði 10 var oft líflegt og þegar sem flest var í heimili gat það hent að ekki fengju allir sæti við eldhúsborðið. Amma tók þá upp þann sérkennilega sið að draga út þriðju eldhússkúffu að neð- an og sitja á henni. Þetta hentaði smávaxinni húsmóður sem átti þá hægt um vik að uppvarta um leið og hún nartaði í matinn sjálf. Hitt var verra að eldhússkúffan úr Akurgerð- inu átti eftir að fylgja ömmu upp frá þessu sem lýsti sér í því að henni þótti aldrei viðkunnanlegt að setjast til borðs með gestum nema stund og stund. Þetta ergði mörg okkar sem áttum erfitt með að sjá þessa hátt- semi í réttu ljósi: Sem einlæga löng- un til að tryggja vellíðan allra sem litu inn til þeirra afa. Amma var ekki í vafa um að tölu- verður eðlismunur væri á körlum og konum, hún hafði tilhneigingu til að upphefja móðurhlutverkið og ekki síður það að vera amma. Hún var amma sem hafði tíma til að kenna bænir og kvæði, spila Bessa Bjarna- son af plötu og syngja með. Jafn- framt var jafnréttisbarátta kvenna henni ákaflega hugleikin og þegar um hægðist í Akurgerðinu kom í ljós að neistinn hafði ekki slokknað. Á sextugsaldri tók amma upp á því að læra á bíl og um svipað leyti gerðist hún einn af stofnfélögum Hand- prjónasambands Íslands, sannkall- aðra grasrótarsamtaka prjóna- kvenna sem vildu selja úrvalsvöru milliliðalaust. Hjá Handprjónasam- bandinu starfaði amma í mörg ár og fer ekki á milli mála að henni var afar mikilvægt að leggja þar hönd á plóg. Hún var sérlega hrifin af greindum og atkvæðamiklum konum, var til að mynda ákafur stuðningsmaður Vig- dísar Finnbogadóttur alla tíð, en þegar að henni sjálfri kom var sjálfs- traustið ekki mikið. Þegar barnabörn í verkefnavinnu leituðu til hennar til að spyrja um braggabúskap eða kreppuár var hún treg til svara af ótta við að segja einhverja vitleysu. Segja einhverja vitleysu! Hvernig gæti hennar eigin skynjun eða upp- lifun verið vitleysa? Við af yngri kyn- slóð áttum erfitt með að skilja þetta viðhorf. Eftir að afi féll óvænt frá duldist engum að ömmu hrakaði hratt. Æ oftar bar það við að út í fyrir henni sló en þegar af henni bráði gerði hún sér fulla grein fyrir ástandinu og hafði áhyggjur af. En þegar hún var spurð hvort hún væri ekki hrædd við það sem væri að koma yfir hana svar- aði hún hiklaust neitandi. „Guð hefur alltaf verið mér svo góður,“ sagði amma staðfastlega og þessi trú henn- ar varð okkur hinum nokkur huggun í veikindum hennar. Gott er að hugsa sér ömmu í eldhúsinu með útvarpið lágt stillt og svart kaffi í litlum bolla, með hugann við vöxt og viðgang asp- artrjáa eða ræktun nýrra rósateg- unda. Sú mynd felur í sér eftirsókn- arverða friðsæld sem sárt er saknað. Margrét, Gerður, María og Valgeir, börn Valgerðar og Gests. Lítill drengur tiplar smáum skref- um upp tröppurnar, bankar snöggt á dyrnar og gengur inn. „Ertu kominn, litli vinur,“ segir Magga og klappar á kollinn á honum. Þannig man ég þær móttökur sem ég fékk á heimili Möggu og Óla. Hlýtt viðmótið og raddblærinn eru mér minnisstæð. Alltaf fannst mér gott að koma til Möggu frænku og það var gott að alast upp í Akurgerðinu í nábýli við hana. Foreldrar mínir byggðu á árunum 1954–1955 parhús í samvinnu við Möggu og Óla, þau Akurgerði 10, en foreldrar mínir Akurgerði 12. Í Ak- urgerði 10 fannst mér alltaf líf og fjör, kannski var það vegna þess að á því heimili voru svo margar stelpur og öðruvísi heimilisbragur en á strákaheimilinu á númer 12. Elst var Helga, svo Gerður og Hulda, þá eini drengurinn Donni og síðust í röðinni var Unnur. Svo var auðvitað Daddi, bróðir Óla sem í minningunni sat allt- af við eldhúsborðið og oftast með spilastokk í hendi. Ef mér leiddist eða var dapur í huga fór ég oft í heimsókn til Möggu og alltaf fékk ég þessar hlýju mót- tökur sem lyftu geði litla mannsins. Ófá voru þau skipti sem boðið var uppá mjólk og heitar kleinur eða annan heimabakstur mér til ómældr- ar gleði. Þannig setti Magga frænka gráan hversdagsleikann oft í fallega liti. Hún átti fallegt heimili og var mikil hannyrðakona. Seinna meir fékk ég óheftan aðgang að bókakosti heimilisins og það þótti mér mikils virði. Magga var ein af þessum konum sem ræktaði frændgarð sinn af ein- stakri alúð og kærleika. Afkomendur hennar eru lýsandi dæmi um það. Magga var mjög artarleg og starfaði um árabil í Átthagafélagi Stranda- manna. Gaman var að heyra hana lýsa æskuheimili sínu og lífinu í Norðurfirði á Ströndum upp úr kreppunni miklu. Ljóst var hve stór- an sess Norðurfjörðurinn skipaði í lífi hennar. Henni var umhugað um að við börnin vissum hvar ræturnar liggja. Eftir að ég stofnaði eigin fjöl- skyldu var hún ómissandi í fjöl- skylduboðum hjá okkur eins og þeg- ar dæturnar voru skírðar og fermdar og hlýja hennar í garð minna barna yljaði mér um hjartaræturnar. Vegferð hennar um lífið skilur eft- ir góðar minningar hjá mér og fjöl- skyldu minni. Að leiðarlokum þökk- um við henni samfylgdina. Theodór Magnússon. Elsku amma. Á kveðjustundu er margs að minnast og munu minning- arnar ylja mér um ókomna tíð. Það tekur mig þó sárast að barnið okkar Jónu muni missa af því að kynnast þeirri yndislegu ömmu sem þú varst. Í stað þess veit ég að þú munt vaka yfir því þegar það fæðist og í hvert sinn sem ég syng fyrir það Sofðu unga ástin mín verður það í minningu þína. Mínar fyrstu minningar af ömmu eru kvöldbænirnar og kvæðin, er hún söng mig í svefn. Hún var alltaf hlý og góð þegar komið var til hennar og naut ég ætíð samvista okkar, hvort sem við spiluðum Kasínu saman eða amma eldaði handa mér besta plokk- fisk í heimi. Amma var kona sem setti alltaf aðra framar sér. Þegar ég var yngri fannst mér þetta stundum skrítið. Ég man eftir því þegar margir voru í mat í Akurgerðinu og sætin dugðu ekki, þá dró amma út eina skúffuna í eldhúsinnréttingunni og settist þar. Þetta var samt bara amma, henni var alltaf í mun um að allir hefðu það sem best en gleymdi stundum sjálfri sér. Þegar ég varð eldri gerði ég mér þó grein fyrir því að þessi viðkvæma hlýja kona hafði meiri styrk og ákveðni en hún sýndi dags daglega. Þessa hlið sýndi hún þó ekki oft, en þegar þurfti stóð hún upp og sýndi mikinn skörungsskap. Ég á mínu lífi það að þakka. Þegar ég var mjög ungur veiktist ég illa. Amma vildi ekki trúa fyrsta áliti læknis sem kom að vitja mín í heimahús Sá sagði áhyggjur mömmu vera venjulega móðursýki ungra mæðra. Um miðja nótt kallaði amma því út gamla heimilislækninn sinn. Þegar hann kom á staðinn var ég sendur í snarhasti á spítala og mátti ekki tæpara standa. Hvíldu nú í friði, elsku amma. Þú kenndir mér svo margt gott sem mun lifa áfram. Þinn sonarsonur, Ólafur Daníel Jónsson. Í dag er til moldar borin frænd- kona mín Margrét Gunnarsdóttir frá Njálsstöðum í Árneshreppi. Hugur- inn reikar til baka og mér finnst ég skulda henni kveðjuorð að leiðarlok- um. Magga, eins og hún var ávallt köll- uð, var elst sex systkina sem fæddust á Njálsstöðum á þriðja og fjórða ára- tug síðustu aldar. Fólkið á Njálsstöðum var næstu nágrannar okkar, sem bjuggum á Steinstúni. Þetta var gott nágrenni, mæður okkar voru systur og feður okkar höfðu samvinnu um mörg störf. Börnin á Njálsstöðum voru á líkum aldri og við, strákarnir á Stein- stúni, og við undum okkur vel við leik og störf, eins og títt var á sveitabæj- um. Á uppvaxtarárum hennar var mik- il gróska í atvinnulífi í Árneshreppi. Tvær síldarverksmiðjur starfræktar. Hún, eins og annað ungt fólk úr sveitinni, tók þátt í þessu „ævintýri“. Á Ingólfsfirði hitti hún mannsefni sitt, Ólaf Jónsson, örlög þeirra voru þar með ráðin. Þau urðu lífsförunaut- ar. Ólafur lést fyrir fáum árum. Það var ekki auðvelt að stofna heimili í Reykjavík á þessum árum, en þau létu ekkert aftra sér. Þeim tókst ætlunarverk sitt, komu sér upp myndarlegu og hlýlegu heimili. Það sem uppúr stendur, þegar þeirra hjóna er minnst, var gestrisni þeirra og ljúft viðmót. Heimili þeirra var „Brekkukot“ þess tíma. Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa borið mig til eins og „Kapteinn Hogensen“. Ég kom á heimili þeirra hjóna sem þá var braggi vestur í bæ. Ég var að vísu hálfvegalaus, var að fara í skóla. Það var ekki mikið um það talað en Magga frænka mín vissi hvað klukk- an sló. Ég settist að á „miðloftinu“ og var þar meðan ég þurfti þess með. Það komu fleiri fyrirvaralítið. Það var einnig pláss fyrir þá á „miðloft- inu“, án allra orða. Seinna þegar við hjónin vorum á ferð í Reykjavík áttum við ávallt vísa gistingu hjá þeim hjónum. Þar kynntumst við einnig börnum þeirra fimm, sem nú eru orðin fullorðið fólk. Þeirra kynna er gott að minnast og eiga vináttu þeirra. Þótt Magga frænka færi ung frá æskustöðvum sínum, var hugur hennar mikið bundinn þeim. Ég spurði hana einu sinni hvort hún hlustaði alltaf eftir veðurlýsingu frá Gjögri. Hún svaraði að bragði. „Þú getur rétt ímyndað þér það.“ Ég vissi hvað svarið þýddi. Þegar ég var lítill drengur, kannski fjögurra ára eða svo, þurfti móðir mín að fara burt af heimilinu á spítala, þar sem hún dvaldi nokkuð lengi. Magga sagði að þegar hún hefði kvatt sig hefði hún beðið sig að passa hann Gunnstein fyrir sig. Það var sex ára aldursmunur á okkur svo hún var þá ekki há í loftinu. Henni fannst hún hafa tekið á sig skyldu sem leið henni aldrei úr minni og rækti vel. Fyrir nokkrum árum veiktist hún, þetta hafði samt nokkurn aðdrag- anda. Þessari konu, sem var sívinn- andi, hafði yndi af ljóðum og sögum og átti mörg áhugamál, var fyrirvar- alítið nánast kippt út úr mannlegu samfélagi. Þetta voru grimm örlög. Engu varð þar snúið við. Eftir það dvaldi hún á sjúkrastofnunum. Við þessi leiðarlok streyma hlýjar þakkarkveðjur frá okkur hjónunum og fjölskyldu okkar. Börnum hennar og öðrum ástvin- um sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Í kvæði Guðmundar skólaskálds, Heim til fjalla, eru þessar ljóðlínur, „Hinst ég þar vil sólu sjá, sem ég barn í vöggu lá.“ Þetta gæti hafa ver- ið nærri hennar hugsun. Blessuð sé minning þín. Gunnsteinn Gíslason. SÚSANNA MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR )  %     %    =  9  '   .     !      -7 8 /.*  1 $.!"# !+# F!"$ !!"# !.    %          ;/ $ ! ! ! F2+  )# *  )*: %!!  F2+6 %!!  F" *  )# %%F2+  !  *6F2+  !  - !/ )F2+  ! . )  %     %    =  9  # =# .     9       3  0301  #  @& :"+ $ ". 3$#     !+ *.  !!      !)# 4$ )!+ !!  -A   !)# 0# K *, !!  *% /+6 !)# % % 26 . Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar við Nýbýlaveg, Kópavogi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.