Morgunblaðið - 07.05.2002, Síða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 49
✝ Sigurður ÞorkellTómasson fædd-
ist 16. júlí 1910 á
Miðhóli, Sléttuhlíð,
Skagafirði. Hann
lést 26. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Ólöf Sig-
fríður Þorkelsdóttir,
f. 30. júlí 1885 að Ós-
brekku í Ólafsfirði,
dó í Reykjavík 26.
nóvember 1963, og
Tómas Jónsson
bóndi og kaupfélags-
stjóri, fæddur 5. júní
1887 að Miðhóli í
Sléttuhlíð, drukknaði á leið til
Siglufjarðar frá Hofsósi 7. febrúar
1939. Foreldrar Ólafar voru Sig-
ríður Þorláksdóttir, f. 16. ágúst
1862, Einarssonar bónda að Una-
stöðum í Kolbeinsdal, og Þorkell
Dagsson, f. 13. september 1858 að
Karlsstöðum í Ólafsfirði. Foreldr-
ar Tómasar voru Jónas Árnason, f.
13. júní 1858 að Þverá í Blönduhlíð
og Guðrún Tómasdóttir, f. 20. júní
1862. Börn Ólafar og Tómasar
voru tíu talsins og eru nú aðeins
hér á meðal okkar systurnar Mar-
grét og Þórný, en látin eru Guð-
rún, Jónasína, Anton, Björg, Ólöf,
Eggert, Hallfríður Anna og nú
Sigurður.
Sigurður ólst upp á Miðhóli en
fluttist til Hofsóss vorið 1923, en
faðir hans gerðist kaupfélagsstjóri
þar og hafði búið á Hofsósi að
á Heilsuhælinu Ási í Hveragerði
28. ágúst árið 2000. Hún var dóttir
hjónanna Margrétar Jósefsdóttur,
sem var fædd á Sauðárkróki 21.
ágúst 1883 og dó í Reykjavík 23.
júní 1964, og Flóvents Jóhannsson-
ar, sem var fæddur 17. febrúar
1871 í Bragholti, Svarfaðardal og
dó í Siglufirði 13. júlí 1951. Maggý
og Sigurður eignuðust tvö börn,
sonur þeirra Tómas var fæddur 7.
desember 1938 og fórst í þyrluslysi
17. janúar 1975, ókvæntur og
barnlaus, og dóttir þeirra er Ebba
Guðrún Brynhildur, fædd 5. des-
ember 1935, gift Ólafi Skúlasyni
biskupi og eru börn þeirra þrjú.
Elst Guðrún Ebba, f. 1. febrúar
1956, kennari og fyrrverandi for-
maður Félags framhaldsskóla-
kennara, var gift Stefáni Ellerts-
syni stýrimanni og eru dætur
þeirra Hrafnhildur, f. 4. júní 1981,
læknanemi, og Brynhildur, f. 30.
nóvember 1987. Miðbarn Ólafs og
Ebbu er Sigríður, f. 9. ágúst 1958,
kennari með BA í frönsku og hol-
lensku auk uppeldisfræða, gift
Höskuldi H. Ólafssyni, fram-
kvæmdastjóra hjá Eimskip, og eru
börn þeirra Ólafur Hrafn, nemi í
viðskiptafræðum við HÍ, f. 1. júlí
1981, Ásgerður, f. 6. október 1987,
og yngst er Sigríður, f. 18. sept.
1998. Yngsta barn Ebbu og Ólafs
er Skúli Sigurður, f. 20. ágúst
1968, prestur Íslendinga í Svíþjóð,
kvæntur Sigríði Björk Guðjóns-
dóttur sýslumanni og eru börn
þeirra Ebba Margrét, f. 17. sept-
ember 1991, og Ólafur Þorsteinn,
f. 31. október 1999.
Útför Sigurðar fer fram í dag
frá Bústaðakirkju og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
nokkru frá stofnun
Kaupfélags Fells-
hrepps 1919. Gekk
Sigurður til allra
starfa svo sem sveita-
starfa fyrr en síðan
við kaupfélagið og var
annálaður fyrir dugn-
að og fylgni við verk
og áhugasvið. Hann
settist í Samvinnu-
skólann og lauk þaðan
prófi árið 1930. Í
framhaldi þess náms,
þáði hann styrk til að
sigla til Svíþjóðar og
kynna sér störf sam-
vinnufélaganna í Svíaríki og þótti
mikið ævintýr fyrir svo ungan
mann. Síðan lá leið Sigurðar til
Siglufjarðar, er hann gerðist for-
stöðumaður kjötbúðarinnar, en
varð síðan kaupfélagsstjóri ár-
ið1937 og var búsettur í Siglufirði
þar til hann lét af störfum eftir
stjórnmálaerjur um yfirráð yfir
kaupfélaginu og flutti til Reykja-
víkur á miðju ári 1945 og réðst til
starfa á skrifstofum Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga og um
tíma vann hann á skrifstofum
Shell. Árið 1951 stofnsetti Sigurð-
ur Efnagerð Laugarness og rak
það fyrirtæki af mikilli elju í þrjá
áratugi dyggilega studdur af konu
sinni.
Eiginkona Sigurðar var Maggý
Ingibjörg Flóventsdóttir, fædd í
Siglufirði 1. september 1910 og dó
Afi okkar, Sigurður Þorkell Tóm-
asson, lést á 92. aldursári 26. mars
sl. Andlát hans kom okkur að óvör-
um því hann var afskaplega lífsglað-
ur maður. Þegar við skoðum það
sem hann hefur verið að sýsla við
undanfarnar vikur sannfærumst við
í þeirri trú að andlátið hafi komið
honum mest á óvart sjálfum. Á skrif-
borðinu hans í Sóltúninu voru mynd-
ir sem hann var að mála, úrklippur
með auglýsingum um sólarlanda-
ferðir og nýjustu tölvurnar. Afi var
nýbúinn að mublera upp herbergið
sitt og m.a.s. kaupa stórt sjónvarp.
Hann var eins og ungmenni nýflutt-
ur í nýja íbúð. Ólíkt ömmu okkar,
Maggýju Ingibjörgu Flóventzdótt-
ur, sem dó skömmu fyrir 90 ára af-
mælið sitt á haustmánuðum 2000,
talaði afi aldrei um að hann ætti eftir
að deyja. Allt frá því við munum eftir
okkur sagði amma um það sem
framundan var: „Ef ég lifi.“ Okkur
finnst hins vegar að afi hafi hugsað:
„Ef ég dey.“ Eitt okkar systkininna,
Sigríður, varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera síðust í fjölskyldunni til
að hitta afa og ömmu lifandi. Afa
hitti hún í hrókasamræðum við aðra
heimilisvini í Sóltúni á sumardaginn
fyrsta, hinn ánægðasti með að hafa
fengið svið í hádegismat.
Við systurnar munum fyrst eftir
afa og ömmu á Rauðalæknum þar
sem við bjuggum um hríð með for-
eldrum okkar sem voru nýflutt frá
Ameríku. Sigríður systir var veik í
eyrunum og afi gekk með hana um
gólf og sagði róandi röddu: „Svona,
svona stellan mín.“ Okkur fannst allt
svo fínt hjá afa og ömmu. Þau fóru til
Parísar og komu með dýrindis dúkk-
ur í fínum kjólum. Þar voru haldin
þorrablót og oft var glatt á hjalla
þegar Jón og Þórný voru í heimsókn,
aðrar systur afa, frændfólk ömmu,
vinir og vandamenn. Aðfangadags-
kvöld vorum við hjá afa og ömmu á
Rauðalæknum og Laugarásveginum
allt fram á fullorðinsár.
Afi rak Efnagerð Laugarness í
sama húsi og Rúgbrauðsgerðin og
fengum við stundum að hjálpa til,
þótt sjálfsagt megi setja þá hjálp
innan gæsalappa. Þar var Halla
frænka og amma og gaman að borða
saman í hádeginu síld og kartöflur
sem jafnan var á borðum hjá afa og
ömmu enda hún Siglfirðingur og
hann frá Hofsósi. Afi kenndi Skúla
skáklistina og sátu þeir löngum
stundum yfir skákmönnunum auk
þess sem gruflað var í skákskýring-
um og rifjaðar upp ýmsar sögulegar
viðureignir. Þeir áttu sér þarna sam-
eiginlegt áhugamál þótt hár aldur
skildi á milli. Kom þar vel fram
hversu ungur afi var í andanum og
ekki síst hversu skýr hann var í allri
hugsun.
Afi sagði gjarnan frá Svíþjóðar-
dvöl sinni þar sem hann lærði kaup-
mennsku. Síðar þegar sú elsta af
okkur systkininum, Guðrún Ebba,
var tvö sumur í Stokkhólmi kom afi í
heimsók til hennar og rifjaði upp
ánægjuleg kynni af Svíum og þeirra
fallega landi, Svíþjóð. Ari, systur-
sonur ömmu, býr auk þess í Svíþjóð
en því miður átti afi þess ekki kost
að heimsækja yngsta systkinið okk-
ar, Skúla bróður, og fjölskyldu hans
meðan þau bjuggu öll í Gautaborg
en sagði honum þó hvert hann ætti
að fara næst þegar hann heimsótti
Stokkhólm. Hann fór í eftirminni-
lega heimsókn til Sigríðar systur
okkar meðan hún bjó í Rotterdam og
dvaldi m.a.s. með henni og fjölskyld-
unni nokkra daga í London í sömu
reisu.
Afi var sérstakur maður og um
það geta vitnað vinir okkar og kunn-
ingjar því oft höfum við sagt af hon-
um sögur. Hann hafði áhuga á
heilsufæði löngu áður en slíkt komst
í tísku. Hann settist ekki í helgan
stein þótt hann hætti að vinna. Hann
lærði listmálun og keramik og bera
heimili okkar þess fagurlega vitni.
Hann stundaði líka bókband og leð-
urvinnslu. Hann safnaði saman úr-
klippum úr dagblöðum um ýmisleg
þjóðmál, um skák, viðtöl við háa sem
lága, allt um jarðskjálftana sumarið
2000, um nóbelsskáldið okkar og
hvaðeina sem honum þótti merkilegt
á hverjum tíma fyrir sig. Við eigum
kannski ekki auðvelt með að sjá
hvað það var sem olli því hverju
hann safnaði saman en vitum að það
hafði einhvern tilgang fyrir hann
sjálfan. Hann skrifaði líka dagbók-
arbrot ekki bara um sjálfan sig held-
ur einnig um ferðir foreldra okkar,
það sem við systkinin vorum að gera
og síðast en ekki síst þjóðmálin. Oft-
ast þó um mömmu sem honum þótti
svo vænt um og dáði mikið. Afi og
amma syrgðu ævinlega Tómas son
þeirra sem lést í þyrluslysi í byrjun
árs 1975.
Við söknum afa og ömmu óend-
anlega mikið en erum þakklát fyrir
að hafa fengið að njóta þeirra svona
lengi. Við heyrum í anda ömmu taka
á móti afa: „Gjörðu svo vel, Sigurð-
ur.“ Amma lagði alltaf fallega á borð
fyrir þau þegar þau borðuðu, með
tausérvíettur og servíettuhringi
hvort sem það var morgunmatur,
hádegismatur, kaffi, kvöldmatur eða
kvöldkaffi. Þau gáfu sér ævinlega
góðan tíma enda um samverustund
fjölskyldunnar að ræða. Afi klæddi
sig alltaf í jakkföt með bindi hvort
sem hann fór út úr húsi eða ekki.
Afi kenndi okkur mikið. Hann
hafði ákveðna lífsspeki sem hann
fylgdi af mikilli einurð: Hann leit á
lífið sem dýrmæta gjöf sem hann
þyrfti að fara vel með og hann
reyndi að nýta þær aðstæður sem
lífið bauð upp á til hins ýtrasta.
Minningarnar um afa eru og verða
okkur dýrmætt veganesti á lífs-
göngu okkar. Megi góður Guð blessa
afa okkar.
Guðrún Ebba, Sigríður og
Skúli Sigurður Ólafsbörn.
Látinn er í Reykjavík vinur minn
og frændi, Sigurður Þorkell Tómas-
son, og lífið breytir um svip.
Minningarnar streyma fram, bæði
um manninn og þær miklu breyt-
ingar sem orðið hafa á hans löngu
lífsleið.
Á því rúma níutíu og einu ári sem
liðið er frá fæðingu Sigurðar hafa
orðið margar byltingar, a.m.k. tvær
heimsstyrjaldir og nokkrar tækni-
byltingar svo eitthvað sé nefnt.
Myndir minninganna koma fram
um Sigurð og frú Maggý, Ebbu,
Tómas heitinn, heimsóknirnar,
skákirnar, leikfimisæfingarnar og
svo auðvitað ilminn úr efnagerðinni,
en Sigurður rak um margra ára
skeið Efnagerð Laugarness.
Heimsóknir þar sem tekið var á
móti manni með uppdúkað borð þó
svo erindið væri ekki annað en að
tefla eða fá aðstoð Tómasar við
stærðfræðina. Einnig spilakvöld
þeirra Maggýjar með foreldrum og
frændfólki, ferðalög og nú í seinni tíð
umræður um löngu liðna tíma á Mið-
hóli, Hofsósi og Siglufirði og um
námsdvöl í Stokkhólmi.
Sem drengur og unglingur vann
hann við að síga í Drangey eftir fugl-
um og eggjum, en eyjan var þá
nokkurs konar matarbúr Skagfirð-
inga.
Eitt sinn gekk hann til dæmis frá
Siglufirði fyrir jólin inn í Hofsós og
tók ferðin tvo daga með gistingu hjá
frændfólki sínu á Höfða á Höfða-
strönd.
Í þessari ferð renndi hann sér
meðal annars niður Siglufjarðar-
skarð á nýjum frakka, Fljótamegin,
og gekk svo yfir Miklavatn sem hafði
lagt.
Eftir nám við Samvinnuskólann
fékk Sigurður námsstyrk frá Sam-
bandi ísl. samvinnufélaga til fram-
haldsnáms í Stokkhólmi, en þann
tíma mat hann mikils.
Eftir heimkomu veitti Sigurður
Kjötbúð Siglufjarðar forstöðu áður
en hann var settur kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Siglufjarðar.
Eftir að þau Maggý fluttu ásamt
Ebbu og Tómasi til Reykjavíkur
starfaði Sigurður hjá Sambandinu
áður en hann sneri sér að eigin at-
vinnurekstri eins og áður er getið.
Mikil raun var lögð á þau öll þegar
Tómas lést í þyrluslysi á Kjalarnesi.
Þau báru þann harm í hljóði og
með ótrúlega miklum styrk.
Óhætt er að segja að Sigurður
hafi lifað í takt við tímann. Fylgdist
vel með öllum tækninýjungum og fór
til dæmis með lestinni undir Erm-
arsundið svona rétt til að koma við
hjá klæðskerunum í London, því
fatnaðurinn átti ávallt að vera af
bestu gerð, eins og reyndar allt ann-
að sem hann kom nærri.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar
þakka öll árin og ánægjustundir sem
við áttum saman.
Hvíl í friði, kæri frændi.
Kjartan Jónsson.
Fallinn er frá góður félagi, Sig-
urður Þ. Tómasson. Það var árið
1973 að okkar kynni hófust er ég
gekk í Kiwanisklúbbinn Kötlu. Í
fyrstu kom í ljós að maður gekk ekki
beint í faðm Sigurðar, fyrst var mað-
ur veginn og metinn, en síðan hófst
kunningsskapur sem ekki hefur fall-
ið skuggi á.
Sigurður var grannur maður
beinn í baki, kvikur í hreyfingum en
gat verið fastur fyrir ef því var að
skipta. Hann lét mann vita að hann
væri Skagfirðingur og margar sög-
urnar sagði hann frá dvöl sinn á
heimaslóðum og störfum sínum á
Hofsósi og á Siglufirði. Eftir að hann
flutti suður með fjölskyldu sína
stofnaði hann Efnagerð Laugarness
sem sá um að útvega landsmönnum
hin ýmsu krydd til baksturs og mat-
argerðar. Auk þess gerðist hann um-
boðsmaður ýmissa góðra vínteg-
unda, enda smekkmaður mikill. Árið
1969 gekk hann í raðir Kötlu sem
hafði þá starfað í þrjú ár og var það
gæfuspor fyrir Kiwanshreyfinguna,
m.a var hann forseti Kötlu 1977-1978
auk fleirri starfa fyrir klúbbinn svo
sem endurskoðandi klúbbsins og
hreyfingarinnar í áratugi. Í þessu
öllu var kona hans, Maggý Flóvents-
dóttir, sem klettur við hlið hans.
Lagði hún oft ýmislegt gott til mál-
anna er við sátum saman yfir kaffi-
bolla eða glasi af góðu víni, og er
framtíð kiwanis var rædd hljóp kapp
í Sigurð og setti hann þá upp axl-
irnar og sagði: „Við drífum í þessu,
Hilmar þú sérð um framkvæmdina
og ég styð þig.“ Að stuðla að upp-
byggingu íslensks samfélags og
stuðningur við þá sem minna mega
sín var alltaf ofarlega í huga Sig-
urðar.
Sigurður var heimsmaður og hafði
gaman af að ferðast meðan heilsan
leyfði og þegar hann svo kom heim
hringdi hann og sagði ferðasöguna.
Fyrir nokkrum árum hringdi hann
eftir utanlandsferð og hló dátt og
sagði að ég gæti aldrei getið upp á
hvert hann hefði farið og hvað gert,
en í þessari ferð til Englands hafði
hann brugðið sér með Ermarsunds-
lestinni til Frakklands. Svo sem áð-
ur er getið var Sigurður umboðs-
maður ýmissa víntegunda og nutu
kiwanisfélagar þess, er þeir voru
staddir á Evrópuþingum. Þá stóðu
oft stæður af hressingu á hótelum
félaganna frá þeim hjónum.
Margs er að minnast, kæri vinur,
en eitt er víst að við félagarnir og
Kiwanishreyfingin höfum misst góð-
an félaga sem við munum ávallt
minnast með hlýhug. Að lokum vilj-
um við færa ættingjum Sigurðar
okkar innilegustu samúð.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Hilmar og Aldís.
SIGURÐUR ÞOR-
KELL TÓMASSON
<
% $ =
9# =
#.
9 $
0*K7- 7
3 5
!2AN
:"+$
".
8
% %
#
. #
=
#
.
!
!
3$#
#!-
!)#/6).
7
% =
9.
.
9
/ / 7
*6
*")
!5!.
/)"0#!!%
-2%4$)!!.
<
% $ =
9.
#.
9
* -78(7 7
"A!$%?O
:"+$
".
$
3.-!!
*+
$(%, $
!)#
3!/+6% $
!)#
-A $
!)# *%4#%!.