Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 51
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 51 SKRÁNING er hafin á sumarnám- skeið Háteigskirkju sem ber heitið „Sögur og leikir“. Námskeiðin eru ætluð 6 til 10 ára börnum sem hafa áhuga á leikjum, sögum, söng og föndri. Dagskráin fer fram í safn- aðarheimili Háteigskirkju og næsta nágrenni þess. Umsjón með nám- skeiðunum hefur Pétur Björgvin Þorsteinsson, fræðslufulltrúi Há- teigskirkju. Dagana 6.–7. júní verð- ur boðið upp á tveggja daga nám- skeið frá níu að morgni til fimm síðdegis en næstu þrjár vikur þar á eftir er boðið upp á hálfsdagsnám- skeið sem standa í viku í senn. Nánari upplýsingar og skráning er í Háteigskirkju í síma 511 5400. Athugið að þátttaka á hvert nám- skeið er takmörkuð við 20 börn! Kyrrðardagar hjóna í Skálholti um næstu helgi BOÐIÐ er til sérstakra kyrrð- ardaga í Skálholti dagana 9.–12. maí. Eru þeir ætlaðir hjónum og verða íhuganir og allt skipulag mið- að við það. Komið verður til Skál- holts á fimmtudagskvöld en kyrrð- ardögunum lýkur á sunnudags- morgun. Á þessum kyrrðardögum flytur dr. Sigurbjörn Einarsson íhugun um hið kristna hjónaband og heim- ilisguðrækni. Hjónin Guðrún Dóra Guðmannsdóttir og sr. Magnús Björn Björnsson fjalla um stefnu- mótun í hjónabandi og dr. Sigríður Halldórsdóttir, Rannveig Sig- urbjörnsdóttir og sr. Bernharður Guðmundsson fjalla um æviskeið mannsins og leiðir til að ná sáttum við sjálfan sig og reynslu fortíð- arinnar í fyrirgefningu Guðs. Þeir sr. Egill Hallgrímsson, sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Sig- urður Sigurðarson leiða helgihald kyrrðardagana. Á kyrrðardögum gefst fólki tæki- færi til þess að draga sig í hlé, fara í hvarf frá áreiti og erli dagsins og njóta friðar og hvíldar. Þögn ríkir nema þegar íhuganir eru fluttar frá því seint á fimmtudagskvöldið að undangenginni kynningu á kyrrð- ardögunum fram á sunnudags- morgun er henni verður aflétt. Með þátttöku í kyrrðardögum tekur fólk sér tíma fyrir sinn innri mann til að hvíla hugann, láta uppbyggjast í samfélagi við Guð og njóta jafn- framt samfélags við annað fólk, – mannleg samskipti geta orðið mjög djúp í þögninni og kyrrðinni. Skrifstofa Skálholtsskóla veitir nánari upplýsingar og annast skráningu; sími 486 8870 og net- fang skoli@skalholt.is Mikið er þegar bókað á þessa Kyrrðardaga en nokkur pláss eru laus. Ferð eldri borgara í Garða- og Bessa- staðasóknum Árviss ferð eldri borgara úr Garða- og Bessastaðasóknum verður á uppstigningardag, 9. maí. Lagt verður af stað frá Vídalínskirkju kl. 10. Farinn verður Suðurnesja- hringur. Fyrst er Sæfiskasafnið í Höfnunum heimsótt og síðan er gamla kirkjan á staðnum skoðuð. Snæddur verður léttur hádeg- isverður um kl. 12, á veitingastaðn- um Vitanum í Sandgerði. Að lokn- um hádegisverði förum við í skoðunarferð um Útskálasókn. Leiðsögumaður verður Reynir Sveinsson, formaður sókn- arnefndar. Útskálakirkja og Hvals- neskirkja skoðaðar, en Reynir gjör- þekkir þetta svæði. Að lokum munum við enda á Fræðasetrinu í Sandgerði. Um kl. 14.15 leggjum við af stað að orkuveri Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Við förum í „Gjána“ þar sem jarðsaga Íslands er m.a. kynnt. Um 15.45 er kaffi- hlaðborð á veitingastaðnum Jenn- ýju við Bláa lónið. Lagt verður af stað í bæinn um kl. 16.45 og er gert ráð fyrir heim- komu að Vídalínskirkju um kl. 17.30. Kostnaði er stillt mjög í hóf og er verð á manninn 1.000 kr. Mætum vel eins og alltaf og eig- um góðan dag með hvert öðru. Skráning í Kirkjuhvoli í síma 565 6380. Sóknarnefndir Garða- og Bessa- staðasókna, prestar og djákni safn- aðanna. Sögur og leikir í Háteigskirkju Háteigskirkja í Reykjavík. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbæna- stund kl. 12 í kirkjuni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir, djákni. Léttur hádegis- verður að stundinni lokinni. Samvera foreldra unga barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. Opið 12 spora-starf kl. 19 í kirkjunni. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimili eftir stund- ina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05 alla virka daga nema mánu- daga. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Hall- dórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjón- usta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkj- unnar undir stjórn Margrétar Scheving og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bænastund í dag þriðjudag kl. 12 í kap- ellu safnaðarins á 2. hæð í safnaðar- heimili kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borg- ara, kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Back- man. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Fræðsla: Tannvernd barna. Sig- urður Rúnar Sæmundsson, barnatann- læknir, fjallar um efnið. Umsjón Elín- borg Lárusdóttir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT-klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20– 15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30.Bænaefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Seinasta opið hús. Sr. Magnús Guðjónsson sér um helgistund. Heimagerð samvera. Kaffi. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl.13.30–16.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveiting- ar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT (10–12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30–19.30. Kirkjukrakkar í Engja- skóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30– 18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogs- kirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æsku- lýðsstarf fyrir 10–12 ára í Álftanes- skóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- Safnaðarstarf ara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjallað. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í um- sjón KFUK. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17- 18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æsku- lýðsfélag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10– 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Keflavíkurkirkja. Bjarmi, samtök um sorg og sorgarferli á Suðurnesjum, boð- ar til fundar með sr. Sigfinni Þorleifs- syni, sjúkrahúspresti, kl. 20.30 í Kirkju- lundi. Allir velkomnir. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla frá kl. 13.15–14.30. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu –tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund og brauðsbrotning kl. 20.30. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 18.10. FRÉTTIR Kína 6. – 21. október Vi› komum ví›a vi› í flessari fer› í fylgd Önnu Birgis, fararstjóra, sem bjó í Peking um árabil. Torg hins himneska fri›ar í Peking, Kínamúrinn, leirhermennirnar í Xian, sykurtoppafjöllin í Guilin og hin óvi›jafnanlega Shangai. N‡jar og glæsilegar byggingar mynda skörp skil vi› gömlu íbú›ahverfin og n‡ kynsló› bí›ur óflreyjufull eftir a› breyta lífinu í borginni. Ekki bí›a of lengi me› a› heimsækja Kína. Gist á 5 stjörnu hótelum alla fer›ina. * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting m/morgunver›i í 13 nætur, sko›unarfer›ir, 7 hádegisver›ir, 2 kvöldver›ir og íslensk fararstjórn. kr. *260.890 á mann í tvíb‡li Ver›: Nánari fer›atilhögun á www.urvalutsyn.is Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Betri fer›ir – betra frí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 76 75 05 /2 00 2 Anna Birgis SKÓLASEGLSKIP þýska sjóhers- ins, Gorch Fock, verður í Reykja- vík 8. til 11. maí. Almenningi stendur til boða að skoða skipið fimmtudaginn 9. maí kl. 15.30– 17.30 og föstudaginn 10. maí kl. 15–17. Skipið var smíðað í Hamborg, hjá skipasmíðastöðinni Blohm & Voss og var sjósett 17. desember 1958. Gorch Fock er þrímastra og er 89,4 m á lengd og 12 m á breidd. Stórsiglan er 45,5 m há. Sem skólaskip hefur Gorch Fock lagt 600.000 sjómílur að baki í yfir 120 ferðum og heimsótt 375 hafnir í 55 löndum á fimm meginlöndum. Heimahöfn Gorch Fock er Kiel. Michael Brühn freigátuskip- stjóri hefir stjórnað Gorch Fock frá 27. ágúst 2001. Hann var í hópi yfirmanna Gorch Fock á árunum 1983–1985, segir í fréttatilkynn- ingu. Þýskt skólaskip í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.