Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 51
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 51
SKRÁNING er hafin á sumarnám-
skeið Háteigskirkju sem ber heitið
„Sögur og leikir“. Námskeiðin eru
ætluð 6 til 10 ára börnum sem hafa
áhuga á leikjum, sögum, söng og
föndri. Dagskráin fer fram í safn-
aðarheimili Háteigskirkju og næsta
nágrenni þess. Umsjón með nám-
skeiðunum hefur Pétur Björgvin
Þorsteinsson, fræðslufulltrúi Há-
teigskirkju. Dagana 6.–7. júní verð-
ur boðið upp á tveggja daga nám-
skeið frá níu að morgni til fimm
síðdegis en næstu þrjár vikur þar á
eftir er boðið upp á hálfsdagsnám-
skeið sem standa í viku í senn.
Nánari upplýsingar og skráning
er í Háteigskirkju í síma 511 5400.
Athugið að þátttaka á hvert nám-
skeið er takmörkuð við 20 börn!
Kyrrðardagar
hjóna í Skálholti
um næstu helgi
BOÐIÐ er til sérstakra kyrrð-
ardaga í Skálholti dagana 9.–12.
maí. Eru þeir ætlaðir hjónum og
verða íhuganir og allt skipulag mið-
að við það. Komið verður til Skál-
holts á fimmtudagskvöld en kyrrð-
ardögunum lýkur á sunnudags-
morgun.
Á þessum kyrrðardögum flytur
dr. Sigurbjörn Einarsson íhugun
um hið kristna hjónaband og heim-
ilisguðrækni. Hjónin Guðrún Dóra
Guðmannsdóttir og sr. Magnús
Björn Björnsson fjalla um stefnu-
mótun í hjónabandi og dr. Sigríður
Halldórsdóttir, Rannveig Sig-
urbjörnsdóttir og sr. Bernharður
Guðmundsson fjalla um æviskeið
mannsins og leiðir til að ná sáttum
við sjálfan sig og reynslu fortíð-
arinnar í fyrirgefningu Guðs.
Þeir sr. Egill Hallgrímsson, sr.
Gunnlaugur Garðarsson og sr. Sig-
urður Sigurðarson leiða helgihald
kyrrðardagana.
Á kyrrðardögum gefst fólki tæki-
færi til þess að draga sig í hlé, fara í
hvarf frá áreiti og erli dagsins og
njóta friðar og hvíldar. Þögn ríkir
nema þegar íhuganir eru fluttar frá
því seint á fimmtudagskvöldið að
undangenginni kynningu á kyrrð-
ardögunum fram á sunnudags-
morgun er henni verður aflétt. Með
þátttöku í kyrrðardögum tekur fólk
sér tíma fyrir sinn innri mann til að
hvíla hugann, láta uppbyggjast í
samfélagi við Guð og njóta jafn-
framt samfélags við annað fólk, –
mannleg samskipti geta orðið mjög
djúp í þögninni og kyrrðinni.
Skrifstofa Skálholtsskóla veitir
nánari upplýsingar og annast
skráningu; sími 486 8870 og net-
fang skoli@skalholt.is Mikið er
þegar bókað á þessa Kyrrðardaga
en nokkur pláss eru laus.
Ferð eldri borgara
í Garða- og Bessa-
staðasóknum
Árviss ferð eldri borgara úr Garða-
og Bessastaðasóknum verður á
uppstigningardag, 9. maí. Lagt
verður af stað frá Vídalínskirkju kl.
10.
Farinn verður Suðurnesja-
hringur. Fyrst er Sæfiskasafnið í
Höfnunum heimsótt og síðan er
gamla kirkjan á staðnum skoðuð.
Snæddur verður léttur hádeg-
isverður um kl. 12, á veitingastaðn-
um Vitanum í Sandgerði. Að lokn-
um hádegisverði förum við í
skoðunarferð um Útskálasókn.
Leiðsögumaður verður Reynir
Sveinsson, formaður sókn-
arnefndar. Útskálakirkja og Hvals-
neskirkja skoðaðar, en Reynir gjör-
þekkir þetta svæði. Að lokum
munum við enda á Fræðasetrinu í
Sandgerði. Um kl. 14.15 leggjum
við af stað að orkuveri Hitaveitu
Suðurnesja í Svartsengi. Við förum
í „Gjána“ þar sem jarðsaga Íslands
er m.a. kynnt. Um 15.45 er kaffi-
hlaðborð á veitingastaðnum Jenn-
ýju við Bláa lónið.
Lagt verður af stað í bæinn um
kl. 16.45 og er gert ráð fyrir heim-
komu að Vídalínskirkju um kl.
17.30.
Kostnaði er stillt mjög í hóf og er
verð á manninn 1.000 kr.
Mætum vel eins og alltaf og eig-
um góðan dag með hvert öðru.
Skráning í Kirkjuhvoli í síma
565 6380.
Sóknarnefndir Garða- og Bessa-
staðasókna, prestar og djákni safn-
aðanna.
Sögur og leikir
í Háteigskirkju
Háteigskirkja í Reykjavík.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 10–14 í neðri safnaðarsal.
Skemmtiganga um Laugardalinn eða
upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna
Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbæna-
stund kl. 12 í kirkjuni. Umsjón Guðrún
K. Þórsdóttir, djákni. Léttur hádegis-
verður að stundinni lokinni. Samvera
foreldra unga barna kl. 14–16 í neðri
safnaðarsal. Opið 12 spora-starf kl. 19
í kirkjunni.
Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi
kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur,
altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádeg-
isverður í safnaðarheimili eftir stund-
ina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón-
usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45–7.05 alla virka daga nema mánu-
daga. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21.
Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Hall-
dórsson leiðir sönginn við undirleik
Gunnars Gunnarssonar. Sóknarprestur
flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjón-
usta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkj-
unnar undir stjórn Margrétar Scheving
og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu
650 í Textavarpi.)
Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og
bænastund í dag þriðjudag kl. 12 í kap-
ellu safnaðarins á 2. hæð í safnaðar-
heimili kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir
velkomnir til þátttöku.
Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borg-
ara, kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Back-
man. Foreldramorgunn miðvikudag kl.
10–12. Fræðsla: Tannvernd barna. Sig-
urður Rúnar Sæmundsson, barnatann-
læknir, fjallar um efnið. Umsjón Elín-
borg Lárusdóttir.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10–
12. Hittumst, kynnumst, fræðumst.
TTT-klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20–
15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 18.30.Bænaefn-
um má koma til sóknarprests í viðtals-
tímum hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra.
Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Seinasta opið
hús. Sr. Magnús Guðjónsson sér um
helgistund. Heimagerð samvera. Kaffi.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11–12
ára drengi kl. 17.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl.13.30–16.30. Helgistund,
handavinna, spil og spjall. Kaffiveiting-
ar og alltaf eitthvað gott með kaffinu.
TTT (10–12 ára) í Engjaskóla kl.
18.30–19.30. Kirkjukrakkar í Engja-
skóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–
18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogs-
kirkju, eldri deild, kl. 20–22.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl.
18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag
í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12.
Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æsku-
lýðsstarf fyrir 10–12 ára í Álftanes-
skóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur
börnunum heim.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
milli kl. 10–12. Kaffi og spjall.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg-
Safnaðarstarf ara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað
og spjallað. Helgistund í kirkjunni kl.
16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12
ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í um-
sjón KFUK.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17-
18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æsku-
lýðsfélag yngri félaga.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18.
Hægt er að koma fyrirbænaefnum til
sóknarprests eða kirkjuvarðar.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–
12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand-
bergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Keflavíkurkirkja. Bjarmi, samtök um
sorg og sorgarferli á Suðurnesjum, boð-
ar til fundar með sr. Sigfinni Þorleifs-
syni, sjúkrahúspresti, kl. 20.30 í Kirkju-
lundi. Allir velkomnir.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í
Lágafellsskóla frá kl. 13.15–14.30.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar
þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30.
Borgarneskirkja. TTT tíu –tólf ára starf
alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í
kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag
kl. 13.40.
Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í
Hrakhólum í kvöld kl. 20.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund og brauðsbrotning
kl. 20.30. Allir velkomnir.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Glerárkirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
18.10.
FRÉTTIR
Kína
6. – 21. október
Vi› komum ví›a vi› í flessari fer› í fylgd Önnu Birgis,
fararstjóra, sem bjó í Peking um árabil. Torg hins himneska
fri›ar í Peking, Kínamúrinn, leirhermennirnar í Xian,
sykurtoppafjöllin í Guilin og hin óvi›jafnanlega Shangai.
N‡jar og glæsilegar byggingar mynda skörp skil vi› gömlu
íbú›ahverfin og n‡ kynsló› bí›ur óflreyjufull eftir a› breyta
lífinu í borginni. Ekki bí›a of lengi me› a› heimsækja Kína.
Gist á 5 stjörnu hótelum alla fer›ina.
* Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting m/morgunver›i í 13 nætur,
sko›unarfer›ir, 7 hádegisver›ir, 2 kvöldver›ir og íslensk fararstjórn.
kr.
*260.890
á mann í tvíb‡li
Ver›: Nánari fer›atilhögun á
www.urvalutsyn.is
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000
Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is
Úrval-Úts‡n
Betri fer›ir – betra frí
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
1
76
75
05
/2
00
2
Anna Birgis
SKÓLASEGLSKIP þýska sjóhers-
ins, Gorch Fock, verður í Reykja-
vík 8. til 11. maí. Almenningi
stendur til boða að skoða skipið
fimmtudaginn 9. maí kl. 15.30–
17.30 og föstudaginn 10. maí kl.
15–17.
Skipið var smíðað í Hamborg,
hjá skipasmíðastöðinni Blohm &
Voss og var sjósett 17. desember
1958. Gorch Fock er þrímastra og
er 89,4 m á lengd og 12 m á
breidd. Stórsiglan er 45,5 m há.
Sem skólaskip hefur Gorch Fock
lagt 600.000 sjómílur að baki í yfir
120 ferðum og heimsótt 375 hafnir
í 55 löndum á fimm meginlöndum.
Heimahöfn Gorch Fock er Kiel.
Michael Brühn freigátuskip-
stjóri hefir stjórnað Gorch Fock
frá 27. ágúst 2001. Hann var í hópi
yfirmanna Gorch Fock á árunum
1983–1985, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Þýskt skólaskip í Reykjavík