Morgunblaðið - 07.05.2002, Page 58

Morgunblaðið - 07.05.2002, Page 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ALLIR vita að hið glæsilega fley Ís- lendingur er í geymslu vestur í Am- eríku, eftir frækilega siglingu sína þangað vestur. Í viðtali við eiganda þess, sem birtist í Morgunblaðinu nýlega, virðist hann vera kominn í vandræði með þetta einstaka fram- tak sitt og er nú að reyna að selja skipið. Samkvæmt þessu viðtali skildist mér að hann hafi sjálfur orð- ið að kosta förina vestur. Þvílíkt og annað eins. Ekki vantaði gumið og held ég að fáum hafi dottið í hug ann- að en að við Íslendingar, ríkið, hefð- um kostað förina. Þetta frækilega af- rek var básúnað okkur til dýrðar. Mér skilst að erfiðlega gangi að selja skipið svo að eigandi þess geti losað sig við skuldir vegna þessa framtaks. Má e.t.v. segja að það sé lán í óláni, til þess að íslenska ríkið geti nú brugðið við og bjargað málunum, og losað þannig íslenska ráðamenn við skömmina að vera ekki löngu búnir að því. Vitanlega kostar þetta pen- inga, en hvar er „góðærið“ ef slíkt er ekki hægt? Mætti ekki t.d. fresta eða fella alveg niður einhverjar utan- landsreisur ráðherranna, sem við sauðsvartur almúginn sjáum stund- um harla lítinn tilgang í? Skipið mætti síðan nota og helst undir stjórn Gunnars Marels í þágu ferða- þjónustunnar og annars konar land- kynningar. Okkur Íslendinga munar ekkert um að kaupa Íslending, þótt um sé að ræða 60 til 70 millj. kr. Öðru eins sóa stjórnvöld nú um stundir. Alltof lítil umræða finnst mér vera um þetta mál. Ætti það t.d. ekki er- indi í Kastljós Ríkissjónvarpsins og Ísland í dag á Stöð 2? Mætti ekki líka minnast á það í forustugreinum dag- blaðanna? Of seint er að ætlast til að Alþingi taki afstöðu til málsins að þessu sinni, en Íslendingar, látum í okkur heyra, hefjumst handa, þrýst- um á stjórnvöld að þau láti ekki þá hneisu viðgangast að Íslendingur, sem færði okkur svo mikla eftirtekt með hinni frækilegu siglingu sinni vestur um haf, verði seldur úr landi. HALLDÓR G. JÓNSSON, Miðtúni 15, Selfossi. Íslending heim Frá Halldóri G. Jónssyni: FIMMTUDAGINN 2. maí síðastlið- inn brá mér heldur betur í brún, þegar ég las forsíðu fréttavefjarins sívinsæla mbl.is. Þar voru saman komnar 3 mismunandi fréttir, og allt fréttir af fangelsismálum. Í þeirri fyrstu mátti lesa um einn ágætis fíkniefnainnflytjanda, sem hlaut 9 ára dóm fyrir að reyna smygl á 67.485 e-töflum. Það var í raun mild- un á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hjóðaði upp á 12 ár, sem þá var sá þyngsti sem kveðinn hafði verið upp á landi þessu. Í næstu frétt mátti lesa um annan óheppinn ein- stakling, sem líkt hinum fyrrnefnda, var af erlendu bergi brotinn, og hafði víst reynt að myrða annan mann með hnífi, og náði meira að segja að stinga hann í hálsinn, og það tvisvar frekar en einu sinni. Hvort hann sé óheppinn, þar sem honum tókst ekki að vinna ætlunar- verk sitt, eða heppinn, fyrir að fá svo vægan dóm fyrir það, skal ósagt lát- ið, en í minni bók eru þessir tveir glæpir keimlíkir, og sá síðarnefndi alvarlegri ef eitthvað er. Mannfólkið gerir jú ýmislegt fyrir peninga, og er bókað að fíkniefnainnflytjandinn óheppni hefði átt von á feitri summu, ef smyglið hefði heppnast. Og þess vegna skiljanlegt að hann hafi ákveðið að gera það, þó dómgreind- arleysið hafi verið algert. Þetta er vissulega mjög alvarlegur glæpur, en skaðinn varð aldrei, þó mann- greyið hafi hlotið nánast jafnþungan dóm og morðingi. Hinsvegar hlýtur maðurinn sem gerði tilraun til morðs, en mistókst vegna hans eigin klaufaskapar, aðeins 6 ár í fangelsi, og reyndar sekt uppá 1,5 milljónir vegna málskostnaðar og miskabóta, sem hann eflaust á ekki fyrir. Þriðja fréttin fjallaði um óprúttinn leigubil- stjóra, sem nauðgaði konu einni, eft- ir að hafa keyrt hana heim til sín, en síðan brotist inn til hennar, og fram- ið verknaðinn, sem konan gat ómögulega spornað við, sökum ölv- unar og syfju. Fyrir þetta hlaut mað- urinn 18 mánaða fangelsi, og getum við huggað okkur við það, að hann verði eflust betri maður að þessum tíma liðnum, eða hvað? Ég veit ekki með ykkur, landar góðir, en í ljósi þessara atburða, og margra þar á undan, t.d nauðgunar og sifjaspells- mála, þá tel ég réttarkerfi okkar þjóðar meingallað, og í rauninni und- arlegt með meiru að það skuli enn vera við lýði. Það er einsog öllum sé sama, þangað til þeir sjálfir lenda í slíku. Hræðilegustu málin eru senni- lega þau, þegar kynferðisafbrota- menn, fá rétt um ár eða varla það, fyrir það t.d að nauðga dóttur sinni, eða öðrum barnungum stúlkum/ drengjum. Eru dómarar og lögfræð- ingar virkilega orðnir svo vanir þessu, að þeir eru dofnir fyrir alvar- leika mála sinna? Eða eru þeir ein- ungis að fara eftir „bókinni“, og geta lítið við þessu gert? Ef ég mætti ráða, ætti að gelda slíka menn, í þeim málum sem sekt hefur verið sönnuð umfram allan vafa, og skammast ég mín alls ekki fyrir þá skoðun. Ljóst er að eitthvað þarf að gera, og finnst mér að hin pólitísku öfl borgar og ríkis þurfi að hafa slík mál efst á lista loforða, fyrir kosn- ingar í nánustu framtíð, í stað þess t.d að hafa áhyggjur af fótboltavöll- um fyrir KR-inga, vinna stórkostleg umhverfisspjöll með landfyllingum, og viðra forsjárhyggjuskoðanir sín- ar með því að banna einkadansa á nektarbúllum! TRAUSTI SALVAR KRISTJÁNSSON, Hrauntungu 97, Kópavogi. Hið rangláta réttarfarskerfi Frá Trausta Salvari Kristjánssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.