Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fjárfestingar og fyrirtækjakaup í Bretlandi
Útrásin mun
halda áfram
BRESK-íslenskaverslunarráðiðheldur ráðstefnu
um fjárfestingar og fyrir-
tækjakaup í Bretlandi á
Grand Hótel Reykjavík í
dag og hefst hún klukkan
15. John H.A. Quitter hef-
ur verið formaður Bresk-
íslenska verslunarráðsins
frá síðasta hausti og setið í
stjórn tveimur árum leng-
ur.
BRÍS er frjáls fé-
lagsskapur fyrirtækja hér
á landi og í Bretlandi sem
vinnur að auknum við-
skiptum milli landanna.
Hátt á annað hundrað fyr-
irtæki eiga aðild að ráðinu.
Ráðið er sjálfstætt, en
starfar í náinni samvinnu
við Verslunarráð Íslands,
íslenska sendiráðið í London og
sendiráð Bretlands í Reykjavík.
Hann rekur í dag eigið ráðgjaf-
arfyrirtæki, The Northern Part-
nership Ltd., sem veitir ráðgjöf á
sviði fjármálastarfsemi og eru
Norðurlöndin helsta markaðs-
svæðið. John er í dag meðal ann-
ars í stjórn Heritable-bankans í
London, sem Landsbanki Íslands
keypti fyrir fáum misserum.
Segðu okkur nánar um tengslin
við Ísland.
„Ég kom fyrst til Íslands árið
1973 til að fylgja eftir fjármögnun
City Bank á vatnsdælum sem
bandaríski flotinn útvegaði til
þess að hefta hraunstreymi í Vest-
mannaeyjagosinu. Ég var þá yf-
irmaður Norðurlandadeildar City
Bank og næstu árin kom ég að
fjármögnun og ráðgjöf fjölda ís-
lenskra fyrirtækja, banka og rík-
isstofnana. Má nefna íslenska rík-
ið, Seðlabankann, Landsvirkjun,
Eimskip, Sambandið, Reykjavík-
urborg, Akureyrarbæ og margt
fleira. Ég hafði mikla ánægju af
því á þessum árum að kynnast
fjölmörgum frammámönnum í ís-
lenskum stjórnmálum og við-
skiptalífi. Ég viðhélt kynnunum í
gegn um bankamannaárin mín og
ekki hvað síst nú hin síðari ár eftir
að ég stofnsetti fyrirtæki mitt,
The Northern Partnership. Ef við
lítum nær okkur í tíma, þá kom ég
við sögu við einkavæðingu á Te-
leDanmark og Copenhagen Air-
ports og endureinkavæðingu á
bönkum í Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi sem eru athyglisverðar
hræringar frá sjónarhóli íslenskra
stjórnvalda sem eru að vega og
meta sölu og einkavæðingu á rík-
isfyrirtækjum.“
Þú ert heiðursgestur ráðstefn-
unnar á Grand Hótel, hver verða
helstu málefni hennar?
„Sem formaður Bresk-íslenska
verslunarráðsins reyni ég að
stuðla að því að við bjóðum upp á
athyglisverða fyrirlesara. Fyrir
ári héldum við ráðstefnu í London
þar sem íslensk fyrirtæki og
bankar voru kynnt breskum fjár-
festingarsjóðum og -stofnunum.
Gróskan í fyrirtækja-
kaupum Íslendinga í
Bretlandi í seinni tíð
veldur því að við trúum
því að svigrúm sé til
enn frekari fjárfest-
inga og fyrirtækjakaupa, enda
færist í vöxt að íslensk fyrirtæki
leiti eftir stærri mörkuðum utan
landsteinanna. Bresk fyrirtæki
eru athyglisverð og spennandi
skotmörk fyrir framsækin íslensk
fyrirtæki af ýmsum ástæðum.
Breska hagkerfið er tiltölulega
opið og aðgengilegt, enska er út-
breitt tungumál og mörg bresk
fyrirtæki t.d. í matvælafram-
leiðslu, heilbrigðistækni og fleira
eru af heppilegri stærð. Á ráð-
stefnunni verður lögð áhersla á þá
liði sem þurfa að vera vel skipu-
lagðir til þess að góð veiðiferð skili
afla, ef þannig mætti að orði kom-
ast. Meðal annars þarf samstarf
snjallra kunnáttumanna úr röðum
ráðgjafa og bankamanna, endur-
skoðenda og lögfræðinga að vera
tryggt. Það er sama hversu allt
virðist liggja ljóst fyrir í Bretlandi
við fyrstu sýn, það kunna alltaf að
vera hnökrar og tilefni til árekstra
þegar kerfið og reglugerðir þar
eru lögð við hliðina á kerfinu og
reglugerðum á Íslandi. Svona ráð-
stefna er til að búa í haginn þannig
að allt gangi snurðulaust fyrir
sig.“
Hvernig sérðu þessi tilteknu
tengsl landanna þróast í náinni
framtíð?
„Íslensk fyrirtæki eru mjög að
stækka og munu því í vaxandi
mæli leita út fyrir landsteinana til
þess að staðna ekki. Í sumum til-
vikum er íslenska reynslan út-
flutningshæf, en í öðrum tilvikum
munu fyrirtækin eftir sem áður
víkka starfsemina út með notkun
umboðsmanna eins og verið hefur
síðustu 75 árin. En fyrirsjáanlegt
er að í vaxandi mæli muni þessi
útþensla vera í formi fyrirtækja-
kaupa og íslensk fyrirtæki í dag
hafa bæði fjárhagslegt bolmagn
og gott aðgengi heimabankanna
til að fjárfesta á þann
hátt sem fyrir nokkrum
árum hefði verið talið
útilokað. Þó að Íslend-
ingum hafi farið gífur-
lega fram í stjórnun þá
er hún samt sem áður veikur
punktur í viðskiptum af þessu tagi
og engin fyrirtækjakaup ættu að
eiga sér stað nema að menn séu
með örugga og reynda stjórn með
í kaupunum. Það tekur Íslendinga
líklega um það bil áratug í viðbót
að ná nauðsynlegri breidd í
stjórnun til að geta haldið utan um
útrásina. En það mun gerast og
útrásin mun halda áfram.“
John Quitter
John Quitter er fæddur í
Bandaríkjunum 1941. Viðskipta-
nám stundaði hann í Dartmouth
College, Oxford University og
Columbia University. Búið í Eng-
landi síðan 1970 og unnið ýmis
ráðgjafar- og stjórnunarstörf við
fjárfestingar- og fjármögnunar-
deildir banka m.a. Citicorp-City-
bank 1968–88, Scandinavian
Bank Ltd. 1988–1990, S.G. War-
burg & Co.Ltd. 1990–92, Union
Bank of Switzerland 1992–1996
og síðan 1996 stjórnarformaður
The Northern Partnership Ltd.
Hann er einnig formaður Bresk-
íslenska verslunarráðsins.
Svigrúm til
enn frekari
fjárfestinga
Við eigum eftir að þrífast vel hérna, bróðir. Þeir innfæddu eru
feitir og pattaralegir, hrein náttúruafurð.
VORFUNDUR utanríkisráðherra
NATO stendur yfir í Háskólabíói og
íþróttahúsi Hagaskóla 14. og 15.
maí og verður umferð takmörkuð
um fundarsvæðið vegna örygg-
isgæslu. Verður fundarsvæðið af-
girt og Hagatorg lokað almennri
bílaumferð frá mánudegi til mið-
vikudags.
Ekki verður röskun á hefð-
bundnu skólastarfi í Hagaskóla
þrátt fyrir fundinn að öðru leyti en
því að öll starfsemi í íþróttahúsi
skólans fellur niður en tveir fundir
með utanríkisráðherrunum fara
fram í íþróttahúsinu. Skv. upplýs-
ingum sem fengust í Hagaskóla fell-
ur starfsemi í íþróttahúsinu niður
frá og með deginum í dag vegna
vinnu við breytingar fyrir fundina.
Stjórnendur Hagaskóla sendu
foreldrum barna í skólanum bréf í
gær þar sem bent er á að vegna
ákvörðunar yfirvalda um að girða
af fundarsvæðið yfir fundardagana
muni það óhjákvæmilega hafa
nokkur áhrif á umferð í grennd við
Háskólabíó og Hótel Sögu. Fram
kemur að unnið hafi verið að mál-
inu í náinni samvinnu við Reykja-
víkurborg og gatnamálastjóra og
samráð haft við fulltrúa fyrirtækja
og stofnana á svæðinu.
Verður Hagatorg lokað almennri
bílaumferð frá kl. 00:00 aðfaranótt
mánudagsins 13. maí til klukkan
22:00 miðvikudaginn 15. maí. Bent
er á að aðkoma að Hagaskóla verði
eftir sem áður auðveld frá suðri.
Kennsla í Hagaskóla þrátt fyrir NATO-fund
Fundarsvæði afgirt og Haga-
torg lokað almennri bílaumferð
HÁTT í 300 erlendir fréttamenn
og aðrir starfsmenn erlendra fjöl-
miðla eru væntanlegir til landsins
til að fylgjast með utanríkisráð-
herrafundi NATO í næstu viku.
Skv. upplýsingum utanríkisráðu-
neytisins má gera ráð fyrir að um
það bil helmingur þessara frétta-
manna muni dvelja hér lengur en
sem fundinum nemur til að afla
sér efnis um önnur mál og kynna
sér land og þjóð.
Fulltrúar stjórnvalda sem unnið
hafa að undirbúningi ráðherra-
fundarins gera ráð fyrir að fund-
urinn geti haft umtalsvert kynn-
ingargildi fyrir Ísland. Skv.
upplýsingum Hannesar Heimis-
sonar, skrifstofustjóra í utanrík-
isráðuneytinu, hafa nú um 200 er-
lendir blaða- og fréttamenn boðað
komu sína, auk margra tuga að-
stoðarmanna og tæknifólks, víðs
vegar að úr heiminum.
Þetta er mun meiri fjöldi frétta-
manna en upphaflega var gert ráð
fyrir að kæmu í tengslum við fund-
inn.
Á undanförnum dögum hefur
orðið vart við aukinn áhuga blaða-
og fréttamanna frá Rússlandi á að
sækja fundinn.
Íslandskynningar í alþjóðlegri
fjölmiðlamiðstöð
Utanríkisráðuneytið hefur sent
öllum þeim fréttamönnum sem
staðfest hafa komu sína kynning-
arefni um Ísland og ýmsa starf-
semi hér á landi, sem gæti vakið
áhuga þeirra. Að sögn Hannesar
hafa þegar fengist viðbrögð við
þessu og erlendir fjölmiðlamenn
haft samband og spurst fyrir um
ýmis mál sem þeir sýna áhuga á að
taka til umfjöllunar, m.a. Evrópu-
mál og orkumál.
Meðan á fundi utanríkisráðherr-
anna stendur munu Reykjavíkur-
borg og Ferðamálaráð verða með
kynningarefni um Ísland í alþjóð-
legri fjölmiðlamiðstöð sem starf-
rækt verður í Tæknigarði HÍ.
Einnig verður blaða- og frétta-
mönnum gefinn kostur á skoðunar-
ferðum og boðin aðstoð við að út-
vega og skipuleggja viðtöl.
Fulltrúar frá nokkrum stærstu
fréttastofum heims verða meðal
fréttamanna sem væntanlegir eru.
Stærsti hópurinn, eða um 90
fréttamenn, kemur frá Brussel þar
sem þeir starfa fyrir ýmsa fjöl-
miðla í Bandaríkjunum og Evrópu
og eru sérhæfðir á sviði öryggis-
og varnarmála. Einnig munu vera
dæmi þess að fjölmiðlar í fjar-
lægum heimshlutum sendi frétta-
menn hingað, þannig mun t.d.
fimm manna hópur frá japanska
ríkissjónvarpinu hafa boðað komu
sína.
Búist við hátt í 300 erlendum fjölmiðlamönnum
á utanríkisráðherrafund NATO
Talið að helmingur frétta-
manna lengi dvöl sína