Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 37 I. VORIÐ 1918 halda tvær frænkur af stað frá Borgarnesi ríðandi norð- ur í Skagafjörð. Höfðu tvo hesta til reiðar hvor. Önnur þeirra var móðir mín Soffía E. Haralz (1902–1962), en hin var Sigríður Guðný Jónsdóttir ljósmóðir (1885–1968) frá Álftanesi á Mýrum og hafa hestarnir vafalaust verið frá þeim bæ. Móðir mín hafði ráðið sig að Ögmundarstöðum í Staðarhreppi til þeirra hjóna Helgu Pálsdóttur (1900–1919) og Margeirs Jónssonar bónda og fræðimanns (1889–1943), en Sigríður Guðný að Vík í sömu sveit til Árna Hafstað (1883–1969) og Ingibjargar Sigurð- ardóttur (1893–1932). Skammt er á milli þessara bæja, báðir í Víkurtorf- unni. Sumarið 1918 var með afbrigð- um óhagstætt til heyskapar, mikið kal í túnum eftir kaldasta janúar í sögu veðurathugana, mesta frost í janúar 1918 var í Möðrudal mínus 38°, á Akureyri mínus 33°, en í Reykjavík var frostmetið í janúar 24,5° í mínus. Í bók sinni „Veður á Íslandi í 100 ár“ segir Trausti Jóns- son veðurfræðingur svo um „hina svo kölluðu sumarmánuði“ 1918: A) Júní: Óhagstæð tíð lengst af. Frem- ur kalt. Óvenjumikið kal kom fram í túnum. Allmikil hret gerði bæði um miðjan mánuð og í lok hans. B) Júlí: Fremur hagstæð tíð á S- og V-landi, en síðri NA-lands. Kalt. C) Ágúst: Nokkuð stopulir þurrkar á S- og V- landi en síðra NA-lands. Hiti í Möðrudal frá 28° í plús í eins stigs frost í sama mánuði að Grímsstöðum á Fjöllun. D) September: Uppskera úr görðum stórspilltist af frostum. Met. Kaldasti september á landinu. Mest frost í Reykjavík mínus 4,6°. Árið 1916 er túninu að Ögmundar- stöðum þannig lýst: „Túnið er orðið 12 dagsláttur, að meiri hluta slétt og meðalrækt, bæði deiglent og harð- lent og gefur árlega af sér 120 hesta. Engi er bæði flæðiland, móar og mýrar, sumt vel grasgefið og nær- tækt. Í meðalári fást af því um 800 hestar af fremur góðu heyi.“ Þegar móðir mín minntist þessa sumars, nefndi hún oft hvað engið var blautt og staðfesti núverandi bóndi á Ögmundarstöðum það við mig í símtali 25. apríl sl., en hann heitir Hróðmar Margeirsson, f. 1925, en kona hans er Ásdís Björns- dóttir, f. 1930. Hann taldi engan á lífi í Staðarhreppi, sem myndi eftir veru móður minnar þar á bæ sumarið 1918, enda 84 ár síðan. Verð ég því að styðjast eingöngu við frásagnir móður minnar, en hún talaði mest um heimferðina, en minna um hið erfiða sumar. II. Nú halda þær frænkur suður í Borgarnes upp úr miðjum septem- ber og koma fyrst að Stóra-Vatns- skarði. Þar hitta þær fyrir sköruleg- an mann á hlaðinu, Jón Árnason (1885–1977) síðar bankastjóra í Landsbankanum. Spurðu þær hann, hvort þær mættu njóta samfylgdar hans suður í Borgarnes, en hann svaraði: „Ekki banna ég ykkur veg- inn.“ Þremenningarnir hafa líkleg- ast gist fyrstu nóttina í Bólstaðar- hlíð, en næstu nótt að Brekku í Þingi, en þar var bóndi Magnús Jónsson (1887–1962) er kvæntur var frænku þeirra Sigrúnu Sigurðar- dóttur (1895–1981) prests á Lundi í Lundarreykjadal Jónssonar (1864– 1902) og konu hans Guðrúnar Mettu Sveinssonar (1875–1940). Næsta dag var riðið að Grænumýrartungu í Hrútafirði, en þar bjó þá Gunnar Þórðarson (1890–1980), sem seinna varð einn af forystumönnum bænda og Framsóknarflokksins. Frá Grænumýrartungu var haldið yfir Holtavörðuheiði og næsti gististað- urinn að líkindum Hraunsnef. Þaðan var svo haldið morguninn eftir til Borgarness, þar sem leiðir skildu með þeim frænkum, móðir mín fór sjóleiðis til Reykjavíkur, en Sigríður Guðný hélt með hestana að Álfta- nesi. Annars var Sigríður Guðný ráðskona hjá afa mínum Haraldi Níelssyni á vetrum, þá hann var milli kvenna, en ömmu mína Berg- ljótu Sigurðardóttur missti hann 18. júlí 1915, en kvæntist svo Aðal- björgu Sigurðardóttur (1887–1974) frá Miklagarði í Eyjafirði 2. okt. 1918. Sigríður Guðný hefur af þeim sökum ekki snúið aftur til ráðskonu- starfans. Jón Árnason var fæddur 17. nóv. 1885 að Syðra-Vallholti í Seyluhreppi í Skagafirði og andaðist í Reykjavík 1. janúar 1977. Hann varð gagnfræðingur frá Akureyri árið 1905, varð starfsmaður SÍS árið 1917 og starfaði þar allt til þess, að hann varð bankastjóri Landsbanka Íslands (1946–1954). Hann kvæntist árið 1925 Sigríði Björnsdóttur al- þingismanns frá Kornsá. Eigi veit ég hvort Jón reið alla leið til Reykjavík- ur, eða kom hestum sínum í haust- beit annars staðar. Þremenningarn- ir hafa vafalaust kvaðst hjá Gufá, og var nú Jón miklu ánægðari á kveðju- stund en er hann samþykkti með semingi samfylgdina á Vatnsskarði. Móðir mín virðist hafa orðið honum minnisstæð, því tveim árum síðar bauð Jón henni á leiksýningu í Iðnó. Síðan bar fundum þeirra ekki sam- an. Hún varð ekkja, er faðir minn Sveinn M. Sveinsson forstjóri lést 23. nóv. 1951. Hún var þá óvön bankaviðskiptum, en fékk sér þó ávísanahefti til hagræðis. Í júnílok 1961 er hringt úr Landsbanka Ís- lands og hún beðin að mæta þar hjá stjórn bankans kl. 14 á laugardegi. „Hvað heldur þú að þeir vilji mér á laugardagseftirmiðdegi, Leifur minn?“ segir hún við mig. „Getur verið að ég hafi ekki lagt rétt saman í ávísanaheftinu mínu?“ „Nei, örugg- lega ekki á laugardegi, en þú verður að mæta niður í banka og svo ökum við af stað.“ Hún gekk heim af fundi bankastjórnar og hafði þessar fregn- ir að færa mér: „Þeir voru að færa Barnaspítalasjóði Hringsins, þar sem ég er formaður, kr. 75.000.00 ávísun. Ég spurði forviða, hvers vegna þeir hefðu valið þetta félag.“ Svarið var: „Þetta er eina líknar- félagið, þar sem reikningar félagsins sýna engan kostnað. Það er ein- stætt.“ Barnaspítalinn átti hug hennar allan síðustu æviár hennar og hún var formaður Hringsins er hún dó 19. maí 1962. Draumur henn- ar um spítalann virðist nú loks vera að rætast eftir að 40 ár eru liðin frá andláti hennar. Landsbanki Íslands varð 75 ára 1. júlí 1961. Í kaupavinnu norður í Skagafjörð 1918 Móðurminning Barnaspítali Hringsins átti hug hennar allan, segir Leifur Sveinsson, og draumur hennar virðist nú loks vera að rætast eftir 40 ár frá andláti hennar. Úr Byggðasögu Skagafjarðar, II. bindi Ögmundarstaðir vorið 1925. Sigríður Guðný Jónsdóttir Soffía E. Haraldsdóttir Heimildir 1. Byggðasaga Skagafjarðar, II. bindi. Útg. Sögufélag Skagfirðinga, ritstjóri Hjalti Páls- son frá Hofi, Sauðárkróki 2001, Ásprent/ POB Akureyri. 2. Borgfirzkar æviskrár I–XI., útg. Sögufélag Borgarfjarðar 1969–2000. 3. Strandamenn, 1703–1953, Jón Guðnason gaf út, Reykjavík 1955. 4. Hver er maðurinn? eftir Brynleif Tobíasson. Útg. Bókaforlag Fagurskinnu, Reykjavík 1944 (Guðm. Gamalíelsson) I. bindi. 5. Öldin sem leið, minnisverð tíðindi 1861–1900, bls. 204, Gils Guðmundsson tók saman. For- lagið Iðunn, Reykjavík, Valdimar Jóhanns- son 1956, Prentsmiðjan Oddi hf. 6. Ljósmæður á Íslandi I. Útg. Ljósmæðra- félag Íslands, Reykjavík 1984, bls. 553. Út- gáfustjóri Steinunn Finnbogadóttir. Prent- smiðjan Oddi hf. 7. Veður á Íslandi í 100 ár eftir Trausta Jóns- son veðurfræðing. Ísafold 1993. 8. Munnleg heimild: Hróðmar Margeirsson bóndi á Ögmundarstöðum, Skagafirði. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. 9   3   0'  /'8' 2 $ 8 38 4  3 '  28 3   02 '' 5  : 4 3           .   1 ; 13  2                                 BU DA PE ST Sérferð MasterCard til S k ó g a r h l í ð 1 8 • 1 0 5 R e y k j a v í k S í m i 5 9 5 1 0 0 0 • F a x 5 9 5 1 0 0 1 • w w w . h e i m s f e r d i r . i s 39.950 kr. Flug 10. október og gisting í 4 nætur, skattar innifaldir. Hótel Tulip, 2 í herbergi me› morgunver›i. M.v. grei›slu me› MasterCardkorti og 5.000 kr. MasterCardávísun. Beint flug fimmtudaga og mánudaga í október Buda pest MasterCard og Heimsfer›ir bjó›a nú einstaka fer› til Búdapest flann 10. október, á sérkjörum fyrir handhafa MasterCard. Búdapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evrópu og fla› undrar engan sem hefur kynnst töfrum hennar. Drottningin vi› Dóná og hjarta Evrópu eru nöfn vi› hæfi. Ungverjar eru or›lag›ir fyrir gestrisni og í Búdapest er au›velt a› njóta veislu í mat og drykk, á milli fless sem ma›ur kynnist ólíkum andlitum borgarinnar. Ungverjaland var í fljó›braut milli Austur- og Vestur- Evrópu og menningararfurinn ber flví vitni. Heimsfer›ir bjó›a nú einstakt tækifæri til a› kynnast flessari heillandi borg. Í bo›i eru mjög gó› flriggja, fjögurra og fimm stjörnu hótel og spennandi kynnisfer›ir um borgina me› íslenskum fararstjórum Heimsfer›a. M.v. a› 5.000 kr. MasterCard fer›aávísun sé n‡tt sem grei›sla upp í fer›. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 5 9 5 1 / s i a . i s me› Heimsfer›um frá 39.950 kr.* 10.október www.europay.is ® ® *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.