Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÁRIÐ 1995 flutti ég frá Íslandi, þá
með eina unga dóttur sem var eig-
inlega undir „leikskólalögaldri“, rétt
tæplega eins árs.
Nokkrum árum síðar, eða að
hausti 2001, komu farfuglarnir svo til
baka, í þetta skiptið með dótturina
sem var komin á grunnskólaaldur og
ungan svein til viðbótar sem nauð-
synlega þurfti á leikskólaplássi að
halda.
Ekki hafði ég nú fylgst neitt með
uppbyggingu leikskóla í Reykjavík
meðan á dvölinni erlendis stóð en
þegar ég var að aka um borgina eftir
heimkomu fannst mér vera komnir
leikskólar við aðra hverja götu!
Ég hafði kynnst mjög góðum leik-
skólum í Bandaríkjunum þar sem við
bjuggum og sá sem við keyptum
þjónustu af starfaði eftir svokallaðri
Montessori-kenningu.
Eftir heimkomu voru góð ráð dýr;
koma öllum í skipulagða dagskrá frá
morgni til kvölds. Aldeilis var ég
ánægð með gæsluvellina sem ég gat
leyft syninum að dveljast á meðan
alls konar útréttingar áttu sér stað.
Þetta var ekki til í Bandaríkjunum.
Svo kostar þetta ekki neitt. Frábær
hugmynd og fyrirkomulag fannst
mér.
Ég fór á Dagvist barna, sótti um
fyrir soninn fjögurra ára og fékk inni
á leikskóla 2–3 vikum síðar. Þetta
fannst mér nú skjót afgreiðsla og
meira að segja komst hann í skólann
sem ég hafði sett í fyrsta sæti. Fyrir
utan skjóta afgreiðslu er mánaðar-
gjaldið rúmur þriðjungur af því sem
við greiddum fyrir soninn í Banda-
ríkjunum. Þar var gjaldið u.þ.b. 63
þúsund krónur en um 24 þúsund á Ís-
landi og með heitum og hollum mat í
hádeginu, sem var ekki inni í verðinu
úti.
Ekki get ég því tekið undir kvört-
unarraddirnar sem gerast háværar
nú fyrir kosningar um skort á leik-
skólaplássi og biðlista.
Ef ég held nú áfram að bera saman
það sem ég bjó við og það sem ég bý
við er t.d. leikskólahúsnæðið á Íslandi
a.m.k. tíu sinnum flottara en húsnæð-
ið sem tíðkast að öllu jöfnu á því
svæði sem við bjuggum á. Útisvæðin
miklu stærri hér og mjög vel útbúin
og í okkar tilviki eru færri nemendur
á hvern kennara hér á landi en var í
okkar Montessori-skólum.
Það er alltaf hægt að biðja um
meira, en það er líka alveg hægt að
vera ánægður með það sem maður
hefur. Það verkefni sem mér finnst
brýnna varðandi leikskólana er að
þjálfa börnin í að vera góð hvert við
annað, tala kurteislega, sýna öðrum
börnum virðingu og leysa úr ágrein-
ingi með fyrirgefningu. Einhvern
veginn sýnist mér og heyrist þennan
þátt skorta hjá okkur íslenskum for-
eldrum.
ARNA GARÐARSDÓTTIR,
kennari og útivinnandi móðir í
Hlíðunum.
Leikskólar
á Íslandi og
í Bandaríkjunum
Frá Örnu Garðarsdóttur:
KÆRU nágrannar.
Sem íbúi og leigjandi í Reykjavík
vil ég fá að hafa áhrif á stjórn borg-
arinnar.
Við viljum að fjárhagsáætlun
borgarinnar fyrir hvert ár sé gerð
með þátttöku okkar íbúanna. Þann-
ig munum við geta haft áhrif á í
hvað peningarnir fara. Við viljum
beint lýðræði, við viljum að við íbú-
arnir endurheimtum völdin sem eitt
sinn voru framseld til fulltrúa sem
nú gera það sem þeim sýnist með
þau, óháð okkar vilja og þörfum.
Þegar fjárhagsáætlun er gerð
þarf að svara spurningunni hvað er
mikilvægast og hvað er mikilvæg-
ara en annað.
Fyrir okkur er heilbrigði, mennt-
un og grunnþarfir lífsins mikilvæg-
ast. Líðan fólks og aðbúnaður er
það sem er mikilvægast. Við eigum
að taka sameiginlega ábyrgð á
þessum grundvallarþörfum. Okkur
finnst mikilvægara að öllum sé
tryggð grunnheilsugæsla, heldur en
að byggð séu mislæg gatnamót.
Okkur finnst mikilvægara að gera
listamönnum kleift að lifa mann-
sæmandi lífi heldur en að setja 6
milljarða í tónlistarhöll. Okkur
finnst mikilvægara að hækka laun
þeirra lægstlaunuðu hjá borginni,
aflétta gjaldtöku í leikskólunum, af-
létta gjaldtöku vegna skólamáltíða,
styðja við unga fólkið og hjálpa út-
lendingum að komast inní sam-
félagið, heldur en að byggja hallir
undir keppnisíþróttir með vafasöm-
um uppeldisáhrifum, byggja hallir
undir menningarstarfsemi sem ætl-
uð er fámennum hópi fólks, afhenda
spákaupmönnum 800 milljónir á
silfurfati fyrir Áburðarverksmiðj-
una.
Að forgangsraða er að ákveða
hvað er mikilvægast – það er ekki
flókið verk. Vilji er allt sem þarf
sagði Gunnar Thoroddson eitt sinn.
Við tökum undir það – vilji er allt
sem þarf. Ef þú vilt ráða einhverju
um stjórn mála í borginni þá dugar
ekki að kjósa hina, heldur setja X
við H.
Húmanisti í oddaaðstöðu í borg-
arstjórn verður sönn guðsgjöf.
METHÚSALEM ÞÓRISSON,
í fyrsta sæti á lista Húm-
anistaflokksins í Reykjavík.
Stefna Húmanista-
flokksins