Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
REYKJAVÍKURLISTINN
Reykjavík er
leikskólaborg
Vi› munum
• Tryggja öllum börnum eldri en 18 mána›a leikskólapláss
• Gefa öllum börnum kost á ni›urgreiddri dagvist • Bjó›a upp
á kennslu endurgjaldslaust fyrir fimm ára börn hálfan daginn
á leikskólum • Hvetja til flróunarverkefna, rannsókna og
n‡breytni í leikskólastarfi.
Vi› höfum
• Fjölga› dvalarstundum um 63% • firefalda› fjölda heilsdagsplássa • Bætt vi›
100 n‡jum leikskóladeildum • Fjórfalda› styrki til einkarekinna leikskóla
• Stórbætt starfsumhverfi leikskólakennara
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, tók í gær á móti
erkiprestinum Vsevolod Chaplin,
fulltrúa Alexei II, patríarka rétt-
trúnaðarkirkjunnar í Moskvu, og
afhenti við sama tækifæri full-
trúa rétttrúnaðarsafnaðar hér á
landi áritaða bók frá patríark-
anum.
Alexei II lýsti því yfir í nýlegri
heimsókn forseta Íslands til Rúss-
lands að hann hygðist senda full-
trúa sinn til Íslands um páska
þeirra rétttrúnaðarmanna, sem
voru um síðustu helgi. Í því skyni
kom Chaplin og messaði yfir
söfnuðinum. Bókina sem Ólafur
Ragnar gaf áritaði patríarkinn í
Moskvu þegar forsetinn hitti
hann í heimsókn sinni.
Morgunblaðið/Golli
Tveir fulltrúar safnaðar rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi, Lena Trufan og Ksenia Ólafsson, taka við bókinni
frá Ólafi Ragnari Grímssyni og við hlið hans stendur Vsevolod Chaplin erkiprestur.
Afhenti
áritaða
bók frá
patríarka
í Moskvu
EINN jeppi af sex, sem varnarliðs-
menn festu í brekkum við Króka-
mýrar á sunnudagskvöld, skammt
norðan Vigdísarvalla, er á sínum
stað þrátt fyrir að lögreglan í Kefla-
vík hafi bannað ökumönnum þeirra
að hreyfa þá vegna hættu á frekari
umhverfisspjöllum, umfram þau sem
þegar hafa orðið. Íslendingur var
með í för jeppamanna og fékk hann
einn leyfi til að fjarlægja ökutæki
sitt þar sem ekki var hætta á gróð-
urskemmdum við að losa það úr fest-
unni. Öðru máli gegndi hins vegar
um hina jeppana.
Lögreglan fór í gærmorgun öðru
sinni til að kanna hvort frekari spjöll
hefðu orðið og reyndist svo vera.
Lögreglan sem fékk tilkynningu um
meint spjöll jeppamannanna kærir í
málinu og er verið að afla gagna, s.s.
ljósmynda af vettvangi, sem fara til
rannsóknardeildar lögreglunnar og
þaðan til sýslumanns til ákvarðana-
töku um ákærumeðferð. Að sögn
lögreglunnar er rannsókn málsins
ekki stefnt í voða þótt jepparnir séu
farnir af svæðinu enda hafi þeir verið
ljósmyndaðir á vettvangi. Að lokinni
grunnvinnu rannsóknarinnar þurfi
að taka ökumennina fyrir af rann-
sóknarlögreglu. Þar muni það vænt-
anlega skýrast hvernig staðið hafi
verið að brottnámi jeppanna og hví
það var gert í trássi við bannið. Að
sögn lögreglunnar virðist sem jepp-
arnir hafi verið sóttir á mánudags-
kvöld þegar sá sem leyfið fékk hafi
farið að ná í sinn jeppa. Um kl. 22.30
á mánudagskvöld var lögregla við
eftirlit á svæðinu og sást þá til
mannaferða í hlíðinni.
„Þeir [jeppamennirnir] voru búnir
að fá fyrirmæli [um að láta jeppana
vera] og voru meira að segja stopp-
aðir af í hliði upp á Keflavíkurvelli
þegar þeir ætluðu að ná í bílana
snemma í gærkvöldi,“ sagði varð-
stjóri lögreglunnar við Morgunblað-
ið. Búist er við að samstarf verði við
bandarísku herlögregluna um rann-
sókn málsins ef um hermenn er að
ræða.
Stjórn Ferðaklúbbsins 4x4 sendi í
gær frá sér ályktun vegna frétta um
stórfelldan utanvegaakstur við
Grænavatn á Reykjanesi. Þar segir
að slík háttsemi sé í fullkominni and-
stöðu við stefnu klúbbsins, en hann
hafi barist gegn utanvegaakstri allt
frá stofnun félagsins árið 1983.
Jepparnir sóttir í trássi
við fyrirmæli lögreglu
Einn jeppanna, sem festu sig við Krókamýrar á Reykjanesi fyrr í vik-
unni, skammt norðan Vigdísarvalla.
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
komist að þeirri niðurstöðu að Hag-
stofa Íslands hafi ekki farið að lögum
um póstþjónustu frá 1996 og versl-
anaskrár, firmu og prókúruumboð frá
árinu 1903, þegar forráðamönnum
fyrirtækis var neitað að breyta nafni
þess yfir í Pósthúsið ehf. í febrúar á
síðasta ári. Beinir umboðsmaður því
til fyrirtækjaskrár Hagstofunnar að
taka mál fyrirtækisins fyrir að nýju,
komi fram beiðni þess efnis.
Lögmaður fyrirtækisins leitaði til
umboðsmanns í maí á síðasta ári og
kvartaði yfir synjun fyrirtækjaskrár
Hagstofunnar á að heimila nafnbreyt-
inguna. Var synjunin byggð á því að
umrætt nafn, Pósthúsið, væri al-
mennt heiti og því ekki fallið til þess
að veita fyrirtækinu einkarétt yfir því
gagnvart öðrum aðilum. Vísaði Hag-
stofan einnig til þess að samkvæmt 6.
gr. laga nr. 142/1996 um póstþjónustu
hefði íslenska ríkið einkarétt á að
veita nær alla þá þjónustu sem al-
mennt væri veitt á pósthúsum. Ís-
landspóstur hf. fer nú með þennan
einkarétt ríkisins.
Í áliti sínu rekur umboðsmaður
m.a. ákvæði nærri aldargamalla laga,
eða nr. 42 frá 1903, um verslanaskrár,
firmu og prókúruumboð, einkum 10.
gr. laganna. Tekur hann fram að af
orðalagi ákvæðisins og lögskýringar-
gögnum verði ekki ráðið að það sé
skilyrði fyrir skráningu firmanafns að
umbeðið nafn hafi þá eiginleika að
veita viðkomandi fyrirtæki einkarétt
til nafnsins umfram aðra sem hafi
svipaða starfsemi með höndum. Um-
boðsmaður segir sömuleiðis að engar
aðrar ályktanir verði dregnar af
dómaframkvæmd eða viðhorfum
fræðimanna. Er það því niðurstaða
umboðsmanns að ekki sé hægt að fall-
ast á það með Hagstofunni að henni
hafi verið heimilt að hafna skráningu
Pósthússins ehf. á þessum forsend-
um.
Telur umboðsmaður ennfremur að
Hagstofunni hafi ekki verið heimilt að
hafna firmaskráningunni á grundvelli
laga um póstþjónustu frá 1996, sem
tóku síðan breytingum á þessu ári.
Umfang og eðli þess einkaréttar sem
ríkinu sé veittur með þeim lögum hafi
ekki verið með þeim hætti að hægt
hafi verið að hafna skráningunni.
Þrisvar óskað eftir svarbréfi
Þá gerir umboðsmaður einnig at-
hugasemd í sínu áliti við hvað Hag-
stofan brást seint við að svara sínum
fyrirspurnum. Sendi hann bréf til
stofnunarinnar í maí 2001 þar sem
ákveðinna upplýsinga var óskað og
fékk ekki svar fyrr en í desember
sama ár. Hafði umboðsmaður þá sent
ítrekunarbréf í þrígang til Hagstof-
unnar. Telur hann þessi vinnubrögð
ekki auðvelda embætti umboðsmanns
að ná settu markmiði sínu um að
stytta afgreiðslutíma mála þannig að
niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en
hálfu ári eftir að kvörtun er lögð inn.
Umboðsmaður Alþingis um firmaskráningu Pósthússins ehf.
Synjun Hagstofunnar
ekki í samræmi við lög
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
vísaði í gær frá kæru Bæjarmála-
félagsins Hnjúka vegna ákvörðunar
yfirkjörstjórnar Blönduóss og Engi-
hlíðarhrepps um ógildingu á fram-
boðslista félagsins. Forsvarsmenn
Hnjúka kærðu í kjölfarið úrskurð yf-
irkjörstjórnar til Héraðsdóms Norð-
urlands vestra. Hafa þeir farið fram
á flýtimeðferð að sögn Valdimars
Guðmannssonar, formanns Hnjúka.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í
gær ógilti yfirkjörstjórn framboðs-
listann þar sem hann barst kjör-
stjórninni 11 mínútum eftir þann
tímafrest sem lög setja.
Félagsmálaráðuneytið taldi að
ekki væri unnt að kæra ógildingu yf-
irkjörstjórnar á framboðslistanum
til ráðuneytisins.
„Þessi úrskurður er mikil von-
brigði fyrir okkur,“ sagði Björgvin
Þór Þórhallsson sem skipar þriðja
sæti framboðslistans. „Við bjugg-
umst við því að ráðuneytið myndi
taka á þessu,“ bætti hann við.
Forsvarsmenn Hnjúka ósáttir við
frávísun félagsmálaráðuneytisins
Kæra ákvörðun
yfirkjörstjórnar til
Héraðsdóms
♦ ♦ ♦
LANDLÆKNISEMBÆTTINU
hefur borist kvörtun vegna meints
trúnaðarbrots heilbrigðisstarfs-
manns við sjúkling á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands. Hjá Hauki Valdi-
marssyni aðstoðarlandlækni fékkst
ekki staðfest hvers eðlis málið væri en
hann segir kvörtunarmál sem varða
meint trúnaðarbrot heilbrigðisstarfs-
fólks fátíð, eða innan við tíu á ári.
Á tímabilinu 1991 til 1997 bárust 39
kvartanir vegna trúnaðarbrota, eða
2,5% af heildarfjölda kvartana og
kæra sem bárust embættinu. Haukur
segir almennt að minna en þriðjungur
trúnaðarbrotamála staðfestist sem
slík og er tekið á slíkum málum eins
og öðrum málum sem varða brot í
starfi. Í þeim tilvikum hefur land-
læknir möguleika á að benda viðkom-
andi starfsmanni á hvenig hafi verið
staðið rangt að málum.
Í alvarlegum tilvikum getur land-
læknir áminnt viðkomandi heilbrigð-
isstarfsmann eða svipt hann leyfum.
Meint trún-
aðarbrot í
skoðun hjá
landlækni