Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 35 FÉLAGSMENN, sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða kross hreyfingarinnar um allan heim fagna al- þjóðadegi Rauða krossins í dag, 8. maí. Deildir Rauða kross Ís- lands vekja athygli á starfi sínu með ýmsum hætti. Í Kópavogi verð- ur dagsins meðal ann- ars minnst með því að opið hús verður í Fjöl- smiðjunni við Kópa- vogsbraut 5 kl. 14-18 og er óhætt að hvetja fólk til þess að heim- sækja þetta merka menntunar- og þjálfunarsetur fyrir ungt fólk. Kópa- vogsdeild Rauða kross Íslands tekur þátt í rekstri Fjölsmiðjunnar ásamt öðrum deildum á höfuðborgarsvæð- inu með því að greiða laun nema á aldrinum 16-18 ára. Kópavogsdeild tekur virkan þátt í að vinna að markmiðum Rauða kross hreyfingarinnar og því leiðar- ljósi Rauða kross Íslands að létta og koma í veg fyrir þjáningar fólks og veita þeim sem minnst mega sín að- stoð sem gerir þá hæfari til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföll- um. Þetta gerum við með því að leggja af mörkum til alþjóðlegs hjálparstarfs hreyfingarinnar, taka þátt í verkefnum félagsins á lands- vísu og með margvíslegri aðstoð og málsvarastarfi í heimabyggð. Öflugt starf sjálfboðaliða Deildin nýtur stuðnings á annað þúsund sjálfboðaliða og félagsmanna sem hafa gert þessi markmið að sínum. Stór hópur virkra sjálf- boðaliða vinnur að ýmsum verkefnum sem vert er að vekja athygli á. Sjúkravinir heim- sækja aldraða og sjúka í Sunnuhlíð og víðar og standa myndarlega að verkefninu Föt sem framlag. Þessar dug- miklu konur hafa skilað frábæru starfi á undan- förnum áratugum. Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu hlutverki í rekstri Dvalar, at- hvarfs fyrir geðfatlaða. Hópur sjálf- boðaliða leggur fram starfskrafta sína til þess að byggja upp viðbúnað vegna þátttöku Rauða krossins í skipulagi Almannavarna ríkisins. Að ógleymdum þeim sem taka þátt í stjórnunarstörfum, fjáröflun, fata- söfnun og fleiri verkefnum á vegum deildarinnar. Margvísleg verkefni í heimabyggð Þátttakan í rekstri Fjölsmiðjunn- ar er eitt af áhersluverkefnum deild- arinnar. Sama máli gegnir um Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, sem deildin rekur í samvinnu við Kópavogsbæ og Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra. Enn má nefna þátttöku í rekstri Rauðakrosshússins, neyðar- athvarfs fyrir börn og ungmenni í vanda. Deildin hefur átt drjúgan þátt í því að byggja upp hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og stutt reksturinn með ýmsu móti. Loks má nefna að hún hefur haldið uppi öflugri kennslu í skyndihjálp og staðið að ýmissi ann- arri fræðslu, stutt árlega við bakið á mæðrastyrksnefnd, aðstoðað ein- staklinga í vanda og styrkt það góða starf sem fram fer í Hvammshúsi í Kópavogi. Starfið í Kópavogsdeild Rauða kross Íslands er opið öllum sem vilja gera grundvallarmarkmið Rauða krossins að sínum. Ég hvet þá sem hafa áhuga á að taka þátt í sjálfboða- starfi deildarinnar eða leggja starf- inu lið með öðrum hætti til að hafa samband í síma 554 6626 eða með tölvupósti, rkk@li.is, og bjóða fram krafta sína. Fjölbreytt sjálfboðastarf í Rauða kross deildunum Garðar Guðjónsson RKÍ Kópavogsdeild vinnur að markmiðum RKÍ með því að leggja af mörkum til alþjóðlegs hjálparstarfs hreyfingarinnar, segir Garðar Guðjónsson, og taka þátt í verkefnum Rauða kross Íslands á landsvísu. Höfundur er formaður Kópavogs- deildar Rauða kross Íslands. FJÖLSMIÐJAN í Kópavogi tók til starfa síðastliðið haust. Fjöl- smiðjan er menntunar- og þjálfunarúrræði fyr- ir fólk á aldrinum 16-24 ára sem flosnað hefur uppúr hinu almenna skólakerfi. Fjölsmiðjan gefur kost á hagnýtri vinnu, framleiðslu og faglegri verkþjálfun. Markmið Fjölsmiðj- unnar er að þroska per- sónuleika einstakling- anna og búa í haginn fyrir þá til aukins skólanáms eða til þátttöku á hinum almenna vinnumarkaði. Þar fer fram grunnfræðsla um samfélagið og vinnumarkaðinn. Nemar eru styrktir í því námi sem þeir hafa aflað sér, lagður er grunnur að því að þeir geti hafið nám á ný eða farið út á hinn al- menna vinnumarkað. Nú þegar Fjölsmiðjan er orðin vet- urgömul er við hæfi að bjóða almenn- ingi að koma og kynnast starfsem- inni. Því verður opið hús í Fjölsmiðjunni í dag kl. 14-18. Ég hvet fólk til þess að koma og hitta nemana og leiðbeinendur þeirra, kynnast þessari merku nýjung og þiggja veitingar. Fjölsmiðjan er til húsa við Kópavogsbraut 5 í svoköll- uðu Iðjuhúsi á lóð Kópavogshælisins. Rauði kross Íslands átti frum- kvæðið að stofnun Fjölsmiðjunnar, vann málinu brautargengi og var meðal stofnenda. Því er vel við hæfi að vekja athygli almennings á starf- semi Fjölsmiðjunnar á alþjóðadegi Rauða krossins. Nemar Fjölsmiðj- unnar eru á launum og eru þau miðuð við atvinnuleysisbætur. Atvinnuleysistrygg- ingasjóður og sveitar- félög greiða þeim nem- um laun sem orðnir eru 18 ára en deildir Rauða kross Íslands á höfuð- borgarsvæðinu greiða þeim laun sem eru 16- 18 ára. Eftir að ákveðið hafði verið að hrinda málinu í framkvæmd í samvinnu við félagsmálaráðherra slógust öflugir sam- starfsaðilar í hópinn; félagsmálaráðuneytið, öll sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu og Vinnumála- stofnun. Þorbjörn Jensson, fyrrver- andi þjálfari landsliðs karla í handknattleik, var ráðinn forstöðu- maður. Stofnuð var trésmíðadeild síðast- liðið haust og sáu nemar hennar ásamt umsjónarmönnum (verkstjór- um) um innréttingu neðri hæðar Iðjuhússins. Síðan hefur verið stofn- uð hússtjórnardeild, bílaþvottadeild og garðyrkjudeild og eru nemar nú um 30. Markmið hverrar deildar er að öll framleiðslustörf gefi tekjur. Hús- stjórnar- og matreiðsludeild útbýr mat og selur nemum og starfsfólki, trésmíðadeild vinnur að því að inn- rétta húsnæðið og tekur að sér ýmis smíðaverkefni, bílaþvottadeild þvær bíla fyrir ákveðin bílaumboð. Garð- yrkjudeild var stofnuð í febrúar og er þegar byrjuð að undirbúa ræktun fyrir næsta sumar. Áformað er að stofna skrifstofudeild og fleiri deildir um leið og hægt er. Áhersla er lögð á að Fjölsmiðjan sé umhverfisvæn og miðast öll efna- notkun og umgengni við það. Nem- arnir tóku þátt í að semja mætingar- og umgengnisreglur og er strangt tekið á mætingum, almennri kurteisi, tillitssemi við aðra og reglusemi. Þótt Fjölsmiðjan hafi aðeins starfað í níu mánuði er ljóst að hún er afar merki- legt menntunar- og þjálfunarúrræði sem vonandi fær að blómstra áfram. Opið hús í Fjölsmiðjunni í dag Reynir Guðsteinsson Höfundur er fulltrúi Rauða kross deildanna í stjórn Fjölsmiðjunnar og stjórnarmaður í Kópavogsdeild Rauða kross Íslands. RKÍ Nú þegar Fjölsmiðjan er veturgömul, segir Reynir Guðsteinsson, er við hæfi að bjóða almenningi að koma og kynnast starfseminni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.