Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 27 Brunaslöngur Eigum á lager 25 og 30 m á hjóli og í skáp Ármúla 21, sími 533 2020 HEILSALA - SMÁSALA SAVINIEN Cyrano de Bergerac (1619–1655) var franskur aðalsmað- ur sem nam heimspeki og var sjálf- ur Molière samstúdent hans. Hann varð frægur fyrir hugrekki sitt og ennfremur fóru miklar sögur af einvígum hans. En Cyrano var með þeim ósköpum gerður að bera eitt- hvert það mesta nef sem sögur fara af og var það oft tilefni stríðni í hans garð. Þekktastur er Cyrano seinni kynslóðum þó fyrir tvær skáldsögur þar sem hann segir frá ferðum sínum til tunglsins og sól- arinnar. Hann finnur þar hinn full- komna heim og upplifunin er hon- um tilefni mikillar háðsádeilu á franskt þjóðfélag. Franska leikrita- skáldið Edmond Rostand (1868– 1918) samdi leikritið Cyrano de Bergerac um þessa sögufrægu per- sónu. Það er í bundnu máli og var gefið út árið 1897 og er talið merkt framlag til leikhúsbókmenntanna. Upplýsingar um persónuna Cyr- ano de Bergerac, ævi hans og tengsl hinna einstöku laga við söguþráð leikritsins hefðu gjarnan mátt vera í bæklingi þessa nýja disks Rússíbananna. Þótt útlitið sé smekklegt er þar ekkert lesefni um tónlistina, leikritið eða aðalpersón- una. Geisladiskur með leikhústón- list á sér sjálfstætt líf og ef ætlunin er að leggja mat á það hvernig tón- list fellur að leikhúsverki þurfa hlustendur að geta lesið sér til um hvar þeir eru staddir í hverju lagi fyrir sig. Burtséð frá þessari umkvörtun er hinn nýi diskur Rússíbananna hinn ánægjulegasti. Tónlist Hjálm- ars H. Ragnarssonar er mjög mel- ódísk og er eitt meginstef áberandi (í lögum nr. 4, 10, 12 og bregður fyrir undir lok lags nr. 5). Margar laglínur Hjálmars eru grípandi og sumar nálgast það að vera reglu- legir „eyrnaormar“. Svo er um upphafslagið, Á leiksviði, sem meira að segja er farið að heyrast í útvarpinu og hlýtur það að teljast til tíðinda þegar um er að ræða ís- lenska nútímatónlist utan við popp- og rokkgeirann. Önnur ágæt lög eru parísarvalsinn Roxane og Við Nelluhlið sem er ryþmískt lag með austrænum undirtónum. Hið trega- fulla Élégie snertir rómantíska strengi og þar sýnir stuðhljóm- sveitin Rússíbanarnir á sér nýja hlið í viðkvæmnislegum en þó fág- uðum hljóðfæraleik. Mér hefur jafnan fundist þessi ágæti hljóð- færahópur hafa haft tilhneigingu til að láta allt flakka, spilagleðin hefur verið höfð í fyrirrúmi og lítið nostr- að við smáatriði. Flutningur hóps- ins hefur því stundum verið nokkuð óslípaður. En þetta hefur sem sagt breyst ef marka má þennan nýja disk. Marche militaire er nokkuð gróteskur hergöngumars, þar sem ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér fáránlega hergöngu. Hljóðfallið líkist svei mér helst jenkatakti(!), en „jenka“ var vin- sæll dans, en ekki að sama skapi langlífur, í Finnlandi einhvern tíma á sjöunda áratug 20. aldar. Óljóst er um tengsl Frakklands á 17. öld við þennan sérkennilega finnska dans. Leikarinn Atli Rafn Sigurð- arson kemur á óvart með ágætum söng í Souvent souspire þar sem hann sýnir sig að vera meira en lið- tækur kontratenór. Getur annars verið að stafsetning hafi skolast til í seinna orðinu í heiti lagsins? Guðni Franzson leikur hið áhrifa- ríka Rêverie fyrir einleiksklar- ínettu einkar fallega og innilega. Meginuppistaða lokalagsins, Í tunglsins tæra skini, er aðalstef Cyrano-tónlistarinnar og er stefið þar gersamlega þurrmjólkað þrátt fyrir breytilega útfærslu. Þetta lokaatriði plötunnar hefði að ósekju mátt stytta verulega. Þegar allt kemur til alls er hér á ferðinni prýðilegur diskur með að- gengilegri tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar. Hann er að vísu nokkuð naumt skammtaður með sínar 39 mínútur en er vafalaust ómissandi fyrir þá sem hafa séð sýningu Þjóðleikhússins sem mér skilst að hafi heppnast nokkuð vel. Fyrir þá sem ekki þekkja leikritið er hér um að ræða notalega skemmtitónlist sem lætur þægilega í eyrum. TÓNLIST Geislaplötur Hjálmar H. Ragnarsson: Cyrano- tónlist við uppfærslu Þjóðleikhússins á leikritinu Cyrano de Bergerac eftir Edmond Rost- and. Útsetningar: Rússíbanarnir. Hljóð- færaleikur: Rússíbanarnir – Einar Krist- ján Einarsson (gítar), Tatu Kantomaa (harmónika), Jón Skuggi (kontrabassi), Matthías MD Hemstock (slagverk) og Guðni Franzson (klarínetta). Söngur: Atli Rafn Sigurðarson. Útgáfa: Fljúgandi diskar FD 009. Útgáfuár: 2002. Heild- arlengd: 39’52. CYRANO Tónlist sem lætur þægilega í eyrum Valdemar Pálsson Listhúsinu Laugardal, sími 552 5540 Ódýrari orðabækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.