Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁHERSLA verður lögð á að þróa hlutverk norðurskautsráðsins á sviði félags-, efnahags- og menningarlegra þátta sjálfbærrar þróunar og sjónum þá fyrst og fremst beint að lífskjörum og lífsskilyrðum fólks á norðurslóð- um. Þetta kom fram í ræðu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra sem hann flutti í Háskólanum á Akureyri í gær, en Ísland tekur næsta haust við formennsku í norðurskautsráðinu og gegnir henni næstu tvö ár. Norðurskautsráðið var stofnað árið 1996 með sameiginlegri yfirlýsingu aðildarríkjanna átta, Bandaríkjanna, Danmerkur, Finnlands, Íslands, Kan- ada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar auk samtaka frumbyggja á norður- slóðum. Nokkru áður, eða fyrir 11 ár- um, hófst samvinna þessara ríkja á sviði umhverfismála í kjölfar þess að þau samþykktu áætlun um umhverf- isvernd á norðurslóðum. Halldór sagði enga tilviljun að sam- vinna ríkjanna hófst á þessum tíma, endalok kalda stríðsins og lýðræð- isþróun í Mið- og Austur-Evrópu gerði kleift að vinna með nágrönnum í austri á annan hátt en áður var mögu- legt. Heimskautasvæðið fékk þá aukna athygli með breyttri heims- mynd, ekki síst vegna pólitískra, vís- indalegra og efnahagslegra mögu- leika svæðisins. Hugmyndin um sameiginlega hagsmuni norðurslóðaríkja var þó ekki ný, en Halldór sagði engan hafa gert henni betri skil en landkönnuð- inn kunna, Vilhjálm Stefánsson. Hann taldi að með þekkingu á um- hverfi norðurslóða og með því að þróa með sér hæfileika til að aðlagast að- stæðum þess gætu menn ríkulega notið þeirra fjölmörgu gæða og feg- urðar sem svæðið hefði upp á að bjóða. Norðurskautsráðið væri vett- vangur ríkjanna til að efla auðlegð og ýta undir sjálfbæra þróun. „Í sam- starfi sem þessu eigum við að líta til tækifæra norðurslóða. Lykillinn að lausn margvíslegra vandamála er far- sæl félagsleg og efnahagsleg þróun og jákvæð aðlögun að náttúrufari svæðisins.“ Nefndi Halldór að Íslendingar byggðu afkomu sína á náttúru lands- ins, fiskveiðum, orkuvinnslu, land- búnaði og ferðaþjónustu að stórum hlut og með hugviti, þekkingu og atorkusemi hefðum við fært okkur náttúruna í nyt og byggt upp nútíma- samfélag á borð við það sem best þekkist. Sjálfbær stjórnun auðlinda- nýtingar væri grundvallaratriði fyrir Ísland og hefðu Íslendingar skipað sér í flokk þeirra ríkja sem vilja vera í fremstu röð í að byggja upp sjálfbæra framtíð. Mikilsvert væri að vísindaleg kunnátta og tækni nýttist íbúunum við að ná tökum á aðstæðum og auð- lindum heimahaganna. Sem dæmi um árangur á þessu sviði mætti nefna að okkur hefði tekist að beita nútíma- tækni, vísindum og stjórnun við að nýta fiskimið okkar á sjálfbæran hátt. „Sjávarútvegsstefna okkar hefur vakið athygli víða um heim. Á hana hefur margsinnis verið bent sem eina af þeim fáu í heiminum sem stuðli að sjálfbærri nýtingu fiskistofna um leið og fyllstu arðsemissjónarmiða sé gætt,“ sagði ráðherra og nefndi einn- ig að um 70% af orku okkar væru frá endurnýtanlegum orkugjöfum. Forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu Benti Halldór á að við byggjum í heimi hnattvæðingar og því stöðugt háð utanaðkomandi straumum og áhrifum. Halldór sagði því afar brýnt að Íslendingar tækju þátt í skoðana- myndun og stefnumörkun á alþjóða- vettvangi og hefði hann lagt á það áherslu í störfum sínum sem þing- maður og ráðherra. „Við Íslendingar hljótum að leggja áherslu á samvinnu við þjóðir í norðurhöfum sem hafa svipaða hagsmuni og við að því er varðar nýtingu og varðveislu auð- linda,“ sagði hann. „Það er okkur afar mikilvægt að ná samstöðu með þjóð- um sem hafa skilning á málefnum norðurslóða og það á að vera mikið forgangsmál í íslenskri utanríkis- stefnu að sinna því.“ Ráðherra gerði mikilvægi norður- slóða að umtalsefni, en náttúra þeirra væri rík af auðlindum auk þess em svæðið gegndi mikilvægu hlutverki í vistkerfi jarðar. Halldór sagði samstarf á vettvangi norðurskautsráðsins ávallt hafa verið byggt á vísindalegum grunni. Meðal verkefna mætti nefna ítarlegt mat á mengun á norðurslóðum og þá hefði verið gerð úttekt um vernd og stöðu líffræðilegrar fjölbreytni á svæðinu á vegum Caff, sem hefði skrifstofu á Akureyri. Á vegum Pame, sem einnig hefði bækistöðvar á Akureyri hefði verið unnin ítarleg framkvæmdaáætl- un um vernd hafsins. Nú væri unnið að umfangsmiklu mati á áhrifum loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Öll þessi verkefni dýpkuðu skilning okkar á umhverfi norðurslóða og sköpuðu grundvöll fyrir upplýstri ákvarðanatöku um hvernig umgang- ast ætti svæðið. Skýrsla verði gerð um mannlíf á norðurslóðum Í viðleitni til að efla starf norður- skautsráðsins sem snýr að félags- efnahags- og menningarlegum þátt- um og einnig til að nálgast sýn Vil- hjálms Stefánssonar á norðurslóðir munu Íslendingar beita sér fyrir gerð yfirgripsmikillar skýrslu um mann- lífs-, byggða- og atvinnuþróun á norð- urslóðum. Verður henni ætlað að taka mið af þróunarskýrslum Sameinuðu þjóðanna, auk nýlegra skýrslna um umhverfismál innan ráðsins. Ætlunin væri að gefa yfirsýn yfir sérstaka áhrifaþætti og aðstæður á velferð á norðurskautssvæðum sem og að beina sjónum að margvíslegum þátt- um sjálfbærrar þróunar og velmeg- unar í norðri. Drög að uppbyggingu og efnistökum þessarar tímamóta- skýrslu liggja fyrir hjá Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar og kvaðst Hall- dór vænta þess að hún yrði samþykkt á ráðherrafundi norðurskautsráðsins í Inari næsta haust, þegar Íslands tæki við formennsku í ráðinu. Halldór vænti þess að skýrslan yrði sambærileg við það mat sem farið hefði fram á umhverfissviðinu. Hægt yrði að nota skýrsluna sem viðmið þróunar, auk þess sem hún ætti að auka þekkingu og skilning á sjálf- bærri mannlífsþróun á meðal ráð- manna og almennings innan og utan svæðisins. „Svo yfirgripsmikið verk ætti að auðvelda skilgreiningar á sameiginlegum viðfangsefnum, úr- bótum og tækifærum hvað varðar lífs- skilyrði, velferð og valmöguleika fólks á norðurslóðum,“ sagði Halldór. Hann nefndi einnig mikilvægi Há- skólans á Akureyri sem meðal annars væri í samstarfi um háskóla norður- slóða en ræddi að lokum um innra samstarf aðildarríkja norðurskauts- ráðsins. Í því sambandi mætti að hans mati hugsa sér aukið samstarf ráðsins við samtök sveitarstjórna á norður- slóðum, aukið samstarf rannsókna- stofnana um ástand og nýtingu auð- linda og eins hefði það mikla þýðingu að efla samvinnu rannsóknasjóða. Utanríkisráðherra fjallaði um væntanlega formennsku Íslands í norðurskautsráðinu Samstarf ávallt byggt á vísindalegum grunni Morgunblaðið/Kristján Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flytur fyrirlestur um for- mennsku Íslands í norðurskautsráðinu í Háskólanum á Akureyri í gær. Morgunblaðið/Kristján Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, leggur spurningu fyrir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á fyrirlestri ráðherrans í gær. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Náttúru- verndarsamtökum Íslands, og er fyrirsögnin samtakanna: „Í sameiginlegri fréttatilkynningu Landsvirkjunar og VSÓ-ráðgjafar frá 18. apríl er því hafnað að fyr- irtækin hafi reynt að leyna upplýs- ingum um neikvæð umhverfisáhrif fyrirhugaðrar Norðlingaölduveitu í matsskýrslu. Tilefnið var frétt Rík- isútvarpsins þann 17. apríl, þess efnis að ,, …einn höfunda mats- skýrslunnar, undirverktaki hjá VSÓ-ráðgjöf, gerði alvarlegar at- hugasemdir við það að mikilvægar upplýsingar hefðu ekki ratað þar inn og þeim hefði jafnvel verið hald- ið leyndum. Þær upplýsingar sem snertu áhrif á dýralíf og náttúrufar hafi verið þess eðlis að umhverfis- áhrif yrðu mun meiri en gefið væri í skyn í drögum að skýrslunni til Skipulagsstofnunar …“ Í yfirlýsingu Landsvirkjunar og VSÓ-ráðgjafar er hins vegar fullyrt ,, … að sérfræðiskýrslur sem snerta mat á umhverfisáhrifum Norðlinga- ölduveitu eru opinber gögn og að- gengileg hverjum þeim sem vill kynna sér þau, m.a. á slóðinni nor- dlingaalda.is …“ Umhverfismatsskýrsla um Norð- lingaölduveitu, sem mun skerða Þjórsárverafriðland, hefur nú verið auglýst af Skipulagsstofnun. Í lista yfir heimildir er hvergi getið skýrslu sem ofangreindur undir- verktaki, dr. Ragnhildur Sigurðar- dóttir vistfræðingur vann fyrir VSÓ-ráðgjöf um umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu. Ekki er heldur getið þeirra athugasemda, dags. 26. mars 2002 (13 bls.), sem dr. Ragn- hildur sendi VSÓ-ráðgjöf þar sem hún gerir ,,…alvarlega[r] athuga- semdir við það að hvergi í texta er gerð grein fyrir tilvitnunum í sam- antektir eða frumrannsóknir Ragn- hildar Sigurðardóttur í tengslum við mat á umhverfisáhrifum Norðlinga- ölduveitu …“ Dr. Ragnhildur gagnrýnir enn- fremur að framkvæmdaraðili/ skýrsluhöfundar hafi í matsskýrslu gengisfellt einkunnagjafir um um- hverfisáhrif ,, … í nær öllum tilfell- um … “ Athugasemdir dr. Ragnhildar og skýrsla hennar hafa borist Skipu- lagsstofnun og Náttúruverndarsam- tök Íslands fengu afrit af þeim með tilvísan til upplýsingalaga. Lands- virkjun og VSÓ-ráðgjöf hafa hins vegar kosið að láta þessi gögn liggja í þagnargildi. Þvert á gefin fyrirheit um að birta allar ,, … sérfræði- skýrslur sem snerta mat á umhverf- isáhrifum Norðlingaölduveitu …“ á vefsíðu sinni, nordlingaalda.is. “ Náttúruverndarsamtök Íslands Upplýsingum leynt í matsskýrslu FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, hafnar því að Lands- virkjun og VSÓ-ráðgjöf hafi reynt að leyna upplýsingum um neikvæð um- hverfisáhrif fyrirhugaðrar Norðlinga- ölduveitu í skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu. „Ég vil taka það skýrt fram að það er stefna Landsvirkjunar að allar rann- sóknarskýrslur séu birtar og sendar skipulagsstjóra sem úrskurðar um matið,“ segir Friðrik. „Að sjálfsögðu kemur ekki til greina að leyna neinum gögnum sem skipta máli. Slík vinnubrögð kæmu okkur einungis í koll. Þess vegna harma ég það að einstakir aðilar skuli vísvitandi halda hinu gagnstæða fram.“ Náttúruverndarsamtök Íslands benda m.a. á að í fyrrgreindri mats- skýrslu sé hvergi getið skýrslu dr. Ragnhildar Sigurðardóttur vistfræð- ings sem hún vann fyrir VSÓ-ráðgjöf um umhverfisáhrifin. Friðrik segir um þetta að ekki hafi verið um skýrslu að ræða hjá Ragnhildi heldur samantekt vinnugagna. Þau gögn hafi verið send Skipulagsstofnun. „Gögnin gátu ekki orðið hluti af skýrslunni enda er um að ræða samantekt en ekki rannsóknarskýrslu,“ útskýrir Friðrik. „Hins vegar þótti okkur og þeim hjá VSÓ ástæða til að senda samantektina til Skipulagsstofnunar til þess að hún gæti tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem þar koma fram. Að sjálfsögðu var þar ekki verið að fela neitt.“ Friðrik telur það vera alvarlegt mál þegar háskólaprófessor, eins og Gísli M. Gíslason, haldi því fram að verið sé að halda mikilvægum upplýsingum leyndum og að verið sé að fela hluta af því sem fram kemur í rannsóknar- skýrslunum. „Þeir sem rannsökuðu umhverfisáhrifin lásu yfir þá kafla í matsskýrslunni sem fjölluðu um rannsóknir þeirra. Tekið var tillit til allra athugasemda þeirra. Gísli M. Gíslason er einn þeirra sem rannsak- aði ákveðinn þátt umhverfisáhrif- anna. Hann las sinn kafla yfir og tók- um við tillit til allra athugasemda hans sem komu framkvæmdinni við.“ Friðrik segir að síðustu að verið sé að kynna matsskýrsluna og að það sé gert í þeirri von að réttar upplýsingar komist til skila og að umræðan bygg- ist á staðreyndum en ekki sögusögn- um. „Það er ekkert við því að segja að fólk andmæli framkvæmdinni á sín- um forsendum en það er hins vegar alvarlegt mál þegar fólk sem veit bet- ur er vísvitandi að gefa í skyn að ekki hafi verið staðið eðlilega að málum.“ Forstjóri Landsvirkjunar Vísar gagnrýni um leynd upplýsinga á bug GUÐJÓN Jónsson, verkefnisstjóri mats á umhverfisáhrifum Norð- lingaölduveitu fyrir VSÓ-ráðgjöf, segir að skýrsla sú sem Náttúru- verndarsamtök Íslands vísi í og gerð hafi verið af dr. Ragnhildi Sigurð- ardóttur vistfræðingi sé ekki skýrsla heldur samantekt vinnugagna, þ.e. fagleg samantekt hennar úr sér- fræðiskýrslum. „Hluti af náttúrufar- sköflunum (í matsskýrslunni) er byggður á þessari vinnu Ragnhild- ar,“ segir Guðjón. Hann segir að VSÓ hafi gert sam- komulag um það við Ragnhildi að hún færi yfir drög að matsskýrsl- unni til að tryggja að þar væri ekki verið að tileinka henni hluti sem hún væri ekki sátt við. Hún hafi hins veg- ar, þegar hún hafi verið búin að fara yfir skýrsluna, gert athugasemdir við aðra þætti en þá sem sneru að henni. Guðjón segir að Skipulags- stofnun hafi fengið upplýsingar um þessar athugasemdir og óskað eftir því að þær yrðu lagðar fram. Það hafi VSÓ gert enda umhugað um að öll gögn væru á borðinu hjá þeim að- ila sem ætti að úrskurða í málinu. Guðjón ítrekar hins vegar að VSÓ líti svo á að gögnin frá Ragnhildi séu vinnugögn en ekki formlegar skýrslur. Af þeim sökum hafi VSÓ ekki sett gögnin á vefinn nordlinga- alda.is, en þar séu eingöngu settar formlegar skýrslur. Guðjón Jónsson hjá VSÓ-ráðgjöf Ekki formleg skýrsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.