Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 23
Vordagar
í gar›inum flínum
Gar›áhöld
Grill
Reiðhjól
Pallaefni o.fl.
Úðabyssa 595 kr. (áður 887)
Sorpvagn 3.895 kr. (áður 5.999)
Garðslanga 895 kr. (áður 1.370)
Gasgrill 17.990 kr. (áður 24.900)
20 metrar
meistar inn. is
ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI
BANDARÍKJAMENN hafa bætt
Kúbu, Sýrlandi og Líbýu á lista yfir
„öxulveldi hins illa“, það er ríki sem
talin eru vinna að því að komast yfir
gereyðingarvopn, að sögn BBC.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
gaf á sínum tíma ríkjunum þetta
samheiti.
John Bolton, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í
ræðu sinni „Handan öxuls hins illa“
að flokka mætti þessi þrjú lönd með
„þrjótunum“ Írak, Íran og Norður-
Kóreu þar sem þau væru einnig að
vinna að því að komast yfir gereyð-
ingarvopn. Þá sagði hann að Banda-
ríkin myndu grípa til aðgerða gegn
þeim.
„Bandaríkin eru staðráðin í að
koma í veg fyrir næstu hryðjuverka-
öldu,“ sagði hann. „Ríki verða að
hætta stuðningi sínum við hryðju-
verk og tilraunum sínum til að kom-
ast yfir gereyðingarvopn.“ Þau ríki
sem fordæma hryðjuverk og hætta
tilraunum til að komast yfir gereyð-
ingarvopn geta gengið til liðs við
Bandaríkin en þau sem gera það
ekki geta búist við því að verða skot-
mörk Bandaríkjanna, sagði hann.
Bolton talaði sérstaklega um
Kúbu í ræðu sinni og sagði Banda-
ríkjamenn stöðugt vanmeta þá
hættu sem þeim stafaði af Kúbu sem
stæði öðrum hættulegum ríkjum
ekki að baki í efnavopnatækni.
Þrem ríkjum bætt í hóp
„öxulveldis hins illa“
Bandaríkjamenn segja að ríki sem ekki
fordæma hryðjuverk geti búist við árás
FRESTAÐ hefur verið um
óákveðinn tíma að leggja loka-
hönd á útgáfu fimmtu bókar-
innar um Harry Potter og að
sögn danska blaðsins Berl-
ingske Tidende er ástæðan sú
að höfundurinn, J. K. Rowling,
er með ritstíflu. Óþolinmóðir
aðdáendur spyrja stöðugt um
bókina en Rowling minnir á að
ekki sé hægt að snúa upp á
handlegginn á henni til að auka
sköpunarmáttinn.
Barnsræn-
ingjar teknir
BRESKA
lögreglan
handtók í
fyrradag
tvær konur
og karl-
mann og yf-
irheyrði
annan mann
eftir að
stúlkubarni
hafði verið
rænt á fæðingardeild í bænum
Stourbridge á Mið-Englandi.
Var fólkið handtekið í húsi í ná-
lægu þorpi, Dudley, og þar
fannst barnið heilt á húfi. Er
það nú komið til móður sinnar
og systur en um var að ræða
eineggja tvíbura. Talsmenn
sjúkrahússins hafa beðið for-
eldra stúlknanna afsökunar en
komið hefur í ljós, að eftirlits-
myndavélarnar voru óvirkar.
Myrti ná-
granna sína
TÆPLEGA áttræður maður,
Hendrik Vyt, skaut í gær til
bana tvo nágranna sína í fjöl-
býlishúsi í Brussel í Belgíu,
hjón frá Marokkó, og særði tvö
af börnum þeirra og annan
granna sinn til. Að því búnu
kveikti hann í húsinu. Þegar
lögregluna bar að garði tók
hann á móti henni með skothríð
og var þá skotinn sjálfur. Sagt
er um Vyt, að hann hafi verið
öfgafullur hægrimaður en hann
var í fangelsi í þrjá mánuði
1999 fyrir ofbeldi gegn barni.
30 ára fangelsi
fyrir samsæri
BRESKUR dómstóll dæmdi í
gær þrjá Íra í 30 ára fangelsi en
þeir játuðu að hafa lagt á ráðin
um sprengjutilræði og hafa
reynt að kaupa mikið af vopn-
um. Lagði breska leyniþjónust-
an fyrir þá gildru og tældi þá til
Slóvakíu þar sem leyniþjón-
ustumenn þóttust vera íraskir
vopnasalar. Þar voru þeir
handteknir og framseldir til
Bretlands. Allir eru mennirnir
félagar í „Hinum sanna IRA“,
sem er klofningshópur út úr
Írska lýðveldishernum og er
mjög andvígur friðarsamning-
unum á N-Írlandi.
STUTT
Rowling
með rit-
stíflu?
Systurnar með
föður sínum.