Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
SEÐLABANKINN spáir 2,8% verð-
bólgu yfir árið, sem er svolítið minni
verðbólga en spáð var í febrúar. Þá
spáir bankinn 2,3% verðbólgu yfir
árið 2003, en það er talsverð lækkun
frá síðustu spá sem hljóðaði upp á
3% verðbólgu árið 2003. Verðbólgu-
horfur hafa því batnað, að mati
Seðlabankans.
Bankinn segir æ fleiri vísbending-
ar um að spenna á vöru- og vinnu-
markaði sé á hröðu undanhaldi og
hafi jafnvel þegar breyst í slaka. Það
muni hjálpa til við að slá á verðbólg-
una. Viðskiptahalli sé einnig við það
að hverfa og hafi sú þróun stuðlað að
hærra gengi krónunnar.
Horfur eru nú sagðar á því að
markmið bankans um 2,5% verð-
bólgu náist á síðustu mánuðum árs-
ins 2003 og á fyrri hluta árs 2004
verði verðbólga undir markmiðinu
miðað við óbreytta peningastefnu.
Þá spáir bankinn því að verðbólgan
fari inn fyrir efri þolmörk verðbólgu-
markmiðsins, sem eru 4,5%, á þriðja
fjórðungi þessa árs.
Vaxtalækkun ef
kjarasamningar halda
Formaður bankastjórnar, Birgir
Ísleifur Gunnarsson, lýsti því yfir í
gær að margt benti til þess að fljót-
lega sköpuðust forsendur fyrir frek-
ari vaxtalækkun Seðlabankans og
bankinn mundi að öllum líkindum
lækka vexti ef allri óvissu yrði eytt
um að núverandi kjarasamningar
héldu. Bankinn reiknar með því að
verðlagsmarkmið aðila vinnumark-
aðarins, svokölluð rauð strik, muni
halda.
Spáir 2,8% verðbólgu og að
verðbólgumarkmið náist 2003
Líkur á frekari/10
AFGERANDI andstaða kom fram
við aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu í nýrri skoðanakönnun
sem Félagsvísindastofnun Háskól-
ans gerði fyrir forsætisráðuneytið,
en í könnuninni eru ákveðnar for-
sendur um áhrif aðildar lagðar fyr-
ir svarendur. Af þeim sem tóku af-
stöðu sögðust 77–87% vera andvíg
aðild að gefnum þeim forsendum
sem nefndar voru í spurningunum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segist hafa talið að samningur um
aðild Íslands að ESB yrði felldur
með 75 til 80% atkvæða hér á landi.
Niðurstaða könnunarinnar gæfi
vísbendingar um að þetta hlutfall
yrði jafnvel enn hærra.
Í könnuninni var spurt um af-
stöðu til aðildar að Evrópusam-
bandinu með vísan til þess að
ákvörðun um heildarafla yrði tekin
í Brussel. 79,1% af þeim sem tóku
afstöðu sögðust andvíg að gefnum
þessum forsendum. Einnig var
spurt um aðild með vísan til þess
að völd stærri þjóða í ESB myndu
aukast á kostnað minni þjóða.
87,1% sögðust andvíg aðild að
gefnum þessum forsendum. Enn-
fremur var spurt um afstöðu til
inngöngu í ESB ef beinar greiðslur
Íslands til sambandsins yrðu
margir milljarðar á ári. 81,2%
sögðust andvíg aðild að gefnum
þessum forsendum. Þá var spurt
um afstöðu til aðildar ef upptaka
evrunnar leiddi til þess að við til-
teknar aðstæður gæti skapast at-
vinnuleysi á Íslandi. 77,5% sögðust
andvíg aðild að gefnum þessum
forsendum. Þá töldu 73% svarenda
að Ísland hefði lítið svigrúm til að
semja um sérkjör við inngöngu í
ESB.
Davíð sagðist telja að þessi skoð-
anakönnun segði mikla sögu, þótt
hún segði ekki endilega alla sög-
una. „Aukin umræða um Evrópu-
sambandsmál er mjög æskileg og
reyndar beinlínis nauðsynleg til að
menn, sem hingað til hafa ekki haft
tök á að kynna sér málið út í hörg-
ul, fái séð í gegnum áróður sem illa
er grundaður og stenst því hvorki
skoðun né umræður. Ég hef ein-
hvers staðar giskað á að samningur
um ESB aðild, sem lægi fyrir, svo
ekki væri lengur hægt að halda því
að mönnum að hægt væri að semja
sig frá óþægindum, yrði felldur
með 75 til 80% atkvæða hér á landi.
Ég verð að viðurkenna að hin nýja
könnun Félagsvísindastofnunar
bendir til lítt afsakanlegrar var-
færni af minni hálfu sem sjálfsagt
er að bæta úr,“ sagði Davíð.
Könnun fyrir forsætisráðuneyti á afstöðu til ESB að gefnum ákveðnum forsendum
77–87% lýstu andstöðu
við aðild að ESB
Óheiðarlegt að/30
EKKI er til nægilegur lax í landinu
til þess að fullnægja eftirspurn og
því er lax til vinnslu fluttur inn frá
útlöndum.
Vigfús Jóhannsson, formaður
stjórnar Landssambands fiskeldis-
og hafbeitarstöðva, sagði við Morg-
unblaðið að tvær skýringar væru
einkum á þessu ástandi. Annars veg-
ar hefði gengið mjög vel í vinnslu á
laxi og reyking til dæmis tekið æ
meira til sín og hins vegar væri mikil
enduruppbygging í greininni í gangi
núna sem gerði það að verkum að
framleiðsla á laxi til slátrunar hefði
dregist heldur saman í ár frá því í
fyrra.
Vigfús sagði að stöðvarnar sem
áður hefðu framleitt til slátrunar
væru að breytast meira yfir í það að
vera seiðaframleiðslustöðvar vegna
uppbyggingar eldisins fyrir austan.
Lax fluttur
inn til
vinnslu
EINHVERJIR hafa eflaust tekið
eftir því að fimm björtustu reiki-
stjörnurnar, Merkúríus, Venus,
Mars, Júpíter og Satúrnus mynda
um þessar mundir röð til austurs
frá sólu og er unnt að sjá þær með
berum augum. Frá þessu er greint í
Almanaki Háskóla Íslands en þétt-
ust verður röðin 14. maí n.k. þegar
stjörnurnar og tunglið mynda 33ja
gráða geira á himninum.
Að sögn Þorsteins Sæmunds-
sonar stjörnufræðings er hrein til-
viljun að stjörnurnar liggja svo þétt
saman. Sjaldgæft er að þær myndi
eins þétta röð og nú en það gerðist
síðast í byrjun mars 1940 og verða
athugunarskilyrðin ekki þau sömu
aftur fyrr en árið 2098.
Þorsteinn segir að erfiðara verði
með hverjum deginum að sjá
stjörnurnar sökum hækkandi sólar
hér á landi. Einkum geti verið erfitt
að sjá Mars með berum augum en
hann er mjög daufur um þessar
mundir.
Sjaldgæf afstaða
fimm himintungla
Mynda röð
á himninum
MATSSKÝRSLA um umhverfis-
áhrif Norðlingaölduveitu var kynnt
á tveimur kynningarfundum á veg-
um Landsvirkjunar í gær. Fyrri
fundurinn var í Laugalandi í Holtum
og voru fundarmenn þar almennt já-
kvæðir í garð framkvæmdarinnar.
Síðari fundurinn var haldinn í Ár-
nesi í Gnúpverjahreppi en þar komu
fram meiri efasemdir um ágæti
hennar. Um 80 íbúar mættu á síðari
fundinn og höfðu fundargestir eink-
um áhyggjur af rofi og uppblæstri á
svæðinu, minnkandi rennsli í árfar-
vegi Þjórsár neðan Norðlingaöldu
og setmyndun í lóninu. Guðjón Jóns-
son, verkfræðingar hjá VSÓ-
ráðgjöf, sagði sérfræðinga ekki
meta það svo að rofhættan myndi
aukast við framkvæmdina og Frið-
rik Sophusson, forstjóri Landsvirkj-
unar, sagðist m.a. vilja kveða niður
sögusagnir um að Landsvirkjun ætl-
aði sér að hækka yfirborð lónsins
umfram 575 m.y.s. eftir að lónið yrði
tekið í notkun. Engin áform væru
um það.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forstjóri Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson, kynnir matsskýrslu um umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu á kynningarfundi í Gnúpverjahreppi í gær.
Áhyggjur
af rofi og
minna
vatns-
rennsli
♦ ♦ ♦