Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert með áhrifaríka rödd og söngur á vel við þig. Þú ert skynsamur og hugsar þig vel um áður en þú fram- kvæmir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er sótt að þér úr öllum áttum svo þú mátt hafa þig allan við að verja þig og þína. Stattu fast á rétti þín- um. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gerðu nú það sem þig hefur alltaf langað til. Þú hefur lagt mjög hart að þér að undanförnu og átt því alveg skilið að sinna sjálfum þér í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú skalt berjast fyrir rétti þínum ef einhver reynir að vaða yfir þig. Stattu fast á þinni skoðun. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert ekki sammála því hvernig málum er háttað í vinnunni. Þú hefur aðrar hugmyndir, reyndu að koma þeim á framfæri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er nauðsynlegt að fara að öllum öryggisreglum þegar lífið er teygt út úr hversdagsleikanum. Kynntu þér aðstæður og vertu við öllu búinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki hlusta á þá sem segja að draumar þínir geti aldrei ræst. Haltu frekar þínu striki því trúin flytur fjöll. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að berjast fyrir til- verurétti þínum í dag. Aðrir reyna að eigna sér það sem þú hefur skapað. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ráðfærðu þig við þá sem næst þér standa. Þótt þér finnist þú hafa allt á hreinu ertu samt ekki viss um hvaða skref þú átt að stíga næst. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ef ekkert er að gert lognast sambandið við vinina út af og þú getur engum um kennt nema sjálfum þér. Mundu að vini sína á maður að rækta. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt eftir að koma sjálfum þér og öðrum ánægjulega á óvart í dag. Þú hefur hlutina í hendi þér og blómstrar í mannlegum samskiptum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert í rómantískum hug- leiðum og ættir að gera þér glaðan dag með ástvini þín- um. Vertu svolítið frumleg- ur í þetta skiptið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er að duga eða drepast svo láttu ekki hugfallast þótt einhver reyni að draga úr þér kjarkinn. Þú veist hvar þú getur sótt í styrkinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT STÖKUR Raun er að koma í ráðaþrot, ragna flæktur böndum. Lífið alt er boðabrot borið að heljar ströndum. Sig að skoða í réttri raun, reynist voði öllum, lífsins gnoð þá hrekst í hraun heims í boðaföllum. Erlendur Gottskálksson ÞEGAR sagnir eru að fjara út í fjórðu hendi gilda önnur lögmál um innákomur en venjulega. Stökkin eru til dæmis sterk, en ekki veik: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ K3 ♥ 10865 ♦ KD72 ♣G43 Suður ♠ ÁG9 ♥ ÁDG943 ♦ 83 ♣82 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Suður sýnir sexlit í hjarta og 12-15 punkta með því að stökkva í tvö hjörtu í vernd- arstöðunni og norður lætur vaða í fjögur. Vestur tekur tvo fyrstu slagina á ÁK í laufi og spilar drottningunni í þriðja slag, sem suður trompar, en austur fylgir lit alla leið. Er þetta flókið spil? Varla, en það væri óþarfa- hvatvísi að spila strax spaða á kónginn og svína fyrir trompkónginn. Vissulega er „rétt“ að svína þegar vörnin á kóng þriðja í lit, en allt er aðstæðum háð. Hér hefur austur passað opnun félaga síns og getur ekki átt mikil spil. Norður ♠ K3 ♥ 10865 ♦ KD72 ♣G43 Vestur Austur ♠ D1074 ♠ 8652 ♥ K ♥ 72 ♦ G109 ♦ Á654 ♣ÁKD106 ♣975 Suður ♠ ÁG9 ♥ ÁDG943 ♦ 83 ♣82 Auðvitað gæti austur ver- ið með hjartakónginn, en hann á örugglega ekki BÆÐI með hjartakóng og tígulás. Því er sniðugt að kanna tígulstöðuna fyrst – spila tígli að blindum. Vænt- anlega tekur austur slaginn og þá er eina vonin sú að fella hjartakónginn stakan í vestur. Þetta er nett spila- mennska en engin snilld. Hitt væri nær því að vera snilld ef austur fyndi þá vörn að dúkka tígulkónginn fumlaust á réttum forsend- um. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 Dxd5 5. Rgf3 cxd4 6. Bc4 Dd6 7. 0–0 Rf6 8. Rb3 Rc6 9. Rbxd4 Rxd4 10. Rxd4 a6 11. c3 Dc7 12. Bd3 Bd6 13. h3 0–0 14. Df3 b6 15. Bg5 Bb7 16. De2 Kh8 17. Hfe1 Hg8 18. Had1 Dc5 19. Bc1 Dh5 20. Dxh5 Rxh5 Staðan kom upp á Reykjavíkurskák- mótinu sem lauk um miðjan mars. Róbert Harðarson (2.298) hafði hvítt gegn Hörpu Ingólfsdótt- ur (2.053). 21. Rxe6! Eins og framhaldið teflist þá fær hvítur tvo létta menn fyrir hrók og dugði það til sigurs. 21. ...fxe6 22. Be2 Rf4 23. Hxd6 Rxg2 24. Hed1 b5 25. Hb6 Hab8 26. Hxb7 Hxb7 27. Kxg2 a5 28. Bf4 Hf7 29. Be5 Hgf8 30. f4 Kg8 31. Bxb5 g5 32. Bc4 kHe8 33. fxg5 Hf5 34. Bf6 h6 35. h4 Hf4 36. Bb5 Hf8 37. Kg3 e5 38. Bxe5 Hf3+ 39. Kg4 h5+ 40. Kxh5 Kf7 41. Bc4+ Ke8 42. Bf6 H8xf6 43. gxf6 Hxf6 44. Kg5 Hf2 45. He1+ og svart- ur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla Með morgunkaffinu 50ÁRA afmæli. Á morg-un, fimmtudaginn 9. maí, er fimmtugur Eggert Valur Þorkelsson, öku- kennari, Óttuhæð 9, Garða- bæ. Hann og eiginkona hans, Helga Bjarnadóttir, taka á móti ættingjum og vinum í kvöld kl. 20 í Stjörnuheimilinu, Garðabæ. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einn- ig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík       Ég fór í bíó í dag. Þú ættir að prófa það, séra minn. Það er miklu skemmtilegra en að fara í kirkju. Nei! Ég hef ekki lesið biblíuna. Ég er að bíða eftir að hún komi á Netið. Bridsfélag Hafnarfjarðar. Mánudaginn 6. maí var spilað þriðja kvöldið af þremur í þriggja kvölda hraðsveitakeppni Bridsfélags Hafnarfjarðar. Spiluð voru 30 spil og var miðl- ungur 540. Hæstu skor kvöldsins: 1. Svenni sterki 685 2-3. Hrund Einarsdóttir 607 2-3. Hulda Hjálmarsdóttir 536 Lokastaðan: 1. Svenni sterki 1845 2. Hulda Hjálmarsdóttir 1674 3. Hrund Einarsdóttir 1654 Aðalfundur Bridgefélags Hafnar- fjarðar verður haldinn föstudaginn 10. maí kl. 20 á Álfafelli við Strand- götu. Vetrarstarfi Bridgefélags Hafnarfjarðar er nú lokið og þakkar stjórn Bridgefélags Hafnarfjarðar öllum spilurum þátttökuna í vetur og óskar þeim gleðilegs sumars. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á níu borðum í Gullsmára 13 mánudaginn 6. maí. Miðlungur 168. Efst vóru: NS Ernst Backman – Karl Gunnarsson 198 Guðmundur Pálsson – Kistinn Guðm. 184 Sverrir Gunnarsson – Einar Markúss. 172 AV Jónas Jónsson – Unnur Jónsdóttir 200 Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 193 Auðunn Bergsv. – Sigurður Björnss. 189 Spiladagar: Mánudagur og fimmtudagur. Ekki spilað uppstign- ingardag, 10. maí. Bikarkeppni Bridssam- bandsins að hefjast Skráning er hafin í hina árlegu bikarkeppni BSÍ. Skráningarfrestur er til 17. maí nk. en dregið verður í 1. umferð um hvítasunnuna. Keppnis- gjald er 4.000 kr. fyrir hverja um- ferð. Síðasti spiladagur hverrar um- ferðar: 1. umf. sunnudagur 23. júní 2. umf. sunnudagur 21. júlí 3. umf. sunnudagur 18. ágúst 4. umf. sunnudagur 15. sept. VEGHÚS - 70 FM www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Allar upplýsingar veittar á skrifstofu í símum 588 4477 eða 899 9271 Útborgun aðeins 1,0 millj. Falleg nýl. íb. á jarðh. m. litlum sérgarði. Parket, þvottaaðstaða og geymsla í íbúð. Áhvílandi Íb.ls. ca 6,3 millj. og 1,8 millj. viðbótarlán. Greiðslu- byrði ca 43 þ. á mán. V. 9,2 millj. 5752 Lagersala á Fiskislóð 73 (úti á Granda), 101 Reykjavík. Miðvikudaga kl. 14:00 til 18:00 Fimmtudaga kl. 14:00 til 18:00 Föstudaga kl. 14:00 til 18:00 Laugardaga kl. 12:00 til 16:00 Outlet Mikið úrval af skóm á ótrúlegu verði !!! Opnunartími: Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði í Glæsibæ mánudaginn 29. apr- íl. 18 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Kristján Ólafsson – Ólafur Gíslason 273 Eysteinn Einarss. – Jón Stefánsson 245 Alda Hansen – Soffía Theódórsdóttir 242 Árangur A-V: Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 285 Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 230 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 229 Úrslit í tvímenningskeppni sem spiluð var fimmtud. 2. maí. 18 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóf. 272 Ásta Erlingsd. – Sigurður Pálsson 251 Jón Lárusson – Halla Ólafsdóttir 241 Árangur A-V: Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 263 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 236 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.