Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isTeitur með vindinn í fangið í
norsku knattspyrnunni / B4
FH-ingar deildabikar-
meistarar í fyrsta sinn / B1
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur
krafið fjóra fyrrverandi hluthafa
Samvinnuferða-Landsýnar hf. um
tæpar fimmtíu milljónir króna vegna
meintrar ferðaskrifstofutryggingar,
en ferðaskrifstofan var tekin til
gjaldþrotaskipta hinn 28. nóvember
sl. Hluthafarnir neita allri ábyrgð á
greiðslu tryggingarinnar. Mál ráðu-
neytisins, þar sem krafist er viður-
kenningar á ábyrgðinni á hendur
hluthöfunum var þingfest fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Þeir hluthafar sem í hlut eiga eru:
Búnaðarbanki Íslands hf. v. Gilding-
ar ehf. sem sameinast hefur bankan-
um, Eignarhaldsfélag Alþýðubank-
ans hf., Flutningar ehf., dótturfélag
Vátryggingafélags Íslands hf., og
Ker hf., áður Olíufélagið hf.
Hinn 1. október 2001 rann út
ferðaskrifstofutrygging Samvinnu-
ferða-Landsýnar hf. Samgönguráðu-
neytið hafði lýst því yfir að leyfi fé-
lagsins til ferðaskrifstofureksturs
yrði afturkallað, í samræmi við lög
um skipulag ferðamála, ef ekki yrði
ný trygging sett fyrir það tímamark.
Hinn 28. september 2001 var sam-
gönguráðuneytinu afhent yfirlýsing
framangreindra hluthafa, sem jafn-
framt voru fjórir stærstu hluthafar
félagsins, þar sem þeir samþykktu,
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins, að gangast í hlutfallslega
bakábyrgð miðað við innbyrðis eign-
arhlut hvers og eins í félaginu, til
tryggingar á allt að 125 milljóna
króna ábyrgð sem gefin yrði út af
viðskiptabanka, sparisjóði eða vá-
tryggingarfélagi. Slík trygging hafði
ekki verið gefin út við gjaldþrota-
skipti félagsins, og því telja hluthaf-
arnir sig ekki bera ábyrgð. Sam-
gönguráðuneytið telur ábyrgðina
hins vegar gilda og krefst staðfest-
ingar dómstóla á gildi hennar.
Samkvæmt lögum um skipulag
ferðamála geta ferðaskrifstofutrygg-
ingar verið með þrennum hætti: Í
formi reiðufjár, fjár á bundnum
reikningi í nafni samgönguráðuneyt-
isins, eða ábyrgðar frá banka eða vá-
tryggingarfélagi.
Engin slík trygging var í gildi við
gjaldþrot Samvinnuferða-Landsýn-
ar hf. samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins. Samgönguráðu-
neytið hafði m.a. hafnað tryggingu
sem boðin hafði verið frá Eignar-
haldsfélagi Alþýðubankans hf. og
taldi slíka tryggingu andstæða
ákvæðum laga um skipulag ferða-
mála. Nú telur ráðuneytið hins vegar
„bakábyrgð“ framangreindra hlut-
hafa vegna væntanlegrar tryggingar
frá banka og/eða vátryggingarfélagi
fullgilda tryggingu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins virðist sem stærsti hluti
ferðaskrifstofutryggingar Sam-
vinnuferða-Landsýnar hf. á árinu
2001 fram til 1. október 2001 hafi ver-
ið ógildur, án þess að fyrirsvarsmenn
félagsins eða starfsmenn ráðuneyt-
isins hafi gert sér grein fyrir því.
Þannig hafi félagið líklega verið
ótryggt að mestu um langan tíma. Á
móti komi að þegar félagið var tekið
til gjaldþrotaskipta, þá hafi fjöldi
ferðamanna á vegum skrifstofunnar
verið óverulegur samanborið við há-
annatíma. Ef komið hefði til gjald-
þrotaskipta ferðaskrifstofunnar síð-
sumars eða haustið 2001, hefðu
fjárkröfur á ráðuneytið getað numið
hundruðum milljóna í stað tuga millj-
óna nú.
Gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða-Landsýnar hf.
Hluthafar hafna ábyrgð á
ferðaskrifstofutryggingu
Samgönguráðuneytið höfðar mál til
staðfestingar meintri ábyrgð
GUÐMUNDUR Bjarnason, bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar, segir það aug-
ljóst að bandaríska álfyrirtækið Al-
coa undirbúi ákvörðun sína um
mögulega þátttöku í byggingu álvers
á Reyðarfirði af fullri alvöru og ein-
urð.
Guðmundur átti ásamt öðrum
heimamönnum á Austfjörðum og
talsmönnum stjórnvalda fund í gær
með Michael Baltzell, aðalsamninga-
manni Alcoa, og tveimur verkfræð-
ingum frá bandarísku ráðgjafafyrir-
tæki og sýndi þeim álverslóðina við
Hraun á Reyðarfirði. Sjávarútvegs-
fyrirtæki í Fjarðabyggð voru einnig
heimsótt.
Guðmundur sagði í samtali við
Morgunblaðið að unnið væri að mál-
inu af fullum krafti. Niðurstaðna hjá
Alcoa væri að vænta á næstu vikum,
um það hvort fyrirtækið ætlaði í
formlegar viðræður við íslensk
stjórnvöld.
„Ég tel að við höfum getað sann-
fært þá um að við gætum tekið á
móti verkefninu. Við kynningu á
verkefninu fyrir nýjum aðilum hjálp-
ar það okkur mjög mikið að öll und-
irbúningsvinna hefur farið fram,“
sagði Guðmundur.
Fulltrúar Alcoa komu aftur til
Reykjavíkur í gærkvöldi og munu
eiga hér fleiri fundi með stjórnvöld-
um áður en þeir fara utan til Banda-
ríkjanna.
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar tók á móti fulltrúum Alcoa í gær
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Fulltrúar stjórnvalda og heimamanna á Austfjörðum sýndu fulltrúum Alcoa álverslóðina í blíðskaparveðri við
Reyðarfjörð í gær. Frá vinstri eru það Finnur Ingólfsson, formaður viðræðunefndar stjórnvalda í álversmálum,
Valgeir Kjartansson frá Hönnun, Garðar Ingvarsson frá orkusviði Fjárfestingarstofunnar, Michael Baltzell, að-
alsamningamaður Alcoa, og Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Vinna að málinu af áhuga
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í
nýju áliti komist að þeirri niðurstöðu
að úrskurður sjávarútvegsráðuneyt-
isins hafi ekki verið í samræmi við lög
þegar staðfest var ákvörðun Fiski-
stofu um að breyta nýtingarstuðlum
togarans Venusar HF-519, sem Hval-
ur hf. gerir út. Beinir umboðsmaður
þeim tilmælum til ráðuneytisins að
það taki mál Hvals hf. til endurskoð-
unar, komi fram ósk þess efnis.
Í úrskurði ráðuneytisins og ákvörð-
un Fiskistofu var einkum beitt 9. og
10. gr. reglugerðar (nr.511/1998) um
mælingar á vinnslunýtingu skipa sem
vinna afla um borð. Eftir úttekt
tveggja eftirlitsmanna á nýtingarsýn-
um úr afla Venusar í desember árið
1999 taldi Fiskistofa ákveðið misræmi
vera milli vinnslusýna af hausskorn-
um gullkarfa annars vegar og nýting-
arsýna og skýrslu skipstjóra um
vinnslunýtingu í veiðiferðinni á sömu
fisktegund hins vegar. Nýtingarsýni
samanstóðu af 20 fiskum sem alls
vógu 9,44 kíló en vinnslusýni höfðu að
geyma 21 fisk sem vógu 7,66 kíló.
Í kjölfarið ákvað Fiskistofa að
lækka nýtingarstuðul í umræddri
veiðiferð um 3% og um 1,5% í næstu
ferð. Þessu mótmælti útgerð Venusar
og sendi kæru til sjávarútvegsráðu-
neytisins, sem síðar staðfesti ákvörð-
un Fiskistofu með úrskurði í maí árið
2000. Í framhaldi af því var send
kvörtun til umboðsmanns Alþingis frá
lögmanni Hvals þar sem því var hald-
ið fram að úrskurður ráðuneytisins og
ákvörðun Fiskistofu hefðu ekki verið í
samræmi við lög. Var því m.a. haldið
fram að tiltekin ákvæði reglugerðar
um mælingar á vinnslunýtingu um
borð í skipum sem vinna eigin afla,
fælu í sér viðurlög sem ættu sér ekki
lagastoð.
Ákvörðun nýtingarstuðla hefur
mikla fjárhagslega þýðingu
Í áliti sínu minnir umboðsmaður á
að ákvörðun nýtingarstuðla sé mik-
ilvægur þáttur við útreikning á afla
veiðiskipa. Slíkar ákvarðanir hafi því
verulega fjárhagslega þýðingu fyrir
þá útgerð sem að baki skipi stendur.
Umboðsmaður segist ekki geta full-
yrt að Fiskistofu hafi verið heimilt,
samkvæmt 9. gr. umræddrar reglu-
gerðar, að lækka nýtingarstuðul um
3% úr þeirri veiðiferð sem sýni voru
tekin af aflanum. Hann telur hins veg-
ar að það hafi ekki verið í samræmi
við lög að beita 10. gr. ákvæðisins með
því að lækka nýtingarstuðul úr næstu
veiðiferð um 1,5%. Ekki hafi verið
sýnt fram á það af hálfu ráðuneytisins
að sú ákvörðun Fiskistofu, að beita
þessu ákvæði, hafi byggst á sjónar-
miðum um að nauðsynlegt hafi verið
að leiðrétta nýtingarstuðla Venusar
meira en gert var.
Umboðsmaður Alþingis um nýtingarstuðul
skipa sem vinna eigin afla um borð
Úrskurður ráðu-
neytisins ekki í
samræmi við lög
BOEING 767 flugvél frá SAS-flug-
félaginu, á leiðinni frá Kaupmanna-
höfn til Seattle í Bandaríkjunum,
varð að lenda á flugvellinum í Syðri-
Straumfirði á Grænlandi í gærkvöldi
vegna sprengjuhótunar. Um borð
voru 203 manns, þar af 197 farþegar.
Þar sem engir sprengjuleitarsér-
fræðingar eru á Grænlandi óskaði
danska herstjórnin eftir aðstoð frá
Landhelgisgæslunni en sú beiðni var
afturkölluð seint í gærkvöldi þegar
búið var að kalla út tvo leitarmenn og
einn mann með leitarhund frá Kefla-
víkurflugvelli. Flugvél Flugmála-
stjórnar var þá tilbúin til brottfarar.
Ákveðið var í staðinn að senda
sprengjuleitarflokk frá Danmörku í
dag. Farþegarnir urðu því að gista í
Syðri-Straumfirði í nótt en senda
átti aðra vél þangað í dag til að halda
förinni áfram til Seattle.
Þegar flugvélin var um 200 mílur
norðvestur af Syðri-Straumfirði um
klukkan 18 sendi flugstjóri vélarinn-
ar frá sér neyðarkall til flugstjórn-
armiðstöðvarinnar í Reykjavík og
greindi frá því að borist hefði hótun
um sprengju um borð í flugvélinni.
Beiðni um
aðstoð aft-
urkölluð