Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isTeitur með vindinn í fangið í norsku knattspyrnunni / B4 FH-ingar deildabikar- meistarar í fyrsta sinn / B1 4 SÍÐUR Sérblöð í dag SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur krafið fjóra fyrrverandi hluthafa Samvinnuferða-Landsýnar hf. um tæpar fimmtíu milljónir króna vegna meintrar ferðaskrifstofutryggingar, en ferðaskrifstofan var tekin til gjaldþrotaskipta hinn 28. nóvember sl. Hluthafarnir neita allri ábyrgð á greiðslu tryggingarinnar. Mál ráðu- neytisins, þar sem krafist er viður- kenningar á ábyrgðinni á hendur hluthöfunum var þingfest fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Þeir hluthafar sem í hlut eiga eru: Búnaðarbanki Íslands hf. v. Gilding- ar ehf. sem sameinast hefur bankan- um, Eignarhaldsfélag Alþýðubank- ans hf., Flutningar ehf., dótturfélag Vátryggingafélags Íslands hf., og Ker hf., áður Olíufélagið hf. Hinn 1. október 2001 rann út ferðaskrifstofutrygging Samvinnu- ferða-Landsýnar hf. Samgönguráðu- neytið hafði lýst því yfir að leyfi fé- lagsins til ferðaskrifstofureksturs yrði afturkallað, í samræmi við lög um skipulag ferðamála, ef ekki yrði ný trygging sett fyrir það tímamark. Hinn 28. september 2001 var sam- gönguráðuneytinu afhent yfirlýsing framangreindra hluthafa, sem jafn- framt voru fjórir stærstu hluthafar félagsins, þar sem þeir samþykktu, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, að gangast í hlutfallslega bakábyrgð miðað við innbyrðis eign- arhlut hvers og eins í félaginu, til tryggingar á allt að 125 milljóna króna ábyrgð sem gefin yrði út af viðskiptabanka, sparisjóði eða vá- tryggingarfélagi. Slík trygging hafði ekki verið gefin út við gjaldþrota- skipti félagsins, og því telja hluthaf- arnir sig ekki bera ábyrgð. Sam- gönguráðuneytið telur ábyrgðina hins vegar gilda og krefst staðfest- ingar dómstóla á gildi hennar. Samkvæmt lögum um skipulag ferðamála geta ferðaskrifstofutrygg- ingar verið með þrennum hætti: Í formi reiðufjár, fjár á bundnum reikningi í nafni samgönguráðuneyt- isins, eða ábyrgðar frá banka eða vá- tryggingarfélagi. Engin slík trygging var í gildi við gjaldþrot Samvinnuferða-Landsýn- ar hf. samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Samgönguráðu- neytið hafði m.a. hafnað tryggingu sem boðin hafði verið frá Eignar- haldsfélagi Alþýðubankans hf. og taldi slíka tryggingu andstæða ákvæðum laga um skipulag ferða- mála. Nú telur ráðuneytið hins vegar „bakábyrgð“ framangreindra hlut- hafa vegna væntanlegrar tryggingar frá banka og/eða vátryggingarfélagi fullgilda tryggingu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins virðist sem stærsti hluti ferðaskrifstofutryggingar Sam- vinnuferða-Landsýnar hf. á árinu 2001 fram til 1. október 2001 hafi ver- ið ógildur, án þess að fyrirsvarsmenn félagsins eða starfsmenn ráðuneyt- isins hafi gert sér grein fyrir því. Þannig hafi félagið líklega verið ótryggt að mestu um langan tíma. Á móti komi að þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta, þá hafi fjöldi ferðamanna á vegum skrifstofunnar verið óverulegur samanborið við há- annatíma. Ef komið hefði til gjald- þrotaskipta ferðaskrifstofunnar síð- sumars eða haustið 2001, hefðu fjárkröfur á ráðuneytið getað numið hundruðum milljóna í stað tuga millj- óna nú. Gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða-Landsýnar hf. Hluthafar hafna ábyrgð á ferðaskrifstofutryggingu Samgönguráðuneytið höfðar mál til staðfestingar meintri ábyrgð GUÐMUNDUR Bjarnason, bæjar- stjóri Fjarðabyggðar, segir það aug- ljóst að bandaríska álfyrirtækið Al- coa undirbúi ákvörðun sína um mögulega þátttöku í byggingu álvers á Reyðarfirði af fullri alvöru og ein- urð. Guðmundur átti ásamt öðrum heimamönnum á Austfjörðum og talsmönnum stjórnvalda fund í gær með Michael Baltzell, aðalsamninga- manni Alcoa, og tveimur verkfræð- ingum frá bandarísku ráðgjafafyrir- tæki og sýndi þeim álverslóðina við Hraun á Reyðarfirði. Sjávarútvegs- fyrirtæki í Fjarðabyggð voru einnig heimsótt. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið væri að mál- inu af fullum krafti. Niðurstaðna hjá Alcoa væri að vænta á næstu vikum, um það hvort fyrirtækið ætlaði í formlegar viðræður við íslensk stjórnvöld. „Ég tel að við höfum getað sann- fært þá um að við gætum tekið á móti verkefninu. Við kynningu á verkefninu fyrir nýjum aðilum hjálp- ar það okkur mjög mikið að öll und- irbúningsvinna hefur farið fram,“ sagði Guðmundur. Fulltrúar Alcoa komu aftur til Reykjavíkur í gærkvöldi og munu eiga hér fleiri fundi með stjórnvöld- um áður en þeir fara utan til Banda- ríkjanna. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar tók á móti fulltrúum Alcoa í gær Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Fulltrúar stjórnvalda og heimamanna á Austfjörðum sýndu fulltrúum Alcoa álverslóðina í blíðskaparveðri við Reyðarfjörð í gær. Frá vinstri eru það Finnur Ingólfsson, formaður viðræðunefndar stjórnvalda í álversmálum, Valgeir Kjartansson frá Hönnun, Garðar Ingvarsson frá orkusviði Fjárfestingarstofunnar, Michael Baltzell, að- alsamningamaður Alcoa, og Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Vinna að málinu af áhuga UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í nýju áliti komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður sjávarútvegsráðuneyt- isins hafi ekki verið í samræmi við lög þegar staðfest var ákvörðun Fiski- stofu um að breyta nýtingarstuðlum togarans Venusar HF-519, sem Hval- ur hf. gerir út. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins að það taki mál Hvals hf. til endurskoð- unar, komi fram ósk þess efnis. Í úrskurði ráðuneytisins og ákvörð- un Fiskistofu var einkum beitt 9. og 10. gr. reglugerðar (nr.511/1998) um mælingar á vinnslunýtingu skipa sem vinna afla um borð. Eftir úttekt tveggja eftirlitsmanna á nýtingarsýn- um úr afla Venusar í desember árið 1999 taldi Fiskistofa ákveðið misræmi vera milli vinnslusýna af hausskorn- um gullkarfa annars vegar og nýting- arsýna og skýrslu skipstjóra um vinnslunýtingu í veiðiferðinni á sömu fisktegund hins vegar. Nýtingarsýni samanstóðu af 20 fiskum sem alls vógu 9,44 kíló en vinnslusýni höfðu að geyma 21 fisk sem vógu 7,66 kíló. Í kjölfarið ákvað Fiskistofa að lækka nýtingarstuðul í umræddri veiðiferð um 3% og um 1,5% í næstu ferð. Þessu mótmælti útgerð Venusar og sendi kæru til sjávarútvegsráðu- neytisins, sem síðar staðfesti ákvörð- un Fiskistofu með úrskurði í maí árið 2000. Í framhaldi af því var send kvörtun til umboðsmanns Alþingis frá lögmanni Hvals þar sem því var hald- ið fram að úrskurður ráðuneytisins og ákvörðun Fiskistofu hefðu ekki verið í samræmi við lög. Var því m.a. haldið fram að tiltekin ákvæði reglugerðar um mælingar á vinnslunýtingu um borð í skipum sem vinna eigin afla, fælu í sér viðurlög sem ættu sér ekki lagastoð. Ákvörðun nýtingarstuðla hefur mikla fjárhagslega þýðingu Í áliti sínu minnir umboðsmaður á að ákvörðun nýtingarstuðla sé mik- ilvægur þáttur við útreikning á afla veiðiskipa. Slíkar ákvarðanir hafi því verulega fjárhagslega þýðingu fyrir þá útgerð sem að baki skipi stendur. Umboðsmaður segist ekki geta full- yrt að Fiskistofu hafi verið heimilt, samkvæmt 9. gr. umræddrar reglu- gerðar, að lækka nýtingarstuðul um 3% úr þeirri veiðiferð sem sýni voru tekin af aflanum. Hann telur hins veg- ar að það hafi ekki verið í samræmi við lög að beita 10. gr. ákvæðisins með því að lækka nýtingarstuðul úr næstu veiðiferð um 1,5%. Ekki hafi verið sýnt fram á það af hálfu ráðuneytisins að sú ákvörðun Fiskistofu, að beita þessu ákvæði, hafi byggst á sjónar- miðum um að nauðsynlegt hafi verið að leiðrétta nýtingarstuðla Venusar meira en gert var. Umboðsmaður Alþingis um nýtingarstuðul skipa sem vinna eigin afla um borð Úrskurður ráðu- neytisins ekki í samræmi við lög BOEING 767 flugvél frá SAS-flug- félaginu, á leiðinni frá Kaupmanna- höfn til Seattle í Bandaríkjunum, varð að lenda á flugvellinum í Syðri- Straumfirði á Grænlandi í gærkvöldi vegna sprengjuhótunar. Um borð voru 203 manns, þar af 197 farþegar. Þar sem engir sprengjuleitarsér- fræðingar eru á Grænlandi óskaði danska herstjórnin eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni en sú beiðni var afturkölluð seint í gærkvöldi þegar búið var að kalla út tvo leitarmenn og einn mann með leitarhund frá Kefla- víkurflugvelli. Flugvél Flugmála- stjórnar var þá tilbúin til brottfarar. Ákveðið var í staðinn að senda sprengjuleitarflokk frá Danmörku í dag. Farþegarnir urðu því að gista í Syðri-Straumfirði í nótt en senda átti aðra vél þangað í dag til að halda förinni áfram til Seattle. Þegar flugvélin var um 200 mílur norðvestur af Syðri-Straumfirði um klukkan 18 sendi flugstjóri vélarinn- ar frá sér neyðarkall til flugstjórn- armiðstöðvarinnar í Reykjavík og greindi frá því að borist hefði hótun um sprengju um borð í flugvélinni. Beiðni um aðstoð aft- urkölluð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.