Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 25
Líkamsrækt á ljúfum nótum
NÝTT:
Private Spa Body Collection
Láttu eftir þér dálítið dekur með árangursríkum
snyrtivörum, sem veita líkama þínum það sem hann þarfnast.
Hér er um að ræða nýjar og sérlega mildar efnablöndur, sem
sameina skynsamlega húðhirðu og líkamsrækt á ljúfum nótum
Tækifærið þitt
til að kynnast ýmsum vörum frá Estée Lauder á hagstæðu verði.
Kynntu þér tilboðin í verslunum Lyfju.
Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í Lyfju Smáratorgi í dag, miðvikudag
kl. 13–18 og Lyfju Lágmúla föstudag, kl. 13-18.
www.esteelauder.com
Albert Camus, Frakklandi, (1913-1960), Útlendingurinn.
Alfred Döblin, Þýskalandi, (1878-1957), Berlin Alexanderplatz.
Anton P. Tsjekov, Rússlandi, (1860-1904), Valdar sögur.
Astrid Lindgren, Svíþjóð, (1907-2002), Lína langsokkur.
Charles Dickens, Englandi, (1812-1870), Glæstar vonir.
Chinua Achebe, Nígeríu (f. 1930), Things Fall Apart.
D.H. Lawrence, Englandi, (1885-1930), Synir og elskhugar.
Denis Diderot, Frakklandi (1713-1784),
Jakob forlagasinni og meistari hans.
Dante Alighieri, Ítalíu, (1265-1321), Hinn guðdómlegi gleðileikur.
Edgar Allan Poe, Bandaríkjunum, (1809-1849), Sögur.
Elsa Morante, Ítalíu, (1918-1985), Mannkynssaga.
Emily Bronte, Englandi, (1818-1848), Fýkur yfir hæðir.
Ernest Hemingway, Bandaríkjunum, (1899-1961),
Gamli maðurinn og hafið.
Evrípídes, Grikklandi, (um 480-406 f.K.), Medea.
Federico Garcia Lorca, Spáni, (1898-1936), Tatarasöngvar.
Fernando Pessoa, Portúgal, (1888-1935), The Book of Disquiet.
Fjodor M. Dostojevskí, Rússlandi, (1821-1881),
Glæpur og refsing, Fávitinn, Karamazovbræðurnir, The Possessed.
Francois Rabelais, Frakklandi, (1495-1553), Gargantúa og Pantagrúel.
Franz Kafka, Bæheimi, (1883-1924), Réttarhöldin, Bæheimskastali.
Gabriel Garcia Marquez, Kólombíu, (b. 1928),
Hundrað ára einsemd, Ást á tímum kólerunnar.
Geoffrey Chaucer, Englandi, (1340-1400), Kantaraborgarsögur.
George Eliot, Englandi, (1819-1880), Middlemarch.
George Orwell, Englandi, (1903-1950), 1984.
Giacomo Leopardi, Ítalíu, (1798-1837), Ljóðasafn.
Gilgamesh, Mesopótamíu (um 1800 f.K.).
Giovanni Boccaccio, Ítalíu, (1313-1375), Dekameron.
Gustave Flaubert, Frakklandi, (1821-1880),
Frú Bóvarý, A Sentimental Education.
Günter Grass, Þýskalandi, (f. 1927), Blikktromman.
Halldór Laxness, Íslandi, (1902-1998), Sjálfstætt fólk.
Hans Christian Andersen, Danmörku, (1805-1875), Sögur og ævintýri.
Henrik Ibsen, Noregi (1828-1906), Brúðuhúsið.
Herman Melville, Bandaríkjunum, (1819-1891), Moby Dick.
Hómer, Grikklandi, (700 fyrir Krist), Ilíonskviða, Odysseifskviða.
Honore de Balzac, Frakklandi, (1799-1850), Old Goriot.
Italo Svevo, Ítalíu, (1861-1928), Játningar Zenos.
Jalal ad-din Rumi, Íran, (1207-1273), Mathnawi.
James Joyce, Írlandi, (1882-1941), Ódysseifur.
Jane Austen, Englandi, (1775-1817), Hroki og hleypidómar.
Johann Wolfgang von Goethe, Þýskalandi, (1749-1832), Fást.
Joao Guimaraes Rosa, Brasilíu, (1880-1967), El pacto con el diablo.
Jobsbók, Ísrael, (600-400 f.K)
Jonathan Swift, Írlandi, (1667-1745), Ferðir Gúllivers.
Juan Rulfo, Mexíkó, (1918-1986), Pedro Paramo.
Jorge Luis Borges, Argentínu, (1899-1986), Smásagnasafn.
Jose Saramago, Portúgal, (f. 1922), Blinda.
Joseph Conrad, Englandi, (1857-1924), Nostromo.
Louis-Ferdinand Celine, Frakklandi, (1894-1961), Ferð til loka nætur.
Paul Celan, Rúmeníu/Frakklandi, (1920-1970), Ljóð.
Knut Hamsun, Noregi, (1859-1952), Sultur.
Kalidasa, Indlandi, (um 400), The Recognition of Sakuntala.
Laurence Sterne, Írlandi, (1713-1768),
The Life and Opinions of Tristram Shandy.
Leo Tolstoy, Rússlandi, (1828-1910),
Stríð og friður, Anna Karenina, Dauði Ívans Ilítsj og fleiri sögur.
Lu Xun, Kína (1881-1936), Dagbók brjálæðings og aðrar sögur.
Mahabharata, Indlandi, (um 500 f. K)
Marcel Proust, Frakklandi, (1871-1922), Í leit að glötuðum tíma.
Marguerite Yourcenar, Frakklandi, (1903-1987), Minningar Hadrians.
Mark Twain, Bandaríkjunum, (1835-1910), Stikilsberja-Finnur.
Michel de Montaigne, Frakklandi, (1533-1592), Ritgerðir.
Miguel de Cervantes Saavedra, Spáni, (1547-1616), Don Kíkóti.
Naguib Mahfouz, Egyptalandi, (f. 1911), Börnin í Gebelawi.
Nikos Kazantzakis, Grikklandi, (1883-1957), Grikkinn Zorba.
Nikolai Gogol, Rússlandi, (1809-1852), Dauðar sálir.
Njáls saga, Íslandi, (um 1300).
Óvíd, Ítalíu, (43-17 e.Kr.), Umbreytingar.
Ralph Ellison, Bandaríkjunum, (1914-1994), Ósýnilegi maðurinn.
Robert Musil, Austurríki, (1880-1942), Maður án mannkosta.
Salman Rushdie, Indlandi/Bretlandi, (f. 1947), Miðnæturbörnin.
Samuel Beckett, Írlandi, (1906-1989),
Trilogy: Molloy, Malone Dies, The Unnamable.
Sheikh Musharrif ud-din Sadi, Íran, (um 1200-1292) Orkídean.
Shikibu Murasaki, Japan, Saga Genji Genji.
Sófókles, Grikklandi, (496-406 f.K.), Ödipus konungur.
Stendhal, Frakklandi, (1783-1842), Rauður og svartur.
Toni Morrison, Bandaríkjunum, (b. 1931), Ástkær.
Thomas Mann, Þýskalandi, (1875-1955), Buddenbrooks, Töfrafjallið.
Tayeb Salih, Súdan, (f. 1929), Season of Migration to the North.
Yasunari Kawabata, Japan, (1899-1972), Hljóð fjallsins.
Valmiki, Indlandi, (um 300 f. K.), Ramayana.
Virgil, Ítalíu, (70-19 f. K.), Eneusarkviða.
Virginia Woolf, Englandi, (1882-1941), Mrs. Dalloway, To the Lighthouse.
Vladimir Nabokov, Rússlandi/Bandaríkjunum, (1899-1977), Lolita.
Walt Whitman, Bandaríkjunum, (1819-1892), Leaves of Grass.
William Faulkner, Bandaríkjunum, (1897-1962),
Absalom, Absalom! og and The Sound and the Fury.
William Shakespeare, Englandi, (1564-1616),
Hamlet, Lér konungur og Óþelló.
Þúsund og ein nótt, Indland.
Hundrað bestu skáldverkin
SJÁLFSTÆTT fólk eftir Halldór Laxness og Njáls saga eru meðal 100 bestu skáldverka sögunnar samkvæmt vali 100
höfunda frá 54 löndum fyrir norsku bókaklúbbana sem birt var í gær. Valdi hver og einn tíu bækur, sem hann taldi meðal
þeirra bestu, og síðan bjuggu Norðmenn til lista yfir þær eitt hundrað sem oftast voru nefndar. Sagan Don Kíkóti eftir
Miguel de Cervantes var valin merkasta bókin en að öðru leyti var bókunum ekki raðað. Nokkrir höfundar áttu fleiri en
eina bók á listanum, þ.á m. Rússinn Fjodor Dostojevskí sem á fjórar. Listinn yfir bækurnar 100 er eftirfarandi: