Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 43 Ég var í bælinu þeg- ar Gauja var sungin til jarðar – á meðan á för hennar til jarðar – eins og það svo fallega heit- ir – stóð. Ég skammast mín núna fyrir þetta ljóta skróp og líka fyrir að hafa ekki skrifað þessa minning- argrein á réttum tíma. Það var mánudagur og ég hafði, aldrei þessu vant á þessum síðustu og skinheil- ögustu tímum, dottið í fangið á dýr- inu Bakkusi. Mánudagur með skít- ugt taugakerfi vill ekki sjá fólk, vill ekki setjast í kirkju innan um ókunnugt fólk og horfa á dauðann sem situr um að klípa mann. Maður finnur sér afsökun, ég hugsaði mér að neita því að Gauja væri dáin, halda áfram að ímynda mér að hún væri uppi á Landakoti og ég færi þangað næst þegar lappirnar á okk- ur Valda vildu. Færi svo á eftir í Landakotskirkjuna Maríumegin til að senda mystíkinni sem býr í litrík- um stjörnuþokunum kveðju frá henni. Kannski skrifa ég þetta til að sjá aftur hér í blaðinu myndina af Gauju yngri og fallegri en hún var þegar ég kynntist henni. Ég skil betur hvað hún var falleg gömul þegar ég sé hvað hún var falleg yngri. Þetta er kallað að eldast vel en er bara fegurð sem er svo sterk að jafnvel hrörnunin nær ekki að vinna á henni. Þetta er kallað að vera fal- legur að utan og innan. Það er auð- velt að vera fallegur að innan þegar maður er svo fallegur að utan að all- ir hafa frá því maður fæddist ósjálf- rátt fyllst blíðu við að sjá á manni ásjónuna. (Við verðum að fyrirgefa þeim sem eru súrir að innan, það er af því að það vildi enginn sjá þá.) Gauja var ein af þessum útvöldu fal- legu mannverum og uppfull af ein- hverju blíðu. Lífið er óréttlátt, Gauja var óskastelpa, fékk fína út- hlutun. Myndin af henni sýnir vel þessa fegurð, fegurð sem við dýrk- um svo mikið að hún felur í sér alla myndbreytingu þróunarsögunnar frá apa til manns. Þegar maður horfir á mynd eins og þessa verður sú sem á henni er lifandi og ilmandi aftur. Minningargreinarnar hér í Mogg- anum eru eitt af því skásta við ís- lenskt samfélag. Næstum allir opna sig hér, skrifa og segja öllum frá til- finningum sínum til þeirra sem voru að deyja. Þetta er hvergi í heiminum gert nema hér. Þetta hjálpar okkur að vinna gegn dauðanum, sefar þá sem skrifa og þá sem sakna. Það að geta ekki flett blaðinu sínu á morgn- ana án þess að fara gegnum margar síður af dauða minnir alla á þennan skratta sem svo gott er að geta hald- ið í fjarlægð. Dauðinn á sín fínu móment og minningargreinar undir- strika þau. Þegar nálægt fólk verður upplausninni ógurlegu að bráð, fær- ir dauðinn tengingu okkar við það í fókus. Við endurlifum þá sem voru að deyja og sjáum betur en áður hvers virði þeir voru okkur: Ég flutti í hús í litla vesturbænum fyrir tólf árum og þar með inn í ríki tveggja magnaðra eldri kvenna. Á neðri hæðinni var ríki Gauju og fyrir ofan mig ríki Þóru. Gauja var ekkja Lofts ljósmyndara og kvikmynda- gerðarmanns sem auglýsti svona: „Enginn lifir án lofts.“ Þóra var mikilúðlegt barnabarn séra Árna Þórarinssonar sem Þórbergur skrif- aði margfræga margra binda ævi- sögu eftir. Þær höfðu búið þarna alla tíð veðurbitnar eins og gömul skip um leið og þær voru ímynd horfins glæsileika. Milli þeirra ríkti þögult stríð sem ég skildi ekki alveg, í því GUÐRÍÐUR SVEINSDÓTTIR ✝ Guðríður Sveins-dóttir fæddist á Ásum í Skaftártungu 22. nóvember 1908. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi Landakoti 18. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni 29. apríl. var þvinguð nálægð og ótal áratugir. Þetta voru tvær flottar döm- ur dæmdar saman í hús ævilangt, líklega of flottar til að vera svo nálægt hvor annarri. Þeim kom aldrei vel saman en mér kom ágætlega saman við þær báðar. Þóra virtist hlýrri við fyrstu sýn, en Gauja reyndist miklu heitari. Gauja átti glæsilegt heimili í þessu stóra gamla skipstjórahúsi. Hún átti fallegasta sófasett sem ég hef séð, sem hún keypti í einni af ferðum sínum um Ameríku. Það var stórt og sterkt úr ótrúlega fínum viði, fallega útskorið, klæðið með fínan tón af grænum lit og indæla floskennda áferð. Það var klassi yfir því, forn og fágaður en um leið nú- tímalegur, sama blandan og í djúp- vitri fágun Gauju sjálfrar. Fjögurra íbúða hús eins og okkar Gauju eru dæmigerð fyrir Reykja- vík. Við hittum næstu nágranna miklu oftar en nánustu vini og ætt- ingja. Maður lendir í sinni skúffu of- an á fólki og undir fólki í húsi sem er svo illa einangrað að það má heyra karlmann uppi pissa á nóttunni. Það skiptir þess vegna ofboðslega miklu máli að lenda í húsi með góða tilfinn- ingu, með hlýlegu og fordómalausu fólki, sem leyfir manni að hafa loðna og skítuga ketti á göngunum og er ekki með of mikla yfirborðsmennsku varðandi sameignina, sem heimtar ekki dugnað í garðinum sem ekki er að finna í húsinu, né að húsið líti út eins og rjómaterta þegar sumir vilja að peningarnir, ef þeir eru þá til, fari annað. Ég hef verið heppin með nágranna. Gauja vó alltaf langmest í húsinu þótt hún væri örsmá og nett. Gauja var yndislega afslöppuð á köflum. Kunni að njóta og var barnslega sæt og glöð út af engu og öllu. Hún hafði eitthvað óhemju sterkt skaftfellskt í sér, einhvern karakter sem er sjaldgæfur núna, Þóra gamla uppi reyndar líka nema hvað það tengdi ég við Snæfellsnes. Núna er öll skapgerð í fólki að út- vatnast og blandast saman í þennan gráa lit sem kemur þegar lituðum leir er hnoðað saman. Þetta heitir samfélag fjölhyggju, en er eiginlega bara samfélag einslitra karakter- leysingja. Gauja var svo mikil per- sóna, ein og frjáls ekkja í fimmtíu ár. Það sópaði af henni. Þegar hún var hneyksluð á einhverju eða reið, sem hún var oft, sá ég jökul, hraun og sanda og skaftfellska kind stappa niður fæti. Það tók okkur Gauju tíma að kynnast, en það varð svo fast og hlý- legt eftir að við bundumst saman að það hefur sett svip á allt mitt líf. Hún var heitur og nálægur hluti af lífi mínu, hafði áhrif á það hvernig ég lagði út og mótaði tilfinninga- landslagið á mikilvægu tímabili í líf- inu. Ég er kannski núna fyrst að fatta að þessi frasi sem alltaf hefur farið í taugarnar á mér: „fjölskyldan er hornsteinn þjóðfélagsins“ er klassískur, þetta að byggja upp heimili og finna friðinn sinn í því, er eitthvað sem ég lenti í hálfóvart og var lengi bara svona auka að bauka við. Það er hægt að eiga fínan heim í sinni skúffu og láta sig engu skipta samfélagið. Gauja sagði: „Hvað ertu að skrifa bækur, þú átt að eignast annað barn.“ Hm, hugsaði ég og taldi herbergin, jú ég hafði pláss. Ég þakka Gauju það hreinlega að ég druslaðist til að eiga Valdimar. Hún sagði mér að eiga hann og ég gerði það! Hún var svo góð við hann, hann var svo lítill þegar hann fór niður til hennar einn og þau léku sér tím- unum saman með litla plastindjána á hvítum, svörtum og brúnum hestum. Hann fékk kleinur hjá Gauju sem Pálhanna mágkona hennar bakaði og ömmuna sem hann vantaði. Þetta skipti svo miklu máli. Hún kunni að byggja upp öryggi og sjálfstraust í viðkvæmu barni. Þau áttu í ástar- sambandi sem var mjög fallegt. Ég væri nú meiri auminginn ef ég not- aði ekki vettvang minningargrein- anna til að þakka allt þetta. Loksins er búið að mála herbergi Valda, beint fyrir ofan svefnher- bergi Gauju. Það er ljósblátt. Núna, úr því ég er búin að friða sam- viskuna með því að segja öllum hvað mér þykir vænt um Gauju, getur hún verið engill þar inni þegar hún vill. Ég sagði Valda að hún hefði þurft að deyja svo hann hefði getað fæðst. Hann varð skrítinn á svipinn og við hlógum að dauðanum. Maður kaupir lífið með því að eld- ast. Gauja keypti mikið og fínt líf, það sást á henni 93 ára. Ég mun faðma hana áfram eins og ég hef alltaf gert. Þegar við stöndum gegnt hvor annarri passar fyrir mig að leggja höfuðið á litla gamla kollinn hennar. Þannig snúumst við hringi í hvirfilbyl tíma og tilfinninga. Hún er taug sem kom í staðinn fyrir ömmu mína og mömmu sem dóu alltof ung- ar. Hún er hluti af mér sem gerir mér afar gott. Úr því að tímaferða- lög eru vísindalegur raunveruleiki er hún enn í blómakjólnum austur á Fossi og með Lofti á ferðalagi að kvikmynda. Og við erum alltaf vin- konur. Þórunn Valdimarsdóttir. Guðrún hóf hjúkrunarnám, en gat ekki lokið því vegna slyss og veikinda. Rakti ég það í þáttaröðinni Landar á Hafnarslóð í Tímanum 1989, en þá sneri Guðrún stafnhafinu heim til föð- urlandsins eftir 40 ára veru í Kaup- mannahöfn, og svo í Íslendingaþátt- um Dags á níræðisafmæli hennar fyrir hálfu 5. ári. Skal það ekki end- urtekið, því að hvert hlutverk hefur sinn tíma, persónusagan sína geymd og þakkarhugurinn um góðan vin á sitt óhlutbundna minningalíf, þar sem mætast fortíð og nútíð. Lengi síðast í Hafnarvistinni átti Guðrún Eiríksdóttir heima á Ourø- gade 22 á Austurbrú. Var þar raunar aðeins náttstaður hennar, samt prýði- legt og vel búið heimili. Hún var ein- hleyp, en svo félagslyndur og þjóð- rækinn sjálfboðaliði, að hún fór hvern morgun að kalla með strætisvagnin- um inn að Austurporti, hið næsta Húsi Jóns Sigurðssonar, en þar var hún alla jafna fram á kvöld, vinnu- spök og öllum hnútum kunnug í sam- komuhúsi landa sinna, sem komu og fóru. Ráðagóð og ræðin, þar sem hún sat við stóra hringborðið hjá af- greiðslunni og laðaði að gesti. – Sér- staklega skal getið starfsáranna, sem Bergljót Skúladóttir átti samfelldari og fleiri en aðrir í félagsheimilinu í Jónshúsi. Þær urðu brátt virktarvin- ir, og mátti þolgóð samvinna þeirra sín mikils í upphvatningu og úrræð- um. Námsmennirnir áttu hug og hjarta GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR ✝ Guðrún Eiríks-dóttir var fædd á Sandhaugum í Bárð- ardal 18. október 1907. Hún lézt á Ak- ureyri á laugardag fyrir páska, hinn 30. marz síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eiríkur Sigurðsson, f. á In- gjaldsstöðum í Ein- arsstaðasókn 1871, og Guðrún Jónsdótt- ir, f. 1883, Þorkels- sonar frá Víðikeri. Þau bjuggu á Sand- haugum 1906-1940, er Sigurður einkasonur þeirra tók við jörð og búi, en síðan Ei- ríkur sonur hans, sem enn býr á gamalgrónum heimastað fjöl- skyldunnar. - Systur Guðrúnar voru fjórar: Anna húsfrú á Sel- fossi, Kristín ljósmóðir á Hafra- læk, Sigríður ljósmóðir á Stokks- eyri og Rebekka húsfreyja á Kirkjubóli í Bjarnardal. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey. Guðrúnar, en hún var arfborin í menningar- sókn og félagshyggju Þingeyinga, sem var mótuð og rækt með skipulagðari almanna- heill fyrir augum þar eystra en annars staðar á landinu snemma á öld- inni, sem leið. Þess vegna naut hún sín í bezta lagi með stúdent- unum og öðru ungu námsfólki. Á hinu kunni fórnglöð lundin tök: að vera félagi þeirra, sem voru lífsleiðir og vegn- aði miður. Hún var bjartsýn og mundi tímana tvenna í samfélagslegum skilningi, og átti því auðveldara með að tala kjark í fólk. Hún umbar hina mörgu stjórn- málamenn af heimalandinu, sem komu til ræðuhalda í Húsi Jóns Sig- urðssonar, af ótrúlegri þrautseigju, en þegar listafólkið í bókmennt, leik og söng bar að garði, lék hún á als oddi. Eins og gefur að skilja var hljóðara hér heima um þann lífsþátt Guðrúnar, sem voru íslenzkir samtíðarmenn hennar í Höfn. Íslendingafélagið og svo hina fjölmörgu kunningja og vini hennar kynslóðar, sem áttu áratuga eða ævinlega vist í Borginni við Sund- ið. Hún var sæmd Fálkaorðunni fyrir félagsstörfin með Hafnar-Íslending- um, og þeim þakkarorðum, dýrmæt- ari en gull, samtíðarfólks af Fróni, sem naut vináttu hennar og trúnaðar í langri utanvistinni. – Þá var hún kjör- in heiðursfélagi bæði í Námsmanna- félaginu og Íslendingafélaginu. Guðrún Eiríksdóttir var þjóðmenn- ingar- og kirkjuvinur. Aðild hennar í starfi íslenzka safnaðarins í Höfn þakka ég heils hugar, og á þjónustu- árum forvera minna, sendiráðsprest- anna síra Jónasar Gíslasonar, síra Hreins Hjartarsonar og síra Jóhanns Hlíðar, var hún einn hinna traustu fé- laga í kirkjukórnum, en organistinn náinn vinur hennar, Axel Arnfjörð tónlistarkennari frá Bolungarvík. Um sama leyti og Guðrún fóru all margir Hafnar-Íslendingar heim, aldnir og eftir jafnvel 60 ára dvöl í Kaupmannahöfn eins og Ólafur Al- bertsson frá Hesteyri. Áttu þau sam- merkt, að ekki kom á þau hik á Kast- rupflugvellinum, litu þó aðeins við og veifuðu, án nokkurra svipbrigða. Leiðin út í flugvélina var sigurganga, af því að nú var víst, að ekki þyrfti að bíða dauða síns í Danmörku. Allt hef- ur sinn tíma, en Ísland var landið, þar sem moldin beið. Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum. 9# 0  +2+    0 # : :     1%4-3 DD12$$)+,> < )+ ;,") 4 )*JK 2    % )$),#$3-**  ):-#3-**  ) @:-:-#3-**  ,#$ ) 0-:-##  #*402 :-#3-** % ) ) :-##%                  &   :     #* <*L ")   #,#**$ +$# 0@" )  +$) $    - ! " # +     6  +    9#  2   0   + / 6   +0     /      */:    , #    *) #3-**   * %$$#   3"* *) ##  27  "#3-**  4 42 $2++)4 % 3              &>7 '& >       $ !   *    #  &;  ! )   #  +       6  +    2 * 342  4 42 4 4 42 % EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skila- frestur sem hér segir: Í sunnu- dags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birt- ingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.