Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ „STÖÐUGT fleiri ríki verða aðilar að Evrópusambandinu. Það er okk- ar val að standa fyrir utan og við verðum að gera það besta úr þeirri stöðu,“ segir Siri Bjerke í samtali við Morgunblaðið. Næringslivets Hovedorganisa- sjon (NHO) í Noregi eru hlynnt að- ild Noregs að Evrópusambandinu en þrýsta þó ekki á um að teknar verði upp aðildarviðræður eins og staðan er nú og nefna árið 2007 sem hugsanlegan tíma fyrir aðildarvið- ræður. Mjög æskilegt væri að auð- lindastefna ESB breyttist fyrst. Siri Bjerke er fyrrverandi um- hverfisráðherra Noregs, sat í rík- isstjórn Verkamannaflokksins undir forsæti Jens Stoltenberg þar til á síðasta ári þegar skipt var um stjórn. Bjerke tók þá við stöðu eins af fimm forstöðumönnum NHO sem um 16 þúsund fyrirtæki í Noregi eiga aðild að. Bjerke er forstöðu- maður stefnumótunar í atvinnulíf- inu. Þess má geta að hún tók við stöðunni af Kristin Clemet, sem nú er menntamálaráðherra Hægri- flokksins í ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik. Bjerke fjallaði um Evrópustefnu norskra atvinnurekenda á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í gær. Hún sagði EES-samninginn standa fyrir sínu í öllum málaflokkum en hann væri ekki hagstæður fiskútflutningi og orkugeiranum. Samvinna á milli Noregs og Íslands mikilvæg Siri Bjerke leggur áherslu á að hún sé ekki hér á landi til að taka þátt í íslenskri Evrópuumræðu, heldur til að kynna sér hana. „Það er að mínu mati mikilvægt að vita um hvað er rætt í mismunandi ríkj- um, sérstaklega á Íslandi, þar sem Noregur og Ísland standa bæði ut- an ESB og eru aðilar að EES-samn- ingnum. Það er mjög mikilvægt að Ísland og Noregur vinni saman. Það gerum við í því samstarfi sem tengt er EES-samningnum. Að mínu mati er einnig mikilvægt að samtök eins og samtök atvinnulífsins í báðum ríkjum eigi mikil samskipti sín á milli hvað Evrópumálin varðar, þrátt fyrir ólík sjónarmið og skoð- anir á sumum sviðum.“ En hver er stefna NHO í Evrópu- málum? „NHO hefur allt frá árinu 1972, þegar fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsl- an fór fram í Noregi, verið hlynnt aðild Noregs að Evrópusamband- inu. Það er markmið okkar að Nor- egur verði aðili en við viljum ekki þrýsta á um að taka upp aðildarvið- ræður eins og staðan er í dag, þetta er fremur langtímamarkmið. Það þurfa að eiga sér stað ákveðnar breytingar hjá þjóðinni áður en að- ildarviðræður geta átt sér stað á ný. Sumir telja mikilvægt að setja Evr- ópumálin á dagskrá í Noregi núna en NHO er ekki í þeirra hópi. Stefnumótun NHO nú gengur út á að auka þekkingu atvinnulífsins á EES-samningnum og notkun hans og halda Evrópuumræðu á lofti. Það er einnig hlutverk NHO að benda á það sem hefur áhrif á samkeppn- ishæfni norsks atvinnulífs og leiðir til að bæta samkeppniskilyrðin. Einnig að hvetja stjórnvöld til að minna á EES-samninginn, bæði í Noregi en ekki síður í Evrópusam- bandsríkjum þar sem hann vill oft gleymast vegna þeirra stóru verk- efna sem ESB vinnur nú að, eins og stækkun sambandsins. Við erum í stöðugu sambandi við norsk stjórn- völd um EES-samninginn og notk- un hans. Það er einnig okkar starf að benda á veikleika EES-samn- ingsins fyrir norskt atvinnulíf. Fyr- ir mikilvægan hluta af norskum sjávarútvegi virkar samningurinn ekki vel, þ.e. fyrir útflutning á fisk- afurðum. Þetta er stórt vandamál fyrir norskt atvinnulíf en stór hluti af atvinnulífinu eru fiskvinnslufyr- irtæki sem stunda útflutning.“ Hvernig er hægt að leysa þetta vandamál? „Það er ekki hægt að leysa þetta vandamál á viðunandi hátt miðað við núverandi ástand, að mati NHO. Þess vegna reynum við að gera það besta úr því sem við höfum, þ.e. EES-samningnum. ESB hefur gefið það skýrt til kynna að ekki sé vilji fyrir hendi til að ræða uppfærslu á EES-samningnum og því þarf að sætta sig við samninginn eins og hann er nú. NHO vill hvetja til upp- lýstrar umræðu um Evrópumálin og fræða atvinnulífið um allar hliðar EES-samningsins, þ.e. núverandi ástand. Það er svo undir norsku þjóðinni komið að ákveða endanlega hvað verður.“ Norska útgerðin ekki aðili að NHO NHO eru stærstu samtök innan atvinnulífsins í Noregi en uppbygg- ing samtakanna er ekki sú sama og á Íslandi. Fyrirtæki í fjármálaþjón- ustu eiga ekki aðild að NHO og að- eins hluti norska sjávarútvegarins á aðild að NHO, þ.e. fyrirtæki í fisk- eldi og fiskvinnslufyrirtæki. Hins vegar er útgerðin ekki hluti af NHO, heldur myndar hún sérstök samtök, Norges Fiskarlag. Norskir útvegsmenn eru yfirlýstir andstæð- ingar aðildar Noregs að ESB. Stefna NHO í Evrópumálum væri varla raunhæf ef útgerðin ætti aðild að NHO? „Í rauninni hefur það aldrei kom- ið til tals að Norges Fiskarlag verði hluti af NHO, burtséð frá Evrópu- umræðunni. Þetta hefur því aldrei verið neitt vandamál. En innan sumra annarra atvinnugreina sem eiga aðild að NHO er hins vegar andstaða við Evrópusambandsaðild. Þetta eru t.d. fyrirtæki í matvæla- iðnaði sem hafa efasemdir varðandi landbúnaðarstefnu ESB. Það er því mismunandi afstaða innan þeirra atvinnugreina sem eiga aðild að NHO, en meirihlutinn er hlynntur aðild.“ Í erindi sínu á aðalfundi SA sagði Siri Bjerke m.a. að það væri mik- ilvægt að auðlindastefna Evrópu- sambandsins myndi breytast. „En það er þó möguleiki að Evrópuum- ræðan komist á dagskrá í Noregi fyrr. Þetta er afar mikilvægur mála- flokkur og það verður eitthvað að breytast. Og það er í rauninni verið að vinna að því með endurskoðun fiskveiðistefnunnar.“ Bjerke vísar þarna fyrst og fremst til andstöðu norsku útgerðarinnar við fiskveiði- stefnu ESB, sem vegur þungt í at- vinnulífi landsins. Hún segir að þessi málaflokkur komi öllum ríkj- um við og hafi ekki sérstaklega með aðild Noregs að gera. Evrópuumræðan ekki á dagskrá fyrr en 2007 Bjerke nefndi í ávarpi sínu að norska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að EES-samningurinn verði látinn duga á hennar kjörtímabili og ef Evrópumálin komist á dagskrá, verði ríkisstjórnin að fara frá. „NHO er þeirrar skoðunar að Evr- ópumálin komist ekki á dagskrá fyr- ir næstu þingkosningar sem verða árið 2005 þannig að ríkisstjórnin þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu. Að okkar mati verða Evrópumálin ekki tekin á dagskrá fyrr en árið 2007, og í fyrsta lagi þá, það gæti orðið seinna. Það skapar ekki vandamál, þar sem breytingar á þessu mega ekki verða of hratt, að mati NHO. Það tekur mörg ár, án þess að við viljum setja niður ákveð- inn árafjölda.“ Bjerke bendir á að íbúar EFTA- ríkjanna verði sífellt lægra hlutfall af íbúum ESB-ríkja, þ.e. úr 8% í 1% árið 2005. Hún leggur áherslu á að menn geri sér grein fyrir að EFTA- ríkin eru að verða jaðarsvæði í Evr- ópu og við því verði að bregðast En hvernig er hægt að bregðast við þessari þróun? „NHO fylgir ákveðinni stefnu- mótun til að koma til móts við þessa þróun. EES-samningurinn er góður efnahagssamningur og við höfum lagt áherslu á að auka þekkingu á honum. Við höfum lagt áherslu á að gera norskt atvinnulíf, norsk fyr- irtæki, samtök og rannsóknarstofn- anir hæfari til að nýta þá möguleika sem eru fyrir hendi. Samkeppnis- hæfni er mjög mikilvæg og á það hefur NHO lagt mikla áherslu. Í þeim atvinnugreinum sem standa höllum fæti með Noreg utan ESB og EES-samningurinn kemur ekki til móts við, höfum við lagt mikla áherslu á nýsköpun, rannsóknir og þróun. Þetta er t.d. hluti sjávarút- vegarins og orkugeirans. Innri markaðurinn virkar hins vegar vel fyrir stærsta hluta norsks atvinnu- lífs.“ Á fundi ESB-ríkja í Lissabon fyr- ir tveimur árum var sú stefna mót- uð að hagkerfi Evrópusambandsins yrði sveigjanlegt þekkingarhagkerfi og samkeppnishæfni þess sú mesta í heimi fyrir árið 2010. Siri Bjerke segir nauðsynlegt að þau Evrópu- ríki sem standi utan ESB móti sér stefnu í takt við þessa ályktun og því hafi NHO beitt sér fyrir í Nor- egi. „Að okkar mati hafa norsk stjórnvöld ekki tekið það nógu al- varlega að nauðsynlegt sé að vinna samkvæmt sambærilegu markmiði í Noregi. Við þurfum að fylgjast með því hvað ESB gerir, hvaða markmið eru sett, hvernig árangur er mæld- ur og svo framvegis. Þetta þurfum við líka að gera, þannig að hægt sé að bera árangurinn saman frá ári til árs.“ steingerdur@mbl.is Aðild að ESB langtímamarkmið Siri Bjerke, forstöðumaður hjá NHO, Sam- tökum atvinnulífsins í Noregi, segir mikil- vægt að EFTA-ríkin átti sig á að þau eru að verða jaðarsvæði í Evrópu og við því þurfi að bregðast. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við Bjerke sem ávarpaði aðalfund SA. Morgunblaðið/Kristinn Siri Bjerke, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins í Noregi. LANDSSAMTÖK lífeyrissjóða héldu aðalfund sinn í gær og flutti Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, erindi á fundinum. Geir ræddi meðal annars um reglur sem settar hefðu verið um fjárfestingarstefnu lífeyr- issjóða í lífeyrislögunum, sem séu nú tæplega fjögurra ára gömul. Um ný- mæli hafi verið að ræða sem falið hafi í sér rýmkun á fjárfestingar- heimildum sjóðanna og að markmið- ið hafi verið að stuðla að því að þeir næðu góðri og tryggri ávöxtun til lengri tíma litið en stilltu áhættu í hóf. Geir sagði verulega breytingu hafa orðið á samsetningu eignasafna lífeyrissjóðanna eftir lagasetninguna og nú sé lögð aukin áhersla á fjár- festingar í hlutabréfum og erlendum verðbréfum. Hann sagði að hið aukna svigrúm sem lífeyrissjóðunum hefði verið veitt væri í samræmi við sjónarmið forsvarsmanna lífeyris- sjóða, skýrslur OECD og kenningar sem almennt séu viðurkenndar á hinum frjálsa fjármálamarkaði. En þessu frelsi fylgir að sögn Geirs mikil ábyrgð og mjög mikil- vægt sé að þeir sem málum stýri hjá sjóðunum axli þá ábyrgð, sérstak- lega í ljósi þess að hér sé að verulegu leyti um skyldubundinn sparnað að ræða sem einstaklingum sé ekki unnt að flytja annað ef þeim mislíki. Geir sagðist þess vegna telja afar mikilvægt að lífeyrissjóðirnir hygðu vel að þessum þætti starfsemi sinn- ar, ekki síst í ljósi reynslu undanfar- inna missera, þótt þessi mál bæri að meta í ljósi reynslu lengri tíma. Eignir uxu um 14,5% milli ára Þórir Hermannsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, flutti einnig ræðu á fundinum og sagði að árið í fyrra hefði verið lífeyrissjóð- unum erfitt, bæði hér á landi og er- lendis, og vísaði í því sambandi til lækkandi hlutabréfavísitalna. Hann sagði raunávöxtun íslensku lífeyris- sjóðanna hafa verið neikvæða tvö undanfarin ár, en ef litið væri til síð- ustu fimm ára væri meðalávöxtun al- mennt mjög viðunandi og staðan traust. Í ræðu Þóris kom fram að heildar- eignir lífeyrissjóðanna hafi um síð- ustu áramót verið 648 milljarðar króna. Þar af hafi erlendar eignir numið 21,2%, sem sé lækkun frá fyrra ári þegar þær numu 22,6% heildareignanna. Heildareignirnar hafi hins vegar vaxið um 14,5% milli ára og hrein eign lífeyrissjóðanna um áramót hafi svarað til 87% af vergri landsframleiðslu, sem sé aukning frá fyrra ári. Sjóðfélagalán hafi vaxið um 32% og verið 74 millj- arðar króna um áramót. Vöxturinn árið á undan hafi einnig verið mikill, eða 26%. Morgunblaðið/RAX Á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða gerði Geir H. Haarde fjármálaráð- herra fjárfestingarstefnu þeirra að umtalsefni. Eignir lífeyris- sjóða 87% af landsframleiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.