Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hetja er fallin í valinn. Heiðursval- kyrjan Jakobína Þormóðsdóttir lést þriðjudagskvöldið 30. apríl síðastlið- inn. Við sem ritum þessar línur vorum svo heppnar að fá að vera með í Val- kyrjuklúbbnum sem Jakobína stofn- aði. Jafnframt var hún formaður klúbbsins og stjórnaði yfirleitt því sem við tókum okkur fyrir hendur. Jakobína leiddi okkur saman, hóp kvenna sem hún kynntist á leið sinni gegnum lífið. Sumar okkar þekktu hana frá gamalli tíð, aðrar kynntust henni á síðustu árum. Jakobína þjáðist af sjúkdómi sem varð til þess að ung að árum varð hún blind, heyrnarlaus og hreyfihömluð. Andlega var hún heil, skipulögð og sterk. Minni hennar var með afbrigð- um gott. Áhugamál hennar voru mörg. Hún var vel lesin í sögu, bæði mannkynssögu og Íslandssögu. Sér- stakan áhuga hafði hún á goðafræði, víkingum og öllu sem tengdist þeim. Í tengslum við þetta áhugamál sitt stofnaði hún klúbbinn okkar, Val- kyrjuklúbbinn. Fyrir nokkrum árum kynntist hún Jóhannesi Viðari, eiganda Fjöru- krárinnar í Hafnarfirði. Reyndist hann Jakobínu einstakur vinur. Á Fjörukránni var hún alltaf velkomin með sína gesti, alltaf var pláss fyrir Valkyrjuklúbbinn og aðra gesti Jak- obínu, alveg sama hvernig á stóð. Á Jóhannes Viðar og hans fólk í Fjöru- kránni ómældar þakkir skildar fyrir einstaka gestrisni og velvild í garð Jakobínu. Víkingahátíðirnar voru henni mikið tilhlökkunarefni. Þar gat hún skoðað handverk unnið í víkinga- stíl, andað að sér lykt af opnum eldi og skynjað andrúmsloft víkingatím- ans. Það var mikil upplifun fyrir Jak- obínu þegar hún var fengin til að vera verndari fyrstu víkingahátíðarinnar. Það var einmitt á afmælisdegi henn- ar, 17. júní, sem hátíðin var sett. Einnig var Jakobína vígð fyrsta heið- ursvalkyrja í Fjörukránni. Jakobína skipulagði samkomur Valkyrjuklúbbsins með hliðsjón af gamla tímanum og gömlu tímatali. Við hittumst t.d. við sumarsólstöður og vetrarsólhvörf og héldum þorra- blót og vorblót. Þá notaði hún gömlu mánaðaheitin, t.d. í ljóðabók sinni Horfnir dagar. Hún hafði samband við Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoða og áttu þau í bréfaskriftum. Hún sendi hon- um m.a. ljóð sem hann leiðbeindi henni með. Dýrmætur dagur og ógleymanleg- ur í lífi Jakobínu var þegar hún fór í dagsferð upp í Borgarfjörð og var komið við á Draghálsi, þar sem verið var að heyja. Jakobína sat við lækjarnið og heyilm og fór með kvæðabálk fyrir Sveinbjörn sem hann hafði ort. Síðan var farið heim til hans og dreypt á galdradrykk. Mjög stórt skref í sjálfstæðisátt var tekið þegar Jakobína fékk íbúð í Oddshúsi og fór að halda heimili sjálf. Nú þurfti hún að hugsa fyrir öllu og skipuleggja. Þá kom enn betur í ljós hversu mikill mannþekkjari hún var. Henni tókst að sjá út hæfileika og hæfni starfsfólksins og skipulagði störf þess með það í huga. Suma bað JAKOBÍNA ÞORMÓÐSDÓTTIR ✝ Jakobína Þor-móðsdóttir fædd- ist á Þórseyri við Kópassker 17. júní 1962. Hún lést á heimili sínu 30. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Sig- ríður Vilhjálmsdótt- ir, f. 26. ágúst 1942, og Þormóður Egg- ertsson, f. 14. júní 1937, d. 3. mars 1999. Systkini Jakob- ínu eru Guðmundur Ari, f. 31. júlí 1963, og Guðrún Hulda, f. 17. mars 1968, d. 15. júlí 1980. Útför Jakobínu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. hún að lesa fyrir sig, aðra að skrifa sögur og ljóð, enn aðra að hreinsa íbúðina, baka, gera með sér leikfimi- æfingar, föndra fyrir jólin o.s.frv. Á þessum síðustu ár- um blómstraði hún og fann fyrir auknu sjálf- stæði sínu. Það þurfti ekki mikið til að veita henni mikla ánægju, t.d. þegar hún gat sjálf ákveðið að nú skyldi jólatréð sett upp og íbúðin skreytt. Smám saman náði hún auknum þroska í mannlegum samskiptum, hún hlustaði á skoðanir annarra og leiðbeiningar og tók síðan eigin ákvarðanir. Hún lét ekki ráðskast með sig. Það gefur augaleið að það er ekki auðvelt að skilja lífið og læra að setja sig í annarra spor í þeirri miklu einangrun sem Jakobína bjó við. Henni tókst að rjúfa einangrun sína og kynnast lífinu í kringum sig, sem hún hafði svo mikinn áhuga á, í gegn- um þá sem umgengust hana. Í tímaritsviðtali sem birtist við hana fyrir nokkru er Jakobína spurð hvort hún eigi sér ósk. Þá segist hún óska þess að mega halda þeirri heilsu sem hún hafði þá. Þetta segir mikið um æðruleysið, lífssýnina og kjark- inn sem henni var gefinn. Jakobína stóð á meðan stætt var og kunni að njóta augnabliksins, krafturinn og viljastyrkurinn sem bjó innra með henni var öflugur, hún var baráttukona. Við valkyrjurnar erum þakklátar fyrir allar góðar stundir með Jakob- ínu og fyrir að hafa fengið að verða samferða henni gegnum lífið, það auðgaði líf okkar allra. Sigríði móður hennar, Guðmundi bróður hennar og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Við kveðjum hana með eftirfarandi orðum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldr- egi, hveim er sér góðan getur. Valkyrjuklúbburinn. Í djúpið sígur sólin skær. Húmið blíða á hauðrið fríða draumblæju dökkri slær. Mánabjarma bundinn armi þakkar heimur þeim, sem bjó þreyttu hjarta í svefni ró. (Kristján Jónsson.) Að horfa á fegurð himinsins, lit- brigði náttúrunnar, hlusta á söng fuglanna og dást að liljum vallarins finnst okkur flestum eðlilegt. Það er svo sjálfsagður hluti af daglegu lífi okkar að við gleymum oft að njóta og þakka fyrir. Jakobína Þormóðsdóttir, kær vin- kona, sem við kveðjum í dag, fékk ekki að njóta þessara töfra náttúr- unnar en það var þó það sem hún þráði einna mest. Hún lifði mestan hluta ævi sinnar í húmi og þögn, þurfti að upplifa veröldina í gegnum aðra. Hún var skarpgreind og stál- minnug og fróðleiksfýsn hennar átti sér engin takmörk. Hún raðaði skipu- lega öllum upplýsingum í hirslur heilabús síns þar sem hún gat gengið að þeim vísum, líkt og hún hefði þær skráðar á blað fyrir framan sig. Þeg- ar okkur hinum, sem umgengumst hana, hætti til að gleyma ýmsu gátum við leitað til hennar okkur til glöggv- unar og aldrei stóð á svarinu. Í nær- veru hennar dýpkaði skilningur manns á mannlegu eðli og önnur sýn fékkst á tilveruna. Hún átti auðvelt með að skilja hismið frá kjarnanum og vandamálin urðu oft lítilfjörleg eftir samræður við hana. Heimur Jakobínu var hennar eigin þar sem auðugt ímyndunarafl fékk notið sín. Þennan heim hafði hún skapað sjálf og þar gat hún ferðast óheft og upp- lifað sín ævintýr í sátt og samlyndi við náttúruna og oftar en ekki voru fornar hetjur, fallegar dísir, víkingar og valkyrjur með í för. Hún veitti okkur innsýn í þennan heim með frá- sögnum og ljóðum sem hún orti á kjarnyrtri íslensku en það var henni hjartans mál að fara rétt með tungu- málið og átti hún til að benda fólki á að óþarft væri að „sletta“ þar sem nóg væri til af fallegum íslenskum orðum. Jakobína var svo lánsöm að geta látið sig dreyma, það var dýr- mæt gjöf sem henni hafði verið gefin og auðveldaði henni að sætta sig við hlutskipti sitt. Heilsteyptari og sterkari persóna en Jakobína er vandfundin og það eru örugglega fáir sem hefðu sætt sig við að vera fjötr- aðir í eigin líkama, tekið því af sama styrk og æðruleysi og hún gerði. Sér- hver dagur í lífi hennar var skipu- lagður og hún tókst á við öll verkefni af áhuga og krafti. Þær hetjur sem hún orti um í ljóðum sínum og dáðist að voru fyrirmyndir hennar, þær voru hugrakkar og létu aldrei bugast. Jakobína lifði lífi sínu í samræmi við það. Hún var sönn hetja. Far í friði kæra vinkona. Elsku Sigríður og Guðmundur Ari, hugur okkar er hjá ykkur. Álfheiður Björk Einarsdóttir, Arndís Björk Ásgeirsdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Vinkona mín, valkyrjan Jakobína, er látin. Er ég hóf störf í Öskjuhlíð- arskóla árið 1978 laðaðist ég fljótlega að henni. Í skólanum var einnig systir hennar, Hulda, en hún lést aðeins 12 ára gömul. Það sem einkenndi þessar systur var dugnaður og miklar gáfur. Jakobína fékk hrörnunarsjúkdóm þegar hún var tveggja ára gömul. Missti hún smám saman sjón, heyrn og jafnvægi. 17 ára gömul var hún komin í hjólastól. Jakobína lærði blindraletur en gat ekki notfært sér það þar sem fingur hennar krepptust að lófum. Hún nam orð sem skyld- menni hennar og vinir höfðu lesið fyr- ir hana með því að koma með næmum fingurgómum við barka þeirra eða þá með því að skrifað var á kinn hennar. Jakobína gat talað og var síyrkjandi. Hún hafði mikinn áhuga á íslensku máli og voru Íslendingasögurnar eitt helsta áhugamál hennar. Jakobína bjó innan þagnarmúra í líkamlegu myrkri en hún átti sér stóra drauma- heima. Hún hafði næma tilfinningu fyrir orðum, hrynjandi og rími enda gaf hún út ljóðabókina „Horfnir dag- ar“ árið 1990. Ég læt hér fylgja ljóðið Vorsól eftir Jakobínu um leið og ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur til móður hennar, bróður og annarra aðstandenda. Vorið kemur og vakna blómin, veðrið hlýnar og vorsólin árla rís, losnar af ám og vötnum allur klaki og hverfur hin kalda mjöll, fuglarnir kvaka og jurtir allar gróa, rennur áin tær um gilið. Vorinu fögnum við mest. Vornóttin er björt og mild. Síðan á kvöldin sest vorsólin. Sumarstundin er nú löng og góð. Hanna Pálsdóttir. Jakobína Þormóðsdóttir hefur kvatt lífið. Hún var einstök kona og líf hennar kröftugt tákn um hvað hægt er að gera andspænis þjáningum sem sækja manneskjurnar heim. Hún bjó yfir miklum viljastyrk sem bar hana yfir hindranir sem lífið lagði fyrir hana í ríkara mæli en aðr- ar manneskjur. Hindranir sem sögðu sjálfum þér að þú myndir aldrei geta horfst í augu við ef þær yrðu á lífs- vegi þínum. Afl hugarins var mikið og þegar augu og eyru lukust aftur ásamt þverrandi líkamlegum krafti varð hann uppspretta lífsins sem hún lifði. Hún glímdi við lífið á viturlegan hátt og var mögnuð fyrirmynd þeim sem búa við heilsuleysi svo áratugum skiptir eða fötlun hvers konar. Hún beitti frjóum huga og snörpum gegn ótímabærri ásókn hörnunar líkamans og náði að snúa vörn í andlega sókn. Hélt andlegri reisn fram til hinsta dags. Þó háð væri hún öðru fólki um alla hversdagslega hluti þá missti hún aldrei andlegt sjálfstæði sitt og kom þar til óbilandi vilji hennar til lífs. Hún sjálf var áskorun til sam- félags velferðar að búa henni sem andlega sjálfstæðum einstaklingi þau kjör að hún lifði mannsæmandi lífi. Eitt var það í fari Jakobínu sem hreif samfylgdarmenn hennar og var það lífsgleðin. Hún var hláturmild og hafði gaman af því spaugilega í mannlífinu, kímnigáfa hennar var hárfín og brást aldrei. Þessi létta lund hennar fleytti henni efalaust í gegnum marga erfiða stundina sem hún átti ein með sjálfri sér. Allar manneskjur eiga sína drauma og þrár. Jakobína var ófeim- in við að segja frá sínum heimi, von- um og vonbrigðum. Hún var raunsæ og hluti þess voru draumar hennar því svo er manneskjan flókinn vefur að það sem virðist í fyrstu sýn og á hverdagslegum mælikvarða dauð- legra manna vera andstætt hvort öðru dregur fram það sem er innsti kjarni hvers og eins. Sá sem lifir ekki í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni – sagði séra Jón Prímus og hvergi sannast þau orð betur en þegar horft er á líf Jakobínu Þormóðsdóttur. Sögur – einkum fornar og kvæði voru yndi hennar og eftirlæti – þær bjuggu í hugarheimi hennar sem hún deildi með öðrum. Þuldi drápur og kviður, rakti sögur og velti fyrir sér örlögum fólks. Þessi ljóð og sögur urðu grunnfesta í lífi hennar og hetjulund fornra kappa og valkyrja efldu henni ásmegin í dag- legum orrustum lífsins. Sjálf orti hún og skrifaði og gaf út. Jakobína var skapandi kona. Skáldkona og lífs- spekingur. Listakona og dýravinur – kisukona. Náttúrubarn sem naut þess að sitja í grænni lautu úti í sól- skininu og teyga að sér lífið. Fé- lagslynd þrátt fyrir torfarna leið til að ná sambandi við aðrar manneskj- ur. Líf hennar var aldrei tilgangs- laust né heldur varð það iðjuleysi að bráð. Þrautseigja hennar var með ólík- indum og uppgjöf andspænis þung- bæru heilsuleysi sem skorðaði líf hennar af kom ekki til greina: Þú skalt aldrei gefast upp! Vilji hennar til lífs var ægisterkur og aðlögunar- krafturinn ótrúlegur. Eftir samtal við hana var maður fullur aðdáunar og virðingar á þessari gáfuðu konu. Ýmsar spurningar vöknuðu eftir að hafa rætt við hana og djúpvitur orð ýmissa genginna spekinga mannlífs- ins um þjáningu og tilgang lífsins bönkuðu upp á í huga en dugðu í raun lítt þegar á hólminn var komið – líf hennar brá þeim undir annað sjón- arhorn og veitti nýja sýn til þess hvað kallast gæði lífsins hverju sinni þegar öllu var á botninn hvolft. Orðstír hennar deyr aldrei hjá þeim sem hlutu þann heiður að kynn- ast valkyrjunni, Jakobínu Þormóðs- dóttur. Guð blessi minningu hennar. Hreinn S. Hákonarson og fjölskylda. Elsku Jakobína okkar. Þú varst sönn heiðursvalkyrja og núna er ferðalagið mikla á víkingaslóðir hafið þar sem þú munt hitta alla vini þína, bæði víkinga og valkyrjur. Við erum þess fullvissar að í þeim hópi átt þú alltaf eftir að verða hrókur alls fagn- aðar eins og þér einni var lagið. Við vinkonurnar duttum í lukku- pottinn þegar við byrjuðum að vinna í Oddshúsi fyrir um þremur árum, því þá kynntumst við þér og fljótt urðum við þrjár mjög góðar vinkonur. Ósjaldan gekkst þú okkur í móð- urstað með ófáum gullkornum, ráð- um og bjartsýnni sýn þinni á lífið og tilveruna. Þá svöruðum við alltaf „já mamma“ og svo var mikið hlegið. Lífsviðhorf þitt var svo sannarlega smitandi. Ef við komum til þín og vorum kannski ekki alveg nógu vel upplagðar í það skiptið varst þú alltaf fljót að skynja það og tókst á svip- stundu að breyta því. Þú varst engum lík og kenndir okkur svo margt, sér- staklega stendur upp úr hvað þú varst alltaf jákvæð, skipulögð, stað- föst og ákveðin en sanngjörn. Við er- um miklu ríkari og betri manneskjur eftir að hafa kynnst þér. Manstu þegar þú bauðst okkur fyrst með þér á Fjörukrána, hvað það var gaman? Svo þegar við fórum þangað í desember síðastliðnum á jólahlaðborðið og átum á okkur gat? Alltaf fannst okkur jafngaman að koma þangað og aldrei þreyttist þú á því að bjóða með þér fólki á uppá- haldsstaðinn þinn. Og manstu þegar við buðum þér í kaffi heima hjá Haf- dísi á afmælinu þínu í fyrra? Það var góður dagur. Hvað með þegar þú og Harpa hélduð jólin saman hátíðleg fyrir tveimur árum? Það er eftir- minnileg kvöldstund, þú þurftir meira að segja að kenna henni að elda sósuna! Við eigum endalausar minningar um góðar stundir með þér. Valkyrjuklúbburinn var stolt þitt og í hann bauðst þú útvöldum vinkon- um þínum. Þú varst óþrjótandi í skipulagningu hinna og þessara sam- koma og varst alltaf með á hreinu hvað skyldi gera í það og það skiptið, nú síðast fyrir tveimur vikum var op- ið hús, eins og þú kallaðir það, hjá þér. Þegar þú bauðst okkur að ganga í valkyrjuklúbbinn þinn síðastliðið sumar urðum við upprifnar og þáðum það með þökkum. Það var gaman að fá að kynnast klúbbnum og hressum meðlimum hans en þó sérstaklega að fá að taka með þér þátt í því sem þér þótti hvað skemmtilegast að gera. Okkur langar til að láta fallegt ljóð, Norðurljósin, sem þú ortir á skerplu 1987, fylgja. Dvínandi norðurljós um dimma nótt, dísin í rekkju sinni blundar rótt, svífa norðurljósin á himninum hátt, hljóðlega sveima um norðurátt, fljúga norðurljósin yfir fjöllin, fagrir tunglsgeislar lýsa völlinn. Upp til himins horfi ég, heim geng ég langan veg. (Jakobína Þormóðsdóttir.) Þakka þér kæra vinkona fyrir allar eftirminnilegu samverustundirnar, minningarnar sem eftir lifa eru margar og fallegar. Þín verður sárt saknað. Þínar vinkonur, Hafdís og Harpa. Dimmu skýin dragast til og frá dansar skýjadísin þá sólin gægist gegnum skýin grá svífa skýin yfir fjöllin há. (Jakobína Þormóðsdóttir.) Mér finnst tilvalið að kveðja þig, kæra vinkona, með þessu ljóði þínu. Svo oft lýsti ég skýjunum fyrir þér. Þótt söknuðurinn sé sár og vondur gleðst ég með þér því nú hleypur þú um og bæði heyrir og sérð allt það sem þú hefur farið á mis við svo lengi. Hugur minn er fullur af þakklæti og kærleik fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og vera samferða þó að sú samvera yrði alltof stutt. Það er ekki lítils virði að hafa þekkt valkyrju eins og þig, dugnað þinn, æðruleysi, húm- orinn, sjálfsagann og gáfurnar. Ég held að að öðrum ólöstuðum hafir þú vinninginn í öllu þessu. Þú ert og verður sérstök í mínum huga og minninguna um okkar góðu stundir geymi ég ætíð. Elsku Sigríður, Guðmundur og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið minn æðri mátt að styrkja ykkur öll nú og ætíð. Hvíl í friði kæra vinkona Guðrún A. Benónýsdóttir. Þegar ég fór frá þér í hinsta sinn fékk ég lánaða bók, Eyðimerkur- blómið. Þú spurðir náttúrulega hvort hægt væri að treysta mér með bæk- ur? Ég hélt það nú! Þessi titill minnir mig á þig. Eyðimerkurblóm, ein- stakt, sjaldgæft og tákn um líf. Við í kringum þig vorum eyðimörkin á meðan þú varst skínandi blóm. Þegar blóm spretta upp finnst mér það ávallt tákn um líf og því finnst mér gott að líkja þér við blóm, þú varst svo lifandi manneskja og svo jákvæð, ekkert að velta þér upp úr neikvæðu hlutunum. Blóm í eyðimörk lifir á því vatni sem til fellur, það snýr sér í átt til sólar er vantar ljós. Blóm í eyðimörk gerir það sem það getur til að halda lífi. Ég hef aldrei kynnst annarri eins manneskju og er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Jakobínu. Þrátt fyrir stuttan tíma varð hún mjög stór partur af mínu lífi og það mun taka sinn tíma að venjast þessu. En það vita allir sem þekktu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.