Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 39
✝ Andrés Torfa-son fæddist á
Hlíðarenda í
Tálknafirði 27.
október 1916. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Patreks-
fjarðar 29. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Elísabet
Guðjónsdóttir, f. 15.
janúar 1897, d. 8.
sept 1986, og Torfi
Ólafsson, f. 18. sept
1888, d. 4. apríl
1967, en þau bjuggu
á Hlíðarenda í fáein
ár. Andrés var elstur ellefu
systkina, níu komust til fullorð-
insára: Kristinn, f. 29. sept
1917, d. 24. febr. 1974, Her-
mann, f. 26. apríl 1921, d. í júní
1995, Valdimar, f. 27. júlí 1922,
Guðrún J., f. 11. júní 1924, Guð-
ríður J., f. 8. apríl 1927, Ólafur,
f. 15. sept. 1928, Ásta, f. 23.
sept. 1932, og Unnur, f. 6. júní
1934.
Andrés kvæntist Kristínu
Ingimundardóttur 27. október
1948. Þau eiga þrjú börn: 1)
Ingimundur Guðberg, f. 20. júlí
1948, kvæntur Sigurjónu Krist-
ófersdóttur. Þau eiga þrjú börn:
a) Kristín Guðbjörg, gift Páli
Halldóri Halldórssyni, þau eiga
þrjár dætur; b) Lilja Bjarney,
sambýlismaður Ingimundur Óð-
inn Sverrisson, þau eiga einn
son; og c) Kristófer, sambýlis-
kona Anna Birna Björnsdóttir,
þau eiga tvær dætur. 2) Torfi
Elís, f. 16. apríl 1950, dóttir
hans er Ninja Dögg, sambýlis-
maður Hilmar Þór Pétursson,
þau eiga einn son. 3) Kristjana,
f. 12. apríl 1957, gift Heiðari
Inga Jóhannssyni,
þau eiga þrjú börn:
Andrés Már; Linda
Hlín, sambýlismað-
ur Hallur Geir
Heiðarsson, þau
eiga nýfædda dótt-
ur; og Hjalti Þór.
Langafabörnin eru
átta talsins á aldr-
inum tæplega tólf
ára til nokkurra
daga.
Andrés fluttist
með foreldrum sín-
um á Stóra-Laugar-
dal, þar sem þau
voru í húsmennsku, þar bjuggu
þau í húsi er Heimabær nefnd-
ist. Þaðan lá leiðin að Gileyri,
þar sem hann átti síðan heima
að heita má. Andrés fór snemma
að hjálpa til, eins og alsiða var í
þá daga. Hann fór ungur á ver-
tíð til Grindavíkur, var þar við
beitingu, hann var í vegavinnu,
bæði verkamaður og keyrði eig-
in vörubíl, enda átti hann og rak
fyrstu bifreiðina í einkaeign
sem kom í Tálknafjörð. Þá náði
vegurinn ekki nema að Gileyri.
Andrés og Kristín hófu bú-
skap á Gileyri, sem þau keyptu
af föður hans. Í þeirra búskap
voru öll hús á jörðinni byggð
upp en Andrés vann lengst af
samhliða búskapnum, hjá Hrað-
frystihúsi Tálknafjarðar, síðar
hjá hreppnum og loks við fisk-
eldi. Á Gileyri bjuggu þau þar
til í ársbyrjun 1999, og eftir það
á Heilbrigðisstofnun Patreks-
fjarðar.
Útför Andrésar verður gerð
frá kirkjunni á Þinghóli í
Tálknafirði í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Með örfáum orðum langar mig
að minnast afa á Gileyri.
Afi anaði aldrei að neinu og bjó
yfir stóískri ró og skipti vart
skapi, ekki svo ég muni í það
minnsta. Ég man þegar ég fékk að
vera á Gileyri á sumrin, þá var ég
að fara í sveit, þó ekki hafi verið
langt að fara frá Patreksfirði til
Tálknafjarðar. Á daginn vann afi í
frystihúsinu úti í þorpi og labbaði
ætíð heim eftir vinnu með nest-
ispokann sinn. Hljóp ég þá upp
sneiðinginn frá bænum til að taka
á móti honum og líka kom fyrir að
ég fékk að fara lengra. Afi kenndi
mér til verka og ekki var ég orðin
gömul þegar ég fékk að taka fullan
þátt í störfunum heima á Gileyri.
Það var til sérstök barnahrífa hjá
afa og ömmu á Gileyri, þá gat
maður verið með í að rifja og raka
í sátur. Afi kenndi mér líka að slá
með orfi og ljá, og svo síðar fékk
ég að fara á Rauð – traktorinn
hans afa. Við fórum saman að vitja
rauðmaganetja, setja niður kart-
öflur o.fl. Afa fannst einfaldleikin
fallegastur, samanber að honum
fannst baldursbrá fegurst blóma.
Það var svo gaman á Gileyri þang-
að komu margir á sumrin – allir
sem voru fluttir suður. Þakklát er
ég í dag fyrir allan þann tíma er
hann eyddi í kennsluna, með ein-
stakri þolinmæði og rósemi, en
heppin var ég, fyrsta barnabarnið
og ekki verra að vera alnafna
ömmu.
Þeir Palli minn fóru saman fyrir
nokkrum árum út á Krísuvíkur-
bjarg og óku saman allan Ísólfs-
skálann að Grindavík og skoðuðu
allar gömlu verstöðvarnar. Þá hafi
afi ekki komið á þessa staði frá því
hann var unglingur, en hann fór
suður nokkur sumur með föður
sínum á vertíð. Það var með ólík-
indum, hvað afi mundi eftir stað-
háttum og örnefnum og þuldi upp
fyrirfram hvaða verstöð væri
næst.
Ég held að honum hafi ekki
fundist neitt sérstaklega gaman að
keyra bíl, betra að vera farþegi og
horfa í kringum sig. Hann sagði í
það minnsta að hann færi ekki
nógu greitt fyrir hina bílana. Þess
vegna ætluðum við Torfi frændi
með afa í smárúnt síðastliðið sum-
ar og sýna honum Gilsfjarðar-
brúna, mannvirki í vegasamgöng-
um sem hann átti eftir að sjá.
Sagðist bara eiga eftir að fara
þangað fyrst hann væri búin að
fara í Hvalfjarðargöngin. En afi
treysti sér ekki með okkur, var
orðinn gamall og lúinn, eins og
hann sagði sjálfur.
Aldrei var afi verkefnalaus og
alltaf fann hann sér eitthvað til
dundurs. Eftir að afi og amma
hættu búskap á Gileyri og fluttu á
Sjúkrahúsið á Patró, fannst honum
svo gott að geta gert þar eitthvert
gagn. Hann fékk að setja niður
sumarblómin og halda blettinum
við, við Sjúkrahúsið á milli allra
göngutúranna, sem voru honum
ómissandi þáttur í tilverunni, síð-
ustu ár. Einnig voru útbúin heilu
listaverkin, þar sem skeljar, kuð-
ungar og fjörusandur voru í aðal-
hlutverki og helst sett falleg mynd
í mitt verkið og þá oftast af Gileyr-
inni, eða af sólarlagi í Tálkafirði.
Guð blessi afa og minningu
hans.
Kristín Guðbjörg
Ingimundardóttir.
ANDRÉS
TORFASON
Jakobínu að nú er hún að byrja að lifa
án líkamlegra fjötra sem fóru versn-
andi og því get ég ekki verið annað en
sátt við fráfall hennar.
Ég sendi Sigríði, Guðmundi og
hennar nánasta samstarfsfólki inni-
lega samúðarkveðju.
Bryndís Guðmundsdóttir.
„Ertu þarna Dóra?“ Jakobína vissi
alltaf hver ég var áður en ég heilsaði
henni. „Hvernig veistu að þetta er
ég?“ spurði ég eitt sinn. „Það finnst á
lyktinni,“ svaraði Jakobína. „Bíddu
nú við, lykta ég? Hvernig lykt er af
mér?“ „Það er svona leirlykt,“ sagði
hún, „mér finnst hún góð.“ Alltaf
kurteis, alltaf uppörvandi.
„Situr undir trénu stóra, fagur
svanni hún Dóra. Hún leikur á hörp-
una sína og hlýðir einnig á þrastar-
söng“. Svona ljóðaði Jakobína á mig
fyrir margt löngu. Það hafa fáir leikið
jafn vel á hörpuna sína og hún Jak-
obína. Hún var blind, heyrnarlaus og
hreyfihömluð frá fjögurra ára aldri
en lifði innihaldsríku innra lífi og gat
miðlað því til samferðarfólks síns.
Það er erfitt að ímynda sér heims-
mynd sem byggir á svo takmörkuð-
um skynfærum. Hún smækkaði ver-
öldina niður í skiljanlegar heildir eins
og við gerum reyndar öll en manni
fannst sem heimur hennar væri með
skýrari dráttum en okkar hinna. Hún
gjörnýtti þá þekkingarskammta sem
henni bárust og dró af þeim víðtækar
ályktanir.
Um 12 ára aldur hóf hún lestur
Eddukvæða og Íslendingasagna.
Hún tók þessum heimi fagnandi og
það má með nokkrum rétti segja að
hún hafi sest að í honum.
Jakobína var 13 ára gömul þegar
hún las í dagblaði, með aðstoð, að
Bandaríkjamenn væru búnir að
hanna sprengju sem var svo gjörð að
unnt var að hlífa mannvirkjum en út-
rýma öllu kviku. Hún varð miður sín
yfir ástleysinu sem birtist í þessu sig-
urverki. Hún tilkynnti að hún gæti
valið sér tímabil til að hrærast í, það
hefði hún fram yfir okkur. Hún
skrapp aftur í miðaldir. Þar dvaldi
rammheiðinn hugur hennar og skóp
sín ljóð og ævintýr sem ég veit að
áttu sér tilgang, merkingu og sam-
hengi.
Það má ekki skilja orð mín svo að
Jakobína hafi lifað í blekkingu. Nei
hún var jarðbundnari en svo. Hún
bar okkur feng sinn og gat spjallað
um hann með fjarlægð listamannsins.
Hún var félagsvera, fagnaði sigrum í
lífi sínu, sjálfstæðri búsetu og ferðum
á Víkingakrána. Í ljóðum sínum
fjallar hún einstöku sinnum um eigin
örlög: „... ég sit hjá heimakveiktum
eldi, enginn er hjá mér nema kisan
mín, hvílir hún á mjúkum feldi“.
Heimakveiktur eldur, það finnst mér
falleg lýsing á eldinum sem Jakobína
ornaði sér löngum við.
Við kveðjum í dag mikla hetju.
Hetju í skilningi Eddukvæða. Sú
hetja sigrast á örlögum sínum. Hún
kann að láta lífið en hún heldur velli.
Halldóra Thoroddsen.
Með þessum örfáu orðum um Jak-
obínu frænku okkar langar okkur til
að kveðja hana og þakka henni fyrir
þann tíma sem að við fengum að hafa
hana hjá okkur í þessu lífi.
Jakobína fékk hrörnunarsjúkdóm,
sem kom í ljós þegar hún var tveggja
ára. Smám saman missti hún sjón,
heyrn og jafnvægi og 17 ára gömul
var hún í hjólastól, blind, heyrnarlaus
og lömuð. En hún lét það ekki buga
sig, enda hugrökk kona með stóra sál
og gott hjarta.
Það sem einkenndi Jakobínu var
sterkur persónuleiki hennar, bar-
áttuþrek og lífsgleði sem smitaði út
frá sér. Jakobína var gamansöm, víð-
sýn og á stundum skemmtilega
háðsk. Jakobína átti það til að vera
stríðin og hnyttin í tilsvörum en það
var einungis einn partur af persónu-
leika hennar. Hún var ljóngáfuð, víð-
sýn og undir kímninni lá aðdáunar-
verð ást á lífinu sem snart alla sem að
kynntust henni.
Fötlun Jakóbínu aftraði henni ekki
frá því að nýta sér þær gáfur sem hún
fékk í vöggugjöf, en skáldagáfan var
ein af þeim. Ein ljóðabóka hennar,
Horfnir dagar, kom út 1990 þegar
hún var 28 ára gömul. Af innsæi orti
hún kvæði og ljóð sem urðu þeim sem
hana þekktu bæði kær kveðskapur
og veittu einnig innsýn í hennar frjóa
hugarheim, þar sem manneskjan var
í nánu sambandi við náttúruna og
sjálfa sig.
Í sagnaarfi okkar Íslendinga fann
Jakobína áhugasvið sitt og las hún Ís-
lendingasögurnar af áhuga og öðlað-
ist mikla þekkingu á þeim. Goðafræð-
in heillaði hana og þar er í raun að
finna þær persónur sem við drögum
líkingar okkar af þegar við hugsum
til hennar. Hún var sönn íslensk
kona, valkyrja í víðasta skilningi þess
orðs. Ein af þessum manneskjum
sem eru ógleymanlegar, manneskj-
um sem auðga tilveruna og skilja eft-
ir sig svo miklu meira en bara góðar
minningar um skemmtilegar stundir.
Hún skilur eftir sig hugrekki sitt,
dug, lífsgleði og kærleika sem er
stærri og meiri en margir fá kynnst.
Brautin langa liggur heim,
lengi verð ég að ganga.
Veldur álögum öllum þeim
Örlagagyðjan stranga.
(Jakobína Þormóðsdóttir.)
Nú hefur örlagagyðjan létt álögum
sínum af þér Jakobína og við biðjum
að nú fáir þú dansað á Iðavöllum.
Þín frændsystkini,
Hjördís, Jóhann, Ásgerður,
Guðmundur og Íris.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum.)
Sannur vinur og traustur er fallinn
frá. Jakobína Þormóðsdóttir var
þessi einstaki vinur. Slíkum persónu-
leika gleymum við aldrei sem kynnt-
umst henni og þeim mikla lífsvilja
sem hélt hjóli lífs hennar gangandi.
Jakobína var sannur vinur vina sinna
og hreinskiptin í samskiptum. Þrátt
fyrir erfitt hlutskipti sitt í lífinu gat
hún alltaf samglaðst vinum sínum og
gert að gamni sínu á góðum stundum
sem við áttum margar með henni.
Ég hitti vin minn síðast fyrir
nokkrum vikum þegar við elduðum
okkur saman þjóðlegan íslenskan al-
þýðumat, siginn fisk. Stundin var ljúf
og við örkuðum í huga okkar um
ýmsa heima og geima í umræðum
okkar. Við ræddum t.d. fjölskyldu-
mál, trúmál, stjórnmál og um Kobba
köttinn minn sem fæddist hjá henni
fyrir mörgum árum og hafði sent
henni jólakort og gjafir öll árin eftir
að hann flutti til mín. Skýr hugur og
sterkt minni var eitt af einkennum
Jakobínu og gaman var að ræða liðna
tíð sem hún mundi svo nákvæmlega.
Sterk tengsl við íslenska sveita-
menningu var einnig hluti af lífssýn
hennar. Íslensk fræði og kveðskapur
var einnig sameiginlegt áhugamál
okkar og skiptumst við oft á hnyttn-
um vísum okkur til gamans. Heim-
sókn okkar einn sumardag í gamla
kotið hennar ömmu er einnig
ógleymanleg stund í minningunni.
Hún skildi gildi þess að varðveita
gamla alþýðumenningu og samgladd-
ist mér þegar kotið var loksins friðað
eftir að hafa staðið autt í mörg ár.
Ég á Jakobínu margt að þakka og
minning hennar mun ávallt lifa í vit-
und minni. Sannur og traustur fjöl-
skylduvinur er farinn yfir í heimana
miklu, laus við álög lífsins og fjötra
mannlegrar tilveru.
Gísli Þorsteinsson.
Indæl stúlka er dáin. Jakobínu
voru fornsögur og önnur íslensk
fræði kær. Þau voru hennar áhuga-
mál og var hún betur að sér en flestir
um þessa hluti. Þetta gat hún þrátt
fyrir sína miklu fötlun, blindu, heyrn-
arleysi og mikla hreyfihömlun frá
unga aldri. Hún hafði til að bera
óvenju mikla skapfestu, greind og
hugrekki sem gerði henni kleift að
sigrast á örlögum sínum og lifa lífinu
og veita skapandi huga rými. Jakobía
hélt alltaf reisn sinni þrátt fyrir erfitt
hlutskipti. Hún var vinur vina sinna
og fyrsta tilfinning sem kemur í hug-
ann við andlát hennar er söknuður og
jafnframt þakkir fyrir að hafa kynnst
henni.
Innilegar samúðarkveðjur til Sig-
ríðar og Guðmundar.
Valdimar Harðarson.
✝ AðalheiðurMaría Magnús-
dóttir fæddist 22.
júní 1921 í Dal við
Múlaveg. Hún lést 1.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Magnús Magn-
ússon bóndi, f. 8.4.
1867, d. 8.2. 1934,
og Helga Grímsdótt-
ir, f. 11.5. 1888, d.
27.3. 1986. Aðal-
heiður er fjórða í
röðinni af átta
systkinum: Ragnar
Breiðfjörð, f. 13.11.
1912, Helga Soffía, f. 18.8. 1918,
d. 25.5. 1919, Magnús Tyrfingur,
f. 5.11. 1915, d.
1982, Guðrún Ás-
laug, f. 11.3. 1924,
Rakel Guðbjörg, f.
19.8. 1925, Þórdís
Grímheiður, f. 19.1.
1928, og Helga
Magnea, f. 16.1.
1934.
Aðalheiður giftist
Þórarni Sigurðs-
syni. Sonur hennar
var Rafn Magnús-
son, f. 28.12. 1943,
d. 29. febrúar 2000.
Útför Aðalheiðar
verður gerð frá
kirkju Óháða safnaðarins í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Nú er höfðingi fallinn, ástkær
frænka mín, hún Alla, er farin frá
okkur, nú þyrpast minningarnar
að. Tvisvar á ári voru sérstakir
dagar, 11. maí, afmælisdagur
ömmu, og jóladagur, þá kom stóra
fjölskyldan okkar alltaf saman
uppi í Efstasundi til að fagna. Þá
var fjör og frændsystkinin hittust
öll til að borða sælgæti og góm-
sætu terturnar hennar Öllu. Hún
hefur ábyggilega þurft að byrja
baksturinn snemma og leggja á sig
heilmikla vinnu til að hafa nóg af
öllu handa öllum, því barnahóp-
urinn stækkaði ár frá ári. Það er
sama við hvert barnanna er talað,
öll minnumst við þessara stunda
með þakklæti. Það var alltaf gam-
an að heimsækja Öllu því hún var
afburða gestrisin og hafði svo
gaman af að fá heimsóknir. Það
var líka eins gott að liði ekki langt
á milli, því þá fékk maður að heyra
það, því hún Alla mín var með
stórt hjarta og þótti vænt um allt
sitt fólk. Amma bjó hjá Öllu til
æviloka og undi hag sínum vel,
enda hugsaði Alla vel um hana.
Alla eignaðist son og var hann
sjúklingur mestallt sitt líf. Hún
bar harm sinn í hljóði, en hafði oft
af því áhyggjur að hún færi á und-
an honum og þá yrði Bóbó einn.
En sem betur fer fengust loksins
rétt lyf fyrir hann sem gerði þeim
síðasta árið sem Bóbó lifði
ánægjulegt. Þetta var henni sér-
stakt gleðiefni því að stuttu seinna
kom í ljós að það var farið að halla
undan fæti hjá henni sjálfri.
Alla trúði því að hún færi á góð-
an stað er hún færi til Guðs og
mundi þar hitta alla látnu ástvin-
ina. Ég er viss um að henni hefur
orðið að ósk sinni. Ég mun alltaf
sakna þessarar góðu frænku minn-
ar sem var mér svo góð. Oft gaf
hún mér, fatalitlum unglingnum,
falleg föt sem Tóti, maður hennar,
hafði keypt í útlandinu, en hann
hafði gaman af því að kaupa föt á
konu sína, enda hafði Alla afburða
smekk og var alltaf glæsilega til
fara.
Alla átti marga góða vini og má
þar nefna Gunnar mág hennar,
sem var stoð hennar og stytta alla
tíð, og fjölskyldu hans, en sér-
staklega var Anna Gréta henni
góð. Hún vakti yfir henni öllum
stundum þar til yfir lauk. Alla var
þakklát þegar við tókum hana með
okkur í heimsóknir og bíltúra og
sagði oft að skilnaði þessi fleygu
orð: „Þetta hefur verið dýrlegur
dagur.“
Elsku Alla mín, ég þakka þér
samfylgdina, þú varst í miklum
metum hjá okkur öllum og áttir
það skilið. Nú ert þú laus við allar
kvalir, nú ert þú hjá Guði. Hvíl þú
í friði elsku frænka, þín
Helga.
AÐALHEIÐUR
MARÍA MAGNÚS-
DÓTTIR