Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNGIR sem aldnir tóku þátt í hverfaþingi sem Reykjavíkurborg stóð fyr- ir í Vesturbæ á fimmtu- dagskvöld. Þingið var lið- ur í því að efla samráð við almenning en á því var leitað eftir hugmyndum þátttakenda um það hvernig efla mætti lífs- gæði í Vesturbæ. Á þinginu mynduðu íbú- ar og aðrir sem láta hverfið sig varða vinnu- hópa þar sem unnið var með þemu á borð við mannlífið, samskipti og félagslíf, öryggi, menn- ingu, fræðslumál, skipu- lagsmál, íþróttir og um- hverfið svo eitthvað sé nefnt. Við þessa vinnu voru notaðar aðferðir sem tryggja eiga að allir komi sjónarmiðum sínum á framfæri, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá borginni. Niðurstöðurnar verða svo kynntar á fundi í hverfinu, í Vesturbæj- arblaðinu og á Reykjavik.- is. Fundarstaður og tími verður auglýstur síðar. Morgunblaðið/Golli Vesturbær Íbúar móta sér stefnu BYGGING 1.250 fermetra reiðskemmu við Hattarvelli í Garðabæ er hafin en fyrsta skóflustungan að skemmunni var tekin á mánudag. Við sama tækifæri undirrituðu fulltrúar Garðabæjar og hestamannafélagsins And- vara samning um byggingu skemmunnar. Húsið mun rísa sunnan við félagsheimili Andvara. Að sögn Hannesar Hjartarson- ar, sem situr í stjórn And- vara, er byggingarkostnaður áætlaður rúmar 37 milljónir króna en samkvæmt samn- ingnum fjármagnar Garða- bær 70 prósent af kostnaðin- um á næstu sex árum. Eftirstandandi hlut mun Andvari standa straum af ásamt velunnurum félagsins. Gert er ráð fyrir að stofnað verði einkahlutafélag um rekstur reiðskemmunnar sem mun veita þeim einstak- lingum sem kaupa sér hlut forgang að tímum í skemm- unni en til stendur að selja mönnum fastan tíma í hverri viku frá fyrsta janúar og út apríl. „Við ætlum að reyna að selja 40 hluti,“ segir Hannes. „Hver hlutur gefur síðanfor- gang að einum tíma í viku og 30% lægra tímaverð. Þannig höfum við hugsað að fjár- magna þetta og tryggja reksturinn í leiðinni.“ Hann segir þetta einnig gert til að tryggja að skemm- an nýtist fyrst og fremst fyr- ir hestamenn. „Það hefur viljað brenna við í öðrum hestafélögum að til þess að fjármagna reksturinn hafi skemmurnar verið leigðar út undir knattspyrnu og aðrar íþróttir sem hefur þá hamlað því að hestamenn komist að. En þarna á þetta eingöngu að vera fyrir hestamenn þessa fjóra mánuði, frá ára- mótum og fram í maí meðan hestar eru á húsi. Svo nýta menn þetta fyrir reiðskóla á sumrin en haustin verða síð- an opin fyrir annarri notkun ef áhugi er fyrir hendi.“ Að sögn Hannesar mun skemman gjörbylta aðstöðu hestamanna í Garðabæ en Andvari telur rúmlega 500 félagsmenn. „Við erum eina félagið á höfuðborgarsvæðinu sem ekki hefur haft aðgang að reiðskemmu en það er nauðsynlegt með tilliti til þjálfunar, keppni á hestum og kennslu.“ Gert er ráð fyrir að reið- skemman verði tilbúin í sept- ember en Stálbær ehf. sér um byggingu hússins. Hönn- un skemmunnar var í hönd- um Sveins Pálmasonar hjá Stálbæ og Guðmundar Gunn- arssonar verkfræðings. Bygging hafin á 1.250 fermetra reiðskemmu   !  "       #$%& '%    ()              Garðabær FJÖLDI lögreglumanna í Kópavogi er ekki í samræmi við fólksfjölda í byggðarlag- inu og er ástand löggæslu- mála þar óviðunandi. Þetta kemur fram í ályktun Landssambands lögreglu- manna sem bæjarráð hefur móttekið. Ályktunin var samþykkt á 24. þingi sambandsins sem haldið var í Munaðarnesi í apríl. Segir í ályktuninni að þingið telji „núverandi ástand löggæslumála í Kópavogi óviðunandi þar sem fjöldi lögreglumanna er engan veginn í samræmi við þá miklu fólksfjölgun sem orðið hefur í byggðarlaginu, fjölgun ökutækja og út- þenslu bæjarfélagsins“. Þá kemur fram að árið 1984 hafi verið 632,43 íbúar á bak við hvern lögreglu- mann í Kópavogi, en árið 2000 hafi fjöldi íbúa á bak við hvern lögreglumann ver- ið kominn í 871,37. Síðan þá hafi íbúum enn fjölgað. Ítrekað óskað eftir fjölgun í lögregluliði Í bókun sinni á fundinum þar sem ályktunin var tekin fyrir tók bæjarráð undir hana og segir Sigurður Geirdal bæjarstjóri bæjaryf- irvöld hafa annað slagið sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem óskað hafi verið eft- ir fjölgun í lögregluliði bæj- arins. Þessar bréfaskriftir hafi þó lítinn árangur borið enn sem komið er. Hann segir bæjarbúa þó ekki verða mikið vara við að jafn fáum löggæslumönnum sé til að dreifa og raun ber vitni. „Þetta er svo rólegur bær þannig að maður verð- ur lítið var við þetta. Hins vegar er kvartað undan því að það séu ekki nógu margir á vöktum. Það er staðreynd sem allir vita að við erum með næstum tvöfalda íbúa- tölu á bak við hvern lög- regluþjón miðað við suma nágranna okkar. Og auðvit- að kallar öll þessi uppbygg- ing á aukna gæslu.“ Löggæslan eigi heima hjá sveitarfélögunum Aðspurður segist hann al- mennt vera fylgjandi því að fleiri þjónustuþættir flytjist frá ríki til sveitarfélaganna. „Maður hefur verið að tala um þessa nærþjónustu á borð við þjónustu við fatlaða og heilsugæsluna og annað slíkt og lögreglan er auðvit- að eitt af því. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þessi venjulegu lögreglu- störf, sem eru þjónusta við íbúana, eigi heima hjá sveit- arfélögunum en svo geti verið ríkislögregla sem sæi um vegalöggæslu o.þ.h. eins og var hér áður fyrr.“ Ekki náðist í dómsmála- ráðherra vegna málsins en Björn Friðfinnsson, ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, segist vænta þess að fjölgun verði í lögreglu- liði Kópavogs. Hins vegar hafi ekki verið teknar nein- ar ákvarðanir þar að lútandi þar sem þær séu háðar fjár- lagagerð á hausti komanda. Hann segir ljóst að Kópa- vogur hafi breyst mikið hvað varðar löggæsluþörf. „Svona svefnbæir, eins og bæirnir í kringum Reykja- vík hafa verið, eru ekki með sömu þörf fyrir löggæslu og í Reykjavík þar sem menn koma saman á vissum stöð- um. Hins vegar er þetta að breytast í Kópavogi því þar eru að koma slíkir staðir og okkur er alveg ljóst að það þurfi fjölgun þar. En við verðum að bíða eftir fjár- veitingum og möguleikum til þess að koma því í fram- kvæmd.“ Óviðunandi ástand lög- gæslumála í bænum Kópavogur Bæjarráð sammála ályktun Landssambands lögreglumanna HÁMARKSHRAÐI í Ártúns- brekkunni verður hækkaður í 80 kílómetra á klukkustund og hraðamyndavél, sem sinnir viðvarandi eftirliti, verður komið fyrir í brekkunni. Borg- arráð staðfesti í gær samþykkt samgöngunefndar þar að lút- andi. Breytingarnar, sem sam- þykktar hafa verið, taka til nokkurra vega í Reykjavík en Vegagerðin hefur tekið hraða- takmörk fjölda vega á höfuð- borgarsvæðinu til endurskoð- unar og gert tillögur um ný hraðamörk. Segir í greinar- gerð með tillögunum að þær eigi að stuðla sem best að ör- yggi vegfarenda. Eins eigi til- lögurnar að miða að því að gera lögregluyfirvöldum kleift að rækja árangursríkt eftirlit með hraðakstri. Þá eiga þær að stuðla að samræmi varð- andi leyfðan hraða á öllu höf- uðborgarsvæðinu. Kannað með hækkun í 90 kílómetra síðar Hækkun hámarkshraða í Ártúnsbrekkunni tekur til Vesturlandsvegar til gatna- móta Suðurlandsvegar og seg- ir í greinargerðinni að á þess- um vegarkafla sé leyfður hraði óeðlilega lágur. Ökumenn virði ekki hraðamörkin og sé ekið á 80-100 kílómetra hraða. „Lögreglan virðist ekki geta haldið hraðanum innan leyfðra marka. Þessi vegarkafli er örugglega besti vegarkafli landsins hvað varðar umferð- aröryggi og það skynja öku- menn. 80 km leyfður hraði virðist vera hæfilegur þar sem ekki er um langan kafla að ræða.“ Þá segir í greinargerð- inni að skoða beri möguleikann á að hækka leyfðan hraða í 90 km þegar samskonar vegur hefur verið byggður að Mos- fellsbæ. Breytingarnar gera enn fremur ráð fyrir að hraðamörk á Vesturlandsvegi að bæjar- mörkum Mosfellsbæjar verði samræmd í 80 kílómetra hraða. Felur það í sér að há- markshraði verður hækkaður úr 70 kílómetrum á vegarkafl- anum frá Suðurlandsvegi að Víkurvegi og lækkaður úr 90 kílómetrum frá Víkurvegi að bæjarmörkunum. Undantekn- ingin er gatnamót Vestur- landsvegar og Víkurvegar þar sem samþykktur var 70 kíló- metra hámarkshraði enda leggur Vegagerðin til þá al- mennu reglu að ekki verði leyfður hærri hraði á ljósa- stýrðum gatnamótum en 70 kílómetrar. Lækkað við Úlfarsfell og á Hafravatnsvegi Þá var samþykkt að hækka hraðamörk á Kringlumýrar- braut frá Listabraut að bæj- armörkum Kópavogs í 80 kíló- metra og sömuleiðis á Suðurlandsvegi frá Vestur- landsvegi að Breiðholtsbraut. Á Suðurlandsvegi austur fyrir Hafravatnsveg var hins vegar samþykkt að lækka hámarks- hraðann úr 90 kílómetra hraða í 80 kílómetra. Loks var samþykkt að lækka hámarkshraða á Úlfars- fellsvegi meðfram Úlfarsfelli úr 80 kílómetrum á klukku- stund í 70 kílómetra og sömu- leiðis að lækka hámarkshraða á Heiðmerkurvegi úr 80 kíló- metra hraða í 60 kílómetra. Samfara tillögunum skoðaði Vegagerðin merkingar á leyfð- um hraða og leiddi sú könnun í ljós að merkingar eru mjög mismunandi og ekki er gætt samræmis. Þá vantar merk- ingar á sumum stöðum. Er lagt til að gerðar verði reglur um skilti sem tilgreini leyfðan hraða og gildi fyrir allt höfuð- borgarsvæðið. Breytingar á hraða- takmörkunum Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.