Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 1
108. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 8. MAÍ 2002 AÐ MINNSTA kosti sextán manns biðu bana og fimmtíu særðust í sjálfs- morðsárás í Rishon Letzion, nærri borginni Tel Aviv í Ísrael í gærkvöldi. Hamas-samtökin hafa lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér en þetta er fyrsta sjálfsmorðsárás Palestínu- manna gegn ísraelskum borgurum í næstum fjórar vikur. Atburðurinn átti sér stað á sama tíma og þeir George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, funduðu vestur í Bandaríkj- unum. Er talið fullvíst að ódæðis- mennirnir hafi skipulagt árásina í því augnamiði að hleypa viðræðum Bush og Sharon í uppnám og sagði í yfirlýs- ingu Hamas í gær að menn gætu vænst frekari árása af þessari teg- und. Talsmenn Sharons sögðu að ráð- herrann myndi stytta heimsókn sína til Bandaríkjanna og halda heim á leið í dag vegna árásarinnar. Ódæðið átti sér stað á þriðju hæð veitinga- staðar og sögðu talsmenn ísraelskra yfirvalda að svo virtist sem sprengju- maðurinn hefði gengið inn í miðjan hóp fólks og þar sprengt sig í loft upp. Bush og Sharon gerðu hlé á fundi sínum í Washington til að ræða við fréttamenn en þá höfðu þeim ekki borist fréttir af árásinni. Síðar for- dæmdi Bush ódæðið og hið sama gerði palestínska heimastjórnin í yf- irlýsingu, sem hún sendi frá sér. Bush upplýsti á fréttamannafund- inum að hann hefði ákveðið að senda George Tenet, yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), aftur til Mið-Austurlanda í því skyni að leggja á ráðin um öflugar öryggissveitir meðal Palestínumanna, sem tryggja ættu frið á svæðinu. Sharon tók undir með Bush að veigamiklar umbætur yrðu að eiga sér stað hjá heimastjórn Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, ef takast ætti að koma á varanlegum friði en hann var ósammála þeirri áherslu sem Bush lagði á að Palest- ínumenn fengju að stofna eigið, sjálf- stætt ríki. „Umræður um slíkt eru ekki tímabærar,“ sagði Sharon. „Tímasetningin er afar slæm“ Ljóst má telja að sprengjutilræðið í gær getur haft alvarlegar afleiðing- ar. Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, sagði seint í gær- kvöldi að mönnum væri mjög brugðið við fréttirnar en Þorkell er staddur í borginni Ramallah. „Fólk óttast að borgir Palestínumanna verði ein- angraðar á ný – að Ísraelar láti til skarar skríða að nýju á heimastjórn- arsvæðunum. Þeir sem ég talaði við hér í kvöld eru sammála um að tíma- setningin sé afar slæm.“ Þorkell hitti Arafat að máli í Ram- allah í gær, einungis örfáum klukku- stundum fyrir tilræðið í Rishon Letz- ion. „Hann kom mér fyrir sjónir sem gamall, slitinn maður,“ sagði Þorkell. Fyrr í gær hafði virst að til friðar horfði en þá hafði talsmaður Ísr- aelshers staðfest að samkomulagi hefði verið náð í deilunni um vopnaða Palestínumenn í Fæðingarkirkjunni í Betlehem sem ísraelskir hermenn hafa setið um í rúman mánuð. Tafir höfðu hins vegar orðið á framkvæmd samkomulagsins eftir að á daginn kom að Ítalir eru tregir til að taka á móti mönnunum, en miðað hafði verið við að þeir færu þangað í útlegð. Sextán féllu í sjálfs- morðsárás í Ísrael Friðarumleit- unum hleypt í uppnám Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ræða við fréttamenn í gærkvöldi. Skömmu síðar bárust fréttir um sjálfsmorðsárásina í Ísrael. Á innfelldu myndinni sést hvar særður Ísraeli er fluttur á sjúkrahús eftir ódæðisverkið í Rishon Letzion.  Fórnarlamb/22 Rishon Letzion, Washington. AFP, AP. AP ALÞJÓÐLEG nefnd rithöfunda hefur valið „Don Kíkóti“ eftir Spánverjann Miguel de Cervant- es Saavedra bestu skáldsögu allra tíma. Meðal 100 bestu bókanna að mati rithöfundanna eru „Njáls saga“ og „Sjálfstætt fólk“ eftir Halldór Laxness. Samtök norskra bókaklúbba fengu 100 kunna rithöfunda í 54 löndum til að nefna 10 bestu bæk- urnar hver og úr tilnefningunum voru síðan valdar þær 100 bestu. Sigraði riddarinn sjónumhryggi eða „Don Kíkóti“ með yfirburðum en að öðru leyti hafði ekki verið greint frá röðinni í gær. Meðal rithöfundanna í nefnd- inni má nefna John Irving, Salman Rushdie, John le Carré, Nadine Gordimer, Carlos Fuen- tes, V.S. Naipaul, Paul Aster, Ben Okri, Orhan Pamuk, Fay Weldon, Wole Soyinka, Bel Dao, Nawal el Saadawi og Norman Mailer. Auk íslensku bókanna eru fjögur önnur norræn verk á list- anum: „Sultur“ eftir Knut Hamsun, „Brúðuheimilið“ eftir Henrik Ibsen, „Ævintýri“ Hans Christian Andersens og „Lína Langsokkur“ eftir Astrid Lind- gren. „Don Kíkóti“ valin besta bók allra tíma „Njáls saga“ og „Sjálfstætt fólk“ taldar meðal þeirra 100 bestu Ósló. AP.  Hundrað/25 STJÓRNVÖLD í Hollandi ákváðu í gær að þingkosningar yrðu haldnar í landinu í næstu viku eins og til stóð þrátt fyrir morðið á stjórnmála- manninum umdeilda, Pim Fortuyn, í fyrradag. Var ákvörðun hollensku stjórnarinnar í samræmi við óskir liðsmanna í flokki Fortuyns sjálfs en spáð hefur verið að flokkurinn, sem er hægriöfgaflokkur, fái umtalsvert fylgi í kosningunum, sem fara fram 15. maí nk. Getgátur voru uppi um það í gær að við leiðtogaembætti Fortuyns tæki 27 ára innflytjandi af afrískum uppruna, Joao Varela, en það vekur athygli enda var það eitt af stefnu- miðum Fortuyns að sporna við frek- ari innflutningi fólks. Óvíst er þó að Varela taki við enda með litla reynslu af stjórnmálabaráttu. Morðið á Fortuyn hefur vakið mikinn óhug í Hollandi en þetta er í fyrsta sinn í nútímasögu landsins sem stjórnmálaleiðtogi er myrtur. Lögregla í Hollandi hafði hendur í hári meints morðingja Fortuyns að- eins örfáum mínútum eftir að at- burðurinn átti sér stað. Hann er 32 ára og hvítur á hörund. Er fullyrt að hann sé róttækur vinstrimaður sem barist hafi fyrir réttindum dýra. Kosning- um ekki frestað í Hollandi Haag. AFP.  Hvar sem/22 HÁGRÁTANDI dreng er ekið í barnavagni fram hjá mynd Henri Matisse, „Portrett af Yvonne Lands- berg“, í Tate-safninu í London í gær. Um 130 myndir eftir lista- manninn og Spánverjann Pablo Pi- casso verða sýndar þar fram í ágúst. Ósáttur listrýnir Reuters ♦ ♦ ♦ ÓTTAST er að eitt hundrað og tólf manns hafi farist þegar flugvél kín- verska flugfélagsins China Northern Airlines lenti í hafinu nærri borginni Dalian í Norðaustur-Kína í gær. Ekki er vitað hvað olli slysinu en ljóst þykir að mikill eldur hafi bloss- að upp í farþegarýminu. Slysið átti sér stað kl. 13.30 í gær að ísl. tíma, eða um hálftíu að kvöldi að kínverskum tíma. Misstu flugum- sjónarmenn á jörðu niðri allt sam- band við vélina eftir að flugmaðurinn hafði greint frá því að eldur væri kominn upp í flugstjórnarklefanum. Flugvélin var af gerðinni MD-82 og var hún á leið frá Peking til Dali- an er hún fórst. 103 farþegar voru um borð og níu í áhöfn. Þetta er í annað skipti á tæpum mánuði sem kínversk flugvél ferst með fjölda manns innanborðs en 15. apríl sl. fór- ust 129 þegar Boeing 767-flugvél Air China flaug inn í fjallgarð í Suður- Kóreu. Er talið að þar hafi mistökum flugmanns verið um að kenna. 15 fórust í flugslysi í Túnis Fréttir af flugslysinu í Kína komu skömmu eftir að flugvél egypska flugfélagins EgyptAir hafði nauðlent nærri Túnisborg, höfuðstað Túnis. 64 voru um borð í vélinni, sem var af gerðinni Boeing 737-500, og sögðu egypsk yfirvöld að fimmtán manns hefðu farist en aðrir komist lífs af. 112 biðu bana í flugslysi í Kína Peking. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.