Morgunblaðið - 08.05.2002, Side 1

Morgunblaðið - 08.05.2002, Side 1
108. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 8. MAÍ 2002 AÐ MINNSTA kosti sextán manns biðu bana og fimmtíu særðust í sjálfs- morðsárás í Rishon Letzion, nærri borginni Tel Aviv í Ísrael í gærkvöldi. Hamas-samtökin hafa lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér en þetta er fyrsta sjálfsmorðsárás Palestínu- manna gegn ísraelskum borgurum í næstum fjórar vikur. Atburðurinn átti sér stað á sama tíma og þeir George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, funduðu vestur í Bandaríkj- unum. Er talið fullvíst að ódæðis- mennirnir hafi skipulagt árásina í því augnamiði að hleypa viðræðum Bush og Sharon í uppnám og sagði í yfirlýs- ingu Hamas í gær að menn gætu vænst frekari árása af þessari teg- und. Talsmenn Sharons sögðu að ráð- herrann myndi stytta heimsókn sína til Bandaríkjanna og halda heim á leið í dag vegna árásarinnar. Ódæðið átti sér stað á þriðju hæð veitinga- staðar og sögðu talsmenn ísraelskra yfirvalda að svo virtist sem sprengju- maðurinn hefði gengið inn í miðjan hóp fólks og þar sprengt sig í loft upp. Bush og Sharon gerðu hlé á fundi sínum í Washington til að ræða við fréttamenn en þá höfðu þeim ekki borist fréttir af árásinni. Síðar for- dæmdi Bush ódæðið og hið sama gerði palestínska heimastjórnin í yf- irlýsingu, sem hún sendi frá sér. Bush upplýsti á fréttamannafund- inum að hann hefði ákveðið að senda George Tenet, yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), aftur til Mið-Austurlanda í því skyni að leggja á ráðin um öflugar öryggissveitir meðal Palestínumanna, sem tryggja ættu frið á svæðinu. Sharon tók undir með Bush að veigamiklar umbætur yrðu að eiga sér stað hjá heimastjórn Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, ef takast ætti að koma á varanlegum friði en hann var ósammála þeirri áherslu sem Bush lagði á að Palest- ínumenn fengju að stofna eigið, sjálf- stætt ríki. „Umræður um slíkt eru ekki tímabærar,“ sagði Sharon. „Tímasetningin er afar slæm“ Ljóst má telja að sprengjutilræðið í gær getur haft alvarlegar afleiðing- ar. Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, sagði seint í gær- kvöldi að mönnum væri mjög brugðið við fréttirnar en Þorkell er staddur í borginni Ramallah. „Fólk óttast að borgir Palestínumanna verði ein- angraðar á ný – að Ísraelar láti til skarar skríða að nýju á heimastjórn- arsvæðunum. Þeir sem ég talaði við hér í kvöld eru sammála um að tíma- setningin sé afar slæm.“ Þorkell hitti Arafat að máli í Ram- allah í gær, einungis örfáum klukku- stundum fyrir tilræðið í Rishon Letz- ion. „Hann kom mér fyrir sjónir sem gamall, slitinn maður,“ sagði Þorkell. Fyrr í gær hafði virst að til friðar horfði en þá hafði talsmaður Ísr- aelshers staðfest að samkomulagi hefði verið náð í deilunni um vopnaða Palestínumenn í Fæðingarkirkjunni í Betlehem sem ísraelskir hermenn hafa setið um í rúman mánuð. Tafir höfðu hins vegar orðið á framkvæmd samkomulagsins eftir að á daginn kom að Ítalir eru tregir til að taka á móti mönnunum, en miðað hafði verið við að þeir færu þangað í útlegð. Sextán féllu í sjálfs- morðsárás í Ísrael Friðarumleit- unum hleypt í uppnám Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ræða við fréttamenn í gærkvöldi. Skömmu síðar bárust fréttir um sjálfsmorðsárásina í Ísrael. Á innfelldu myndinni sést hvar særður Ísraeli er fluttur á sjúkrahús eftir ódæðisverkið í Rishon Letzion.  Fórnarlamb/22 Rishon Letzion, Washington. AFP, AP. AP ALÞJÓÐLEG nefnd rithöfunda hefur valið „Don Kíkóti“ eftir Spánverjann Miguel de Cervant- es Saavedra bestu skáldsögu allra tíma. Meðal 100 bestu bókanna að mati rithöfundanna eru „Njáls saga“ og „Sjálfstætt fólk“ eftir Halldór Laxness. Samtök norskra bókaklúbba fengu 100 kunna rithöfunda í 54 löndum til að nefna 10 bestu bæk- urnar hver og úr tilnefningunum voru síðan valdar þær 100 bestu. Sigraði riddarinn sjónumhryggi eða „Don Kíkóti“ með yfirburðum en að öðru leyti hafði ekki verið greint frá röðinni í gær. Meðal rithöfundanna í nefnd- inni má nefna John Irving, Salman Rushdie, John le Carré, Nadine Gordimer, Carlos Fuen- tes, V.S. Naipaul, Paul Aster, Ben Okri, Orhan Pamuk, Fay Weldon, Wole Soyinka, Bel Dao, Nawal el Saadawi og Norman Mailer. Auk íslensku bókanna eru fjögur önnur norræn verk á list- anum: „Sultur“ eftir Knut Hamsun, „Brúðuheimilið“ eftir Henrik Ibsen, „Ævintýri“ Hans Christian Andersens og „Lína Langsokkur“ eftir Astrid Lind- gren. „Don Kíkóti“ valin besta bók allra tíma „Njáls saga“ og „Sjálfstætt fólk“ taldar meðal þeirra 100 bestu Ósló. AP.  Hundrað/25 STJÓRNVÖLD í Hollandi ákváðu í gær að þingkosningar yrðu haldnar í landinu í næstu viku eins og til stóð þrátt fyrir morðið á stjórnmála- manninum umdeilda, Pim Fortuyn, í fyrradag. Var ákvörðun hollensku stjórnarinnar í samræmi við óskir liðsmanna í flokki Fortuyns sjálfs en spáð hefur verið að flokkurinn, sem er hægriöfgaflokkur, fái umtalsvert fylgi í kosningunum, sem fara fram 15. maí nk. Getgátur voru uppi um það í gær að við leiðtogaembætti Fortuyns tæki 27 ára innflytjandi af afrískum uppruna, Joao Varela, en það vekur athygli enda var það eitt af stefnu- miðum Fortuyns að sporna við frek- ari innflutningi fólks. Óvíst er þó að Varela taki við enda með litla reynslu af stjórnmálabaráttu. Morðið á Fortuyn hefur vakið mikinn óhug í Hollandi en þetta er í fyrsta sinn í nútímasögu landsins sem stjórnmálaleiðtogi er myrtur. Lögregla í Hollandi hafði hendur í hári meints morðingja Fortuyns að- eins örfáum mínútum eftir að at- burðurinn átti sér stað. Hann er 32 ára og hvítur á hörund. Er fullyrt að hann sé róttækur vinstrimaður sem barist hafi fyrir réttindum dýra. Kosning- um ekki frestað í Hollandi Haag. AFP.  Hvar sem/22 HÁGRÁTANDI dreng er ekið í barnavagni fram hjá mynd Henri Matisse, „Portrett af Yvonne Lands- berg“, í Tate-safninu í London í gær. Um 130 myndir eftir lista- manninn og Spánverjann Pablo Pi- casso verða sýndar þar fram í ágúst. Ósáttur listrýnir Reuters ♦ ♦ ♦ ÓTTAST er að eitt hundrað og tólf manns hafi farist þegar flugvél kín- verska flugfélagsins China Northern Airlines lenti í hafinu nærri borginni Dalian í Norðaustur-Kína í gær. Ekki er vitað hvað olli slysinu en ljóst þykir að mikill eldur hafi bloss- að upp í farþegarýminu. Slysið átti sér stað kl. 13.30 í gær að ísl. tíma, eða um hálftíu að kvöldi að kínverskum tíma. Misstu flugum- sjónarmenn á jörðu niðri allt sam- band við vélina eftir að flugmaðurinn hafði greint frá því að eldur væri kominn upp í flugstjórnarklefanum. Flugvélin var af gerðinni MD-82 og var hún á leið frá Peking til Dali- an er hún fórst. 103 farþegar voru um borð og níu í áhöfn. Þetta er í annað skipti á tæpum mánuði sem kínversk flugvél ferst með fjölda manns innanborðs en 15. apríl sl. fór- ust 129 þegar Boeing 767-flugvél Air China flaug inn í fjallgarð í Suður- Kóreu. Er talið að þar hafi mistökum flugmanns verið um að kenna. 15 fórust í flugslysi í Túnis Fréttir af flugslysinu í Kína komu skömmu eftir að flugvél egypska flugfélagins EgyptAir hafði nauðlent nærri Túnisborg, höfuðstað Túnis. 64 voru um borð í vélinni, sem var af gerðinni Boeing 737-500, og sögðu egypsk yfirvöld að fimmtán manns hefðu farist en aðrir komist lífs af. 112 biðu bana í flugslysi í Kína Peking. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.