Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.05.2002, Blaðsíða 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 49 HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA verð- ur í Seltjarnarneskirkju á uppstign- ingardag. fimmtudaginn 9. maí, kl. 11. Dagur aldraðra hefur verið hald- inn hátíðlegur í kirkjunni á upp- stigningardag um nokkurra ára skeið. Nú í ár mun Selkórinn leiða allan tónlistarflutning undir stjórn Jón Karls Einarssonar. Þau munu flytja undurfagra kirkjutónlist eftir franska höfunda frá rómantíska tímabilinu. Organisti er Árni Arinbjarnarson. Einsöngvari er Ólafur Kjartan Sig- urðarson. Sr. Sigurður Grétar Helgason mun þjóna fyrir altari. Að guðsþjónustu lokinni verður léttur hádegisverður í safn- aðarheimili kirkjunnar í boði sókn- arnefndar og Arna Grétarsdóttir leiðir almennan söng undir máls- verði. Aldraðir eru hvattir til að mæta til kirkjunnar þennan dag og taka með sér fjölskyldu sína og gesti. Verið öll hjartanlega velkom- in til helgrar stundar. Seltjarnarneskirkja. Uppstigningardagur í Hjallakirkju Á UPPSTIGNINGARDAG, 9. maí, munu söfnuðir í austurbæ Kópa- vogs, Hjalla- og Digranessöfnuðir, halda sameiginlega upp á kirkjudag aldraðra með guðsþjónustu í Hjalla- kirkju kl. 14. Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir þjónar fyrir altari, en hún leysir af presta kirknanna nú um þessar mundir. Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi, syngur undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar, og kvartett úr kór Hjallakirkju leiðir safnaðarsöng. Að guðsþjónustu lok- inni er boðið upp á veitingar í safn- aðarsal Hjallakirkju. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Dagur aldraðra í Dómkirkjunni Á UPPSTIGNINGARDAG sem einn- ig er dagur aldraðra í þjóðkirkjunni er guðsþjónusta í Dómkirkjunni kl. 14. Sr. Lárus Halldórsson, fyrrum sóknarprestur í Breiðholts- prestakalli, prédikar. Hann er mörgum að góðu kunnur að fornu og nýju. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson þjónar fyrir altari. Sú dáða söngkona Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng og Dómkórinn og Marteinn H. Friðriksson sjá ásamt henni um tónlistina. Eftir guðsþjónustuna er eldri borgurum í Dómkirkjusókn og vel- unnurum kirkjunnar boðið til kaffi- samsætis í Iðnó þar sem Signý mun einnig taka lagið. Gerum okkur glaðan dag og rifj- um upp gömul og ný kynni af Dóm- kirkjunni og góðum stundum í því aldna húsi. Ársafmæli ferming- arinnar ÁRSAFMÆLI fermingarinnar verð- ur haldið í safnaðarheimili Vídalíns- kirkju í Garðabæ laugardaginn 11. maí kl. 17. Nú eru fermingarbörn fyrra árs, í Garðaprestakalli, þ.e.a.s., börn fædd árið 1987, boðuð til kirkjunnar að nýju, ásamt foreldrum sínum. Þarna munum við rifja upp og endurnýja kynnin. Garðaprestakall í Kjal- arnesprófastsdæmi, inniheldur þrjár sóknir, Bessastaðasókn, Garðasókn og Kálfatjarnarsókn. Þess vegna eru fermingarbörn úr öllum sóknunum boðuð saman til „Ársafmælis fermingarinnar“. Hér er um árvissan viðburð að ræða til styrkingar fermingarbörnunum og fjölskyldum þeirra á tímum breyt- inga og framþróunar. Þetta fyrsta ár eftir ferminguna sem við minn- umst við þetta tækifæri, er án efa búið að vera ár mikilla breytinga í lífi unga fólksins og því er skemmti- legt að hittast og ræða málin. Hið unga fólk er svo sannarlega margvíslegum hæfileikum búið og munu koma með atriði til að skemmta sjálfum sér og okkur öll- um. Dagskrá verður eftirfarandi: Stutt helgistund í kirkjunni. Fulltrúi frá forvarnadeild Tollstjórans í Reykjavík, kemur og fræðir okkur um ýmislegt, m.a., varnir gegn vímuefnunum og vandamál þeim tengd. Fíkniefnaleitarhundurinn Bassi kemur einnig í heimsókn. Veitingar í boði kirkjunnar. Happ- drætti með glæsilegum vinningum. (Annars vegar fyrir þau börn sem koma á staðinn og hins vegar fyrir þá foreldra sem fylgja börnum sín- um til ársafmælisins.) Skemmtiatriði frá fermingarbörnum. Kæru fermingarbörn og for- eldrar. Það er von okkar að „árs- afmælið“, megi verða til að styrkja þau vináttubönd, sem við bundumst í fermingarstarfinu og stuðla að enn frekari kynnum á milli ykkar og okkar prestanna, svo að þau endist út ævina. Þannig megið þið ætíð vita að þið eigið „hauka í horni“, þar sem kirkjan ykkar er. Hittumst glöð og hress í kirkjunni og eigum góða samveru. Með kærum vinakveðjum. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur Garðaprestakalls. Friðrik J. Hjartar, prestur Garðaprestakalls. Árbæjarkirkja á uppstigningardag Á UPPSTIGNINGARDAG eins og hefð er fyrir verður guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14. Öldruðum íbú- um hverfisins og fjölskyldum þeirra er sérstaklega boðið til guðsþjónust- unnar. Ekki er heldur brugðið út af vananum með það að fá gestapré- dikara til guðsþjónustunnar að þessu sinni mun sr. Sigurður Hauk- ur Guðjónsson, fyrrverandi sókn- arprestur, heiðra söfnuðinn með nærveru sinni. Aldraðir flytja ritn- ingalestra dagsins. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Pavel Manasek organista. Ólöf Inger Kjartansdóttir syngur stólvers. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Eftir guðsþjón- ustuna bjóða Soroptimistakonur til kaffisamsætis í safnaðarheimili kirkjunnar. Ólöf Inger Kjart- ansdóttir og Pavel Manasek flytja gestum nokkur lög. Sýning á verk- um aldraðra er sótt hafa félagsstarf kirkjunnar í vetur verður á sama tíma í kirkjunni. Það er einlæg von okkar að sem flestir geti séð sér fært að koma í kirkjunna og njóta þess sem fram er borið til næringar and- ans og líkamans. Suðurnesjamenn heimsækja Fella- og Hólakirkju Á KIRKJUDEGI aldraðra, fimmtu- daginn 9. maí, uppstigningardag, verður guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 14. Góðir gestir koma í heimsókn frá Keflavíkursókn og starfi eldri borg- ara í Reykjanesbæ. Þá kemur einnig Kór eldri borgara á Suðurnesjum og syngur í guðsþjónustunni ásamt Gerðubergskórnum. Stjórnendur kóranna eru Alexandra Pitak og Kári Friðriksson. Organisti Fella- og Hólakirkju, Lenka Mátéová leik- ur á orgelið. Sr. Hreinn Hjartarson, sóknarprestur í Fellasókn, og sr. Sigfús Baldvin Ingvarsson, prestur í Keflavíkursókn þjóna. Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni predikar. Ástríð- ur Helga Sigurðardóttir guðfræð- ingur les ritningarlestra og meðhjálpari er Valdimar Ólafsson. Að lokinni guðsþjónustu bjóða sóknarnefndir Fella- og Hóla- brekkusóknar upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Allir eru hjartanlega velkomnir og er það von Fella- og Hólabrekku- sóknar að Suðurnesjamenn og Breiðhyltingar geti átt gott sam- félag. Sóknarbörn í Fella- og Hóla- brekkusókn sem óska eftir akstri hafi samband við Lilju í s. 557 3280 á miðvikudag. Fella- og Hólakirkja. Dagur eldri borgara UPPSTIGNINGARDAGUR 9. maí verður haldinn hátíðlegur í Graf- arvogskirkju eins og undanfarin ár. Hátíðarguðsþjónusta verður kl. 14. Séra Ólöf Ólafsdóttir prédikar. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjón- ar fyrir altari. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Einsöngvari: Anna Sigríður Helgadóttir. Organisti: Hörður Bragason. Í kapellu kirkjunnar verður sýn- ing á þeim munum sem eldri borg- arar hafa unnið í samverustundum á liðnum vetri undir stjórn Unnar Malmquist og Eddu Jónsdóttur. Á uppstigningardag er boðið upp á kaffisamsæti af Safnaðarfélagi og sóknarnefnd Grafarvogskirkju. Dagur eldri borgara í Háteigskirkju Á MORGUN, uppstigningardag, heldur Háteigskirkja dag eldri borgara hátíðlegan. Í tilefni dagsins bíður söfnuðurinn eldri borgurum úr sókninni í súpu, salat og brauð að lokinni messu sem hefst klukkan ell- efu. Fjölbreytt dagskrá verður í boði að loknum sameiginlegum hádeg- isverði. Meðal efnis má nefna að ein- staklingar úr eldri borgara starfi Háteigskirkju mun sýna fínni fatnað fyrir fólk á besta aldri við undirleik Ástu Bjarnadóttur. Kvöldvökukórinn syngur undir stjórn Jónu Bjarnadóttur og Þor- steinn Haukur Þorsteinsson frá Tollstjóranum í Reykjavík mun heimsækja okkur, segja frá starfi sínu og hver veit nema hann taki líka lagið. Nánari upplýsingar gefur Þórdís Ásgeirsdóttir, þjónustu- fulltrúi Háteigskirkju, í síma 511 5405. Dagur eldri borgara í Neskirkju Á UPPSTIGNINGARDAG, fimmtu- daginn 9. maí, verður guðsþjónusta í Neskirkju kl. 11 sem tileinkuð er eldri borgurum. Þar mun „Litli kór- inn“ kór eldri borgara kirkjunnar leiða söng undir stjórn Ingu J. Back- man. Organisti verður Reynir Jón- asson og prestur sr. Frank M. Hall- dórsson. Að guðsþjónustu lokinni verður léttur hádegisverður í boði sóknarnefndar. Ingibjörg Pálmadóttir í Akraneskirkju GUÐSÞJÓNUSTA verður í Akra- neskirkju á morgun, uppstigning- ardag, kl. 14. Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, flytur hugleiðingu. Guðsþjónusta á uppstigning- ardegi hefur um árabil verið helguð öldruðum í Akraneskirkju og svo verður einnig nú. Kór eldri borgara syngur undir stjórn Lárusar Sig- hvatssonar. Hannes Baldursson leik- ur undir á orgel. Að guðþjónustu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar í Safnaðarheimilinu Vina- minni. Allir eru velkomnir!. Hátíð eldri borgara í Hafnarfjarðarkirkju SVO sem tíðkast hefur undanfarin ár er eldri borgurum boðið sér- staklega til guðsþjónustu í Hafn- arfjarðarkirkju á uppstigningardegi sem nú ber upp á fimmtudaginn 9. maíog hefst hún kl.14.00. Eftir hana býður sóknarnefnd til veislu í Hásölum Strandbergs. Reynt verður að greiða götu eldri borgara til ogfrá kirkju. Rúta kemur að Hrafnistu kl 13.15, Höfn kl 13.25, Sólvangi um kl.13.30 og Sólvangs- húsum um kl. 13.40 ogekur þaðan að kirkju og þangað aftur síðar. Prestur í guðsþjónustunni er sr. Þórhildur Ólafs.Hjörtur Howser leikur undir söng á Friðriksflygil ogfjörleg lög á harmonikku í sam- kvæminu í Hásölum. Fjölmargir hafa síðastliðin ár sótt guðsþjónustuna í Hafnarfjarð- arkirkju á uppstigningardegi og notið þess að vera í veislunni sem henni fylgir og þess er vænst að svo verði einnig nú. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Dagur aldraðra í Seltjarnarneskirkju Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13– 16.30. Föndur, spil og helgistund. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar og samræður. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9– 10 ára börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára börn kl. 17.30. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Kvöldbænir kl. 18. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi). Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Fræðsla: Tannvernd barna. Sig- urður Rúnar Sæmundsson, barnatann- læknir, fjallar um efnið. Umsjón El- ínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Árbæjarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelspil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöldmáltíð. Súpa og brauð í safn- aðarheimilinu á eftir gegn vægu verði. Opið hús fyrir aldraða frá kl. 13–16. Kirkjuprakkarar kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Kirkjuprakk- arar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Lok vetrarstarfs. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12 með altarisgöngu og fyr- irbænum. Boðið er upp á léttan hádeg- isverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára kl. 16.30–17.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. KFUK ung- lingadeild kl. 19.30–21. Æskulýðs- félag Engjaskóla fyrir börn 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf með 10– 12 ára börnum (TTT) á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasókn- ar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Heitt á könn- unni. Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Fé- lag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Erlendur sjá um akstur á undan og eftir. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyr- ir eldri borgara í dag kl. 13:00. Helgi- stund, spil og kaffiveitingar Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15–14.30. Foreldramorgnar í safn- aðarheimili frá kl. 10–12. Þorlákskirkja. Barna- og foreldra- morgnar í dag kl. 10–12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lof- gjörð. Allt ungt fólk velkomið. Fíladelfía. Létt máltíð á vægu verði kl. 18. Kl. 19 er kennsla og þá er skipt niður í deildir. Það er krakkaklúbbur fyrir krakka 3–12 ára, unglingafræðsla fyrir 13–15 ára, fræðasla fyrir ungt fólk á aldrinum 16–20 ára. Síðan er kennsla á ensku. Einnig eru til skiptis biblíulestrar, bænastundir og vitnis- burðarstundir. Það eru allir hjartanlega velkomnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheimili. „Stór vandamál barna gerð að litlum“. Bryndís Sím- onardóttir fjölskylduráðgjafi gefur góð ráð. Allir foreldrar velkomnir með börn sín. TTT-starf kl. 17. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Jim Smart FRÉTTIR EINS og undanfarin ár er uppstign- ingardagur kirkjudagur aldraðra í kirkjum landsins. Þá er eldri borg- urum og fjölskyldum þeirra boðið sérstaklega til guðsþjónustu. Aldr- aðrir taka virkan þátt í guðsþjónust- unni með söng og upplestri. Þarna gefst fjölskyldum tækifæri til að eiga hátíðarstund saman í kirkjunni sinni og á eftir er boðið upp á góðar veitingar. Einnig eru víða í kirkjum sýningar á verkum sem aldraðir hafa unnið í vetrarstarfinu. Útvarpsguðsþjónustan þennan hátíðisdag eldri borgara verður að þessu sinni frá Neskirkju. Ellimála- nefnd Þjóðkirkjunnar hvetur alla til að koma í kirkju þennan dag og kynna sér það sem er í boði fyrir eldri borgarana og njóta dagsins með þeim á kirkjudegi þeirra, sam- kvæmt því sem fram kemur í frétta- tilkynningu. Kirkjudag- ur aldraðra STUÐNINGSHÓPUR um krabba- mein í blöðruhálskirtli verður með rabbfund í húsi Krabbameinsfélags- ins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 8. maí kl. 17.00. Kolbrún Einarsdóttir næringar- ráðgjafi við Landspítala – háskóla- sjúkrahús er gestur fundarins. Kol- brún mun ræða um þau vandamál sem geta komið upp varðandi nær- ingu þegar fólk greinist með krabba- mein og hversu mikilvægt er að nær- ast meðan á meðferð stendur og hvað er til ráða. Einnig mun hún væntanlega ræða hvaða matvörur skipta máli þegar verið er að velta fyrir sér fyrirbyggjandi áhrifum mataræðis á krabbamein. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem greinst hafa með krabba- mein í blöðruhálskirtli og aðstand- endum þeirra. Kaffi verður á könn- unni. Krabbamein í blöðruhálskirtli GENGIÐ verður á vegum FÍ um Strandaheiði, Þráinsskjöldur og Slögu á fimmtudag, 9. maí. Gengið verður frá Reykjanes- braut til suðurs yfir Strandaheiði í Þráinsskjaldarhraun og uppá Þrá- insskjöld og suður eftir Fagradals- fjalli og þaðan á Slögu. Þetta er nokkuð bein og slétt ganga en er um 6 klst. löng, segir í fréttatilkynningu. Fararstjóri er Jónas Haraldsson. Verð 1.700 krónur en 1.400 fyrir fé- laga FÍ. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafnarfirði,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Ganga á Reykjanesi Rangur tónleikadagur Tónleikar Kórs Menntaskólans á Akureyri eru í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20. Rangur tónleikadagur var í tilkynningu í blaðinu í gær. LEIÐRÉTT OPINN fundur verður í kvöld, mið- vikudaginn 8. maí, um löggæslu í Breiðholti. Á fundinn mæta Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, Jónína Sigþrúður Sigurðardóttir aðstoðaryfirlögreglu- þjónn Ríkislögreglustjóra og yfir- maður fjarskiptamiðstöðvar ásamt Stefáni Alfreðssyni hverfislögreglu- þjóni til að ræða löggæslumál í hverfinu. Fundurinn verður haldinn í hátíð- arsal Breiðholtsskóla og hefst klukk- an 20. Fundur um löggæslumál í Breiðholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.