Vísir - 16.06.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 16.06.1980, Blaðsíða 4
Leikhúsin í London standa alitaf fyrir sínu: „THE HOTHOUSE” EFTIR PINTER VEKUR LUKKU Fyrir leikhúsáhuga- fólk er það áþekkast pilagrimsferð að heim- sækja Lundúnir. Þó auð vitað megi deila hart og lengi um það hvort allur sá fjöldi leikhúsa sem þar er, sé á nokkurn hátt merkari eða betri en leikhús annars staðar i heiminum, er það lik- lega staðreynd að hvergi i veröldinni er leiklistin jafn rótgróin og virt. Á hverju ári er færður upp fjöldi leikrita og höfund- ur sem slær i gegn þar er á grænni grein. Sumar- vertiðin er nú hafin og kennir að venju margra grasa. Pinter bað sem væntanlega vekur mesta athygli er nýtt leikrit eí'tir Harold Pinter, The Hothouse. Það er reyndar alls ekki nýtt, heldur er þetta verk skrifað árið 1958 en Pinter — eins og hann vék að i viðtali sem birtist fyrir nokkru hériVisi—stakk þviofan i skúffu og hreinlega gieymdi þvi siðan. Það hefur nú verið dregið upp og dustað af þvi rykið. Arangurinn lætur ekki á sér standa: leikritið iiefur vakið geysilega lukku og þykir griðarlega fyndið a la Pint- er. Leikritið þykir hið furðuleg- asta: það gerist á einhvers konar vitlausrahæli sem „Ráðuneytið” rekur og er stjórnað af furðufugli sem Roote nefnist, háværum og dreissugum fábjána en Derek Newark hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sina á honum. Geð- veiki, samsæri, heilaþvottur, eyðilegging, allt er þetta að finna i The Hothouse sem liklega er hugsað sem kastljós á breskt samfélag. Eileen Diss er leik- stjóri en auk Newarks eru i aðal- hlutverkum James Grant og Angela Pleasence (dóttir Don- alds). Leikhúsgagnrýnandi tima- ritsins Newsweek segir það ógleymanlega reynslu að horfa á þetta leikrit og ýmsir aðrir hafa taliö það meö allra bestu verkum Pinters. Storey og Richardson Utangarðsmaðurinn David Storey hefur vakið athygli undan- farið fyrir leikrit sitt, Early Days, en það er sýnt á minnsta sviði National Theatre, Cottesloe. Leikritið fjallar um stjórnmála- Sir Ralph Richardson þykir túlka gamlan stjórnmálamann fróbærlega vel i leikriti David Storeys, Early Days. Gavin Richards hefur breytt ofurlitið leikriti Dario Fos Stjórnleysingi deyr af slysförum, og þykir hafa tekist mjög vel. hi hbi ma m bbs MORBINGINN GEKK OT ÚR FRNGELSINU FRJALS - en Jögfræðingurínn” situr inni Stuttur og þybbinn maöur labbaði inn í Gæsluvaróhaldsfangelsi New York-borgar, kvaðst vera lögfræðingur og bað um að fá að hitta skjól- stæðing sinn. Hann skrifaði nafnið Michael Schwartz i gestabókina og beið í glerklefanum meðan fangavörður náði í manninn sem hann hafði beðið um. Fanginn var klæddur i íþróttagalla og var alls órakaður þegar þeir Schwartz fóru að ræða sín mál i hálfum hljóðum. Meðan þeir funduðu urðu vaktaskipti hjá fangavörðum og hinir nýkomnu fangaverðir tóku skömmu síðar eftir Michael Schwartz, ný- rökuðum og i stífpressuð- um jakkafötum, halda sem leið lá út úr fangeis- inu og á burt. Barist um fyrirsætu. Það kom svo i ljós aö maöur- inn sem hvarf á braut hét alls ekki Michael Schwartz heldur Howard ,,Buddy” Jacobson og var fanginn sem færöur haföi verið til viöræöna við lögfræöing sinn ..Lögfræöingurinn” hét heldur ekki Michael Schwartz, heidur Anthony De Rosa fyrr- verandi barþjónn og gamall vinur Jacobsons. Er hann reyndi aö læðast burt var tekiö eftir honum og flóttinn komst upp. Þremur dögum eftir flóttann áttu aö hefjast réttarhöld yfir Jacobson en hann var ákærður íyrir morð. Jacobson stundaði fasteignaviöskipti og hrossa- prang og hélt við fagurlega út- búna fyrirsætu sem hét Melanie Cain. Haföi samband þeirra staöið i fimm ár þegar John nokkur Tupper tók á leigu ibúð I fjölbýlishúsi sem Jacobson átti. Hann lét sér það ekki nægja en rændi Jacobson einnig konu hanssem varö honum dýrkeypt. Sjö skammbyssuskot og margar hnifstungur Tveimur vikum eftir að Melanie Cain hafði sagt skilið við Jacobson og farið að búa með Tupper fannst lik hins siðarnefnda skotiö sjö skamm- byssuskotum og auk þess marg- stungiö með hnif. Jacobson var handtekinn fyrir morðiö og fundinn sekur en eftir var aö kveöa upp úrskurðinn. Skömmu eftir að Jacobson var stungiö I steininn fór hann, með aðstoö milliliða, að selja fasteignir sinar og hafði þannig orðiö sér úti um 850 þúsund doll- ara I reiðufé. Meðal kaupend- anna var Anthony DeRosa en honum tókst ekki að standa við greiöslur sinar og þvi átti Jacobson hönk upp i bakiö á honum. Talið er aö honum hafi verið gefinn kostur á aö aöstoða Jacobson viö flóttann gegn þvi að skuldin yröi gefin upp. Rakvél í stresstöskunni Lögreglan segir aö hann hafi haft jakkaföt og rakvél I stress- tösku sinni sem allir héldu aö innihéldi lögfræöigögn i málinu. Siðan hafi Jacobson rakaö sig, skipt um föt og snyrt sig I gler- klefanum án þess aö nokkur maöur tæki eftir þvi. Jacobson haföi mikiö og gott yfirskegg og án þess var hann harla sviplitill, þvi vakti hann enga athygli fangavaröanna á leiöinni út. Greiöinn kostaöi DeRosa sitt, hann situr nú i fangelsi og hefur veriö sett upp 500 þúsund doll- ara trygging. Rannsókn hefur leitt i ljós aö Jacobson keyröi burt I bila- leigubil sem kærasta sonar hans haföi tekiö á leigu. Meö honum fór önnur fyrirsæta, Audrey Barrett, sem einnig er horfin. Taliö er aö þau skötuhjúin hafi fariö annaö hvort til Washington eöa Filadelfiu og þaðan úr landi, til Miö-Ameriku eöa Kariba- hafsins. Enginn veit þó neitt meö vissu. Howard ,,Buddy” Jacobson Anthonv DeUosa „Refurinn er á flótta... Réttarhöldin yfir Howard ,,Buddy” Jacobson fóru fram einsog ætlaö haföi veriö, þó hann væri viðs fjarri. Útkoman varö sú aö Jacobson á von á 25 ára til lífstlðarfangelsi, þegar og ef hann næst. „Refurinn er á flótta”, sagði faðir fórnarlambs hans, John Tuppers, en hann var viö- staddur réttarhöldin. „Hann getur aldrei oröið hamingjusamur”, sagöi hann ennfremur. „Hann veröur alltaf að vera stööugt á veröi...” BBBI HE BH WHt BKE HE BBK 55úi I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I B I I I mann sem dregið netur sig i hlé, Sir Richard Kitchen. Þessi gamli ihaldsmaður hefur margs að minnast og vonbrigði hans eru mikil og sár. Kitchen var eitt sinn næstum orðinn forsætisráðherra, hann elskaði konu sina en kvaldi hana með framhjáhaldi og i ell- inni reynir hann að ná sér niðiri á umhverfinu. Hann sakar ráðs- mann sinn um að vera sovéskan njósnara, reynir að fá dóttur sina til að halda framhjá eiginmanni sinum og leggur ást á dóttur- dóttur sina sem fyrirlitur hann. Sir Richard Kitchen er sú persóna sem þetta leikrit Storeys byggist að langmestu leyti á og mikið liggur þvi við að það sé vel leikiö. Sir Ralph Richardson leikur Kitchen og þykir gera það i einu orði sagt frábærlega vel en Richardson er nú orðinn 77 ára gamall. Hann sýnir niðurlægingu gamla mannsins mjög vel en heldur þó ætið i siðustu leifarnar af reisn stjórnmálamannsins fræga. „Hann virðist svifa ein- hvers staðar milli himnarikis og Valhallar” sagði einn gagnrýn- andi um leik hans. „Stiórnleysingi deyr...” Þá hefur leikrit Dario Fos, „Stjórnleysingi deyr af slysför- um”, farið sem eldur i sinu um Lundúnirenþaðer byggt á atburð- um sem gerðust i Milanó er stjórnleysingi sem var til yfir- heyrslu hjá lögreglunni féll út um glugga og lést samstundis. Gavin Richards hefur lagað leikritið að breskum aðstæðum mjög vel en hann er einnig leikstjóri og leikur aðalhlutverkið. Leikritið ku þykja óstjórnlega fyndið og sagt er að i þvi takist loks að sameina Marx og Marx-bræður. Það er fleira sem leikhúsin i London bjóða upp á. Þar á meðal er leikritið Rose eftir Andrew Davies sem fjallar um kennslu- konu sem reynir að troða dálitlu af skynsemi inn i barnahöfuðin. Glenda Jackson hlýtur mikið lof fyrir túlkun sina á kennslukon- unni. Þá má nefna leikritið Dresser eftir Ronald Harwood en það fjallar um leikhús sem orðið er staðnað og gelt. Tom Courtnay leikur þar aðalhlutverk af stakri snilld. Svo er alltaf verið að sýna Shakespeare á sumrin i London og i Fortune-leikhúsinu er verið að sýna Dr. Faustus eftir Christo- pher Marlowe. Ekki má heldur glevma Músagildrunni...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.