Vísir - 16.06.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 16.06.1980, Blaðsíða 22
Mánudagur 16. júni 1980. 22 50-60% álagning er á gleraug- um, segir bréfritari. ' Hvers eiga sjóndaprir aö gjalda? Sigfús Sigfússon Kefla- vík skrifar: Þaö var einu sinni ungur maö- ur sem þurfti aö fara til augn- læknis um daginn, og fá sér vottorö fyrir nýjum gleraugum. Þetta væri ef til vill ágætis byrj- un á bók, sem mætti gjarnan heita íslensk ævintýri. Því þaö er hægt aö skrifa mörg sönn is- lensk ævintýri þó lygileg séu. En þessi ungi maöur er um get- ur, sótti góöa þjónustu hjá ágæt- um lækni og lagöi af staö sem leiö liggur til gleraugnasalans. Þar þurfti aö sjalfsögöu aö velja umgjörö utan um glerin. ,,Þessi eru i tisku: 60 þiis., þessi eru ágæt: 50 þús. Svo erum viö meö umgeröir allt oni hræódýr- ar”. Ungi maöurinn valdi sér umgerö á kr. 36 þús. En hvaö kosta svoglerin? Glerin kosta 66 þúsund og eitthvaö?? Eitt hundraö og tvö til fjögur þúsund kostar sem sagt fyrir þennan unga mann aö fá aö sjá eins og annaö fólk, meö heilbrigöa sjón. Og hann getur ekkert gert aö þvi þó aö hann sjái svona illa, hann fæddist bara svona. En af hverju kosta gleraugu svona mikla peninga? Jú, eitt- hvaö kostar efni og úrvinnsla i bæöi gler og umgerö, EN þar meö er ekki öll sagan sögö. 1 nú- tima velferöarþjóöfélagi þykir þaö ekki nema sjálfsagt mál, aö tolla (í þessu tilfelli 15%), leggja á vörugjald 24%. Já, hann sagöi mér þaö gleraugna- salinn, aö þaö væri eitthvaö um 50-60% álagning á þessari nauö- synlegu vöru, GLERAUGUM. Máske aö þaö hafi bara gleymst aö leggja niöur tolla, skatta og hvaö þetta arörán nú allt heitir, um leiö og heyrnartækin forö- um? Er þá ekki hægt aö kippa þessum málum i liöinn meö einu simtali eöa svo? Eöa kannske aö kippa I þennan fræga spotta sem stjórnmálabubbarnir tala svo oft um. Annars er ég eigin- lega alveg steinhissa á þvi aö blindrafélagiö hafi ekki látiö þessi mál til sin taka, fyrir langalöngu, jafnvel enn fyrr. Réttmætl vantraust getur virkað sem hvati Rannveig Þórðardóttir hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri vegna greinar i Visi um ungt fólk: Ég vil benda á út af blaöa- skrifum um unga fólkiö, þar sem sagt er aö sé þvi sýnt van- traust kalli þaö hiö versta fram i þvi, aö ungt fólk er ákaflega misjafnt. Sumu er vel treyst- andi en ööru ekki. Vantraust, sé þaö réttmætt, getur veriö hvati og virkaö örv- andi á ungling. Smjaöur og endalaust hrós, hafi þaö ekki viö rök aö styöjast, leiöir til leti og ómennsku ef unglingurinn veit aö hann hefur ekki unniö til hróssins. Aftur á móti kemur stundum sjálfsbjargarviöleitni i ljós ef hann nýtur sannmælis og er látinn finna á allan hátt aö honum sé ekki treystandi og aö hann þurfi aö gera betur. Þaö er vinur sem til vamms segir, segir máltækiö. Sumir unglingar gera sér lika grein fyrir aö þeim er ekki treystandi og misnota þaö stundum sé þaö gert. Nauösynlegt er aö gagn- rýna framkomu þeirra ung- linga, sem meta ekki aö verö- leikum þaö traust sem þeim er sýnt, svo þeim lærist aö greina rétt frá röngu. Unglingar eru eins misjafnir aö upplagi og þeir eru margir og fulloröiö fólk lika. Geir skrifar: 1 lesendadálki Visis þann 10. júni siöastliöinn furöar Brynjólfur Þorsteinsson sig á þvl, aö um 500 manns skuli hafa komiö þvi til leiöar, aö opinberi fjölmiöillinn sjónvarp, stöövaöi sýningu myndarinnar „Dauöi prinsessu”. B.Þ. er ekki einn um þessa skoöun, eins og fram hefur komiö en aörir eru þessari ákvöröun fylgjandi. En hvaö finnst B.Þ. og öörum lýöræöisunnendum um þau for- kastanlegu vinnubrögö alþing- ismanna aö ganga erinda 60 manna hóps öfgamanna, sem kröföust lokunar Keflavikur- sjdnvarpsins á sinum tima? Varekki sllkt samsæri alþing- ismanna og tilræöi viö lýöræöis- lega stjórnarhætti? Vist var þaö svo — og þaö samsæri þingmanna er áreiöan- lega ein ástæöan fyrir þvi, aö fólk hefur tapaö allri tiltrú á samkundu þeirra, alþingi. Vestmannaeyja — og ég er hér » meö ökusklrteiniö mitt og | sjúkrasamlagsskirteini”. „Þvi miöur, — þú veröur aö ■ fara niöur i Seölabanka og fá s þessu skipt þar”, svaraði gjald- ■ kerinn. Þaö skaut svo sem upp i huga ■ mér þeirri leiö aö stofna þarna ■ sparisjóösbók, leggja ávisunina ■ inn og taka 40.000 krónur strax fl út af reikningnum — þvi þá * heföi dæmiö, samkvæmt reglum H bankans, gengiö upp. En þaö vildi svo til aö ég I þekkti verslunarmann i ná- grenninu, sem skipti ávisuninni I fyrir mig. Hamn sagöi mér aö _ þetta væri svo sem ekki i fyrsta | skipti sem slikt kæmi fyrir: . Gömul, veikbyggö kona vestan g úr Dölum hafði t.d. komiö i bæ- j inn til þess aö greiöa ýmsar | skuldir — og haföi stóra ávisun ■ meöferöis I staö reiöufjár — til fl öryggts. En hún hraktist milli ■ hinna fjölmörgu banka á 9 Laugaveginum án þess aö fá ■ hana útleysta. Ég veit sannast ekki aö segja ■ til hvers ávisanir eru, ef þær eru I ekki einmitt öryggi fyrir fólk I sem kemur langt að, I staö þess • aö buröast meö reiöufé langar I leiöir, eins og fyrirferöin er á ' þvi I dag. Hér hlýtur aö veröa aö ráöa “ bót á þessu ófremdarástandi I svo fólk fari ekki i striðum straumum aö leika á kerfiö — I meö stofnun sparisjóösbóka . sem sagt er svo upp nokkrum j minútum siðar. Þaö er illt aö vera synjaö um sjálfsagöa þjónustu loksins þegar menn komast aö. ■ ■ BBH HHHHHHHHHHHHH Sjónvarpsstööin á Keflavikurflugvelli. Myndin er tekin þegar tslendingar gátu enn óáreittir horft á sendingar hennar. Frú Sigriður Inga Sig- urðardóttir frá Skuld í Vestmannaeyjum hringdi og óskaði eftir að lýsa reynslu sinni af „einkennilegri þjón- ustu i nútimaþjóðfé- lagi”. Hún tekur á vanda, sem eflaust fjölmargir hafa orðið að striða við i Reykja- vik — sérstaklega ut- anbæjarmenn: „Ég fór i verslun á Laugaveg- inum til þess aö kaupa litla barnamynd upp á 12.000 krónur. Ég haföi ekki reiöufé fyrir myndinni — aöeins ávisun frá Sparisjóöi Vestmannaeyja upp á 40.000 krónur. Þvi miöur gat afgreiöslustúlkan ekki skipt en benti á búð viö hliöina, sem mögulega gæti skipt ávisuninni. Þaö reyndist ekki vera raunin, svo ég tilkynnti afgreiöslustúlk- unni, aö ég ætlaöi þá aö skreppa i banka I nágrenninu og fá þessu skipt þar. Bankinn var auövitaö fullur af fólki og loksins er kom að mér, baö ég gjaldkerann aö gjöra svo vel að skipta ávisuninni fyrir mig. „Nei, þvi miöur, viö skiptum aldrei ávisunum annarra banka”, var svariö. „En þetta er Sparisjóður Bankaieikur Ekki er ein báran stök sandkorn Sveinn Guö- jónsson skrifar. Knattspyrnu- kappinn Á íþróttasiöu Timans á föstudaginn er skemmtileg fréttaf leik Itaia og Spánverja i Evrópukeppni landsliöa i knattspyrnu. 1 fréttinni er þess getiö, aö CLOSE RANGE, leikmaöur I spánska landsliöinu hafi náö aö koma knettinum i netiö hjá Itölum, en markiö mun þó hafa veriö dæmt af, sennilega skoraö af of stuttu færi. Nú vill svo skemmtilega til, aö á engilsaxnesku mun „close range” útleggjast „stutt færi” á okkar ástkæra ylhýra móðurmáli. Hér er aö sjálfsögöu af meðfæddum skepnuskap, veriö aö gefa i skyn aö þýöingin hafi eitthvað skolast til hjá fréttamanni Timans þótt vissulega sé hug- sanlegt aö hér sé um skemmtilega tilviljun aö ræöa og aÖ leikmaöurinn Stutt Færi (i isl. þýöingu) hafi skoraö af stuttu færi. — Og hver veit nema aö þessi stórskemmti- legi leikmaöur eigi eftir aö taka viö af Re Play, þessum sem skorar öll mörkin I sjón- varpinu. Afskiptasemi Nöldriö út af Listahátlöinni tekur sifeildum breytingum eftir þvi hvaö efst er á baugi hverju sinni. Fyrir helgina voru einhverjir aö kvarta yfir þvi, aö finnska KOM-leikhúsið haföi flutt verk þar sem leik- ararnir léku á móöurmáli slnu. Viö hverju bjuggust menn eiginlega? — Aö leikararnir kynnu Islensku eöa hvaö? Fyrir utan svo, aö þaö var ekki veriö aö plna neinn til aö sjá þetta leikverk. Menn vissu aö hverju þeir gengu og þeir sem hafa garaan af aö sitja undir einhverju sem þeir skilja ekki hafa fullan rétt til aö gera þaö i friöi fyrir af- skiptum annarra. Oli Jó: - topp- urinn í dag Þjóösagan um stjórnmála- hæfileika Ólafs Jóhannesson- ar ætlar aö veröa lifsseig meö þjóöinni eins og niöurstööur skoöanakönnunar Visis um þaö hver sé mestur núlifandi stjórnmálamanna bera meö sér. t könnuninni fékk Ólafur um fjóröung atkvæöa og hristir alla hina af sér meö miklu for- skoti. Svarthöföi Visis tekur þetta til umfjöllunar á föstu- daginn sl. og bendir á, aö út- koman sé enn merkilegri fyrir þá sök, aö Ólafur hefur aö vissu marki dregið sig út úr miödepli stjórnmálabarátt- unnar. Svarthöföi bendir einnig á, aö þaö sé áfall fyrir núverandi formann Framsóknarflokks- ins, Steingrlm Hermannsson aö komast ekki á blað á sama tima og forveri hans trónir á toppinum. — Aumingja Denni, — hvers á hann aö gjalda?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.