Vísir - 16.06.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 16.06.1980, Blaðsíða 24
VÍSIR Mánudagur 16. júnl 1980. Umsjón: Magdalena Sehram UR DIMNIUHNI Hyr islenskur dallen „1 dimmunni — áöur en þú fæddist — klauf hiö illa vilja þinn". Þetta mælir Gottskálk biskup rétt áöur en Galda Loftur þrífur eftir Rauöskinnu og fellur niöur dauöur 1 leikriti Jóhanns Sigurjónssonar. Ur þessari tilvitnun er heiti ballettsins, ,,Úr dimmunnni”, fengiö, en hann veröur frum- sýndur I Þjóöleikhúsinu I kvöld. Danshöfundur er Kenneth Till- son og tónlistin er Bjarkarmál, eftir Jón Nordal. Dansinn hefst á dauöastund Lofts, þegar hann er aö teygja sig eftir Rauö- skinnu og sér þá myndum ilr lifi sinu bregöa fyrir, þær koma út úr myrkrinu I huga hans eins og ljósblik. — Kenneth Tillson leggur á þaö ríka áherslu, aö ballettinn rekur ekki söguna um Galda- Loft eins og viö þekkjum hana úr þjóösögunni eöa leikriti Jó- hanns: „Löngu eftir aö ég hóf aö semja þennan ballett, sagöi hann, „rakst ég á ivitnun í bréf frá Jóhanni, þar sem hann segist hafa samiö leikritiö sem fantasiu eftir sögunni. Og ég samdi einmitt þennan ballett sem fantaslu, en eftir leikrit- inu”. „Þaö, sem mér finnst hafa haft mest áhrif á þennan unga mann, — mér er illa viö aö bendla hann um of viö leikritiö og nefna hann Loft, áhrifavald- arnir, þeir eru likamnaöir af dönsurunum. Rauöskinna er túlkuö af einum dansara, DIsu fylgir áhrifamáttur þess góöa, Steinunn er dönsuö af tveimur stúlkum, þvi hugur hans til hennar breyttist svo mjög þegar á leiö”. Þegar blaöamaöur leit inn á æfingu, var veriö aö reyna bún- inga i fyrsta sinn, en þá hefur Sigurjón Jóhannesson teiknaö. Rauöskinna þeyttist um sviöiö I galdrarauöum djöfulbúningi, hiö góöa sveif um á saklausu hvitu. Orlagarikustu augnablik- in I lifi „unga mannsins” renna fyrir hugskotssjónir hans og eru sýnd i timalausum ljósdeplum hér og þar á sviöinu — svo þaö var nóg aö gera hjá ljósa- meistaranum, Kristni Dani- valdssyni. Steinunn sú fyrri, ástmærin, baöaöi sig i bláum geislum, en sú siöari, oröin barnshafandi og ekki lengur elskuö, engdist i miskunnar- lausu hvitu ljósi. Þetta leit út fyrir aö geta oröiö áhrifamikil sýning. Ms Asdls Magnúsdóttir, Helga Bernhard og örn Guömundsson — Rauöskinna, hiö góöa og ungi maöurinn. Nanna óiafsdóttir, aöstoöarmaöur, Kenneth Tillson dansmeistari og Kristinn Danivaldsson, ijósameistari. (Vfsismynd J.A.) Þetta kvöld bætti upp allt... Kom-leikhúsið Gestir frá Helsinki á Lista- hátið 1980. Oft heföi komiö sér vel aö kunna einhver skil á finnsku, en aldrei eins og á sýningu Kom- leikflokksins á „Þremur systrum” eftir Chekov i Þjóöleik- húsinu i siöustu viku. Þó svo aö maöur hafi séö þetta yndislega verk nokkrum sinnum og kunni skil á efni þess og inntaki, þá reynir engu aö siöur mjög á taug- arnar aö sitja i þrjá og hálfa klukkustund og skilja ekki orö af þvi, sem sagt er á leiksviöinu. Þaö er nú svo meö þessar þrjár systur, aö þær lifa ekki viöburöa- rlku lifi. Og þaö er nú einmitt meiniö. Hins vegar eiga þær sin litlu leyndarmál, sinar þrár og vonir sem aldrei rætast. Lifiö er eintóm biö eftir einhverju, sem aldrei veröur. Og I lokin erum viö engu nær. Þvi miöur hugkvæmdist mér ekki aö hafa meö mér handrit aö verkinu, eins og ég sá, aö sumir höföu gert. Ég átti þvi i basli viö aö halda mér vakandi um tima. Þaö eina, sem mér fannst ég skilja var tónlistin, sem var undurfögur og táknræn. Tónlistin The Wolf Tones. USTAHATfBARPUNKTAR Dagskráin í dag: Kl. 20.00 I Þjóöleikhúsinu, List- dans. Maria Gisladóttir dansar meö Roberto Dimitrievitch og Sveinbjörg Alexanders meö Michael Molnar sem gestir. Is- lenski dansflokkurinn frum- sýnir ballettinn Galdra-Loft eftir Kenneth Tillson. Iönó kl. 20.30: Beöiö eftir Godot. Bústaöakirkja kl. 20.30: Tón- leikar. Mozart: Trió I b-dúr. Hafliöi Hallgrimsson: „Ori- gami”. Messiaen: „Quatuor pur la fin du temps”. Guöný Guö- mundsdóttir, fiöla, Hafliöi Hall- grimsson sello, Philip Jenkins pianó og Einar Jóhannesson klarinett. Á miðvikudaginn: Þjóöleikhúsiö kl. 20.00: List- dans, önnur og siöasta sýning. Laugardalshöli kl. 20.30: The Wolfe Tones halda þjóölagatón- leika. leiklist Bryndis Schram skrifar var þaö tungumál, sem skildist og leiddi áhorfendur i sannleikann um stigandi verksins og þá sálar- angist, sem var fólgin I athöfnum leikenda. Þaö leikform, sem þeim systr- um er búiö aö þessu sinni, er mjög nýstárlegt. Leikmunir af skorn- um skammti, búningar sviplaus- ir, undirstrika eingöngu skapgerö og liöan persóna. Þess vegna er verkiö ekki bundiö tima né staö, heldur megináhersla lögö á striö- iö, sem fer fram innra meö hverj- um og einum og persónulega túlk- un þess. Mjög áhrifamikiö form, sem þó skilaöi ekki fullkomnum árangri vegna tungumálaöröug- leika. Þaö er eiginlega skritiö, aö þetta leikrit, þar sem orö skipta svo miklu máli, skuli hafa veriö valiö til útflutnings. Mér er enn minnisstæö sýning Lilla Teaterns á „Umhverfis jöröina á áttatiu dögum”, sem var á einni af fyrri listahátiöum. Þar komst allt til skila meö látbragöi einu. Kom-leikhúsiö hefur frábæru listafólki á aö skipa. Þaö var aug- ljóst þrátt fyrir allt. Og þaö sem þaö átti ósagt I Þjóöleikhúsinu, komst allt til skila á söngva- kvöldi, sem þessi sami flokkur efndi til i Lindarbæ fyrir nokkrum dögum. Þaö kvöld flutti þaö meö sér andblæ frá heimalandi sinu, viö uppliföum Finnland eina kvöldstund. Auk þess komumst viö nær kjarna eöa tilgangi hóps- ins, sem er sá aö tala þaö mál, sem allir skilja, fjalla um vanda- mál vinnandi stétta, kenna fólki aö lifa viö þær aöstæöur, sem samfélagiö býr þvi og vera ham- ingjusamt þrátt fyrir allt. Kom-leikhópurinn er greinilega pólitiskur hópur, sem hefur oröiö aö gjalda þess aö þora aö taka af- stööu og heimta breytingar. Söngvar þeirra fjalla um baráttu verkamanna, skæruliöa og allra þeirra, sem berjast gegn kúgun og yfirgangi. Margir söngvanna GESTIR A Listdanssýningunni I Þjóö- leikhúsinu i kvöld dansar Maria Gisladóttir, sem nú starfar viö óperuna i Wiesbaden I Þýska- landi. Maria kemur hingaö sér- staklega I tilefni Listahátiöar ásamt meö dansara, Roberto Dimitievich, Argentinumanni af rússneskum ættum. Maria Gisladóttir hefur lært og dansaö Reykjavik, London og Berlin, en þar var hún i tvö ár og var þá farin aö dansa aöal- eru lika fullir meö rómantik og segja frá ástum karla og kvenna bæöi á steppum Rússlands og heima i Ostbotten. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld, persónulegt I einfaldleik sinum, og enn á ný var þaö tján- ingin ein, röddin og svipbrigöin, sem giltu. Ekkert umstang, eng- inn tilbúningur. Þetta kvöld var sungiö á sænsku, hvert orö skild- ist og hver rödd haföi sinn sér- stæöa „sjarma”. Þó er mér minnisstæöust rödd Sinikku Sokka, sem lék Irinu I Þremur systrum, og fór hún frábærlega meö textann. Þetta kvöld bætti upp allt, sem ég fór á mis viö hiö fyrra. Marfa Gfsladóttlr hlutverk I bailettum á viö Þyrnirósu, Coppelfu og Svana- vatninu. Hún hefur nú vériö ráö- in sem aöalkvendansarinn i Wiesbaden óperunni. Maria og Roberto munu i kvöld dansa atriöi úr Þyrnirósu og ballett, samiö viö kafla úr 5. Sinfónlu Mahlers, en höfundur þess balletts er einmitt Roberto Dimitrievich. Ms

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.