Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Atli og Geir leggja allt í sölurnar í kvöld / B2 Afslappað andrúmsloft hjá Stoke City / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag VERKTAKAR sem unnið hafa að framkvæmdum í Bankastræti í Reykjavík ljúka sínu verki í dag og verður gatan þá aftur opnuð fyrir umferð bíla. Eftir er að ljúka frá- gangi en unnið verður að því næstu vikur. Þar sem erfiðara hefur verið að komast um götuna í vor en vana- lega hefur nokkuð dregið úr versl- un hjá kaupmönnum í Bankastræti. Þeir verða hins vegar með opnar búðir í dag og á morgun og vonast eftir að margir leggi leið sína til þeirra til að líta á vörur um leið og vegfarendur skoða nýtt útlit Bankastrætis. Morgunblaðið/Kristinn Banka- stræti opnað á ný STJÓRNARFORMAÐUR Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja, Hall- grímur Bogason í Grindavík, segir að uppsagnir allra heilsugæslu- lækna við stofnunina séu slæm tíð- indi. Ástandið sé „bölvanlegt“ og finna þurfi lausn í deilu læknanna og heilbrigðisráðuneytisins sem fyrst. Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra segir að málið sé í við- ræðufarvegi og vonir standi enn til þess að lausn finnist áður en heilsugæslustöðvarnar verði lækna- lausar. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær sögðu allir heilsu- gæslulæknar við Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja upp störfum 1. maí síðastliðinn, þar af eru tíu fastráðn- ir og tveir lausráðnir. Þá undirbúa allir heilsugæslulæknar á Sólvangi í Hafnarfirði, níu að tölu, hópupp- sögn. Ráðherra segir að viðræður hafi farið fram í ráðuneytinu við stjórn Félags heimilislækna og framhald verði á þeim að loknum ársfundi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar í næstu viku. „Við höfum verið að skiptast á skoðunum um starfsumhverfi læknanna. Þeir hafa sett fram kröf- ur um gjaldskrársamninga og stofurekstur, sem ég hef ekki viljað gefa grænt ljós á. Ég tel að frekar þurfi einhver hvati að koma inn í þeirra launakerfi. Gallinn er sá að ég hef ekki samningsumboðið, það er í höndum kjaranefndar. Ég vona að við náum einhverri niðurstöðu í viðræðunum sem gæti orðið til þess að menn endurskoðuðu afstöðu sína. Bærilegur andi hefur verið í viðræðunum þótt eitthvað hafi bor- ið í milli,“ segir Jón Kristjánsson. Hallgrímur Bogason segir að vandinn sé á landsvísu og stjórn stofnunarinnar á Suðurnesjum geti því miður ekkert gert í átt til lausnar. Hvetur hann heilbrigðis- ráðuneytið til þess að ná samn- ingum við lækna sem fyrst. „Ég vildi að ég hefði sjálfur þá lausn uppi í erminni sem dugar til að höggva á hnútinn. Deilan snýst ekki eingöngu um útgáfu vottorða heldur starfsumhverfi læknanna í heild og uppbyggingu heilbrigðis- kerfisins. Þetta er flókið og stórt mál,“ segir Hallgrímur. Stjórnarformaður Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja um uppsagnir lækna Bölvanlegt ástand sem finna verður lausn á ÞÆR ERU brosmildar starfsstúlkur Sýslumannsins í Reykjavík sem að- stoða fólk við að koma atkvæðum sínum til skila í Ármúlaskóla, en þar fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. fram. Þegar blaðamað- ur og ljósmyndari Morgunblaðsins heimsóttu þær í gær sögðu þær lítið að gera enn sem komið væri, en hægt er að kjósa utan kjörfundar alla daga frá kl. 10–22 í skólanum fram að kosningum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir þá sem eru á höfuðborg- arsvæðinu fer m.a. fram í Ármúla- skóla en úti á landi sinna sýslumenn hvers sveitarfélags þessu hlutverki. Nú þegar hafa ríflega 530 ein- staklingar af höfuðborgarsvæðinu kosið til sveitarstjórna utan kjör- fundar, þar með talið þeir sem dvelja á ýmsum dvalarheimilum og sjúkrastofnunum svæðisins, en þangað fara fulltrúar sýslumanns til að safna atkvæðum. Þær Jódís Runólfsdóttir, Dóra Ástvaldsdóttir og Hanna Jóhannsdóttir tóku vel á móti kjósanda meðan ljósmyndari og blaðamaður Morgunblaðsins spjölluðu við þær en sögðu oft líða langan tíma á milli þess að fólk kæmi í skólann að kjósa. Þær vildu hvetja alla sem ætla að kjósa utan kjörfundar að gera það í tíma. „Yfirleitt fer aðsóknin að glæðast þegar nær dregur kosn- ingum,“ segja þær og kveðja kjós- andann er hann hverfur út í sól- ríkan vordaginn. Morgunblaðið/Kristinn Hanna, Dóra og Jódís tóku vel á móti kjósendum í Ármúlaskóla í gær. Atkvæðagreiðsla glæðist þegar nær dregur kosningum BJÖRGUNARVESTI, sem maður sem féll í sjóinn við Elliðaey hinn 24. apríl síðastliðinn var í, var kannað í sundlauginni í Vestmannaeyjum í gær, að beiðni Rannsóknarnefndar sjóslysa. Ástæðan er sú að maður- inn, sem bjargaðist giftusamlega eft- ir að hafa verið um 30 mínútur í sjón- um, taldi að vestið hefði ekki haldið honum nógu vel á floti, einungis höf- uðið hefði náð upp úr sjónum. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir að vestið hafi verið prófað á mönnum sem vógu 70, 80, 96 og 125 kg og það hafi haldið þeim öllum á floti, þannig að axlir stóðu upp úr vatninu. Vestið hafi þó ekki rétt mennina við þegar þeir prófuðu að liggja á grúfu í vatn- inu. Saltmagnið í sundlauginni í Vestmannaeyjum er 0,9% og ætti því að vera minna flot í lauginni en í sjónum þar sem saltmagn er um 3,5%. Vestið er af tegundinni Baltic og var sú tegund björgunarvesta bönn- uð síðasta vetur á öllum fiskiskipum á Íslandi í kjölfar tilrauna í Noregi, að sögn Steingríms Sigurðssonar, umdæmisstjóra Siglingastofnunar á Suðurlandi. Hann segir að vestið hafi verið þó nokkuð algengt. Vestið má þó nota á vötnum og innan við eina mílu frá ströndinni, eins og tilfellið var í slysinu við Elliðaey. Steingrímur segir að í alþjóðlegri samþykkt sem eigi við um flutninga- og farþegaskip sé skylt að björgun- arvesti um borð séu þannig úr garði gerð að þau snúi mönnum við liggi þeir á grúfu í sjónum. Það eigi þó ekki við um fiskiskip enn sem komið er, en Steingrímur segist ekki vita annað en það sé nú í undirbúningi. Björgunarvesti prófað að beiðni sjóslysanefndar Morgunblaðið/Sigurgeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.