Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Atli og Geir leggja allt í sölurnar
í kvöld / B2
Afslappað andrúmsloft hjá
Stoke City / B1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
VERKTAKAR sem unnið hafa að
framkvæmdum í Bankastræti í
Reykjavík ljúka sínu verki í dag og
verður gatan þá aftur opnuð fyrir
umferð bíla. Eftir er að ljúka frá-
gangi en unnið verður að því næstu
vikur. Þar sem erfiðara hefur verið
að komast um götuna í vor en vana-
lega hefur nokkuð dregið úr versl-
un hjá kaupmönnum í Bankastræti.
Þeir verða hins vegar með opnar
búðir í dag og á morgun og vonast
eftir að margir leggi leið sína til
þeirra til að líta á vörur um leið og
vegfarendur skoða nýtt útlit
Bankastrætis.
Morgunblaðið/Kristinn
Banka-
stræti
opnað
á ný
STJÓRNARFORMAÐUR Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja, Hall-
grímur Bogason í Grindavík, segir
að uppsagnir allra heilsugæslu-
lækna við stofnunina séu slæm tíð-
indi. Ástandið sé „bölvanlegt“ og
finna þurfi lausn í deilu læknanna
og heilbrigðisráðuneytisins sem
fyrst. Jón Kristjánsson heilbrigð-
isráðherra segir að málið sé í við-
ræðufarvegi og vonir standi enn til
þess að lausn finnist áður en
heilsugæslustöðvarnar verði lækna-
lausar.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær sögðu allir heilsu-
gæslulæknar við Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja upp störfum 1. maí
síðastliðinn, þar af eru tíu fastráðn-
ir og tveir lausráðnir. Þá undirbúa
allir heilsugæslulæknar á Sólvangi
í Hafnarfirði, níu að tölu, hópupp-
sögn.
Ráðherra segir að viðræður hafi
farið fram í ráðuneytinu við stjórn
Félags heimilislækna og framhald
verði á þeim að loknum ársfundi
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar í næstu viku.
„Við höfum verið að skiptast á
skoðunum um starfsumhverfi
læknanna. Þeir hafa sett fram kröf-
ur um gjaldskrársamninga og
stofurekstur, sem ég hef ekki viljað
gefa grænt ljós á. Ég tel að frekar
þurfi einhver hvati að koma inn í
þeirra launakerfi. Gallinn er sá að
ég hef ekki samningsumboðið, það
er í höndum kjaranefndar. Ég vona
að við náum einhverri niðurstöðu í
viðræðunum sem gæti orðið til þess
að menn endurskoðuðu afstöðu
sína. Bærilegur andi hefur verið í
viðræðunum þótt eitthvað hafi bor-
ið í milli,“ segir Jón Kristjánsson.
Hallgrímur Bogason segir að
vandinn sé á landsvísu og stjórn
stofnunarinnar á Suðurnesjum geti
því miður ekkert gert í átt til
lausnar. Hvetur hann heilbrigðis-
ráðuneytið til þess að ná samn-
ingum við lækna sem fyrst.
„Ég vildi að ég hefði sjálfur þá
lausn uppi í erminni sem dugar til
að höggva á hnútinn. Deilan snýst
ekki eingöngu um útgáfu vottorða
heldur starfsumhverfi læknanna í
heild og uppbyggingu heilbrigðis-
kerfisins. Þetta er flókið og stórt
mál,“ segir Hallgrímur.
Stjórnarformaður Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja um uppsagnir lækna
Bölvanlegt ástand sem
finna verður lausn á
ÞÆR ERU brosmildar starfsstúlkur
Sýslumannsins í Reykjavík sem að-
stoða fólk við að koma atkvæðum
sínum til skila í Ármúlaskóla, en þar
fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla
vegna sveitarstjórnarkosninganna
25. maí nk. fram. Þegar blaðamað-
ur og ljósmyndari Morgunblaðsins
heimsóttu þær í gær sögðu þær lítið
að gera enn sem komið væri, en
hægt er að kjósa utan kjörfundar
alla daga frá kl. 10–22 í skólanum
fram að kosningum.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
fyrir þá sem eru á höfuðborg-
arsvæðinu fer m.a. fram í Ármúla-
skóla en úti á landi sinna sýslumenn
hvers sveitarfélags þessu hlutverki.
Nú þegar hafa ríflega 530 ein-
staklingar af höfuðborgarsvæðinu
kosið til sveitarstjórna utan kjör-
fundar, þar með talið þeir sem
dvelja á ýmsum dvalarheimilum og
sjúkrastofnunum svæðisins, en
þangað fara fulltrúar sýslumanns
til að safna atkvæðum. Þær Jódís
Runólfsdóttir, Dóra Ástvaldsdóttir
og Hanna Jóhannsdóttir tóku vel á
móti kjósanda meðan ljósmyndari
og blaðamaður Morgunblaðsins
spjölluðu við þær en sögðu oft líða
langan tíma á milli þess að fólk
kæmi í skólann að kjósa.
Þær vildu hvetja alla sem ætla að
kjósa utan kjörfundar að gera það í
tíma. „Yfirleitt fer aðsóknin að
glæðast þegar nær dregur kosn-
ingum,“ segja þær og kveðja kjós-
andann er hann hverfur út í sól-
ríkan vordaginn.
Morgunblaðið/Kristinn
Hanna, Dóra og Jódís tóku vel á móti kjósendum í Ármúlaskóla í gær.
Atkvæðagreiðsla
glæðist þegar nær
dregur kosningum
BJÖRGUNARVESTI, sem maður
sem féll í sjóinn við Elliðaey hinn 24.
apríl síðastliðinn var í, var kannað í
sundlauginni í Vestmannaeyjum í
gær, að beiðni Rannsóknarnefndar
sjóslysa. Ástæðan er sú að maður-
inn, sem bjargaðist giftusamlega eft-
ir að hafa verið um 30 mínútur í sjón-
um, taldi að vestið hefði ekki haldið
honum nógu vel á floti, einungis höf-
uðið hefði náð upp úr sjónum.
Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi
í Vestmannaeyjum, segir að vestið
hafi verið prófað á mönnum sem
vógu 70, 80, 96 og 125 kg og það hafi
haldið þeim öllum á floti, þannig að
axlir stóðu upp úr vatninu. Vestið
hafi þó ekki rétt mennina við þegar
þeir prófuðu að liggja á grúfu í vatn-
inu. Saltmagnið í sundlauginni í
Vestmannaeyjum er 0,9% og ætti því
að vera minna flot í lauginni en í
sjónum þar sem saltmagn er um
3,5%.
Vestið er af tegundinni Baltic og
var sú tegund björgunarvesta bönn-
uð síðasta vetur á öllum fiskiskipum
á Íslandi í kjölfar tilrauna í Noregi,
að sögn Steingríms Sigurðssonar,
umdæmisstjóra Siglingastofnunar á
Suðurlandi. Hann segir að vestið hafi
verið þó nokkuð algengt. Vestið má
þó nota á vötnum og innan við eina
mílu frá ströndinni, eins og tilfellið
var í slysinu við Elliðaey.
Steingrímur segir að í alþjóðlegri
samþykkt sem eigi við um flutninga-
og farþegaskip sé skylt að björgun-
arvesti um borð séu þannig úr garði
gerð að þau snúi mönnum við liggi
þeir á grúfu í sjónum. Það eigi þó
ekki við um fiskiskip enn sem komið
er, en Steingrímur segist ekki vita
annað en það sé nú í undirbúningi.
Björgunarvesti prófað að
beiðni sjóslysanefndar
Morgunblaðið/Sigurgeir