Morgunblaðið - 10.05.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 10.05.2002, Síða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 51 Sumarbrids hefst nk. þriðjudag Sumarspilamennskan hjá Brids- sambandi Íslands, hefst nk. þriðju- dagskvöld kl 19:00. Í boði verður eins kvölds keppni og verður spilað fimm daga vikunn- ar, mán.-fös., en frí laugardaga og sunnudaga. Alltaf byrjað á sama tíma, klukkan 19:00. Allir spilarar eru hvattir til að láta sjá sig og verður tekið á móti þeim með bros á vör, hjálpað er til við myndun para ef spilarar mæta stak- ir. Umsjón með Sumarbridsi 2002 hefur Matthías Þorvaldsson og mun hann hafa valinn hóp með sér. Nánar um fyrirkomulagið síðar. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Úrslit í aðaltvímenningi 2002: Karl G. Karlsson – Gunnlaugur Sævarsson Þröstur Þorláksson – Heiðar Sigurjónsson Grethe Íversen – Svala Pálsdóttir Úrslit í einmenningi: Björn Dúason Kristján Kristjánsson Arnór Ragnarsson Eftirtalin pör spila fyrir hönd Suð- urnesja á kjördæmamóti 2002: Gísli Torfason – Svavar Jensen Arnór Ragnarsson – Karl G. Karlsson Svala Pálsdóttir – Grethe Íversen Karl Einarsson – Björn Dúason Þröstur Þorláksson – Heiðar Sigurjónsson Kristján Kristjánss. – Randver Ragnarsson Gleðilegt sumar! Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 6. maí lauk 5 kvölda tvímenningi (síðasta keppni vetrar- ins). Spilað var á 12 borðum. Í efstu sætum urðu eftirtaldir: NS: Kristján Albertss. – Halldór Aðalst. 1275 Ólafur Ingvarsson – Zarioh Hamedi 1260 Karl Pétursson – Ingólf Ágústsson 1173 AV: Þórarinn Beck – Jón Úlfljótsson 1173 Eyjólfur Jónsson – Sveinn Sigurjónss. 1136 Sigríður Einarsd. – Ásmundur Guðm. 1130 ÞEKKINGARMIÐLUN ehf. stend- ur fyrir námskeiði í sjálfstrausti og sjálfsöryggi 16. maí nk. í Ásbyrgi á Hótel Íslandi frá kl. 9-17. Námskeiðið er sérstaklega ætlað konum sem vilja öðlast aukið sjálfstraust og betra sjálfsálit. „Á námskeiðinu læra þátttakendur að virkja afl jákvæðs sjálfsálits. Þeir auka eigin færni til að læra af eigin mistökum og takast á við gagnrýni. Þeir þroska með sér nauðsynlegt sjálfstraust sem hjálpar þeim að ná markmiðum sínum og takast á við breytingar,“ segir í fréttatilkynningu. Leiðbeinandi er Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlun- ar. Upplýsingar um námskeiðið er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á ingrid@thekkingarmidl- un.is. Námskeið í sjálfstrausti og sjálfsöryggi ÚTIVIST hefur í ferðaáætlun 2002 ferðir á Esju frá öllum áttum. Sam- tals eru þetta níu mismunandi leiðir á Esjuna og verður sú fyrsta farin um næstu helgi, sunnudaginn 12. maí, samkvæmt því sem kemur fram í fréttatilkynningu. Hinn 12. maí hefst gangan um Lág-Esju á Kerhólakamb, en þar er útsýni norður yfir fjallið og vestur á Snæfellsnes. Síðar verður gengið á Tindstaðafjall sem er norðan Blik- dals; um Skálatind á Hábungu, hæsta tind Esju; um Þverárkotsháls á Hátind; Þverfellshorn og fram á Blikdalsbrúnir; um Sandsfjall á Esjuhorn; á Kistufell; eftir Mó- skarðshnúkum yfir á Esju og endað með göngu upp Gunnlaugsskarð og niður að Meðalfellsvatni. Útivist með ferðir á Esju ATHUGUN Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum vegna 400 kV Sultartangalínu 3, Sultar- tanga að Brennimel, er hafin. Landsvirkjun er framkvæmdaaðili og er markmiðið með framkvæmd- inni að auka flutningsgetu raforku- kerfisins að aðveitustöðinni á Brennimel vegna mögulegrar aukningar orkunotkunar á þjón- ustusvæði hennar, svo sem vegna stækkunar Norðuráls á Grundar- tanga. Einnig er línan talin mik- ilvægur áfangi í uppbyggingu 400 kV flutningskerfis Landsvirkjunar. Samkvæmt aðalvalkosti Lands- virkjunar verður línan að mestu lögð við hliðina á Sultartangalínu 1 (220 kV) frá Sultartangastöð að Uxahryggjum, en þó með fráviki til norðurs við Háafoss og Gullfoss. Frá Uxahryggjum að botni Graf- ardals liggur línuleiðin um Botns- heiði en á þeim kafla er Sultar- tangalína 1 í Skorradal. Í innan- verðum Grafardal liggja línurnar samsíða, en á móts við Grafar- dalsbæinn beygir Sultartangalína 3 frá eldri línunni og fer yfir vest- anverða Botnsheiði að Kúhallardal, og síðan út dalinn vestur á Fer- stikluháls. Á seinasta kaflanum að Brenni- mel er farin svokölluð Hálsaleið, sem liggur um Saurbæjarháls, Brennifell og Svarfhólsháls, og loks niður Seldal að Brennimel. Við Móadal (hjá Vatnaskógarvegi) eru settir fram tveir jafngildir aðal- kostir, bein lína yfir dalinn og línu- leið með lítilsháttar sveigju til suð- urs. Að mestu samhliða Sultartangalínu Áhrifasvæðið er bundið við til- tölulega mjótt belti frá Sultar- tangastöð að Brennimel. Fyrirhug- að línustæði er að mestu samsíða Sultartangalínu 1, nema við Gull- foss þar sem gert er ráð fyrir að það liggi fjær fossinum, og á vest- asta hluta línustæðisins í Hval- fjarðarstrandarhreppi. Fyrirhuguð framkvæmd fellur innan 11 sveitarfélaga. Fyrirhugað er að kynna framkvæmdina og matsskýrslu með opnu húsi á Hlöð- um á Hvalfjarðarströnd laugardag- inn 11. maí klukkan 10–18 og í Ara- tungu í Biskupstungum miðviku- daginn 15. maí klukkan 14–22. Almenningur hefur frest til 19. júní til að gera athugasemdir við framkvæmdina til Skipulagsstofn- unar. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Mat á Sultartangalínu hafið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.