Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 33
EKKI alls fyrir
löngu reit Dagur B.
Eggertsson greinar-
korn eitt í Morgun-
blaðið í hverju hann
dásamaði fjárfesting-
ar Orkuveitunnar og
gerði lítið úr skulda-
söfnun borgarinnar.
Honum sjálfsagt til
lítillar ánægju var
sagt frá því í fréttum
sjónvarpsins það
kvöldið að Orkuveita
Reykjavíkur hefði
tapað hálfum milljarði
króna á hinum frá-
bæru fjárfestingum.
Sú staðreynd að
Orkuveita Reykjavíkur safnar
meiri skuldum en borgarsjóður
Reykjavíkur er að sögn Dags
gleðileg þar sem skuldir Orkuveit-
unnar eru ekki tilkomnar vegna
venjulegra lána heldur „fjárfest-
ingarlána“.
Staðreyndin er auðvitað sú að
fjárfestingarlán þarf að endur-
greiða eins og önnur lán. Gleðiefn-
ið fyrir skattgreiðendur í Reykja-
vík er það að lán orkuveitunnar
eru ekki aðeins greidd af þeim
heldur einnig þeim íbúum ná-
grannasveitarfélaganna sem nýta
sér þjónustuna!
En Dagur B. Eggertsson er
óháður og hefur því varla áhyggj-
ur af smámunum á borð við endur-
greiðslu lána. Á kosningafundum
vill frambjóðandinn ekki kannast
við verk hins viðkunnalega Alfreðs
Þorsteinssonar sem er ábyrgur
fyrir afrekum Orkuveitunnar.
Dagur er þess samt fullviss að
Orkuveitan muni raka saman fé
íbúa höfuðborgarsvæðisins borgar-
sjóð Reykjavíkur til
hagsbóta. Þessi af-
staða frambjóðandans
bendir ekki til þess að
gæfulegt sé að vera
óháður á pólitískum
lista.
Degi þykir þó allt í
lagi að leggja nafn sitt
við svokallaðar fjár-
festingar R-listans
sem sjá mátti er hann
kynnti óráðsíumæli
borgarinnar. Hvað
hann mælir er ekki al-
veg víst. Vera kann að
óráðsíumælirinn mæli
þá fúlgu sem til varð
vegna hækkunar fasteignamats
eða það fé sem farið hefur til að
greiða einkavini Ingibjargar Sól-
rúnar laun sem starfandi stjórn-
arformanni Strætó bs. án vitn-
eskju stjórnar. Dagur lætur sér í
léttu rúmi liggja í hvað allir pen-
ingarnir fara sem hann er að
mæla. Dagur er nefnilega óháður.
Óláns-Dagur
Snorri
Stefánsson
Höfundur er laganemi.
Reykjavík
Sú staðreynd að Orku-
veita Reykjavíkur safn-
ar meiri skuldum en
borgarsjóður Reykja-
víkur, segir Snorri
Stefánsson, er að sögn
Dags gleðileg.
ÍAV flytja skrifstofu sína frá Suðurlandsbraut í rúmbetra húsnæði að Höfðabakka 9, 4. hæð. Af þeim sökum verður skrifstofan
lokuð í dag, föstudag. Við opnum á nýja staðnum mánudaginn 13. maí nk. Verið velkomin.
Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is
Aukin umsvif
ÍAV flytja í rúmbetra húsnæði að Höfðabakka