Morgunblaðið - 10.05.2002, Qupperneq 14
FRÉTTIR
14 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Dagskrá:
Kl. 10.00-10.20: Meðfæddir ónæmisgallar.
Dr. med. Ásgeir Haraldsson, læknir,
prófessor í barnalækningum.
Fyrirspurnir - Umræða.
Kl. 10.20-10.35: Nýjungar í meðferð ónæmisgalla.
Dr. med. Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir,
dósent í klínískri ónæmisfræði.
Fyrirspurnir - Umræða.
Kl. 10.20-11.00: Kaffi.
Kl. 11.00-11.20: Að lifa með ónæmisbilun, hvers ber að gæta?
Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, læknir,
sérfræðingur í barnalækningum og klínískri
ónæmisfræði. Fyrirspurnir - Umræða.
Kl. 11.20-11.40: Kynning á starfsemi PIO.
Kerstin Torstenson, chairman PIO,
Primär Immunbrist Organisationen.
Kl. 11.40-11.55: Fyrirspurnir - Umræða.
Kl. 11.55-12.00: Stofnun áhugahóps um ónæmisgalla.
Orsakir og nýjungar
í meðferð ónæmisgalla
Málþing haldið í Múlalundi, Hátúni 10c, laugardaginn 11. maí
kl. 10.00-12.00 á vegum Astma- og ofnæmisfélagsins.
Fundarstjórn: Sigmar B. Hauksson.
Á fundinum verða fulltrúar frá norrænu sjúklingasamtökunum um
ónæmisgalla. Munu íslensku fulltrúarnir sitja vinnufund samtakanna
(Nordic Meeting for primary immunedeficiency) sem mun hefjast
í kjölfar málþingsins.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkur
A-listi Höfuðborgarsamtakanna
1. Guðjón Þór Erlendsson
2. Nanna Gunnarsdóttir
3. Hjörtur Hjartarson
4. Dóra Pálsdóttir
5. Hinrik Hoe Haraldsson
6. Hreinn Ágústsson
7. Vigfús Karlsson
8. Örn Sigurðsson
9. Hilmar Bjarnason
10. Sigurður S. Kolbeinsson
11. Guðmundur R. Guðmundsson
12. Heiðar Þór Jónsson
13. Ásgeir Sandholt
14. Páll Ragnar Haraldsson
15. Jóhann Óskar Haraldsson
D-listi Sjálfstæðisflokksins
1. Björn Bjarnason
2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
3. Guðrún Ebba Ólafsdóttir
4. Hanna Birna Kristjánsdóttir
5. Guðlaugur Þór Þórðarson
6. Kjartan Magnússon
7. Gísli Marteinn Baldursson
8. Inga Jóna Þórðardóttir
9. Margrét Einarsdóttir
10. Jórunn Frímannsdóttir
11. Kristján Guðmundsson
12. Alda Sigurðardóttir
13. Benedikt Geirsson
14. Marta Guðjónsdóttir
15. Tinna Traustadóttir
16. Rúnar Freyr Gíslason
17. Bolli Thoroddsen
18. Ívar Andersen
19. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
20. Margrét Kr. Sigurðardóttir
21. Elva Dögg Melsteð
22. Óskar V. Friðriksson
23. Jónas Bjarnason
24. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
25. Baldvin Tryggvason
26. Ólafur B. Thors
27. Elín Pálmadóttir
28. Magnús L. Sveinsson
29. Hulda Valtýsdóttir
30. Davíð Oddsson
F-listi frjálslyndra og óháðra
1. Ólafur F. Magnússon
2. Margrét K. Sverrisdóttir
3. Gísli Helgason
4. Erna V. Ingólfsdóttir
5. Björn Guðbrandur Jónsson
6. Margrét Tómasdóttir
7. Þráinn Stefánsson
8. Hrönn Sveinsdóttir
9. Þorsteinn Barðason
10. Ásdís Sigurðardóttir
11. Birgir H. Björgvinsson
12. Ásgerður Tryggvadóttir
13. Kolbeinn Guðjónsson
14. Hafdís Kjartansdóttir
15. Gunnar Hólm Hjálmarsson
16. Heiða Dögg Liljudóttir
17. Songmuang Wongwan
18. Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir
19. Agnar Freyr Helgason
20. Ágústa Sigurgeirsdóttir
21. Andrés Hafberg
22. Guðlaug Á. Þorkelsdóttir
23. Sigurður Þórðarson
24. Arnfríður Sigurdórsdóttir
25. Björgvin Egill Arngrímsson
26. Steinunn Hallgrímsdóttir
27. Stefán H. Aðalsteinsson
28. Auður V. Þórisdóttir
29. Gróa Valdimarsdóttir
30. Halldór Rafnar
H-listi Húmanistaflokksins
1. Methúsalem Þórisson
2. Bonifacia T. Basalan
3. Stefán Bjargmundsson
4. André Miku Mpeti
5. Pauline Scheving Thorsteinsson
6. Þór Magnús Kapor
7. Birgitta Jónsdóttir
8. Áslaug Ólafína Harðardóttir
9. Sigurður Þór Sveinsson
10. Sigurður Óli Gunnarsson
11. Stígrún Ása Ásmundsdóttir
12. Anton Jóhannesson
13. Friðrik Valgeir Guðmundsson
14. Erla Kristjánsdóttir
15. Júlíus K. Valdimarsson
16. Sveinn Jónasson
17. Inga Laufey Bjargmundsdóttir
18. Jón Tryggvi Sveinsson
R-listi Reykjavíkurlistans
1. Árni Þór Sigurðsson
2. Alfreð Þorsteinsson
3. Stefán Jón Hafstein
4. Steinunn Valdís Óskarsdóttir
5. Anna Kristinsdóttir
6. Björk Vilhelmsdóttir
7. Dagur B. Eggertsson
8. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
9. Helgi Hjörvar
10. Marsibil Sæmundsdóttir
11. Kolbeinn Óttarsson Proppé
12. Jóna Hrönn Bolladóttir
13. Steinunn Birna Ragnarsdóttir
14. Þorlákur Björnsson
15. Sigrún Elsa Smáradóttir
16. Jóhannes Bárðarson
17. Katrín Jakobsdóttir
18. Stefán Jóhann Stefánsson
19. Sigrún J. Pétursdóttir
20. Felix Bergsson
21. Guðný Hildur Magnúsdóttir
22. Friðrik Þór Friðriksson
23. Jakob H. Magnússon
24. Óskar Dýrmundur Ólafsson
25. Helena Ólafsdóttir
26. Jóhannes Sigursveinsson
27. Sigurður Bessason
28. Adda Bára Sigfúsdóttir
29. Sigrún Magnúsdóttir
30. Gylfi Þ. Gíslason
Æ-listi Vinstri hægri snú
1. Snorri Ásmundsson
2. Hjörtur Gísli Jónsson
3. Friðrik Freyr Flosason
4. Magnús Sigurðarson
5. Björgvin Guðni Hallgrímsson
6. Ásgeir Þórarinn Ingvarsson
7. Ragnar Kjartansson
8. Ásmundur Ásmundsson
9. Sigurður Árni Jósefsson
10. Ásgeir Jón Ásgeirsson
11. Guðmundur Jónas Haraldsson
12. Gustavo Marcelo Blanco
13. Ingirafn Steinarsson
14. Páll Úlfar Júlíusson
15. Torfi G. Yngvason
16. Haraldur Davíðsson
17. Björn Ófeigsson
18. Geir Borgar Geirsson
Framboðslistar
sem verða í kjöri
í borgarstjórnarkosningum
25. maí n.k.
FLEST lömb eru varla nema sól-
arhringsgömul þegar þau fara að
éta hey með mæðrum sínum. Það
er sérstaklega spennandi ef hægt
er að stelast til að ná sér í smá-
tuggu einhvers staðar annars
staðar en úr garðanum. Litlu
systurnar á myndinni stungu
hausnum í gegnum grindina á stí-
unni en ærin, sem heitir því fjör-
lega nafni List, kom ekki hausn-
um í gegn og varð að láta sér
nægja að reka snoppuna út.
Hún getur þó, líkt og aðrar ær
víðsvegar um landið, farið að
hlakka til þess að komast út úr
fjárhúsinu, því vorið er vissulega
komið og grænka fara tún og
engi. Þá mun List ásamt lömbum
sínum væntanlega bíta grænt
grasið upp til heiða og fagna
sumrinu frjáls til fjalla. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Nælt í
aukabita
Fagradal. Morgunblaðið.
ELNU Katrínu Jónsdóttur, for-
manni Félags framhaldsskólakenn-
ara, kemur ekki á óvart að óánægja
ríki meðal leiðbeinenda í framhalds-
skólum vegna réttindamála þeirra.
Segist hún hafa skilning á erfiðum
aðstæðum leiðbeinenda, sem eru
lausráðnir í kennarastöður frá ári til
árs. Hún segir það hins vegar vera
skýra afstöðu Kennarasambandsins
sem fag- og stéttarfélags að kennara-
starfið skuli vera lögverndað starfs-
heiti og að ráða beri til kennslu fólk
sem uppfyllir lagaskilyrði um mennt-
un og kennsluréttindi.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu íhuga leiðbeinendur
stofnun sérsamtaka vegna óánægju
með lítið atvinnuöryggi. Elna Katrín
bendir á að störf kennara og skóla-
stjórnenda í grunn- og framhalds-
skólum séu lögvernduð starfsheiti
skv. lögum um lögverndun starfa
kennara og skólastjórnenda. Sam-
kvæmt þeim megi ekki ráða aðra til
kennslu í framhaldsskólum en þá
sem uppfylla skilyrði um fagmennt-
un, sem er yfirleitt þriggja ára há-
skólanám til BA- eða BS-prófs og
menntun í uppeldis- og kennslufræð-
um.
„Samkvæmt þessum sömu lögum
er heimilt með sérstakri undanþágu í
lögunum að ráða fólk sem ekki upp-
fyllir þessi skilyrði um fullgilda fag-
menntun og menntun í kennslu- og
uppeldisfræðum til kennsluréttinda,
með sérstakri undanþágu til eins árs
í senn hið mesta. Það er því bannað
með lögum að fara öðruvísi að,“ segir
hún.
Falin sama ábyrgð og kenn-
urum með kennsluréttindi
Elna Katrín segir leiðbeinendur
fullgilda félagsmenn í Félagi fram-
haldsskólakennara og að þeir njóti
allra réttinda sem Kennarasamband-
ið geti mögulega veitt þeim, s.s. launa
og annarra kjara samkvæmt kjara-
samningi. Þeir hafi jafnan aðgang á
við aðra félagsmenn að sjóðum á borð
við endurmenntunarsjóði, sjúkrasjóð
og orlofssjóð. Hún segist hafa mikinn
skilning á stöðu leiðbeinenda sem
ráðnir séu þar sem réttindakennarar
fást ekki til starfa og leiðbeinendum
sé falin sama ábyrgð á kennslunni og
kennurum með kennsluréttindi.
Að sögn Elnu Katrínar eru leið-
beinendur oft í mjög erfiðri aðstöðu
til að afla sér kennsluréttinda. Á það
sérstaklega við um leiðbeinendur
sem annast kennslu í framhaldsskól-
um á landsbyggðinni en eiga ekki
greiðan aðgang að kennsluréttinda-
námi. Yfirvöld menntamála hafi lítið
aðhafst til að greiða götu þessa hóps
með raunhæfum aðgerðum sem geri
leiðbeinendum kleift að afla sér
kennsluréttinda, t.d. með því að
bjóða upp á háskólanám sem sniðið
yrði að þörfum starfandi kennara og
þeir styrktir til að sækja.
Formaður Félags framhaldsskólakennara
Hefur skilning á erfiðum
aðstæðum leiðbeinenda
HÆSTIRÉTTUR Íslands hefur
fellt þann dóm að tollstjóraemb-
ættinu í Reykjavík hafi verið heim-
ilt að leggja hald á 16.032 geisla-
diska sem fyrirtæki flutti til
landsins. Í innflutningsskýrslu var
aðeins gerð grein fyrir óverulegum
hluta geisladiskanna. Héraðsdóm-
ur Reykjavíkur hafði áður hafnað
því að hald yrði lagt á diskana.
Fyrirtækið pantaði ýmsar vörur
frá Danmörku og komu þær hing-
að til lands í einni sendingu í febr-
úar. Í dómi Hæstaréttar segir, að
um hafi verið að ræða óátekna
geisladiska, myndbönd og segul-
bönd. Samkvæmt aðflutnings-
skýrslu sem send var til tollstjóra
var fjöldi geisladiska 1.168 en
skoðun leiddi í ljós 1.168 pakka
með 17.200 geisladiskum. Þá leiddi
skoðunin jafnframt í ljós að vörur í
sendingunni væru ýmist fram-
leiddar í Indlandi eða Japan, en
ekki í Danmörku eins og hermt
væri í aðflutningsskýrslu. Þá var
framleiðslulands í sumum tilvikum
ekki getið.
Fram kom hjá tollstjóra að fyr-
irtækið hefði komið sér hjá að
greiða höfundarréttargjald, sem
næmi 17 krónum af hverjum
þeirra 16.032 geisladiska sem á
vantaði að tilgreindir væru í að-
flutningsskýrslunni, auk 24,5%
virðisaukaskatts.
Hald lagt á
16 þúsund
geisladiska
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.