Morgunblaðið - 10.05.2002, Qupperneq 21
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 21
Herraskór frá 6.900 kr.
Barnasandalar, stærðir 24-38
1.290 kr.
Herraskór frá 6.900 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
1
77
20
05
/2
00
2
debenhams
S M Á R A L I N D
Bolli með undirskál, 2.480 kr.
Sykurkar, 3.290 kr.
Rjómakanna, 3.690 kr. Ketill, 5.800 kr.
Diskur, 2.190 kr. Skál 1.890 kr.
Glös, 190 kr. stk.Ferkantaður diskur, 990 kr.
Hnífaparakassi fyrir 4, 3.790 kr.
Munnþurrkur 4 stk. í pakka, 1.990 kr.
Servíettuhringur, 590 kr.
Djúskanna, 3.590 kr.
Matardiskur, 790 kr.
Morgunverðardiskur, 790 kr.
Pastadiskur, 1.190 kr.
Ávaxtagrind, 1.890 kr.
Hitaplatti, 1.290 kr.
Box, 2.990 kr.
Wok panna með loki, 9.900 kr.
Fondue pottur, 7.700 kr.
Þriggja potta sett, 29.500 kr.,
einnig selt í stöku.
Panna með loki, 14.500 kr.
VILTU EPLI?
... spur›i HÚN OG LAG‹I
fiAR ME‹ GRUNNINN A‹
nútíma heimilishaldi
Pressukanna, 8 bolla, 3.790 kr.
Pressukanna, 12 bolla, 5.600 kr.
Kaffikönnur, 2 stk. í pakka, 1.990 kr.
Denby - Blue Jetty
Le Vrai Gourmet
Le Vrai Gourmet
Le Vrai Gourmet
Le Vrai Gourmet
Home Elements
Vigt 8.500 kr.
SÆNSKI ljósmyndarinn Hasse
Persson mun halda fyrirlestur á veg-
um Ljósmyndasafns Reykjavíkur í
kvöld, föstudagskvöld. Fyrirlestur-
inn verður haldinn í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi við
Tryggvagötu og hefst kl. 20.
Hasse Persson er einn þekktasti
ljósmyndari Norðurlanda og á að
baki langan og farsælan sýningafer-
il. Myndir Hasse hafa birst í blöðum
og tímaritum á borð við LIFE,
TIME, Newsweek og The New York
Times. Undanfarin fimm ár hefur
hann verið sýningarstjóri fjölmargra
ljósmyndasýninga, m.a. hjá Hassel-
blad Center í Gautaborg og Kultur-
huset í Stokkhólmi. Hinn 1. maí sl.
var Hasse fastráðinn sýningarstjóri
Hasselblad Center í Gautaborg.
Fyrirlestur Hasse ber heitið Ljós-
myndin sem fjárfesting 1905–2002
(Fotografiet som samlerobjekt
1905–2002) og segist Hasse þar fjalla
um listina að safna ljósmyndum í
sögulegu ljósi. „Sú saga hófst í byrj-
un aldarinnar eftir að Alfred Stieg-
litz opnaði fyrsta ljósmyndagallerí
heimsins við 291 5th Avenue í New
York. Þá byrjaði almenningur að
kaupa ljósmyndir og í fyrstu voru
þær verðlagðar mjög lágt. Ég fylgi
síðan þróuninni fram til dagsins í
dag, þegar verið er að selja ljós-
myndir fyrir háar fjárhæðir. Nýtt
met var sett fyrir stuttu er ljósmynd
eftir Andreas Gursky seldist á um
600 þúsund dollara,“ segir Hasse.
„Þessi þróun endurspeglar vitanlega
listrænt mat á ljósmyndinni og vægi
hennar á listmarkaðnum, en á síð-
ustu áratugum hafa kaup á ljós-
myndum sannað sig sem mjög „arð-
bær fjárfesting“. Það er þó ekki
ætlunin að ræða aðeins um ljós-
myndina út frá markaðslegu vægi,
ég mun einnig segja frá helstu lista-
mönnum á sviðinu á öldinni, en þetta
sjónarhorn gæti þó vakið þá sem
starfa að faginu og aðra til vitundar
um möguleikana sem eru til staðar
hvað ljósmyndalistina varðar,“ segir
Hasse.
Hasse Persson hefur ferðast til
fleiri Norðurlanda og haldið fyrir-
lestur um ofangreint efni. Fyrirlest-
urinn verður fluttur á ensku og er
aðgangur er ókeypis. Þetta er fimmti
fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Ljós-
myndasafns Reykjavíkur í minningu
ljósmyndarans Magnúsar Ólafsson-
ar (1862–1937).
Fyrirlestur sænska ljósmyndarans Hasse Perssons í Hafnarhúsinu
Ljósmynd er mjög
arðbær fjárfesting
NÝR einleikur,
Skáld leitar
harms, eftir Guð-
mund Inga Þor-
valdsson verður
frumsýndur í
Hafnarfjarðar-
leikhúsinu í
kvöld kl. 21
Það er höfund-
urinn sjálfur sem
fer með hlutverk
skáldsins Einis, en þetta er fyrsta
leikverk Guðmundar Inga. Hann
hefur að undanförnu leikið ýmis
hlutverk í Þjóðleikhúsinu en lék áð-
ur hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Leikstjóri er Friðrik Friðriksson.
Í einleiknum hittum við fyrir
skáld sem heitir Einirr með tveimur
err-um. Hann er að klára sína
fyrstu stóru epísku skáldsögu og er
hátt uppi yfir því. Hann kemur vel
fyrir, slær um sig, hann er í flottu
umhverfi, á fallegri skrifstofu og
virðist í fljótu bragði vera töffari
með allt á hreinu og með innstæðu
fyrir öllu því sem hann segir. Í
gegnum símtöl, kynnumst við kær-
ustu hans og vinum. Með hjálp
myndmiðils kynnumst við fjölskyldu
hans og þannig því lífi sem hann í
rauninni lifir. Þar kemur í ljós að
ýmislegt er öðruvísi en hann lætur
uppi. Og þessi barátta hans við að
vera eitthvað sem hann ekki er, bar-
átta hans við foreldra sína sem ætl-
ast til þess að hann sé skynsamur
og læri lögfræði, barátta hans við
lenda ekki í ruglinu eins og vinir
hans og barátta hans við að rækta
samband sitt og kærustunnar, sem
er ekki öll þar sem hún er séð, leiðir
til uppgjörs Einis við sjálfan sig og
umhverfið með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum.
Verkinu lýsir Guðmundur sem
Kitsch -drama. En Kitsch er hugtak
notað yfir „leik með klisjur“.
Leikkonurnar Margrét Helga Jó-
hannsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir
koma við sögu sem raddir móður og
kærustu.
Dramatúrg sýningarinnar er
Kristín Eysteinsdóttir, leikmynd
gerir Jóhann Már Þórisson.
Framkvæmdastjóri er Guðrún
Kristjánsdóttir.
Þetta er annar einleikurinn sem
frumsýndur er á stuttum tíma í
Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hinn er
Sellófón eftir Björk Jakobsdóttur í
flutningi hennar.
Leikið
með
klisjur
Guðmundur
Ingi Þorvaldsson
ÓPERUBLAÐIÐ 1. tbl. 15. ár-
gangs er komið út. Útgefandi er
Vinafélag Íslensku óperunnar.
Meginþema Óperublaðsins að
þessu sinni er Hollendingurinn
fljúgandi, sem frumsýndur verður
í Þjóðleikhúsinu á morgun. Upp-
setningin er samstarfsverkefni Ís-
lensku óperunnar, Þjóðleikhússins,
Sinfóníuhljómsveitar Íslands og
Listahátíðar í Reykjavík. Í blaðinu
er m.a. að finna viðtöl við helstu
söngvara og listræna stjórnendur,
greinar um Wagner og Hollend-
inginn, fréttir af starfi Íslensku
óperunnar og Vinafélagsins, um-
fjöllun um óperulist almennt.
Blaðinu er dreift til fé-
lagsmanna í Vinafélagi Íslensku
óperunnar, styrktar- og samstarfs-
fyrirtækja Íslensku óperunnar,
auk þess sem það er selt í helstu
bókaverslunum landsins.
Ritstjóri er Margrét Svein-
björnsdóttir, kynningarstjóri Ís-
lensku óperunnar. Í ritnefnd eru
Soffía Karlsdóttir, Ólafur Jóhann-
es Einarsson og Ingjaldur Hanni-
balsson, öll stjórnarmenn í Vina-
félaginu.
Óperublaðið kemur út tvisvar á
ári í 2.000 eintökum og er 32 síður.
Verð: 690 kr.
Tímarit
♦ ♦ ♦