Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 45
HIN árlega vormessa í Krýsuvík-
urkirkju fer fram nk. sunnudag
12. maí og hefst hún kl. 14.
Sr. Gunnþór Þ. Ingason sókn-
arprestur messar. Altaristafla
kirkjunnar eftir Svein Björnsson
sem haft hefur vetursetu í Hafn-
arfjarðarkirkju frá því á liðnu
hausti verður hengd upp í kirkj-
unni. Hjörtur Howser leikur á
harmonikku í messunni.
Eftir messu er Sveinshús opið
og boðið þar upp á kaffiveitingar
við vægu verði og gefst þar síð-
asta tækifærið til að sjá sýninguna
„Maður og land“ en ný sýning
verður sett upp í húsinu í júní.
Boðið verður upp á ókeypis
sætaferð frá Hafnarfjarðarkirkju
kl. 13. Þeir sem vilja nýta sér
hana tilkynni þátttöku í síma
5551295 og 8621027 fyrir laug-
ardagskvöld.
Kaffihúsamessa
í miðborginni
KAFFIHÚSAMESSA verður í
Ömmukaffi, Austurstræti 20
(Gamli Hressingarskálinn), laug-
ardagskvöldið 11. maí kl. 21.
Óskar Einarsson tónlistarmaður
og gospelsnillingur ætlar að leiða
lofgjörðina. Hafliði Kristinsson
fjölskyldu- og hjónaráðgjafi mun
tala, en Jóna Hrönn Bolladóttir
miðborgarprestur leiðir stundina.
Ömmukaffi er bjart og reyklaust
kaffihús í hjarta borgarinnar og
það er vel þess virði að líta þang-
að inn, ekki síst á laugardags-
kvöldið, þar sem hægt er að
kaupa eðalkaffi og taka þátt í
uppbyggilegri samverustund.
Ömmukaffi og miðborgarstarf
KFUM/K.
Kirkjan í Krýsuvík. Málverk eft-
ir Svein Björnsson.
Vormessa í
Krýsuvík
Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara
kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufulltrúa.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–
7.05 alla virka daga nema mánudaga.
Mömmumorgunn kl. 10–12 í
umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna.
Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir
börn.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varm-
árskóla kl. 13.15–14.30.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom-
ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð,
barnasaga, prédikun og biblíufræðsla.
Barna- og unglingadeildir á laugardögum.
Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel-
komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10,
13 og 22 á FM 105,5.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga-
samkoma í kvöld kl. 21.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 14.30
helgistund á Heilbrigðisstofnun, heimsókn-
argestir velkomnir. Kl. 17 sameiginleg æf-
ing fyrir alla hópa Litlu lærisveina í safn-
aðarheimili.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Björgvin Snorrason.
Biblíurannsókn og bænastund á miðviku-
dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2,
Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs-
þjónusta kl. 11. Umsjón: Ungt fólk úr
Reykjavík og Hafnarfirði. Samlestrar- og
bænastund á föstudagskvöldum kl. 20. All-
ir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40,
Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón-
usta kl. 11. Ræðumaður Maxwell Ditta.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna-
eyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta
kl. 11. Ræðumaður Styrmir Ólafsson. Sam-
lestrar og bænastund í safnaðarheimilinu á
fimmtudögum kl. 17.30. Allir hjartanlega
velkomnir.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðu-
maður Brynjar Ólafsson. Biblíurannsókn/
bænastund á miðvikudagskvöldum kl. 20.
Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarstarf
Sem gamall heima-
gangur í Rauðagerði 8
og afleysingamaður í
Áburðarverksmiðjunni
allmörg sumur sendi ég hér fáein
minningarorð um Jón Hjaltested.
Ég var ekki hár í loftinu er ég fékk
fyrst kynni af Jóni en ég er æsku-
vinur Davíðs, yngsta sonar hans, og
í krafti þeirrar vináttu útvegaði Jón
mér síðar vinnu á sumrin í Gufu-
nesi.
Óhætt er að segja að sterkur
húsbóndasvipur hafi verið með hon-
um á báðum stöðum. Á heimilinu
var jafnan margt um manninn og
ekki síður á Vatnsenda, við „Vatns-
endavatn“, eins og við strákarnir
kölluðum það, en þar á fjölskyldan
sumarbústað.
Þau Fríða voru barnmörg og
voru systkini Davíðs flest komin
JÓN EINAR
HJALTESTED
✝ Jón EinarHjaltested fædd-
ist á Öxnalæk í Ölf-
usi 27. ágúst 1925.
Hann lést á hjarta-
og lungnadeild
Landspítalans við
Hringbraut 22. apríl
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Bústaðakirkju 30.
apríl.
með maka og börn
þegar ég fór að venja
komur mínar á heim-
ilið. Þarna var Jón
höfuð fjölskyldunnar.
Í verksmiðjunni
báru menn ekki síður
virðingu fyrir honum.
Hann átti það til að
hjóla um planið þar
sem við settum áburð-
arsekki á bíla og gerði
hann óspart grín að
okkur ef honum þóttu
vinnubrögðin ekki góð,
sem kom víst stundum
fyrir.
Það var jafnan fastur liður þegar
voraði að ég kom á fund Jóns og
spurði hvort ekki fengist nú vinna
einnig það sumarið. Aldrei brást
það, þótt jafnan væru uppi raddir
um samdrátt og sjálfvirkni sem
kallaði á færri hendur.
Vafalaust hefur góðvild í garð
umsækjandans vegið þar jafnþungt
og umhyggja fyrir hag verksmiðj-
unnar.
Ég er ríkari fyrir að hafa fengið
að kynnast þessum ágæta manni.
Með mikilli væntumþykju og virð-
ingu færi ég fjölskyldunni samúðar-
kveðjur mínar. Megi Guð vera með
ykkur.
Skúli Sigurður Ólafsson.
Við hjónin kynnt-
umst Guðríði og Sig-
mari eiginmanni henn-
ar, sóknarpresti á
Skeggjastöðum í Bakkafirði, árið
1988. Það ár lét sr. Sigmar af emb-
ætti. Þá höfðu þau þjónað samfélag-
inu í þessu litla en knáa prestakalli í
tæplega hálfa öld. Guðríður var odd-
viti sveitarfélagsins á þessum tíma og
átti eftir um tvö ár af kjörtímabilinu.
Ekki var það í huga þessa sómafólks
að hlaupa frá hlutunum ókláruðum.
Því var það að við fengum að njóta
nærveru þeirra og handleiðslu um
tveggja ára skeið eftir að við komum
á Skeggjastaði til þjónustu. Með okk-
ur tókst mjög góð vinátta þrátt fyrir
rúmlega 40 ára aldursmun.
Við kynntumst því fljótt hve óeig-
ingjarnt starf þau unnu á alla lund
fyrir samfélagið í Skeggjastaða-
hrepp. Aldrei var það í þeirra munni
að draga úr eða koma sér undan
GUÐRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Guðríður Guð-mundsdóttir var
fædd í Kolsholtshelli
í Villingaholtshreppi
í Árnessýslu 8. apríl
1921. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 26.
apríl síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Glerár-
kirkju 6. maí.
verkum né ákvörðun-
um sem þau trúðu á að
væri samfélaginu til
góðs. Framsýni þeirra
og viljaþrek væri mörg-
um til eftirbreytni.
Grunnskóla uppí 12 ára
bekk ráku þau á eigin
heimili á Skeggjastöð-
um allt til 1985 er skól-
inn flutti í nýtt fjölnota
hús á Bakkafirði. Sér-
staklega hefur verið
tekið til þess hve nem-
endur frá Guðríði hafi
staðið sig vel í öðrum
skólum.
Það eru forréttindi að kynnast
konu eins og Guðríði. Allt lék í hönd-
unum á henni, hvort sem það var
bókhald, bréfaskriftir, hannyrðir,
bakstur eða annað heimilishald, og er
þá fátt eitt talið.
Seint er hún fullþökkuð sú leið-
beinandi aðstoð sem þau veittu okkur
ungum óreyndum prestshjónum að
byrja þjónustu á 66° norður, hvort
sem það var við laufabrauðsbakstur
sem við þekktum ekki til, kyndingu á
húsinu, venjum samfélagsins eða
starfi kirkjunnar.
Við vottum börnum og öðrum að-
standendum Guðríðar samúð okkar
og hluttekningu. Guð blessi ykkur
öll.
Sr. Gunnar Sigurjónsson
og Þóra Þórarinsdóttir.
Kveðja frá Kötlu-
félögum
Við Kötlufélagar
kveðjum hér okkar ást-
kæra félaga Sigurð Þ.
Tómasson.
Sigurður gerðist Kötlufélagi árið
1969 og hefur alla tíð síðan verið einn
virkasti og farsælasti félagi klúbbs-
ins. Hann gegndi flestum trúnaðar-
störfum fyrir klúbbinn og var ávallt
virkur í öllu því er klúbburinn tók sér
fyrir hendur. Hann var helsti hvata-
maður þess, að klúbburinn eignaðist
skógarreit í Heiðmörk og studdi það
verkefni alla tíð með ráðum og dáð.
Allt fram á síðustu stundu mætti Sig-
urður á flesta fundi klúbbsins og gaf
okkur góð ráð, hvatti okkur til dáða
SIGURÐUR
ÞORKELL
TÓMASSON
✝ Sigurður ÞorkellTómasson fædd-
ist á Miðhóli í Sléttu-
hlíð í Skagafirði 16.
júlí 1910. Hann lést
26. apríl síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Bústaða-
kirkju 7. maí.
fyrir Kiwanishreyf-
inguna með sínum frjóu
hugmyndum. Maggý,
kona Sigurðar, stóð
ávallt með honum í öll-
um hans störfum fyrir
Kiwanis og veitti okkur
félögunum margar
ánægjustundir þegar
hún mætti með honum
á fundi.
Þegar Maggý féll
frá, tók Ebba dóttir
þeirra við og mætti
með föður sínum á þá
fundi, er við höfðum
konur okkar með. Okk-
ur er það minnisstætt um tryggð
fjölskyldunnar við störf klúbbsins og
brennandi áhuga Sigurðar fyrir
markmiðum Kiwanishreyfingarinn-
ar að á síðasta jólafundi okkar í des-
ember sl. mætti hann með dóttur
sína og dótturdætur. Við Kötlufélag-
ar og eiginkonur okkar færum Ebbu,
Ólafi og fjölskyldu þeirra hugheilar
samúðarkveðjur. Blessuð sé minning
Sigurðar Þ. Tómassonar.
Félagar í Kiwanis-
klúbbnum Kötlu.
Elsku amma,
hvernig á ég að segja
bless? Ég vildi að ég
gæti hitt þig einu
sinni enn og kvatt þig
og sagt hversu vænt
mér þykir um þig. Ég var líka að
vonast eftir að þú gætir séð
yngstu dætur mínar, en það gekk
því miður ekki upp. Ég veit hins
vegar að myndirnar sem þú sást af
þeim veittu þér ánægju á erfiðum
stundum.
Það hefði verið eigingirni af mér
að ætlast til þess að þú þraukaðir
aðeins lengur til að hitta mig. Ég
veit að núna líður þér betur. Þú
þarft ekki að hræðast neitt og ekki
að upplifa neinar þjáningar fram-
ar. Nú veit ég að þú ert örugg og
þú hefur auga með okkur sem eftir
stöndum, sú tilhugsun veitir mér
ánægju.
Ég geri mér reyndar ekki grein
ÞURÍÐUR
HARALDSDÓTTIR
✝ Þuríður Har-aldsdóttir fædd-
ist á Svalbarðseyri 6.
desember 1924. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Siglufjarðar
22. apríl síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Siglufjarð-
arkirkju 4. maí.
fyrir hversu undarlegt
það verður að koma
heim til Siglufjarðar í
sumar. Engar ömmu-
bakaðar kökur og
ekkert blístur. Skrýt-
ið hvað svona smá-
hlutir sitja í mér, en
þeir skapa greinilega
góðar minningar. Þó
svo að þú hafir verið
að blístra einhverja
lagleysu þá fannst
mér alltaf gaman að
heyra blístrið þitt. Ég
er ánægður með þær
minningar sem ég á
um þig og þær mun ég varðveita
alla ævi.
Sú umhyggja sem þú sýndir
okkur barnabörnum og barna-
barnabörnum var yndisleg. Þú
sýndir lífi okkar mikinn áhuga. Al-
veg sama hvað við gerðum þá
stóðst þú alltaf við bakið á okkur
og hvattir okkur til að gera okkar
besta.
Ef ég hefði getað valið mér
ömmu þá hefðir þú verið mitt
fyrsta val. Ég kem til með að
sakna þín mikið. Það eina sem ég
get gert núna er að þakka þér fyr-
ir allar góðu stundirnar og ég vona
að þér líði vel.
Guðni Elís Haraldsson.
KIRKJUSTARF
„Bryndís mín, hann
afi þinn er dáinn.“
Þetta var það fyrsta
sem pabbi minn sagði
við mig snemma mánudagsmorg-
uns 15. apríl sl.
Þetta kom mér virkilega til að
BENEDIKT
SIGURJÓNSSON
✝ Benedikt Sigur-jónsson fæddist á
Steinavöllum í Fljót-
um hinn 17. septem-
ber 1934. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni í Siglufirði hinn
15. apríl síðastliðinn
og var hann jarð-
sunginn frá Siglu-
fjarðarkirkju 27.
apríl.
hugsa. Hvernig gat
þetta gerst, afi sem
var svo heilbrigður
maður. Daginn áður
hafði hann fengið
flökt fyrir hjartað en
ég bjóst við því að afi
harkaði þetta af sér
eins og allt annað.
Hann gat ekki einu
sinni klárað að segja
mér frá Belgíuförinni
sem hann hafði nýlega
farið með nokkrum
spilafélögum. Hann
var svo spenntur yfir
ferðinni að hann var
farinn að tala við mig ensku áður
en hann fór í þessa ferð. Hann fór
líka að spyrja mig út í allskonar
ensk orð sem hann þurfti að læra
betur.
Ég man þegar ég var yngri að
afi var alltaf að segja okkur krökk-
unum hinar ýmsu veiðisögur.
Hann var þá nýkominn heim úr
veiðiferðunum. Við krakkarnir
hlustuðum með áhuga, kinkuðum
kolli yfir öllu sem hann sagði án
þess að vita nokkuð um hvað hann
var að tala.
Hann afi var líka vanur að fara
með okkur krakkana út í Hólsá að
veiða. Afa gekk alltaf vel að fiska
en við krakkarnir náðum ekki ein-
um einasta fiski. Ekki vorum við
krakkarnir sátt við þennan afla, en
hann afi kunni ráð að kæta okkur.
Hann kastaði út, fékk fisk og sagði
okkur að draga inn, og þá kom í
ljós að það var fiskur á stönginni
og þóttist afi ekkert vita um fisk-
inn. Þannig vorum við næstum al-
veg eins og afi þegar við komum
heim úr veiðiferð, sögðum öllum
merkilegu sögurnar.
Svo var hann afi líka rosalega
duglegur að segja mér brandara
og það var sama þó brandarinn
væri ekki fyndinn, alltaf kom afi
mér til að hlæja að þeim, bara með
því hvernig hann sagði þá. Þetta
er bara brot af sögunum sem hægt
er að segja af honum afa mínum
sem kvaddi okkur langt fyrir aldur
fram. Það hefðu nú ábyggilega
bæst við fleiri sögur ef svona hefði
ekki farið. En við ákveðum ekki
hvar, hvenær eða hvað gamall
maður er þegar dauðinn tekur
okkur.
En það var bara heppni að eiga
þig sem afa. Þú varst frábær í alla
staði. Ég vildi að við hefðum getað
átt fleiri stundir saman þó að það
væru bara nokkrar mínútur.
En afi minn, mér þykir rosalega
vænt um þig og mun sakna þín
sárar en nokkurn mann getur
grunað.
Þitt barnabarn,
Bryndís Þorsteinsdóttir.