Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 36
UMRÆÐAN
36 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HVAÐ eiga Elvis
Presley, John F.
Kennedy og Bruce
Lee sameiginlegt? Jú-
,allir hafa þeir hlotið
viðurkenninguna „The
Outstanding Young
Persons of the
World“. Þessi viður-
kenning er veitt á
hverju ári allt að tíu
framúrskarandi ung-
um einstaklingum á
aldrinum 18–40 ára af
alþjóðahreyfingu Jun-
ior Chamber. Í ár hef-
ur Junior Chamber-
hreyfingin á Íslandi
ákveðið að útnefna
fjóra framúrskarandi
unga einstaklinga frá Íslandi til
þátttöku í þessari alþjóðlegu
keppni og mun útnefningin fara
fram við hátíðlegt tækifæri hinn 10.
maí.
Junior Chamber er alþjóðlegur
félagsskapur ungs fólks á aldrinum
18–40 ára. Hjá Junior Chamber
hafa lífsgæði fólks forgang og und-
irstaða starfsins er að byggja upp
einstaklinginn, gefa honum tæki-
færi til að vaxa í leik og starfi og
gera hann þannig hæfari til að tak-
ast á við stjórnun og ábyrgð í at-
hafnalífi og félagsstarfi. Junior
Chamber Ísland er að-
ili að alþjóðlegri
hreyfingu sem í eru
um 400.000 félagar í
110 löndum víðsvegar
um heim. Í dag eru
starfandi 7 aðildar-
félög um allt land er
saman mynda Junior
Chamber Ísland og
eru höfuðstöðvar
hreyfingarinnar að
Hellusundi 3 í Reykja-
vík.
Í ár stendur Junior
Chamber Ísland að al-
þjóðlegum verkefnun-
um „Frumkvöðlar í
verki“, samkeppni
ungra frumkvöðla á
aldrinum 18–40 um bestu viðskipta-
áætlunina og útnefningu á fram-
úrskarandi ungum einstaklingum,
„The Outstanding Young Persons
of the World for 2002“. Þá mun
Junior Chamber Ísland halda
„Nordic Academy 2002“ um miðjan
ágúst sem er námskeið fyrir fram-
tíðarleiðtoga í Junior Chamber og
eru þátttakendur frá Norðurlönd-
unum auk þriggja Eystrasaltsríkja.
Í tilefni sveitarstjórnakosninga
nú í vor mun hreyfingin standa fyr-
ir kappræðum og stjórna fram-
boðsfundum.
Ef þú, lesandi góður, ert eða vilt
verða framúrskarandi einstakling-
ur og ert á aldrinum 18–40 ára,
gefðu Junior Chamber tækifæri og
upplifðu þá möguleika sem þátt-
taka í starfi hreyfingarinnar hefur
upp á að bjóða. Allar upplýsingar
um Junior Chamber-hreyfinguna
er hægt að nálgast á nýrri og end-
urbættri heimasíðu sem opnuð
verður hinn 10. maí en slóðin er
www.jc.is.
Ert þú framúr-
skarandi ein-
staklingur?
Örn
Sigurðsson
Höfundur er landsforseti Junior
Chamber Íslands.
JC-dagurinn
Flest námskeið tengd
ræðumennsku, segir
Örn Sigurðsson, eru
sprottin undan merkj-
um Junior Chamber-
hreyfingarinnar.
UM ÞESSAR
mundir eru frambjóð-
endur til sveitar-
stjórna að kynna
stefnumál sín og fara
á fjörurnar við hátt-
virta kjósendur. Þá er
gjarnan tínt til það
sem þeir segjast hafa
unnið byggðarlagi
sínu til gagns undan-
farið og horft fram á
veginn um það sem
helst þarf að beita sér
fyrir næsta kjörtíma-
bil.
Miðbæjar-
umræða
Eitt þeirra málefna sem mikið
er rætt í höfuðborginni okkar er
framtíð miðbæjarins. Uppi eru
margar og fjölbreyttar hugmyndir
um hvað skuli gera honum til
vegsauka og fegurðar. Þar á bæ
virðast allir sammála um að ekki
megi láta hendur liggja í skauti og
hafast ekki að – þvert á móti sé
nauðsynlegt að taka til hendi
næsta kjörtímabil og
gera miðbæinn að lif-
andi menningar-, úti-
vistar- og verslunar-
svæði. Um þetta eru
haldnar margar ræð-
ur, skrifaðar há-
stemmdar greinar og
hver brýnir annan.
Þessu er þó öðru-
vísi farið í minni kæru
heimabyggð, Akur-
eyri.
Hér eru þó allir
sammála um að mið-
bærinn okkar þurfi
mikilla endurbóta við
en ekki hef ég heyrt
okkar ágætu fram-
bjóðendur tjá sig mikið um það
hvað þeir leggi til í þeim efnum.
A.m.k. brýna þeir ekki hvern ann-
an mikið og ekki eru þeir að reyna
að sannfæra kjósendur hversu
mikið þeir leggi upp úr því að
koma á umbótum í miðbænum og
endurheimta fyrri stöðu hans í
sveitarfélaginu. Málið er sem sagt
ekki ofarlega á listanum um það
sem vinna þarf að næsta kjörtíma-
bil.
Öflugur miðbær og miðbæjarlíf
er hverju samfélagi eins og Ak-
ureyri mjög þýðingarmikið. Á
sama hátt er góð aðstaða til
íþróttaiðkana, útilífs og menning-
arlífs mikilvæg og þar hefur Ak-
ureyrarbær vissulega gert góða
hluti og allt gott um það að segja.
Í þessum málaflokkum hafa bæj-
arfulltrúar metnað og jafnvel mót-
aða framtíðarsýn. Hins vegar
sakna margir samskonar metnaðar
og framtíðarsýnar hvað varðar
miðbæinn.
Skátagilið
og miðbærinn
Þegar ég var strákur, upp úr
miðri síðustu öld, fórum við fé-
lagarnir oft á skíði í Skátagilið,
sem er fyrir ofan miðbæjarkjarn-
ann. Þar var oft glatt á hjalla og
jafnvel keppt í svigi frá Bjarma-
stíg eða bruni alla leið ofanfrá
Oddeyrargötu! Í dag er þetta gil
opið frá miðbænum séð og ekkert
– nákvæmlega ekki neitt – hefur
verið gert fyrir það síðan við vor-
um að renna okkur þarna um árið;
allt við það sama. Þetta gæti þó
verið einhver mesta perlan í bæj-
arlandinu ef vel væri að verki stað-
ið og eins konar gróðurvin við hlið
miðbæjarins þar sem öflugt menn-
ingar- og verslunarlíf stæði í
blóma. Vissulega er gott að setja
mikla fjármuni í okkar góða skíða-
land í Hlíðarfjalli, en þetta gamla
skíða- og Skátagil okkar strákanna
er nú eins og opið sár í bæjarland-
inu og grátbiður um að eitthvað sé
gert því til vegsauka.
Ég nefni þetta sem dæmi um
það sem þarf að taka ákvarðanir
um og síðan að framkvæma. Þetta
er eitt af mörgum viðfangsefnum
sem móta þarf stefnu um í mið-
bænum og hrinda í framkvæmd.
Góðs viti
Fyrir nokkru nefndi ég í viðtali
við Morgunblaðið að fyrsta verk-
efnið til að hefja miðbæinn til vegs
á ný væri að ætla til þess a.m.k.
fimmtíu milljónum króna á ári
næstu tíu árin. Með því að marka
verkefni þessu slíkan fjárhagsleg-
an ramma mun það knýja á um að
móta framtíðarsýn miðbæjarins í
samráði við bæjarbúa og tryggja
síðan að unnið verði í samræmi við
hana næstu árin. Þannig, og aðeins
þannig, er raunhæft að koma
þessu mikla hagsmunamáli bæjar-
búa og gesta þeirra í höfn.
Nú sé ég að þessi tillaga hefur
ratað í stefnuskrá eins flokksins
hér í bæ og er það vonandi vottur
þess að frambjóðendur séu að
vakna í máli þessu og skilgreina
það sem eitt það mikilvægasta sem
vinna þarf að næsta kjörtímabil.
Svona getur þetta ekki haldið
áfram lengur.
Miðbærinn
á Akureyri
Ragnar
Sverrisson
Kosningar
Allir eru sammála um að
miðbærinn þurfi mikilla
endurbóta við, en Ragn-
ar Sverrisson segist
ekki hafa heyrt fram-
bjóðendur tjá sig mikið
um það hvað þeir leggi
til í þeim efnum.
Höfundur er kaupmaður í JMJ og
formaður Kaupmannafélags
Akureyrar.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía