Morgunblaðið - 10.05.2002, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ GuðbrandurÁgúst Þorkels-
son fæddist á Furu-
brekku í Staðarsveit
á Snæfellsnesi 13.
janúar 1916. Hann
lést á líknardeild
Landakotsspítala
29. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Þorkell Guð-
brandsson, sjómað-
ur og síðar verka-
maður, f. á Búðum í
Staðarsveit 28. nóv-
ember 1880, d. 28.
júlí 1968, og Guðný
Theodóra Kristjánsdóttir, f. í
Straumfjarðartungu í Miklaholts-
hreppi 18. janúar 1883, d. 26. maí
1962. Systkini Guðbrandar voru
Sigríður Elín, f. 27. júní 1909, d. 8.
júní 1993, og Ragnheiður Hulda, f.
1. febrúar 1919, d. 22. mars 1995.
Hinn 10. júlí 1943 kvæntist Guð-
brandur Friðriku Jóhannesdótt-
ur, f. í Litla-Laugardal í Tálkna-
firði 23. september 1916, dóttur
hjónanna Jóhannesar Bjarna
Þorbjörg Andrea, f. 1991. Barn
með fyrri eiginkonu, Guðnýju
Önnu Arnþórsdóttur hjúkrunar-
framkvæmdastjóra, f. 7. ágúst
1951, Friðrik Gauti, f. 1979.
Guðbrandur fór tvo vetur í
Gagnfræðaskólann í Reykjavík
1930–31. Hann lærði járnsmíði við
Iðnskólann í Reykjavík. Fékk
sveinspróf 1937 og meistararétt-
indi í ketil- og plötusmíði 1942.
Starfaði í lögreglunni í Reykjavík
á árunum 1941–1981 og var varð-
stjóri frá 1963. Aðstoðarþjálfari í
lögregluliðinu og lögregluskólan-
um um árabil. Kenndi lögreglu-
æfingar við tollgæsluskólann og
þjálfaði yfirmenn Landhelgis-
gæslunnar í skotfimi. Gegndi á
tímabili störfum birgðavarðar og
annaðist skjalageymslu við lög-
regluembættið. Vann við járn-
smíði með lögreglustörfum, eink-
um á Vélaverkstæði Sigurðar
Sveinbjörnssonar í Reykjavík.
Hannaði skipaminjagripi og
keppti í sundi fyrir KR í mörg ár.
Vaktmaður í utanríkisráðuneyt-
inu frá 1972–1981. Öryggisvörður
í sendiráði Vestur-Þýskalands í
Reykjavík og Menningarstofnun
Bandaríkjanna í nokkur ár.
Útför Guðbrandar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Friðrikssonar, bónda
og smiðs, f. á Rima í
Ketildalahreppi 5.
apríl 1872, d. 26. jan-
úar 1960, og Guð-
bjargar Vagnsdóttur,
f. á Sellátrum í
Tálknafirði 24. des-
ember 1878, d. 10.
maí 1957. Börn Guð-
brandar og Friðriku
eru: 1) Þorkell læknir,
f. 18. febrúar 1945,
kvæntur Mögnu Fríði
Birnir starfsþróunar-
stjóra, f. 12. nóvem-
ber 1954. Börn þeirra
eru Guðbrandur Ágúst, f. 1976,
kvæntur Katrínu Jóhannesdóttur,
f. 1975, og eiga þau tvær dætur,
Mögnu Þóreyju, f. 1999, og Sölku
Fríði, f. 2002, Jóhanna Helga, f.
1978, Friðrika Björk, f. 1980, og
Birna Bryndís, f. 1982. 2) Friðrik
Kristján læknir, f. 16. júlí 1950,
kvæntur Sóleyju Sesselju Bender
dósent, f. 26. júlí 1953. Börn
þeirra eru Kristján Theodór, f.
1981, Jóhannes Páll, f. 1984, og
Kær tengdafaðir minn hefur kvatt
þetta jarðneska líf en skilið eftir hjá
okkur trú á hið góða og göfuga. Í raun
var það hans ævistarf að rækta með
samferðamönnum sínum einmitt
þetta tvennt. Í gegnum lögreglustarf-
ið gáfust mörg tækifæri til þess og
það reyndi á margvíslega mannlega
hæfileika, sem Guðbrandur hafði í
ríkum mæli. Hann lagði sig fram við
það starf eins og annað sem hann tók
sér fyrir hendur. Jafnframt vildi hann
nýta sér þekkingu sína sem járnsmið-
ur. Hann vann gjarnan tvöfalda
vinnu, bæði við lögreglustörf og járn-
smíði. Þetta var þó iðulega samtvinn-
að því það sem hann smíðaði úr járni
var eitt eða annað sem lögreglan
þurfti á að halda fyrir búninga þeirra.
Að loknum vinnudegi í lögreglunni fór
hann iðulega að hamra járnin í vinnu-
herbergi heima hjá sér. Fékk lögregl-
an að njóta starfskrafta og mann-
kosta hans bæði við almenn
lögreglustörf, síðar störf sem varð-
stjóri og jafnframt við þjálfun lög-
reglumanna. Guðbrandur átti margar
minningar úr lögreglunni. Af frásögn-
um hans mátti ráða hversu vel gerður
maður hann var. Hann sagði mér frá
því að honum fannst það iðulega þýða
lítið að nálgast erfiðar aðstæður á
heimilum með ofstopa og látum held-
ur fremur af nærgætni og skilningi.
Með skilning að vopni tel ég að hann
hafi oft náð til einstaklinga og fjöl-
skyldna í erfiðleikum og þannig stillt
til friðar. Það hefur eflaust ekkert
spillt fyrir hversu kraftalegur hann
var, þótt hann hafi ekki beitt þeim
kröftum, nema þegar á þurfti að
halda. Efast ég þó um að margur hafi
þorað að leggja í Guðbrand þar sem
hann var þróttmikill og stæðilegur
maður á velli og svipsterkur en um-
fram allt göfugur og góður maður.
Snemma kom fram áhugi hans á
íþróttum, einkum sundi. Margar
klukkustundir á dag stundaði hann
sundið. Hann keppti oft í þeirri
íþróttagrein fyrir KR og vann til
margra verðlauna. Hann var kröfu-
harður gagnvart sjálfum sér í sundi
sem öðru. Þegar hann fór í laugarnar
var hann ekkert að gaufast við nokk-
ur hundruð metra heldur synti lág-
mark einn til tvo kílómetra. Það var
ekki hans stíll að setja markið lágt.
Var hann stöðugt að hvetja barna-
börnin til sundiðkunar og annarra
íþrótta og fór jafnvel í veðmál við þau
um hver mundi hafa betur í sundinu.
Honum var boðið á Ólympíuleikana í
Berlín árið 1936 í boði íþróttahreyf-
ingarinnar, þá tvítugur að aldri. Sú
för varð honum ógleymanleg.
Hann var gæfusamur enda búinn
mörgum góðum mannkostum.
Kvæntist hann Friðriku 1943 sem nú
kveður mann sinn eftir tæplega 60
ára samvist. Áttu þau fyrst heima á
Sólvallagötu 60 en síðar byggðu þau
með fjölskyldunni Háteigsveg 28, þar
sem þau hafa búið síðan 1945. Var Há-
teigsvegur 28 sannkallað fjölskyldu-
hús þar sem fjölskylda Guðbrands
bjó, bæði foreldrar og önnur systir
hans. Um tíma bjuggu þau öll þrjú
systkinin og foreldrar þeirra í húsinu.
Á Háteigsveginn var gott að koma.
Guðbrandur naut þess að fá í heim-
sókn barnabörn og barnabarnabarn.
Fjórum dögum fyrir andlát sitt eign-
aðist hann annað barnabarnabarn sitt
sem hann náði að líta augum áður en
hann lést. Þegar börnin voru yngri
bauð hann þeim inn í fjörugan heim
Andrésar Andar en þau blöð voru til,
á heimili hans, á dönsku allt frá árinu
1959. Margar litlar hendur hafa í
gegnum árin byggt gamla bjálkakof-
ann með eða án aðstoðar afa og með
nokkrum sparisvip léku þau sér iðu-
lega að gömlum bílum sona hans.
Fjölskylduboðin á Háteigsveginn eru
mörg og þar veitt af miklum höfðings-
skap. Iðulega var það jafnframt svo
að við vorum leyst út með fangið fullt
af gjöfum eins og heimalagað rifs-
berjahlaup og saft. Á þessu ári hélt
hann síðustu afmælisveislu sína í
faðmi fjölskyldunnar, þrátt fyrir að
heilsan væri farin að gefa sig. Það var
honum kært að kalla saman fólkið sitt
og veita því vel.
Guðbrandur var afar vel lesinn og
fróður maður. Hann lagði metnað
sinn í að byggja upp góðan bókakost
sem nýttist vel við fróðleiksleit. Átti
hann allar frumútgáfur nóbelskálds-
ins og margra annarra höfunda.
Hann hafði ánægju af því að lesa
sögulegan fróðleik og tileinka sér og
var í Sögufélaginu í samfleytt 60 ár
eða frá árinu 1942. Á aldarafmæli fé-
lagsins á þessu ári kom í ljós að hann
var næstelsti félagsmaður þess. Ef
maður þurfti á fróðleik að halda þá
stóð ekki á svarinu hjá tengdaföður
mínum. Það var gott að leita í smiðju
til hans. Það var sama hvort þurfti að
skoða eitthvað um ættfræði, íþróttir,
ljóð eða bókmenntir. Hann var vel
heima í því öllu. Í huga okkar var afi
djúpvitur maður.
Fyrir rúmum tveimur árum kom í
ljós að tengdafaðir minn gekk ekki
heill til skógar. Hann var þá kominn
með sjúkdóm þann sem reyndist
banamein hans. Hann tók veikindun-
um af stakri hugprýði en var ávallt
ósáttur við að komast ekki í sund.
Eiginkona hans annaðist hann heima
af alúð og kærleika þar til undir það
síðasta að Guðbrandur þarfnaðist
frekari umönnunar á sjúkrahúsi.
Hann dvaldi þar í skamma hríð þar til
kallið kom að kvöldi dags.
Hefur Guðbrandur nú kvatt okkur
eftir mörg gjöful og góð ár. Hann
lagði til þessa samfélags af miklum
drengskap, heilindum, göfuglyndi og
hógværð. Hann var heimakær og um-
hugað um sína nánustu. Einkum var
honum annt um Fíu sína.
Hann var ávallt óspar á hvatning-
arorð til annarra. Hugur hans stóð til
framfara og velgengni. Fátt gladdi
hann meira en að gefa öðrum eitt-
hvað, einkum börnum, barnabörnum
og barnabarnabörnum. Við í Frosta-
skjóli munum áfram sakna samveru-
stunda á laugardagsmorgnum þegar
afi kom í morgunkaffi með karamell-
ur upp á vasann og annað góðgæti.
Við munum jafnframt sakna hvatn-
ingarorða hans og sagna frá liðinni
tíð. Genginn er góður tengdafaðir.
Með þakklæti fyrir góðar samveru-
stundir og gæsku í minn garð. Guð
veri með þér.
Sóley Sesselja Bender.
Elsku afi. Þú varst stór, sterkur og
virðulegur maður og alltaf varstu
okkur svo hlýr og góður. Þegar við
vorum yngri var ekkert skemmti-
legra en að fá að fara með þér út á
Klambratún að leika. Við dáðumst að
þér, af öllum verðlaunapeningunum
þínum og hæfileikanum til að galdra
fram karamellur úr vasanum. Það var
alltaf gaman að koma á Háteigsveg-
inn, skoða skipin þín og Andrésar
andar blöðin. Okkur fannst þú vita
allt, enda hikuðum við ekki við að
sækja til þín fróðleik um hin ýmsu
efni. Við erum þakklát fyrir að þú
fékkst að sjá Sölku litlu og vitum að
það var þér dýrmætt eins og það var
dýrmætt fyrir þig og Mögnu litlu að
eiga tíma saman. Þú hafðir alltaf eitt-
hvað fallegt að segja við okkur og það
var yndislegt að sjá hvað þú og amma
voruð ástfangin og þú lést oft í ljós
hvað þér fannst hún falleg.
Elsku amma, þið voruð sálufélagar
og missir þinn er mikill. Nú styðjum
við hvert annað.
Elsku afi, þú varst einstakur mað-
ur og ert fyrirmynd okkar í góð-
mennsku og kærleika. Þú lifir í hjört-
unum okkar að eilífu.
Þín barnabörn
Guðbrandur, Jóhanna,
Friðrika og Birna.
Það eru ekki ákaflega mörg ár síð-
an okkur Guðbrandi Ágústi Þorkels-
syni lá nokkuð á að verða ekki of sein-
ir til flugs í Keflavík og þótt
venjulegur hámarkshraði dygði nokk-
uð vel í tímanum voru aðstæður á leið-
inni ekki þann veg að slíkt væri fýsi-
legt, varð því nokkuð að skeika að
sköpuðu.
Ég hafði nokkrar áhyggjur af að
svo fullorðnum manni sem Guðbrandi
þætti ferðalagið óþægilegt og spurði
þess, en fékk það svar að menn hefðu
einhverntíma þurft að bregða snar-
lega við í „útkalli“.
Þannig var Guðbrandur, sem
lengst af sinni ævi leit eftir að hegðan
vafalaust misjafnra samferðamann-
anna færi að settum lögum og reglum
og þó væri hann einstaklega dagfars-
prúður og í raun heldur til baka, brast
hann hvorki kjark né áræði ef svo bar
við og gekk þá fram af fullri einurð.
Guðbrandur var óvenjulega glæsi-
legur maður á velli allt til hins síðasta
og eftir því vel að manni. Atgervi og
kostir, sem hann fór með af mikilli
hógværð og lítillæti.
Það var engin tilviljun að Guð-
brandur, þá kominn á sextugsaldur,
og allt til starfsloka var við þjálfun
verðandi starfssystkina sinna í sundi,
lögregluæfingum og skotfimi og þjálf-
aði og kenndi sumt það einnig starfs-
mönnum tollgæslu og landhelgis-
gæslu, en var um leið við störf að
birgðavörslu og skjalageymslu lög-
reglunnar. Styrk hönd, skörp sjón og
atgervi íþróttamannsins fór saman
við og með aðgætni, yfirvegun og
miklu andlegu atgervi.
Við Jóhanna höfum nú þekkt og átt
að vinum í nær 30 ár þau Guðbrand
Ágúst Þorkelsson og konu hans Frið-
riku Jóhannesdóttur. Það hefur verið
gott að vera vinur þeirra hvors um sig
og ennfrekar beggja saman. Við eig-
um í þeim kynnum margs að minnast,
sakna og þakka fyrir nú sérstaklega á
þessum tímamótum.
Guðbrandur var ekki aðeins vin-
margur, hann átti og óvenjustóran
frændgarð og mátti segja a.m.k. um
tíma að varla kæmi maður svo í hóp
8–10 manna kringum „jökul“ að hann
ætti ekki frænda úr garði sínum þar
og sem að líkum lætur kunni Guð-
brandur deili á þeim öllum og var
enda gríðarlega vel og skemmtilega
ættfróður.
Guðbrandur hóf atvinnuferil sinn
að járnsmíði og var meistari í þeirri
grein, vann reyndar um tíma við
sennilega erfiðasta hluta þeirrar
greinar, „eldsmíðina“, þá lögreglu-
maður í 40 ár og lauk starfsferlinum,
þá orðinn „löggiltur“ eins og við
stundum segjum í gamni og nokkurri
alvöru, við vöktun og öryggisþjónustu
hjá utanríkisráðuneytinu, í vestur-
þýska sendiráðinu og við Menningar-
stofnun Bandaríkjanna í Reykjavík.
Það er glæstur ferill góðs manns og
þegns sinnar þjóðar, sem vissulega
var mannbætandi að þekkja og vera
samvistum við.
Þau Friðrika voru samhent hjón og
höfðingjar heim að sækja og nutu
þess að eiga fallegan garð afkomenda
og sá Guðbrandur annað langafabarn
sitt fáum dögum fyrir andlát sitt og
var það vel að svo skyldi til takast hjá
manni sem alla tíð, sem ég þekkti
hann, kunni vel að tala við börn eins
og fullorðin börn og jafningja sína og
sannarlega er gaman að kalla fram
minninguna um þá nafnana Guð-
branda Ágústa, Þorkelssyni þegar
hinn eldri hélt sonarsyni sínum undir
skírn, voru báðir skreyttir í stíl og
mátti varla á milli sjá hvor var ham-
ingjusamari.
Þannig ganga myndir lífsmynst-
ursins fram ein af annarri, nú við
vegamót, og þá verður ekki annað fyr-
ir en þakka samfylgdina og órofa vin-
áttu Guðbrands Ágústs og Friðriku.
Óska honum alls velfarnaðar og heim-
komu að vonum á Guðs vegum.
Friðriku vinkonu okkar og öðrum
ástvinum Guðbrands sendum við Jó-
hanna samúðarkveðjur.
E. Birnir.
Klettur í hafi. Sjórinn allt í kring,
stundum lygn og líðandi, stundum
stórbrotinn og stríður. Alltaf sami
kletturinn. Veðrast af ágangi hafsins í
gegnum árin, en aldrei myndast
sprunga eða varanleg skemmd. Veðr-
ast eins og náttúran ætlast til. Verður
fallegri ef eitthvað. Alltaf á sínum
stað. Kletturinn í hafinu er sjófarend-
um skilmerki, vissan um hvar þeir eru
staddir og hvert skuli halda þaðan í
frá. Í ólgusjó er fátt kærkomnara en
skilmerki, staðarmiðun, vegvísir. Í
lygnum sjó og góðviðri er kletturinn
augnayndi, brýtur upp óendanleika
hafsins. Tilbreyting. Skemmtun.
Þannig klettur var Guðbrandur.
Hélt sínu striki á langri, farsælli ævi,
samur við sig, traustur, velviljaður,
hughraustur, gjafmildur og tilbúinn
að mæta þeim sem komu eins og þeir
voru, – það er eðli klettsins.
Í raun eru ekki margir klettar á
ævi manns. Því sjóaðri sem sjófarend-
ur verða, því vænna þykir þeim um
klettana sem þeir kynnast á sjóferð-
um sínum. Og kannski reynast sumir
klettar betur en aðrir, sumpart vegna
þess að þar var gott að fá lægi í smá-
vör sem fannst við leit, – eða – að í
skjóli klettsins var gott að finna sjálf-
an sig og hugsa. Guðbrandur er einn
af þessum ómetanlegu klettum í lífi
undirritaðra.
Honum sendum við auðmjúkt
þakklæti fyrir einstaka samferð og
kærleiksríkar bænir um gott fram-
hald.
Fátt kemur í stað fallegra og
sterkra kletta.
Guðný Anna og Gauti.
Mér eru minnisstæð fyrstu kynni
mín af Guðbrandi Þorkelssyni, en við
hittumst fyrst er ég hóf störf í lög-
reglunni í Reykjavík á vakt Matthías-
ar Sveinbjörnssonar í mars 1954.
Það var mikið lán fyrir mig að hefja
störf með þeim mörgu úrvalsmönnum
sem þar voru fyrir og var Guðbrandur
einn þeirra. Við áttum eftir að starfa
mjög náið saman, því þegar ég tók við
aðalvarðstjórastarfi á vaktinni 1962
var Guðbrandur skipaður varðstjóri
og þar með nánasti samstarfsmaður
minn og traustari og hæfari varð-
stjóra hefði ég ekki getað fengið. Það
er margs að minnast frá þessum tíma
sem vekur góðar minningar um far-
sælt samstarf og vináttu.
Guðbrandur var mikill íþróttamað-
ur og var sund hans aðalgrein og náði
hann þar mjög langt, og var m.a. í
flokki íþróttamanna sem var boðið á
Ólympíuleikana í Berlín 1936. Á vakt-
inni voru einnig tveir aðrir Ólympíu-
farar, þeir Kristján Vattnes og Ólafur
Guðmundsson. Allir þessir menn
sönnuðu færni sína í lögreglustarfinu
með því að vinna ótrúleg björgunar-
afrek við mjög erfiðar aðstæður.
Má þar t.d. geta um þegar Ólafur
og Kristján björguðu fólki úr elds-
voða í Hafnarstræti og þegar Guð-
brandur og Kristján björguðu hljóm-
listarmanni úr klóm fimm hermanna
á Laugavegi á stríðsárunum með því
að yfirbuga þá og stafla þeim á bílpall,
en frá þessum atburði segir Agnar
Kofoed Hansen í bók sinni Lögreglu-
stjóri á stríðsárunum. Af þessum at-
burði urðu eftirmál þar sem þarna var
um sérþjálfaða landgönguliða að
ræða sem áttu allir að vera afburða
bardagamenn.
Guðbrandur var lærður járnsmiður
og vann við iðn sína á milli vakta eins
og títt var á þeim tíma hjá lögreglu-
mönnum sem þurftu að leggja mikið á
sig til að ná endunum saman.
Vegna hæfni sinnar í starfi var
Guðbrandur fenginn til að annast
þjálfun í Lögregluskólanum og skilaði
hann því starfi með miklum sóma og
eiga margir lögreglumenn góðar
minningar frá þeim tíma og oft ber á
góma á góðri stund sögur frá æfinga-
skálanum á Suðurnesi þar sem Guð-
brandur réð ríkjum og margir svita-
dropar féllu. Þessum tíma gleymir
enginn sem upplifði hann.
Á kveðjustund vil ég þakka Guð-
brandi samstarfið og vináttuna og
sendi eiginkonu, sonum og fjölskyld-
um þeirra mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Bjarki Elíasson.
Þegar ég var lítil stelpa á Háteigs-
veginum var „Guðbrandur lögga“
besti vinur bróður míns. Rúmum
þrjátíu árum síðar þegar ég flutti aft-
ur á Háteigsveginn með fjölskyldu
minni var Guðbrandur ennþá góðvin-
ur barnanna í húsunum í kring. Hann
sýndi þeim vinsemd og áhuga, gerði
uppörvandi athugasemdir við bol-
taspark þeirra og annað sýsl og bauð
þeim inn til Friðriku til að fá hefð-
bundna karamellu í nestið. Hann
fylgdist með börnunum stálpast og
taka bílpróf og enn litu þau á hann
sem vin sinn.
Samskipti okkar Guðbrands fóru
að mestu fram á stéttinni milli húsa
eða á tröppunum. Aldrei var svo
gengið inn eða út úr húsi samtímis
öðruvísi en að vinka eða kankast á, og
stundum eiga orðaskipti um daginn
og veginn eða líðan barna og fullorð-
inna í nágrenninu. Alltaf einkenndi
fas hans jákvæðni og velvilji til alls og
allra. Umhyggjan fyrir Friðriku
leyndi sér ekki og oftar en ekki stóð
hún brosandi í dyrunum og veifaði.
Börnin eiga bágt með að trúa því að
Guðbrandur sé horfinn af sinni vakt
við götuna okkar. Öll munum við
sakna hans. Fyrir hönd fjölskyldu
minnar þakka ég Guðbrandi og Frið-
riku ánægjulegt nábýli undanfarin ár.
Ég treysti því að Friðrika finni áfram
öryggi og samhug í því umhverfi sem
þau hjónin hafa hlúð að í meira en
hálfa öld hér á Háteigsveginum.
Ragnheiður Jónsdóttir.
GUÐBRANDUR
ÁGÚST ÞORKELSSON