Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 24
DAGLEGT LÍF 24 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SJÁÐU, hér er efni sem allsstaðar er verið að henda,dagblöð, pappír og tímarit.Allt þetta má hins vegar nýta og við höfum að undanförnu ver- ið að fara í gegnum helstu aðferðir við það. Við höfum unnið með pappa- massa, pappír, servíettur, lakk og lím og afraksturinn er á sýningu sem við settum hér upp í matsalnum,“ segir Margrét Ingólfsdóttir, deildarstjóri útstillináms við Iðnskólann í Hafnar- firði, sem í vor útskrifar tólf nemend- ur. Námið er ekki löggilt iðngrein, en tekur tvö ár og á námskránni eru ekki aðeins verkleg fög, sem lúta að form- og efnisvinnslu, heldur einnig kjarnafög; tungumál og stærðfræði. Spennandi að sýna afrakstur Margrét leiðir blaðamann um sýn- inguna, en niðri eru nemendurnir önnum kafnir við næstu verkefni. „Þessi sýning var reyndar ekki inni í skipulagi námsins, en þegar okkur gafst skyndilega kostur á stóru vinnurými í fyrrum áhaldahúsi bæj- arins, hér við hliðina, stukkum við á það og efndum til pappírsdaga. Mér finnst mikilvægt að grípa öll óvænt tækifæri sem gefast til þess að efla námið og gera það skemmtilegra, ég hef líka þá kenningu að sköpunar- gleðin verði að fá að njóta sín – einnig þegar verið er að læra tækni og grunnatriði.“ Verkin á litlu sýningunni eru þann- ig ekki stórir útstillingargluggar, básar, vöruberar eða súlur, heldur eru hlutirnir litlir og búnir til í því skyni eingöngu að læra nýjar aðferð- ir. „Ef við tökum sem dæmi vírnetið, sem við unnum einnig ur komið eins konar egg, skál, hattur eða hvaðeina annað.“ Margrét segir að dagblöðin komi hver nemandi með heiman að frá sér, enda séu gömul dagblöð fljót að hrannast upp á heimilum. Annað hrá- efni komi gjarnan frá fyrirtækjum sem gefi deildinni varning sem þeir annars myndu henda, allt frá gömlum gínum til umbúða og óseldra muna. Nemendurnir læra að beita endur- nýtingu og hugmyndaflugi, á sýning- unni gefur til dæmis að líta gifsborna barnaskó og ónýtan síma sem dýft hefur verið í pappamassa. „Við erum í tengslum við verslunareigendur, heildsala og fleiri og sumir eru alveg ótrúlega rausnarlegir. Þetta er líka gagnkvæmur hagur, því að námi loknu munu kraftar nemendanna nýtast í þágu þessara og annarra fyr- irtækja. Samstarf við atvinnulífið er líka virkt á fleiri sviðum, nemendur fara í starfsnám í fyrirtæki eins og Ikea og Húsasmiðjuna og fylgjast þar með útstillingarfólki að störfum.“ Í vor útskrifast að líkindum tólf manns af útstillibraut Iðnskólans í Hafnarfirði og tvöfaldast sá þá fjöldi fólks sem lokið hefur þeim fræðum hér á landi. „Já, þessi námsbraut er ung hjá okkur, en hún er hægt og örugglega að byggjast upp,“ segir Margrét að lokum. Úr fréttum gærdagsins Margrét Ingólfsdóttir deildarstjóri með Mogga-pípuhatt sem eftir er að klára með lit og lakki. Hatturinn fremst er unninn úr vír- neti, dagblöðum og vínrauðu lér- efti, að síðustu skreyttur blúndum. Vírnet er grindin að þessari skál, netið er hulið með mörgum lögum af dagblöðum og hvelfda hluta skálarinnar að lokum dýft í gifs. Ysta lagið er úr servíettum. sith@mbl.is Morgunblaðið er tilvalið í kjól að lestri loknum. Guðrún Hinriksdóttir nælir upprúllaðar opnur á barnafatagínu. M or gu nb la ði ð/ G ol li Þemasýning útstillinema í Iðnskólanum í Hafnarfirði með, þá er hægt að byggja stórar grindur með þeirri aðferð að vinna pappír utan á. Þannig má jafnvel búa til heilar gínur,“ útskýrir Margrét og bætir við að á vorsýningu skólans muni verða uppi glæsileg stærri verk eftir nemendur. „Það er hins vegar gaman að setja upp smærri sýningar í matsalnum, þar sem alltaf er umgangur. Þetta er líka tilvalið rými fyrir aðrar deildir, gaman væri að aðrar deildir settu upp sýnishorn af sinni vinnu þegar okkar sýningu lýkur. Mér finnst mik- ilvægt að iðngreinarnar sýni sinn af- rakstur líka, ekki eingöngu þær sem eru listtengdar. Þannig myndast meiri skilningur innan veggja skól- ans á því sem aðrir hópar eru að hugsa.“ Samstarf við atvinnulífið Eftir að hafa handleikið nokkra fullbúna gripi gefur Margrét stutta skýringu á aðferðunum við vinnu- borð. „Hér er til dæmis pappamassi sem er blandaður veggfóðurlími,“ segir hún og opnar fötu með tor- kennilegu gumsi. „Hann má nýta á ýmsan veg og fegra ysta lagið með málningu, lakki, lérefti eða servíett- um. Servíetturnar eru mjög meðfærilegar, þær eru þunnar og leggjast vel í allar sprungur og kima.“ Þá eru það uppblásnar blöðrur, þaktar dagblöðum, aðferð sem marg- ir muna úr myndlistartímum í grunn- skólum. Ef aðferðinni er beitt fag- mannlega má gera með henni ólíkustu hluti. „Því fleiri lög af dag- blöðum sem límd eru utan á, því sterkara verður formið. Svo er blaðr- an sprengd innan úr og pappírsbelg- urinn skorinn með dúkahníf. Út get- Vasi úr pappa- massa, mál- aður eins og leirskúlptúr. Lítið dýr úr pappamassa. Hægt er að mála slíka muni að vild og lakka. Skál úr pappírsformi sem unnið var með blöðruaðferðinni. Formið er lagt litríkum servíett- um og að lokum lakkað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.