Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 26
BORÐIÐ er fínt, verra meðstólinn, verð að fara að at-huga hvað ég get gert fyrirhann…“ Íhugull í bragði
dregur Ingólfur V. Gíslason fram
borðstofustól framan við fartölvu á yf-
irfullu borðstofuborðinu og ýtir lítið
eitt við honum til að sýna fram á léleg-
ar límingarnar. Ekki er þó að sjá á
honum asa. Allt hefur sinn tíma þenn-
an sólríka eftirmiðdag í Kópavogin-
um. Ingólfur fær sér aftur sæti og
hugsar sig vel um áður en hann svar-
ar því hvað hafi fengið hann til að
skrifa bókina Pabbi – Bók fyrir verð-
andi feður.
…bíddu bara…
„Upphafið að upphafinu var eigin-
lega þegar ég vann á skrifstofu jafn-
réttismála – þá komu gjarnan erindi
frá körlum upp á mitt borð. Flest
sneru að misrétti feðra í tengslum við
samskipti við börn sín. Konur kvört-
uðu yfir vinnumarkaðinum og karlar
kvörtuðu yfir því að hafa ekki meiri
tengsl við börnin sín.“ Ingólfur hikar
lítið eitt áður en hann heldur áfram.
„Ég fór að velta fyrir mér föðurhlut-
verkinu og vann könnun á því hvernig
því væri lýst í blöðum og bókum á Ís-
landi á 20. öldinni. Hefðbundin föð-
urímynd var áberandi fram undir
1960 til 1965. Feðurnir voru skaffar-
ar, verðlaunuðu og settu mörkin jafn-
vel þótt þeir væru víðsfjarri. Setning-
ar eins og…bíddu bara þangað til
hann pabbi þinn kemur heim… voru
nokkuð lýsandi fyrir stöðuna. Feð-
urnir urðu meiri þátttakendur í fjöl-
skyldulífinu 1970 til 1985. Þeir fóru að
verða aðgengilegri, höfðu samskipti
við börnin og „hjálpuðu“ mæðrunum
við heimilisstörfin.
Svokölluð skapandi föðurímynd
ryður sér til rúms uppúr 1990. Sífellt
verður algengara að feður sýni um-
hyggju, beri ábyrgð og séu sjálfskap-
andi á síðum blaða og bóka. Þróunin
hefur því öll hnigið í eina átt, þ.e. að
vaxandi þátttöku karla í uppeldishlut-
verkinu.“
Ingólfur hófst þó ekki handa við
smíði bókarinnar strax. „Útslagið
gerði gildistaka nýrra fæðingar- og
foreldraorlofslaga og af tveimur
ástæðum. Annars vegar af því að nýju
lögin höfðu í för með sér meiri þörf
fyrir aðgengilegt uppflettirit í
tengslum við lagarammann. Hins
vegar af því að breytingin fól í sér
aukna þátttöku karla í umönnun og
uppeldi mjög ungra barna. Fleira
kemur til því að ég hef tekið eftir því
að körlum hefur líkað vel þegar ég hef
talað við þá sérstaklega í pabbatímum
á foreldranámskeiðum. Ég held að
ástæðan felist ekki endilega í því hvað
ég hafi að segja heldur fremur í því að
athyglinni er beint að þeim og þeirra
upplifun.“
Ingólfur vekur athygli á því hversu
sjaldgæft sé að athyglinni sé beint að
upplifun karlanna. „Ég hef kennt
námskeið undir yfirskriftinni Karlar
og karlmennska í HÍ um nokkurt
skeið. Á einu slíku námskeiði gerði
einn nemenda minna úttekt á því
hversu mikið væri komið inn á upp-
lifun karla í ýmsum handbókum um
meðgöngu og fæðingu. Niðurstaðan
var sláandi því að faðirinn var nánast
alfarið fjarverandi,“ segir hann og
tekur fram að því sé ekki vanþörf á
því að rétta hlut karlmanna á þessu
sviði. „Markmiðið með bókinni er líka
að reyna að stuðla að því að verðandi
foreldrar deili með sér reynslunni af
meðgöngunni. Liður í því er að auka
skilning beggja á hefðbundinni stöðu
kynjanna og því hvernig ólík upplifun
getur orðið til þess að þjappa saman
eða sundra parinu.“
Óttast missi í
kjölfar skilnaðar
Verðandi feður eru í senn upplits-
djarfari og óhræddari við að bera
fram spurningar í pabbatímunum en
blönduðu tímunum. „Þær algengustu
snúa að réttindamálum,“ upplýsir
Ingólfur. „Kynlífið er oft ofarlega á
baugi. Sumir eiga erfitt með að trúa
því að fóstrið verði ekki fyrir skaða
þótt kynlíf sé stundað fram að fæð-
ingu. Þá er algengt að upp komi
spurningar í tengslum við erfiða æsku
karlmannanna sjálfra. Ef þeir hafa
búið við ofbeldi óttast þeir að fara að
beita börnin sín ofbeldi o.s.frv. Ég hef
þá gjarnan sagt að fyrst þeir geri sér
grein fyrir hættunni þurfi þeir tæpast
að hafa áhyggjur. Hins vegar ráðlegg
ég þeim að tala við fagfólk ef þeim
finnst að þeir ráði ekki við stöðuna. Af
spurningum karlanna að dæma er al-
veg greinilegt að þeir bera hag
barnanna sinna fyrir brjósti og eru
staðráðnir í að leggja sig alla fram í
föðurhlutverkinu.
Satt best að segja hefur komið mér
á óvart hversu tilbúnir karlarnir hafa
verið til að vera persónulegir,“ segir
Ingólfur eins og við sjálfan sig og
bætir því við að stundum komi um-
ræður um erfiðleika í samböndum
upp á yfirborðið í umræðunum. „Á
jafnspennandi tímabili og meðgöng-
unni er ótrúlegt en satt að hjá sumum
karlanna blundar ótti við að konurnar
taki frá þeim börnin við skilnað. Karl-
ar hafa meira að segja lýst því yfir að
þeir óttist að tengjast barninu of náið
því að þá verði sársaukinn svo mikill
ef til skilnaðar kemur. Ég svara því til
að ef foreldrarnir séu vanir því að
hugsa sameiginlega um barnið verði
auðveldara fyrir þá að hugsa sameig-
inlega um barnið eftir skilnað.
Ekki lakari upplifun
Ef miðað er við dóma ætti aukin
þátttaka feðra í foreldrahlutverkinu
líka að leiða til þess að feður eigi meiri
möguleika á að fá forsjá yfir börnum
sínum. Dómarar virðast aðallega taka
mið af því hver hafi verið meira með
barninu og sé þar af leiðandi nánari
því. Mæðrum er oftar dæmt forræði
af því að þær hafa yfirleitt verið í fæð-
ingarorlofi og minnkað við sig vinnu
eftir að börnin hafa farið í gæslu á
meðan karlarnir hafa bætt við sig
vinnu.“
Í bókinni er leit-
ast við að lýsa með-
göngu, fæðingu og
umönnun ung-
barna frá sjónar-
hóli verðandi
feðra. „Munurinn
á bókinni og öllum
hinum bókunum er
að ég lýsi meðgöngu
og fæðingu frá sjónar-
hóli áhorfandans.
Upplifunin á með-
göngunni fer fyrst
og fremst fram í
kollinum á
körlun-
um – sem eins kon-
ar „hugarfóstur“,“
segir Ingólfur og
vekur athygli á því
að stundum virðist
liggja í loftinu að
upplifun karlanna
sé á einhvern hátt
lakari en
kvennanna. „Í
þeirri túlkun er
fólginn ákveðinn
misskilningur. Það
er ekki sjálfgefið
að upplifun áhorf-
andans sé lakari
eða minna virði en
þess sem er beinn
þátttakandi. Upp-
lifun mín af veik-
indum barns míns
getur haft meiri
áhrif á líf mitt en
veikindin hafa á líf
barnsins. Lykillinn
að gagnkvæmri
virðingu er að fólk
tali saman um
ólíka upplifun
sína.“
Einn kaflinn í
bókinni fjallar um líkamlega þungun
feðra. Hvað er þar á ferðinni? „Sumar
rannsóknir hafa sýnt fram á að 25–
30% verðandi feðra finna fyrir ein-
hverjum viðurkenndum einkennum
meðgöngu á meðan barnsmæður
þeirra bera barn undir belti. Meðal
þeirra eru þyngdaraukning, ógleði,
geðsveiflur, kláði og útbrot og aukin
matarlyst. Ýmsar ástæður hafa verið
nefndar til sögunnar, t.d. að ómeðvit-
uð öfund geti stuðlað að því að karl-
maðurinn fari að herma eftir konunni.
Annars konar getgátur hafa verið um
að einkennin orsökuðust af sektar-
kennd karlsins yfir að vera valdur að
ástandi konunnar, morgunógleði,
þyngdaraukningu, háum blóðþrýst-
ingi o.s.frv. Því hefur líka verið haldið
fram að þetta sé bara vitleysa. Þetta
séu einfaldlega viðbrögð karlaveldis-
ins við þeirri ógnun að karlar séu
orðnir virkir þátttakendur í umönnun
barna, þ.e. með því að gera þá hlægi-
lega í augum annarra. Annars geta
ýmsar eðlilegar skýringar verið á ein-
kennum á borð við þyngdaraukningu
karla á meðgöngu barnsmæðra
þeirra. Parið er trúlega meira heima,
leggur meira í mat og situr lengur við
borðhaldið en áður.“
Ingólfur segist í upphafi hafa tekið
meðvitaða ákvörðun um að segja frá
eigin reynslu af því að eignast og sjá
um þrjú börn sín. „Að eignast barn er
náttúrlega óskaplega persónuleg
reynsla. Algjörlega ópersónuleg bók
myndi hreinlega ekki ná því hvað
þessi reynsla merkir í lífi flestra,“
segir hann. „Mér er heldur engin
launung á því að með því að tala um
þegar mín eigin börn fæddust hef ég
náð að tengjast körlunum í pabbatím-
unum betur. Með því að hafa frum-
kvæðið að því að vera persónulegur
vonast ég til að draga úr feimni verð-
andi feðra. Að þeir nái að opna sig og
tala einlæglega um upplifun sína við
makann og aðra nákomna. Afar mik-
ilvægt er að parið gefi sér góðan tíma
til að tala saman. Ágreining á ekki að
byrgja inni því að þá eykst hættan á
því að hann vindi upp á sig og að lok-
um verði sprenging. Grunnurinn
verður að vera sterkur því eins og
flestir vita er mikið álag að ala upp
smábörn. Það er staðreyndi að óvenju
hátt hlutfall sambanda fer í vaskinn á
fyrstu tveimur æviárum barnsins.“
Stytta þarf vinnutíma
Í samtölum Ingólfs við unga ís-
lenska karla í bókinni Karlmenn eru
bara karlmenn – viðhorf og vænting-
ar íslenskra karla kemur greinilega
fram að óháð uppeldi sínu vilja ís-
lenskir karlar vera nánir feður. „Ef
feður þeirra hafa verið þeim góð fyr-
irmynd vilja þeir feta í fótspor þeirra.
Ef þeir hafa átt lítil eða slæm sam-
skipti við föður sinn vilja þeir umfram
allt forðast að slíkt endurtaki sig. At-
hugaðu samt,“ og Ingólfur leggur
áherslu á orð sín, „að þótt sannfær-
ingin sé fyrir hendi getur raunveru-
leikinn gert mönnum erfitt um vik.
Engir karlar vinna jafnlangan vinnu-
dag og feður ungra barna. Ef faðir
vinnur rúmar 54 stundir á viku eins
og meðaltalið er hjá feðrum ungra
barna hér er ekki mikill tími til að
tengjast barninu.“
Hvað er til ráða? „Ég held að ekk-
ert komi íslenskum fjölskyldum betur
en stytting vinnutíma,“ svarar Ingólf-
ur. „Ég er líka þeirrar skoðunar að
stjórnvöld þurfi að veita barnafjöl-
skyldum meiri stuðning. Hér á landi
er stuðningur við barnafjölskyldur
talsvert minni en á öllum hinum
Norðurlöndunum. Um leið er auðvit-
að staðreynd að sumir geta auðveld-
lega dregið úr neyslu. Mér er sérstak-
lega einn verðandi faðir af pabba-
námskeiðunum ofarlega í huga í
þessu sambandi. Hann sagðist hafa
farið að velta því fyrir sér hvaða
stundir hann myndi best frá því að
hann var lítill. Hvort stundirnar þeg-
ar pabbi hans hafði unnið nógu mikið
til að kaupa sófasettt eða annan hús-
búnað eða tæki stæðu uppúr eða
stundirnar þegar hann hefði gefið sér
tíma til að spila við hann fótbolta.
Svarið lá í augum uppi! Stundum er
auðvitað ekkert um að ræða að hægt
sé að minnka neyslu. Sérstaklega
þegar fólk er að koma yfir sig þaki yf-
ir höfuðið á sama tíma og börnin eru
að fæðast. Þarna gæti breytt húsnæð-
isstefna eflaust komið til móts við
margar fjölskyldur.“
Hve langur er ákjósanlegur vinnu-
tími beggja foreldra? „Þú segir nokk-
uð! Jú, ef maður leyfir sér að láta hug-
ann reika að fyrirmyndarlausn myndi
hún væntanlega vera að báðir foreldr-
ar ynnu úti í um 6 stundir og vinnu-
tími þeirra skaraðist þannig að smá-
börnin þyrftu ekki að vera í gæslu
nema 4 til 5 tíma á dag. Framtíðin
verður að sker úr um hvort því mark-
miði verið einhvern tíma náð.“
Móðirin leikur gjarn-
an aðalhlutverkið í
bókum um með-
göngu og fæðingu.
Anna G. Ólafs-
dóttir spjallaði um
undantekninguna
við Ingólf V.
Gíslason, sem
skrifaði bók fyrir
pabba.
Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur.
ago@mbl.is
Hugarfóstur
á meðgöngunni
Morgunblaðið/Golli
Teikning Andrés
26 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Lið-a-mót
FRÁ
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Tvöfalt sterkara
og ennþá öflugra
með gæðaöryggi
FRÍHÖFNIN
M
ik
lu
ó
d
ýr
a
ra
DAGLEGT LÍF