Morgunblaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Norðurbakki ehf. kynnir tillögur
úr hugmyndasamkeppni um
framtíðarskipulag Norðurbakka
Hafnarfjarðar.
Sýningin verður öllum opin
næstu daga í nýja bókasafninu,
Strandgötu 1.
Hugmyndir að
nýjum Norðurbakka
SÍÐASTLIÐIN ár
hefur umfjöllun um
hreyfingu og hollustu
rutt sér til rúms svo
um munar. Líkams-
ræktarstöðvar eru
nánast á hverju götu-
horni og sundlaugar
og íþróttamannvirki
verða glæsilegri og
búin betri aðstöðu
með hverju árinu sem
líður.
Mikil vitundarvakn-
ing hefur átt sér stað
meðal almennings,
sem er alfarið af hinu
góða. Öll viljum við jú
hugsa vel um líkama
okkar og sál.
Samt sem áður hef ég verið að
velta fyrir mér hvort við séum að
setja okkur rétt markmið. Í hverju
hafa áherslurnar verið fólgnar
fram að þessu? Erum við að reyna
að forma okkur inn í fyrirfram
ákveðna ímynd tískuheimsins? Er-
um við sífellt í megrun? Náum við
tilsettum árangri? Af hverju ekki
að setja sér raunhæf markmið!
Ef árangur þjálfunar á ekki að
vera skammvinnur,
verðum við að geta
borið ábyrgð á eigin
hreyfingu og skilning-
ur á mikilvægi mat-
aræðis er einnig
nauðsynlegur.
Allmörg fyrirtæki
sjá hag sinn í að veita
starfsfólki sínu lík-
amsræktarstyrk til
þess að bæta heilsu
þess og vellíðan.
Margir byrja að æfa
af krafti en hætta ein-
hverra hluta vegna.
Spurningin er, af
hverju? Ástæðan gæti
verið skortur á
fræðslu og aðhaldi.
Mörgum þykir erfitt að stíga
fyrstu skrefin í átt að breyttum
lífsstíl. Ekki síst þeir sem telja sig
ekki hafa tíma aflögu til að setja
sig í forgangsröð.
Rannsóknir sýna að margir Ís-
lendingar hafa þyngst meira en
góðu hófi gegnir og er offita að
verða alvarlegt heilsufarsvanda-
mál. Ástæðan er ekki ljós. Trúleg-
asta skýring Manneldisráðs er sú,
að ekki hafi tekist að aðlaga orku-
neyslu að minnkaðri orkuþörf, en í
nútíma þjóðfélagi er líkamleg
áreynsla miklu minni en áður.
Öll höfum við ákveðin markmið í
lífinu. Við viljum tileinka okkur að-
ferðir og leiðir til að ná sem best-
um árangri. Þetta á við um fjöl-
skylduna, heimilið, vinnuna eða
námið svo dæmi séu nefnd.
Ef raunhæf markmið eiga að
nást, þarf undirstaðan að vera í
lagi, það er líkamsástand okkar.
Stress í daglegu amstri og bar-
áttan við aukakílóin valda oft á tíð-
um hugarangri. Líkamsorkan
byggist á næringu, úthaldi og
þreki. En þetta vitum við öll söm-
ul. Við ætlum alltaf að byrja að
gera betur á morgun.
Bættur lífsstíll felst í skilningi á
mikilvægi mataræðis, atferlis- og
líkamsþjálfunar. Er ekki komin
tími til að rækta undirstöðuna –
sjálfan sig. Ávinningurinn verður
gott veganesti inn í framtíðina.
Erum við að stíga
réttu skrefin í átt að
breyttum lífsstíl?
Ásgerður
Guðmundsdóttir
Lífsstíll
Bættur lífsstíll, segir
Ásgerður Guðmunds-
dóttir, felst í skilningi á
mikilvægi mataræðis,
atferlis- og líkams-
þjálfunar.
Höfundur er heilbrigðisráðgjafi hjá
Solarplexus ehf.
Í GAMLA testa-
mentinu segir frá því
að Ísraelsmenn voru
að villast í eyðimörk-
inni áratugum saman.
Kalla mætti seinni
heimsstyrjöldina eyði-
merkurgöngu 20. ald-
arinnar. Það var
nokkur léttir fyrir
samvisku hins vest-
ræna heims þegar
ákveðið var að stofna
ríki gyðinga í Palest-
ínu árið 1947. En það
fólk sem búið hafði í
landinu um alda skeið
varð útundan. Undan-
farið hefur þjóð Ísr-
aels enn verið að villast í eyði-
mörkinni.
Sá sem þetta skrifar hafði frá
barnsaldri samúð með Ísraels-
mönnum. Örlög þeirra virtust svo
grimm og þeir voru umkringdir
óvinum sem vildu afmá ríki þeirra
af yfirborði jarðar. Þær staðreynd-
ir sem opnuðust mér seinna ollu
því þó að ég fór að átta mig á rang-
lætinu sem þarna hafði viðgengist
bróðurpart aldarinnar.
Ísraelsmenn áttu um 7% lands-
ins þegar farið var að tala um að
stofna þarna tvö ríki. SÞ ákváðu að
skipta skyldi landinu jafnt en arab-
ar gátu ekki sætt sig við það. Í
stríðinu sem fylgdi flæmdu Ísrael-
ar hátt í milljón manns burt úr
Palestínu og í kjölfarið skapaðist
flóttamannavandi sem er óleystur
enn í dag. Eftir 6 daga stríðið 1967
voru þeir búnir að her-nema alla
Palestínu. Þau litlu svæði sem áttu
að fá heimastjórn eftir Ósló 1993
eru nú morandi í ísraelskum land-
tökubyggðum og skipt niður í fá-
ránleg hólf. Auðvitað er búið að
mó-mæla þessu framferði árum
saman. SÞ hafa dæmt þetta ólög-
legt en mótmæli mega sín lítils
þegar Kanar styðja allt sem Ísr-
aelar gera. Og allir vita hvernig á
þeim stuðningi stendur.
Ísraelsmenn haga sér æ meir í
ætt við kvalara sína hér í eina tíð.
Trúin á að þeir séu útvaldir af guði
leiðir til þess að þeir telja sig yfir
aðra hafnir og geti farið sínu fram.
Heimastjórnarsvæði Palestínu-
manna eru ghetto nútímans. Þar
er allt samfélag brotið niður og
eyðilagt. Börn og unglingar hafa
verið drepin af hernum í bráðum
tvö ár fyrir grjótkast. Sjálfsmorðs-
árásir ungra Palestínumanna eru
síðasta hálmstrá örvinglaðs fólks
sem brýst um í heljargreipum Ísr-
aels-manna. Óhugnanlegt er að
hlusta á viðtöl tekin við gyðinga á
götum úti sem segja að það verði
bara að út-rýma þessum aröbum.
Mér brá illilega þegar ég heyrði
þetta á BBC um daginn og varð
ljóst að Ísraelsmenn eru enn að
villast í eyðimörkinni.
Alkunnugt er að Bandaríkja-
menn halda Ísrael uppi með fæði
og klæði. Þar fer þjóð
sem trúir því að hún
sé krossberi frelsis og
réttlætis á jörðu hér.
Hvort sem þeir eru að
útrýma indíánum,
hella eldi og eimyrju
yfir bændaþjóðir SA-
Asíu, bera harðstjóra
og stríðsglæpa-menn
á örmum sér eða velta
lýð-ræðislega kjörn-
um stjórnum með
undirróðri og þjösna-
skap – alltaf í fullum
rétti að verja frelsið.
Óréttlætið sem
geisar í Palestínu í
dag brennur á fólki.
Sþ eru búnar að álykta áratugum
saman að Palestínumenn skuli fá
að stofna sjálfstætt ríki, landnema-
byggðir gyðinga séu ólöglegar og
hernámið skuli aflagt. En guðs út-
valið fólk hlustar ekki á fulltrúa
annarra þjóða. Af hverju hata þeir
okkur? spyrja Bandaríkjamenn og
gera sér enga grein fyrir því að
þeirra eigin framkoma eigi ein-
hvern þátt í því að hryllilegar árás-
ir voru gerðar á þá í haust sem
leið. Og krossfari frelsisins fer eldi
um byggðir og ból Afganistans í
leit að blórabögglum. Frelsið skal
varið, segir hann og sprengir upp
heilu þorpin í fátækasta landi ver-
aldar. Af hverju hata þeir okkur?
Baráttan gegn hryðjuverkum
hefur snúist upp í andhverfu sína.
Ísraelski herinn fremur hryðj-verk
á hernumdum íbúum Palestínu.
Bush kallar Sharon mann friðarins
og tryggir sér stað í sögunni sem
fíflið í Hvíta húsinu. Spádómur
Nostradamusar um þorpsfíflið hef-
ur ræst. Að kalla Sharon mann
friðar er svo mikil fjarstæða að
jafnvel gyðingum sjálfum hefði
ekki dottið það í hug. Enginn get-
ur tekið mark á þessum manni
framar. Þetta skynja Evrópumenn
og líst ekki á blikuna. Með þessu
áframhaldi verður stór-styrjöld í
Mið-Austurlöndum. Og þeir sem
segja að Arafat hefði átt að taka
tilboðinu í Camp David gleyma því
að það bauð hvorki upp á lausn á
landtökumálinu né flóttamanna-
vandanum.
Nú hafa Ísraelar ráðist með of-
ur-efli liðs inn á Vesturbakkann.
Starfsmenn hjálparstofnana segja í
viðtölum við BBC að engin orð fái
lýst þeim voðaverkum og glæpum
sem herinn hefur framið í Jenin.
Sharon, maður friðarins, lætur
valta yfir heila borg flóttamanna
með jarðýtum, þyrlum og skrið-
drekum. Og aðrar borgir fá heldur
skárri útreið. Bush hvikar ekki,
þetta er barátta gegn hryðjuverk-
um. ES talar um að tala um við-
skiptahömlur en ekkert gerist.
Enginn veit hve margir voru
drepnir í þessari innrás. Fær sann-
leikurinn að koma í ljós eða verður
valtað yfir hann líka? Þarna er á
ferð maðurinn frá Sabra og Shatila
1982. Og hann er ekki einn á sinni
eyðimerkurgöngu. Stór hluti ísr-
aelsku þjóðarinnar fylgir honum.
Er það svona að vera útvalinn af
guði? Hvaða guð skyldi það annars
vera?
Eyðimerkur-
ganga
Ísraelsmanna
Ingólfur
Steinsson
Höfundur er ritstjóri og tónlist-
armaður.
Stríðið
Ísraelsmenn haga sér æ
meir, segir Ingólfur
Steinsson, í ætt við kval-
ara sína hér í eina tíð.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía