Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 22
LISTIR
22 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Kjörfundur
Kjörfundur vegna bæjarstjórnarkosninga
í Mosfellsbæ verður 25. maí 2002
og hefst kl. 9.00 f.h. og lýkur kl. 22.00.
Kosið verður í Varmárskóla.
Eftirtaldir framboðslistar eru í kjöri:
B-listi Framsóknarfokks:
1. Þröstur Karlsson forseti bæjarstjórnar
2. Bryndís Bjarnarson kaupkona
3. Marteinn Magnússon markaðsstjóri
4. Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari
5. Eyjólfur Árni Rafnsson framkvæmdastjóri
6. Kolbrún Haraldsdóttir bankamaður
7. Rafn Árnason háskólanemi
8. Sveingerður Hjartardóttir starfsm. íþróttamiðstöðvar
9. Snæfríður Magnúsdóttir háskólanemi
10. Steingrímur Ólason fisksali
11. Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir
12. Sigurður Kristjánsson húsasmíðameistari
13. Íris Dögg Oddsdóttir framhaldsskólanemi
14. Helga Thoroddsen bæjarfulltrúi
D-listi Sjálfstæðisflokks:
1. Ragnheiður Ríkharðsdóttir skólastjóri
2. Haraldur Sverrisson rekstrarstjóri
3. Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi
4. Hafsteinn Pálsson verkfræðingur
5. Klara Sigurðardóttir bókari
6. Pétur Berg Matthíasson stjórnmálafræðinemi
7. Bjarki Sigurðsson sölufulltrúi
8. Bryndís Haraldsdóttir verkefnisstjóri
9. Ólafur G. Matthíasson sölufulltrúi
10. Guðmundur S. Pétursson rafmagnstæknifræðingur
11. Gylfi Guðjónsson ökukennari
12. Hafdís Rut Rudolfsdóttir sölustjóri
13. Haraldur H. Guðjónsson bifreiðastjóri
14. Hákon Björnsson bæjarfulltrúi
G-listi Samfylkingar og Vinstri-grænna:
1. Jónas Sigurðsson formaður bæjarráðs
2. Hanna Bjartmars Arnardóttir myndlistarmaður
3. Ólafur Gunnarsson framkvæmdastjóri
4. Sylvía Magnúsdóttir guðfræðinemi
5. Karl Tómasson tónlistarmaður
6. Jóhanna B. Magnúsdóttir umhverfisfræðingur
7. Þóra B. Guðmundsdóttir ræstingarstjóri
8. Dóra Hlín Ingólfsdóttir rannsóknarlögreglumaður
9. Ólafur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður
10. Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður
11. Aagot Árnadóttir ritari
12. Gísli Snorrason vélamaður
13. Gréta Aðalsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur
14. Valdimar L. Friðriksson framkv.stj. Ungmennaf. Aftureldingar
f.h. yfirkjörstjórnar í Mosfellsbæ Leifur Kr. Jóhannesson
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
VEGNA BRJÁLAÐRAR AÐSÓKNAR Á ALLAR
LEIKSÝNINGAR OKKAR HÖFUM VIÐ TEKIÐ ÞÁ
ÁKVÖRÐUN AÐ BÆTA VIÐ EFTIRTÖLDUM
SÝNINGUM:
LAUGARDAGUR 11. MAÍ KL. 16:00
SUNNUDAGUR 12. MAÍ KL. 16:00
LAUGARDAGUR 18. MAÍ KL. 16:00
SUNNUDAGUR 19. MAÍ KL. 16:00
AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR!!!!
MIÐAVERÐ;
FULLORÐNIR KR. 500 OG BÖRN 6-12 ÁRA KR. 250
Kaffihúsið Græna kannan og verslunin Vala eru opin
bæði fyrir og eftir sýningar.
PANTIÐ STRAX Í SÍMA:
486-4430 895-9869
OG Á NETINU:
halldor@solheimar.is
HÁRI‹!
SÓLHEIMUM GRÍMSNESI
HROLLVEKJAN Resident Evil,
sem byggð er á Capcom-tölvuleikn-
um, fjallar um baráttu góðs og ills,
baráttu manna og tölva og síðast en
ekki síst baráttu þeirra lifandi við þá
dauðu.
Alice og Rain, sem leiknar eru af
Jovovich og Rodriguez, fara fremst-
ar í flokki harðsoðins hóps málaliða,
sem ætlað er að brjótast inn í „Bý-
flugnabúið“ svonefnda, sem er dul-
nefni stórrar neðanjarðarrannsókn-
arstofu þar sem framleiddur er
stórskaðlegur og banvænn vírus.
Hann kemur öllu í uppnám á fjöl-
mennum vinnustað þegar hann tek-
ur að dreifa sér innan dyra og allir
útgangar lokast. Innbrotshópurinn
hefur aðeins þrjár klukkustundir til
að vinna verk sitt og þurfa Alice og
Rain að komast inn í höfuðstöðvarn-
ar sjálfar, þar sem ofurtölvan er
geymd til að takast á við tölvuna og
ýmsa uppvakninga, sem helst hafa
smekk fyrir mannakjöti.
Leikstjóri myndarinnar og hand-
ritshöfundur er Paul W.S. Anderson,
sem einna þekktastur er fyrir að
hafa leikstýrt Event Horizon og
Mortal Kombat, sem einnig er
spennumynd, byggð á tölvuleik.
Framleiðendur eru, auk Andersons,
Bernd Eichinger, Samuel Hadida og
Jeremy Bolt, en myndin var filmuð í
og í nágrenni Berlínar í Þýskalandi.
„Mig hefur alltaf langað til að búa
til verulega ógnvekjandi mynd,“ seg-
ir Bernd Eichinger, einn framleið-
endanna. „Þegar ég svo tók eftir því
að vinnufélagar mínir voru á kafi í
þessum tölvuleik, sá ég fyrir mér þá
möguleika sem hann gæti gefið á
hvíta tjaldinu. Hann var hvorki blóð-
ugur eða of ofsafenginn, heldur full-
komlega skelfilegur. Ég var þess
fullviss að ef okkur tækist að koma
þessum áhrifum fyrir í bíómynd,
stæðum við uppi með pálmann í
höndunum.“
Leikarar: Milla Jovovich (The Fifth Ele-
ment, The Story of Joan of Arc, The
Messenger); Michelle Rodriguez (The
Fast and the Furious, Girlfight,); Eric
Mabius (Cruel Intentions, The Crow:
Salvation); James Purefoy (Mansfield
Park, A Knight’s Tale. Leikstjóri: Paul
W.S. Anderson.
Reuters
Milla Jovovich í kvikmyndinni „Resident Evil“.
Banvænn vírus
gengur laus
Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Kefla-
vík og Akureyri frumsýna Resident Evil
með Milla Jovovich, Michelle Rodriguez,
Eric Mabius og James Purefoy.
JIM Carrey fer með titilhlutverkið
í rómantísku gamanmyndinni The
Majestic, sem frumsýnd verður í
dag í leikstjórn og framleiðslu
Frank Darabont. Handritshöfund-
ur er Michael Sloane. Sagan, sem
gerist í Bandaríkjunum um og upp
úr 1950 þegar kommúnistaveiðar
voru algengar, fjallar um ungan
rithöfund, Peter Appleton að nafni,
sem virðist ganga allt í haginn.
Hann á bæði fallega kærustu og
eru verk hans kvikmynduð með
góðum árangri hjá HHS kvik-
myndaverinu.
Appleton kemst hinsvegar fljót-
lega að því að lífið er ekki bara
dans á rósum. Hann er sakaður um
að vera kommúnisti í landi þar sem
kommúnistar eru óvelkomnir.
Hann lendir í bílslysi og missir
minnið, flyst í lítinn bæ þar sem
íbúarnir halda að hann sé allt ann-
ar fír en hann er. Sumir ganga svo
langt að halda að hann sé fyrrver-
andi stríðshetja.
Leikstjórinn og framleiðandinn
Frank Darabont er í hópi sex kvik-
myndagerðarmanna, sem hafa
þann heiður að hafa fengið Ósk-
arsverðlaunatilnefningar fyrir
tvær fyrstu myndir sínar, en árið
1994 var mynd hans The Shaw-
shank Redemption tilnefnd til sjö
Óskarsverðlauna og árið 1999 var
The Green Mile tilnefnd til fernra
slíkra verðlauna. Myndirnar fengu
báðar verðlaun fyrir besta hand-
ritið, en báðar voru byggðar á sög-
um eftir Stephen King. Auk þess
hefur Darabont safnað að sér
fjölda annarra verðlauna og verið
margur sóminn sýndur fyrir verk
sín. Hann er fæddur í Frakklandi
árið 1959, sonur ungverskra flótta-
manna sem flúið höfðu uppreisnina
í Búdapest árið 1956. Hann fluttist
til Bandaríkjanna barn að aldri
með fjölskyldu sinni og eftir að
hafa búið á ýmsum stöðum þar í
landi, settist fjölskyldan loks að í
bíóborginni Los Angeles á ung-
lingsárum leikstjórans.
Leikarar: Jim Carrey (Man on the
Moon, Liar Liar, The Mask); Martin
Landau (Crimes and Misdemeanors,
Nevada Smith); Laurie Holden (The X-
Files); Allen Garfield (The Candidate,
The Ninth Gate); Amanda Detmer (Big
Fat Liar, Final Destination, Kiss the
Bride); Bob Balaban (The Mexican,
Close Encounters of the Third Kind).
Leikstjóri: Frank Darabont.
Rithöf-
undur
missir
minnið
Sambíóin á Snorrabraut og í Álfabakka
frumsýna The Majestic með Jim Carrey,
Martin Landau, Laurie Holden, Allen
Garfield, Amanda Detmer og Bob Balab-
an.
Reuters
Jim Carrey í hlutverki rithöfundarins Peter Appleton í „The Majestic“.
alltaf á föstudögum