Morgunblaðið - 10.05.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 10.05.2002, Síða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BYRGIÐ og kristilega útvarpsstöð- in KFM á FM 107 standa fyrir átaki undir slagorðinu „Gegn eitri í æð“ og ætla sér að vekja almenning til umhugsunar um þá vá sem áfengis- og eiturlyfjaneysla er og hvað hægt er að gera til að losna undan henni. Í fréttatilkynningu segir að átak- inu sé hrundið af stað í tilefni mik- illar umræðu um aukna eiturlyfja- neyslu og þeirra „furðulegu hugmynda“ um hvernig bregðast skuli við vandanum sbr. „að lögleiða dóp og setja upp sprautuþjónustu fyrir sprautufíkla“ eins og segir í til- kynningunni. Steinunn Marinósdóttir, skrif- stofustjóri Byrgisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að samtökin væru mótfallin tillögum Læknafélags Ís- lands og SÁÁ um að komið verði á fót miðstöð fyrir neytendur morfín- skyldra lyfja þar sem þeir fengju skyld lyf eða önnur til að mæta fíkn- inni og venjast af henni. „Við störfum í allt öðrum anda í Byrginu. Við viljum draga úr afleið- ingum neyslu fíkniefna og koma í veg fyrir hana með forvörnum. Framtíðin felst ekki í því að hjálpa fólki að neyta fíkniefna,“ sagði Steinunn. Eina gagnið af slíkri mið- stöð væri að hindra dauðsföll af völdum of stórra fíkniefnaskammta en að öðru leyti yki þetta á vandann. Frekar ætti að beita þeim heil- brigðu aðferðum sem væru notaðar í Byrginu. Koma í veg fyrir neyslu, efla forvarnir í skólum og bjóða upp á meðferð gegn eiturlyfjafíkn. Aðstandendur gangast undir sömu reglur Steinunn hefur orðið vör við mikla aukningu í fíkniefnaneyslu á þessu ári, neyslan sé með öllu farin úr böndunum og því nauðsynlegt að spyrna við fótum. Afleiðingarnar sjáist m.a. í auknu ofbeldi, sundr- uðum heimilum, skilnuðum, ótíma- bærum dauðsföllum og fjölgun sjálfsvíga. Í ljósi þessa ástands hafi Byrgið ákveðið að hrinda af stað umfangsmiklu átaki. Átakið felst annars vegar í fræðslu- og forvarn- arstarfi með fjölskyldum og for- varnarherferð í skólum og fé- lagsmiðstöðvum, og hins vegar í sérstakri meðferð fyrir aðstandend- ur sem fer fram í Byrginu, Rock- ville. Meðferðin fyrir aðstandendur tekur ekki skemmri tíma en viku og ekki lengri en þrjá mánuði og bygg- ist á fyrirlestrum og fundum, bæna- stundum, viðtölum, ráðgjöf og leið- sögn. Á meðan verða aðstandendur að hlýta sömu almennu reglum og fíklar, t.d. gilda sömu reglur um úti- vist af svæðinu. Aðspurð segir Steinunn að líklega verði þó ein- hverjar tilslakanir gerðar varðandi bæjarleyfi. Mánaðargjald í Byrginu er 47.000 krónur. Þegar hafa 10 að- standendur skráð sig í meðferð. Byrgið og KFM standa fyrir átaki gegn eiturlyfjum Meðferð fyrir aðstand- endur eiturlyfjafíkla NÝTT fluggagnakerfi var formlega tekið í notkun á miðvikudag í flug- stjórnarmiðstöðinni í Reykjavík og eldra kerfi þarmeð lagt af. Sam- kvæmt upplýsingum forsvarsmanna Flugmálastjórnar markar þessi breyting tímamót í sögu flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Nýja kerfið, sem á ensku nefnist Flight Data Processing System (FDPS), hefur verið í hönnun og þró- un frá árinu 1989 og fjárfestinga- kostnaður þess er tæpur 1 milljarður króna. Er það talið með því fullkomn- asta sem er í notkun í heiminum í dag. Allur kostnaður fellur á alþjóðaflug- þjónustuna, sem Ísland veitir sam- kvæmt samningi á vegum Alþjóða- flugmálastofnunarinnar. Stærsti hluti kostnaðarins er greiddur af notend- um, þ.e. flugfélögunum, sem njóta þjónustunnar á flugi yfir N-Atlants- hafið. Kerfinu er ætlað að mæta auk- inni flugumferð í framtíðinni með meiri afkastagetu og um leið meira öryggi, auk þess sem það opnar allar leiðir fyrir enn frekari sjálfvirkni í flugstjórnarmiðstöðinni. Talið er að flugumferð í heiminum muni tvöfald- ast á næstu 15 árum, en á síðasta ári fóru um 90 þúsund flugvélar um ís- lenska flugstjórnarsvæðið. Morgunblaðið/Jim Smart Forsvarsmenn Flugmálastjórnar kynntu fluggagnakerfið á fundi með fréttamönnum. Talið frá vinstri; Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs, Þorgeir Pálsson flugmálastjóri og Gunnlaugur Guðmundsson, verkefnisstjóri við aðlögun kerfisins. Kerfið eitt hið full- komnasta í heimi Nýtt fluggagnakerfi tekið í notkun LISTUNNENDUR geta þessa dag- ana barið listaverk eftir leik- skólabörn í Bakkahverfi í Breið- holti augum, en nú stendur yfir sýning á verkum þeirra í göngugöt- unni í Mjódd. Árlega hafa leik- skólabörn í hverfinu haldið sýningu á listaverkum sem þau hafa skapað yfir veturinn og stendur sýningin í ár til 28. maí. Sýningin var opnuð þriðjudaginn 7. maí og var fjöldi barna við- staddur opnunarhátíðina, þar sem Solla stirða ræddi við krakkana og sungu krakkarnir nokkur lög. Í fréttatilkynningu segir að börn á leikskólaaldri hafi ríka þörf fyrir að tjá sig á skapandi hátt, meðal annars í myndmáli, og þar gegni leikskólar mikilvægu hlutverki. Fjölbreytileg myndgerð og mynd- sköpun skipi veglegan sess í uppeld- isstarfi leikskólanna og tengist öðr- um þáttum þess með ýmsum hætti Morgunblaðið/Ásdís Solla stirða ræddi við börnin og skoðaði listaverkin þeirra. Ungir listamenn halda sýningu EINSTAKLINGUM og fyrirtækj- um hér á landi eru sett frekar ströng skilyrði fyrir því að stofna reikning í erlendum banka. Með auknu peningaþvætti og hryðju- verkastarfsemi hafa þessi skilyrði verið hert, að sögn Halldórs J. Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans og nýs formanns Samtaka banka og verðbréfafyr- irtækja. Viðkomandi þurfa að mæta í eig- in persónu og framvísa persónu- skilríkjum og leggja fram ýmis önnur gögn, meðal annars skráða viðskiptasögu. Halldór segir að formlegheitin séu því talsverð, og hafi verið að aukast. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í Morgunblaðinu á þriðjudag að vegna hárra vaxta hér á landi gætu einstaklingar líkt og fyrirtæki þurft að færa sín bankaviðskipti til útlanda. Það væri ekki lengur mjög flókið að eiga viðskipti við erlenda banka og af þeim sökum þyrftu íslenskir bankar að fara að gæta sín. Halldór segir að íslenskir bankir starfi í vaxandi alþjóðlegri sam- keppni en standi þar mjög vel að vígi með tilliti til vaxtamunar og þjónustugjalda. „Allir geta átt bankaviðskipti í erlendum banka en þar myndi við- komandi ekki fá fjármálaþjónustu í íslenskum krónum eða fá lán í þeirri mynt sem hann hefur tekjur sínar í. Einnig geta allir, sem hafa traustar tryggingar, komið í ís- lensku bankana og tekið erlend lán. Íslenska bankakerfið er vel rekið og skilvirkt og ég sé því ekki neina ástæðu fyrir okkar við- skiptavini að hugleiða flutning sinna viðskipta til útlanda. Þeir sem búið hafa erlendis vita að mun liprara er að eiga bankaviðskipti hér en í nokkru öðru ríki. Við er- um því vel samkeppnisfærir,“ seg- ir Halldór. Ströng skilyrði fyrir stofnun reikninga erlendis ASTMA- og ofnæmis- félagið stendur fyrir málþingi um orskir og nýjungar í meðferð ónæmisgalla á morgun, laugardag. Þingið verð- ur haldið í Múlalundi, Hátúni 10 c, og stendur milli kl. 10 og 12. Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir og stjórnarmað- ur í félaginu, gengst fyr- ir málþinginu og segir að fjallað verði um mál- efnið frá ýmsum sjónar- hornum. Meðal annars yrðu kynntir nýir með- ferðarmöguleikar og norræn samtök sem Astma- og of- næmisfélagið mun nú gerast aðili að. Björn sagði meðfædda ónæmis- galla mjög sjaldgæfa, en miðað við tíðni á nágrannalöndunum gætu ein- hvers staðar á bilinu 60–80 Íslending- ar verið með lífshættulega ónæmis- galla. Einnig eru til algengari ónæmisgallar sem eingöngu leiddu til aukinnar áhættu á sýkingu, ofnæmi og sjálfsofnæmissjúkdómum í verstu tilvikum. Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum, flytur erindi um helstu ástæður ónæmisgalla. Sigur- veig Sigurðsdóttir, barnalæknir og ónæmisfræðingur, heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni Að lifa með ónæmisbilun, hvers ber að gæta? Björn Rúnar verður með erindi um nýjung- ar í meðferð ónæmis- galla. Hann mun greina frá niðurstöðu rann- sóknar vísindamanna sem náð hafa miklum árangri í genalækning- um barna með með- fædda ónæmisgalla. „Það er mikil von fólgin í genalækningum þó að ljóst sé að þær séu enn á tilraunastiginu og útilokað að þær geti gagnast öllum,“ bætti Björn Rún- ar við. Á þinginu verða fulltrúar frá norrænum samtökum einstaklinga með meðfædda ónæmisgalla. Í lok þingsins halda þeir stjórnarfund og þar tekur sæti í fyrsta sinn fulltrúar íslenska Astma- og ofnæmisfélagsins. „Samtökin eru öflug og mikilsvert að eiga með þeim samleið. Við verðum gerð að virku aðildarfélagi samtak- anna. Þessi hópur einstaklinga hefur orðið útundan innan okkar kerfis. Þetta fólk þarf að glíma við margvís- leg vandamál vegna síns sjúkdóms mestallt sitt líf,“ sagði Björn Rúnar. Málþing um meðfædda ónæmisgalla Von fólgin í genalækningum Björn Rúnar Lúðvíksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.